Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1990, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1990. fþróttir Sport- stúfar Hin árlega hjóna- og parakeppni í golíi á vegum GHR verður haldin á Strandarvelli, Rangárvöllum, sunnudaginn 12. águst og verður ræst út frá kl. 10. Leikinn verður 18 holu höggleik- ur með forgjöf. Keppnisfyrir- komulagið er þannig að báðir aðilar slá upphafshögg. Betri bolti er valinn eftir upphafs- höggið og parið slær til skiptis þar til boltinn er í holu. Skráning fer fram samdægurs á keppnis- stað. Golfmótfyrir heilbrigðisstéttir Sunnudaginn 12. ágúst verður haldiö á Svarf- hólsvelli á Selfossi golfmót fyrir heil- brigöisstéttir og hefst mótið kl. 10. Leiknar verða 18 holur með forgjöf í karla- og kvennaflokki' en einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjaíar. Einnig verður sveitakeppni þar sem 3 bestu skor frá sama vinnu- stað mynda sveit. Leikiö verður um farandbikar í sveitakeppn- inni. Rétt til þátttöku eiga allir þeir sem teljast til heilbrigðis- stétta og hafa skráða forgjöf. All- ar nánari upplýsingar veita Einar Þórhallsson og/eða Guðfmna Ól- afsdóttir á sjúkrahúsi Suður- lands í síma 98-21300. Zilnic aftur í leikbann Janni Zilnic, leikmað- ur með 1. deildar liði Víkings, var úrskurð- aður í eins leiks bann vegna 6 gulra spjalda á fundí aga- neihdar KSÍ á þriðjudaginn. Zilnic getur því ekki leikið með liði sínu gegn ÍA á sunnudaginn. Tveir leikmenn úr 2. deild, Gunn- ar Þór Pétursson, Fylki, og Örn Torfason, Leiftri, voru úrskurð- aðir í eins leiks bann vegna brott- vísunar. Þá voru þeir Lúðvík Bergvinsson og Helgi Kolviðsson, báðir úr ÍK, úrskurðaðír i eins leiks bann vegna brottvísunar. í 4. deild voru tveir leikmenn úr- skurðaðir í bann vegna rauðs spjalds, Kristján Björgvinsson, Gróttu, og Anton Tómasson frá Reyni, Sandgerði. Leikbönnin taka gildi á hádegi á fostudag. Grasshopper að hressast Úrslit i leikjum i 1. deild svissnesku knatt- spyrnunnar í fyrra- kvöld urðu þannig: YoungBoys-Aarau.........2-2 Wettingen-Sion..........0-0 Ziirich-Lugano..........1-1 St Gallen-Lausanne......1-1 Servette-Grasshopper.....1-3 Luzern-Xamax............0-1 • Lausanne og Zurich eru í efsta sæti eftir fjórar umferðir, bæði liðin eru með 6 stig. Grasshopper kemur næst með 5 stig. Þjálfaraskipti hjá Bordeaux Franska 1. deildar liöíö Bordeaux hefur byrjað keppnistímabilið í Frakklandi illa og er liðiö í 17. sæti eftir þijár fyrstu umferöirnar. í fyrradag ákvað stjóm félagsins að segja þjálfara félagsins upp störfum, Belganum Raymond Goethals. Goethals er fyrrum þjálfarí belgiska lands- liðsins og tók við stjóminni hjá Bordeaux í upphafi síðasta keppnistímabils og hafnaði liðið í öðru sæti í deildarkeppninnl á eftir Marseille. Viö þjálfarastöð- unni tekur Gemot Rohr sem þjáifar varaliö félagsins. ÍK vann Haukana ÍK komst í 2. sæti 3. deildar í gær- kvöldi er liðið sigraði Hauka, 3-0, í geysimikilvægum toppbaráttuleik. Staðan í hálfleik var markalaus en ÍK-menn réðu algerlega gangi seinni hálfleiks og Júlíus Þorfinnsson skor- aði fyrsta markið. Ómar Jóhannsson bætti öðru við úr vítaspyrnu og Hörður Magnússon bætti þriðja markinu við undir lokin. Birni Svav- arssyni Haukamanni var vikið af leikvelli og gestirnir voru því aðeins 10 undir lokin. Reynirvann Fjölni í 4. deild var einn leikur í gær- kvöldi. Reynir frá Sandgerði vann 2-1 sigur á Fjölni á gervigrasinu. Sig- urður Guðnason gerði bæði mörk Reynis en Finnur Leifsson skoraði fyrir Fjölni. -RR Jaf nt hjá ValogKR íslandsmeisturam Vals tekst ekki að halda titlinum í 1. deild kvenna en þær gerðu jafntefli gegn KR, 3-3, í gærkvöldi. KR-stúlkur höfðu betur í fyrri hálf- leik, skoruðu tvö mörk gegn einu marki Vals. Dæmið snerist síðan við í síðari hálfleik en þá náðu Valsstúlk- ur að jafna eftir að KR hafði náð tveggja marka forystu. Helena Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR og Sara Smart eitt. Mörk Vals skoraðu þær Guðrún Sæmundsdóttir, Bryndís Vaisdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. -ih • Bryndís Valsdóttir skoraði eitt marka Vals gegn KR og fimmta mark sitt i deildinni i sumar. • ÍK-menn fagna eftir mikilvægan sigur á Haukum i 3. deildinni i gærkvöldi. ÍK vann leikinn, 3-0, og stendur nú vel að vígi öðru sæti deildarinnar. DV-mynd G EyjóKur ekki með í sigri Sf uttgart - vestur-þýska deildarkeppnin hófst 1 fyrrakvöld Keppni í vestur-þýsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hófst í fyrrakvöld með leik Dortmund og Stuttgart og fór leikurinn fram í Dortmund. Lið Stuttgart hafði nokkra yfirburði í leiknum og sigraði, 0-3. Fritz Walter var á skotskónum í liði Stuttgart og skoraði öll þrjú mörkin, tvö undir lok fyrri hálfleiks, og það síðasta 10 mín- útum fyrir leikslok. Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Stuttgart þar sem hann er í nokkurra daga fríi á íslandi. DV náði tali af Eyjólfi heima á Sauðárkróki í gær en hann og unnasta hans eignuðust sitt fyrsta barn fyrir skömmu. „Það má segja að ég sé í barneign- arfríi hér heima en ég mun halda aftur út til Þýskalands eftir helgina. Ég hef ekki mikið fengið að spreyta mig með aðailiðinu en hef þó fengið aö koma inn á í einum og einum leik. Mér hefur þó gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spreyta mig og hef náð að skora þrjú mörk í æfingaleikj- um liðsins. En það þýöir ekkert ann- að en að bíöa rólegur eftir tækifær- inu en mun fleiri leikmenn berjst um hverja stöðu heldur en á síðasta keppnistímabili," sagði Eyjólfur Sverrisson í samtali við DV. Liði Stuttgart hefur verið spáð nokkurri velgengni á keppnistíma- bilinu sem nú fer í hönd. í síðustu viku lék liðið tvo leiki, þann fyrri gegn austurrísku meisturunum Ty- rol og sigraði Stuttgart, 3-1, Hinn leikurinn var gegn svissneska félag- inu Aarau og sigraði Stuttgart, 5-2. Nýlega keypti félagið Ludwig Kögl frá vestur-þýsku meisturunum Bay- em Munchen og á hann öragglega eftir að styrkja liðið mikið. -GH Eyjólfur Sverrison lék ekki með Stuttgart. Áfram beint frá Ítalíu - Stöð 2 hefur keypt 34 leiki 1 beinni útsendingu Nú er orðið að ljóst að beinar út- sendingar frá ítölsku knattspym- unni verða á dagskrá Stöðvar 2 í vet- ur. Stöð 2 hefur keypt 34 leiki í beinni útsendingu og verður fyrsti leikur- inn á dagskrá sunnudaginn 9. sept- ember. Leikir í ítölsku knattspyrnunni fara fram á sunnudögum og hefst útsending Stöðvar 2 ýmist kl. 13.25 eða 13.55. Þá hefur verið ákveðið að Stöðin verði með 30 mínútna syrpu frá öðram leikjum í ítölsku 1. deild- inni á hverju miðvikudagskvöldi frá og með 3. október. Enski boltinn í ríkissjónvarpinu Ekki hefur enn verið samið um sýn- ingar frá leikjum í ensku knattspyrn- unni í ríkissjónvarpinu í vetur en að sögn Ingólfs Hannessonar á íþrótta- deild Sjónvarpsins ættu málin að skýrast á næstu dögum. Fyrirhugað er þó að hefja beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild ensku knattspyrn- unnar í nóvember og munu þær standa fram í marsmánuð en fram að þeim tíma verða vikugamlir leikir sýndÍE í íþróttaþætti á laugardögum. Að sögn Ingólfs er ekki ætlunin að sýna leiki í beinni útsendingu frá vgstur-þýsku knattspyrnunni í vetur eins og gert var í fyrra. -GH Heil umferð í 2. deild - 5 hörkuleiklr á dagskrá í kvöld Heil umferð fer fram í 2. deild karla á íslandsmótinu í knattspymu í kvöld. Nágrannaslagur verður í Garðinum þegar Víðir tekur á móti Grindavík. Víðismenn era í öðru sæti í deildinni en Grindvíkingar eru nálægt botninum. UBK fær ÍR í heimsókn en Breiðhyltingamir hafa verið á góðu skriði í undanfórnum leikjum og er liðið fariö að blanda sér í toppbaráttuna ásamt Breiða- bliki. Á Sauðárkróki verður botn- baráttuslagur þegar Tindastóll og Leiftur leiða saman hesta sína. Fylk- ir og ÍBK leika á Árbæjarvelli. Bæði liðin léku í 1. deild á síðasta keppnis- tímabili, Fylkismenn eru í efsta sæti en Keflvíkingar þurfa heldur betur á stigunum að halda í botnbaráttunni. Á Selfossi verður án efa mikill slagur þegar heimamenn taka á móti Sigl- firðingum. Allir leikimir hefjast kl. 19. -GH Ben Johnson, spretthlauparinn heimsfrægi, sem var dæmdur í keppnis- bann eftir aö hafá notað ólögleg lyf á Ólympiuleikunum í Seoul, hefur feng- iö grænt ljós á að keppa aftur fyrir Kanada. fþróttamálaráðherra Kanada, Marcel Danis, skýröi frá þessu á fundi í gær en íþróttasamband Kanada hafði dæmt Johnson í æviiangt bann áríð 1988. Johnson setti sem kunnugt er heimsmet í 100 m hlaupi en síðan komst upp að hann hafði notað ólögleg lyf og þá var heimsmetið dæmt ógilt og Johnson missti af gullverölaunum sínum í kjöl- farið. Hinn 28 ára gamli Johnson sagðist viija keppa fyrir land sitt á nýjan leik á næstu ólympíuleikum og þá án þess að nota ólögleg lyf. Bandaríkin unnu stórt Bandaríkin unnu Suður-Kóreu stórt, 146-67, á heimsmeistaramótinu í körfu- knattleik sem nú stendur yfir í Buenos Aires í Argentinu. Ítalía vann Ástraliu, 94-89, eftir æsi- spennandi lokakafla. í fyrrakvöld unnu Bandaríkjamenn Grikki, 103-95, og þá unnu Argentínu- menn Kínverja, 106-85.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.