Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Afmæli Sigurður Hinriksson Sigurður Hinriksson, fyrrv. útgerð- armaður, Þiljuvöllum 33, Neskaup- stað, er níræður í dag. Sigurður fæddist í Norðfirði og hefur átt heima í Neskaupstað alla tíð. Hann stundaði lengst af útgerð frá Norðfirði en rak einnig eigin fiskverkun í fjölda ára. Sigurður gerði út marga mótorbáta og smíð- aði sjálfur tvo þeirra en hann smíð- aði fyrsta frambyggða mótorbátinn áAusturlandi. Sigurður var einn af frumkvöðl- um og stofnendum Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað 1932. Hann sat í fyrstu sjórn félagsins og til ársins 1936 en félagið er aðaleig- andi Síldarvihnslunnar hf., eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis hér á iandi. Hann var einnig meðal stofnenda Dráttarbrautarinnar hf. í Neskaupstað 1942 og einn af stofn- endum Goðaness hf. árið 1946 er átti og gerði út nýsköpunartogarann Goðanes á árunum 1947-52. Þá sat Sigurður í stjóm Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað um þijátíu ára skeið Eiginkona Sigurðar er Kristrún Helgadóttir, f. 28.1.1910, húsmóðir, en hún er dóttir Helga Flóvenssonar og Jóhönnu Jóhannsdóttur sem bæði voru frá Húsavík. Kristrún ólst upp að Skörðum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu hjá hjónun- um Þuríði Sigurðardóttur og Jóni ÁgústiÁmasyni. Kristrún rak um árabil Hótel Eg- ilsbúð í Neskaupstaö. Hún er mikil hannyrðakona og hefur tekið virk- an þátt í félagsmálum en hún var um skeið formaður kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað og bamastúk- unnar Vorblómsins. Sigurður og Kristrún eignuðust tvo syni. Þeir em: Ragnar Ágúst, f. 27.1.1930, d. 1988, loftskeytamaður, hafnarstjóri í Nes- kaupstað og loks sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðíjarðar, var kvænt- urKristínuLundberg,f.30.1.1930 og eignuðust þau fjögur böm, Sig- urð, f. 1951, framkvæmdastjóra, sem kvæntur er Ragnheiði K. Hall hús- móður og eiga þau þijú böm, Sigur- borgu, f. 1956, myndlistarkonu og kennara, en hún er búsett í Nes- kaupstað og á einn son, Kristrúnu, f. 1959, fóstru í Neskaupstað, í sam- búð með Snorra Styrkárssyni hag- fræðingi og eiga þau einn son og Jóhönnu Kristínu, f. 1961, hár- greiðslukonu í Neskaupstað, sem gift er Hjálmari Kristinssyni fisk- tækni og eiga þau tvö böm. Hinrik Jóhann, f. 5.11.1943, (kjör- sonur) áður verkstjóri við fiskverk- un, nú verkstjóri hjá íslenskum að- alvertökum, búsettur í Keflavík, kvæntur Ingibjörgu Haraldsdóttur, f. 24.8.1945 og eiga þau saman þrjú börn, Harald, f. 1964, verkamann í Keflavík, í sambúð með Signýju Marínósdóttur og á Haraldur eina dóttur, Margréti, f. 1967, skrifstofu- mann í Keflavík, og á hún einn son og Sigurð, f. 1969, verkamann í Keflavík. Auk þess á Hinrik einn son með Hjálmveigu Jónsdóttur frá Eskifirði, Hafstein, f. 1963, sjómann á Eskifirði, sem kvæntur er Önnu Óðinsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Sigurðar vora íjögur. Systkini hans: Margrét, f 1902, nú látin, var gift Einari Jónssyni, út- gerðarmanni og skipstjóra að Tröllanesi í Neskaupstað og áttu þau einn fósturson, Guðmund Sigm- arsson sem búsettur er í Neskaup- stað; Helga, f. 1904, húsmóðir að Bjarma í Neskaupstað, er látin, var gift Benedikt Benediktssyni skip- stjóra sem einnig er látinn en þau áttu eina kjördóttur, Ingu Kristínu Benediktsdóttur sem búsett er í Reykjavík; Borghildur, f. 1908, hús- móðir að Ekm í Neskaupstað, giftist Níels Ingvarssyni framkvæmda- stjóra og eignuðust þau tvo syni, Jóhann lögfræðing sem er búsettur í Reykjavík og Ingvar verkfræðing sem einnig er búsettur í Reykjavík; Sveinbjörg, f. 1913, húsmóðir, var gift Magnúsi Pálssyni, útgerðar- manni og skipstjóra, sem er látinn og eignuðust þau þijú böm, Jó- hönnu, húsmóður í Reykjavík, Pálmar, kennara í Reykjavík, og Sigrúnu Margréti, röntgentækni í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar vom Hinrik Þorsteinsson, f. 1863, d. 1941, útgerð- Sigurður Hinriksson. armaður á Norðfirði, og kona hans, Jóhanna Bjömsdóttir, f. 1877, d. 1938. Sigurður tekur á móti gestum í safnaðarheimili Norðfjarðar á af- mælisdaginn. Benedikt G. Frímannsson Benedikt G. Frímannsson, Búðanesi 1, Stykkishólmi, er sextugur í dag. Benedikt fæddist á Steinhóli í Fljótum og ólst upp frá sex ára aldri á Reykjarhóli í Vestur-Fljótum hjá fósturforeldrum sínum, Áma Ei- ríkssyni, bónda þar, f. 5.12.1905, d. 28.1.1967, og Líneyju Guðmunds- dóttur húsmóður, f. 27.2.1919. Benedikt lauk sveinsprófi í húsa- smíði og iðnskólaprófi í Vestmanna- eyjum 1958 en þar bjuggu þau hjón- in til 1964 er þau fluttu til Reykjavík- ur. Benedikt bjó í Reykjavík og vann þar við húsasmíðar til 1971 en þá fluttu þau að Stórholti í Dalasýslu þar sem þau stunduðu búskap þar til nú í sumar aö þau fluttu að Búð- amesi 1 í Stykkishólmi. Kona Benedikts er Ester Guðjóns- dóttir, f. 4.4.1934, en þau giftu sig 1.10.1955. Ester er dóttir Guðjóns Hafliðasonar, f. 8.6.1889, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, og Halldóru Þórólfsdóttur, f. 10.7.1893, húsmóður. Böm Benedikts og Esterar eru Rebekka, f. 21.1.1957, húsmóðir á Stokkseyri, gift Kjartani Jónssyni sjómanni og eiga þau fjögur böm; Rakel, f. 4.11.1959, skrifstofumaður í Reykjavík og á hún tvö böm; Krist- ín, f. 19.6.1962, húsmóðir í Stykkis- hólmi, gift Ómari Jóhannssyni vél- stjóra og eiga þau tvö börn, og Lín- ey, f. 3.10.1963, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, gift Þorleifi Guð- bjartssyni sjómanni og eiga þau þrjú böm. Systkini Benedikts vom sextán og em fimmtán þeirra á lífi. Þau em Jón, f. 12.3.1913 og á hann fimm böm; Katrín, f. 12.7.1914 og á hún tvær dætur; Jórunn, f. 12.7.1915 og á hún átta böm; Bjöm, f. 26.4.1917 og á hann fjögur börn; Ásmundur, f. 20.71919 og á hann átta böm; Ste- fanía, f. 23.7.1920 og á hún einn son; Guöbrandur, f. 26.51922 og á hann þrjú böm; Gestur, f. 28.2.1924 og á hann þijú börn; Þórhallur, f. 9.8. 1926, d. 30.12.1949; Hafliði, f. 7.6. 1927 og á hann tvær dætur; Guð- mundur, f. 29.4.1929 og á hann sex böm; Sveinsína, f. 17.10.1931 og á fjögur böm; Pálína, f. 10.1.1935 ogá hún sex böm og Regína, f. 16.7.1936 ogáhúnfimmböm. Foreldrar Benedikts voru Frí- mann Guðbrandsson, b. á Austari-- Hóli í Flókadal, og kona hans, Jósef- ína Jósepsdóttir. Frímann var sonur Guðbrands, b. á Steinhóli, bróður Björns, skip- stjóra á Karlsstöðum. Guðbrandur var sonur Jóns, b. á Vestara-Hóli, Ólafssonar, b. á Hólum í Fljótum, Jónssonar. Móðir Ólafs var Stein- unn Ámadóttir, b. á Kaðalstöðum, Bjömssonar, b. í Nesi, Þórarinsson- ar. Móðir Bjöms var Kristín Áma- dóttir, systir Jóns, afa Skúla Magn- ússonar landfógeta. Móðir Guð- brands var Soffía Björnsdóttir (Róðuhóls-Bjöms)rb. á Róðuhóli í Sléttuhlíð, Bjömssonar. Móðir Bjöms var Una Guðmundsdóttir, systir Einars, fööur Baldvins þjóð- frelsismanns. Móðir Frímanns var Sveinsína Sigurðardóttir, b. á Hálsi, Jónsson- ar, og konu hans, Helgu, systur Jóns Norðmanns, prests á Barði, langafa Einars fræðimanns og Þuríðar Páls- dóttur óperusöngkonu. Helga var dóttir Jóns, b. á Krakavöllum, Guð- mundssonar, bróöur Skáld-Rósu. Móðir Helgu var Margrét, talin laundóttir Jóns, prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Jósefína var dóttir Jóseps, b. á Stóru-Reykjum í Flókadal, Bjöms- sonar, b. í Hvanndölum, Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglufirði, Hinriksson- ar, b. á Auðnum, Gíslasonar. Móðir Hinriks var Oddný Jónsdóttir, b. á Skálá, Guðmundssonar, b. á Ysta- hóli, Jónssonar, bróður Þórdísar, ömmu Páls Melsteð amtmanns, ætt- föður Melsteðættarinnar. Móðir Benedikt G. Frímannsson. Jóseps var Ambjörg Þorvaldsdóttir, b. á Frostastöðum, Ásgrímssonar. Móðir Þorvalds var Guðný Gott- skálksdóttir, systir Þorvalds, afa Bertels Thorvaldsen myndhöggv- ara. Ágúst Jónsson, Hrafnistu við Kleppsveg. KeyHjavík. 80ára Unnur Guðmundsdóttir, Eyrargötu 9, Súgandafirði. 75ára Auðbjörg Bj arnadóttir, Hausthúsum I, Eyjarhreppi. Ármanía Kristjánsdóttir, Aðalgötu 56, Ólafsfirðl. Svava Lútbersdóttir, Laugavegi 27B, Reykjavík. Niels Hermannsson, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. Jón Jóhannsson, Tjamarbrautð, Suðurfiaröar- hreppi. 70 ára Sigurður Þórarinn Oddsson, Norðurbrún 1, Reykjavík. Bjarni Hermann Finnbogason, Vogatungu 57, Kópavogi. 60ára__________________________ Auður ÓÍafsdóttir, Skaftahlíð 34, Reykjavík. Hákon Ormsson, Skriðunesenni, Óspakseyrarhreppi. MariaBender, Nesvegi44, Reykjavík. Halldór Gunnarsson, Eskihlíð 14, Reykjavík. Haraldur Jónsson, Einilundi 4F, Akureyri. Sigríður Skúladóttir, Lambeyrum, Laxárdalshreppi. 50 ára Filippia Jónsdóttir, MiðkotiII,Dalvík. Þórhiidur Elíasdóttir, Hraunbæ70, Reykjavík. Ragnhildur Theodórsdóttir, Vallarbraut 3, Akranesi. Gylfi Gunnarsson, Strandgötu 62, Neskaupstað. BirgirGuðjónsson, Hrísholti 9, Garöabæ. Guðrún J. Jónsdóttir, Heiðargerði23, Vatnsleysustrand arhreppi. 40 ára Gunnar Viðar Geirsson, Smárahlíð 10G, Akureyri. Barclay Thomas Anderson, Prestbakka 5, Reykjavík. Oddný B. Guðjónsdóttir, Holtsgötu 28, Miðneshreppi. Lifja Krístín Kristinsdóttir, Múlavegi 17, Seyöisfirði. Magnús S. Jóhannsson, Tjamarlundi 8C, Akureyri. Guðlaugur Sigurðsson, Kambaseli 51, Reykjavík. Þorbjörg Svanfríð Gisladóttir, Austurgötu 37, Hafnarfirði. Jóney Margrét Jónsdóttir Jóney Margrét Jónsdóttir húsmóð- ir, Hringbraut 104, Keflavík, er ní- ræðídag. Jóney fæddist að Hellnum á Snæ- fellsnesi og ólst upp til níu ára ald- urs hjá ömmu sinni, Ingileifu Erl- ingsdóttur. Þá flutti hún til föður síns að Lýsudal í Staðarsveit þar sem hún naut almennrar skóla- göngu. Jóney giftist 1923 Kristjáni Jóns- syni, bónda og skósmið að Einars- lóni, en þar hófu þau búskap og bjuggu síðan í tuttugu ár. Þau fluttu síðan að Kirkjubóli í Staðarsveit, þá til Akraness og loks til Keflavíkur áriö 1954. í Keflavík stundaði Kristján skó- smíðar en hann lést árið 1970. Jóney starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Suðumesja við afgreiðslustörf. Jóney og Kristján eignuðust þijár dætur. Elst var Ingileif Aðalheiður, sem er látin, þá Friðbjörg Ólína og yngst Þórheiður Guðbjörg. Þá ólu þau upp dótturson sinn, Jón Ólafs- son. Systkini Jóneyjar em Friðjón, kaupmaður í Njarðvík, látinn, Sig- ursæll, matreiðslumeistari í Reykjavík, og Aöalbjörg, starfs- Jóney Margrét Jónsdóttir. stúlka í Garðvangi í Garöi. Foreldrar Jóneyjar vom Katrín Friðriksdóttir og Jón Magnússon. Jóney tekur á móti gestum í Vík- ingasal á Hótel Loftleiöum á af- mælisdaginn milli klukkan 17 og 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.