Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Fréttir Geir Gunnarsson, stjómarformaður Arnarflugs: í hemaði er alltaf reynt að drepa óvininn - Flugleiðir virða ekki farseðla frá Amarflugi eftir 5. september „Það var gert samkomulag af okkar hálfu við samgönguráðu- neytið og af þess hálfu við Flugleið- ir. Flugleiðir eru hins vegar þegar farnar að brjóta það. Þannig vilja Flugleiðir ekki virða útgefna far- seðla okkar eftir 5. september, gegn samkomulagi þar um. Við erum með áætlunarferðir til Amsterdam og Hamborgar en Flugleiðir ætla ekki aö fljúga til Hamborgar. Það er náttúrulega mjög þægilegt að geta fleytt rjómann ofan af eins og Flugleiðir gera nú eftir að hafa fengið flugleyfi okkar og menn eru alls ekki sáttir við að sjá á eftir áraiangri vinnu sinni í hendur Flugleiða sem síðan gætu haldið þessu í framtíðinni. Að okkar áliti er ekki um annað en bráðabirgða- ráðstöfun að ræða en við vitum að í hernaði er óvinurinn ekki særð- ur, það er reynt að drepa hann,“ sagði Geir Gunnarsson, stjórnar- formaöur Arnarflugs, í samtali viö DV. Eins og fram hefur komið hafa Flugleiðir fengið flugleyfi Arnar- flugs aíhent til 1. nóvember. Á meðan mun fjárhagsleg endur- skipulagning fara fram á Arnar- flugi. Ekki hefur verið gefið út lof- orð eða vilyrði af hálfu samgöngu- ráðuneytisins fyrir því að Arnar- flug fái flugleyfin aftur að þeim tíma liðnum. - í hverju verður starf næstu mán- aða fólgiö? „Það er óhemjuvinna fólgin í því að fara yfir öll bókhaldsgögn. Sam- hliða því verðum við í innri skipu- lagsbreytingum og endurskipu- lagningu á störfum og niðurröðun þeirra í samvinnu við starfsfólkið. Stjórn félagsins hefur tekið ákvörð- un um að segja engum upp. Sumir vilja hætta og við því er ekkert að segja. Allt starf næstu tvo mánuði byggist hins vegar á því að það fólk, sem starfar með okkur nú, starfi áfram aö endurbyggingunni." - Munuð þið fara fram á greiðslu- stöðvun? „Menn eru að skoða alla kosti, þar á meðal greiðslustöðvun." Arnarflug er laust undan leigu- samningi á þotu þeirri sem félagið hefur haft á leigu erlendis. Þotunni var skilað í gær og verður henni flogið utan í dag. - Er Arnarflug nú ekki endanlega búið að vera? „Nei, við erum að byggja okkur upp aftur. Þetta er eins og að reisa nýtt fyrirtæki." - Á fimmtudag var komið 50 millj- óna króna hlutafé í ísflug og loforð fyrir-70 milljónum. Kemur þetta fé inn í Arnarflug? „Það verður að semja við ísflugs- menn um það.“ - Eru þetta ekki mestmegnis sömu mennirnir og eiga mest í Arnar- flugi? „Nei. Hver stofnandi hefur ekki sett nema eina milljón í félagið." Geir sagði að eiga mætti von á að Flugleiðir hækkuðu verð hjá sér með einum eða öðrum hætti á næstunni. „Flug á höndum eins aðila kallar á hækkanir. Það er mjög vítavert ef ríkisvaldið ætlar að stuðla að einokun í farþegaflugi á milli landa og beinlínis að ganga þar fremst í flokki.“ -hlh Innflutningur matvæla: Engarýmkun Gyffi Eristjánœon, DV, Hrútafirði: Aöalfundur Stéttarsambands bænda varar við rýmkun á heim- ild til ínnflutnings matvæla. Hvergi verði slakað á banni við innflutningi á hráu kjöti og lif- andi dýrum. Þá fól fundurinn stjóm Stéttar- sambandsins að fylgjast náiö með framvindi GATT-viöræönanna og viöræðum EB og EFTA um evrópskt efnahagssvæði. Bændur vilja aö tryggt verði aö erlendir aðflar nái ekki eignarhaldi á auð- lindum landsins og að réttur út- lendinga til þess að kaupa fast- eignir hér á landi verði takmark- aður. Fengum 13,7 miiyónir króna Hluta af styrkjum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóösins heftir verið úthlutað og fengu öll flögur íslensku kvikmyndaverk- in, sem um sóttu, styrk. Kvik- myndin Ingaló í grænura sjó, í leOístjórn Ásdísar Thoroddsen, fékk 7,2 mflljónir króna. Teikni- myndin Jólatréð okkar eftir Sig- urö Öm Brypjólfsson fékk 2 mOIjónir. FjaUa-Eyvindur og Hafla eftir Lárus Ými Óskarsson fékk 2,5 miOjónir og Jörundur himdadagakonungur fékk 2 mOlj - ónir en það er Umbi sem sér um undirbúning að því verki. -SMJ Valsmenn voru að taka við bikar á dögunum viö litla hrifningu KR-inga. A næstunni tekur eitthvert lið við íslandsbikarnum við enga hrifningu allra hinna liðanna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvernig tekið er á móti bik- ar, aðal atriðið er að vinna hann. DV-mynd Hson Erum ekki pólitískir varðhundar - segj a væntanlegir ritstj órar Pressunnar „Það er að sjálfsögðu ekki síöur gleðilegt fyrir okkur sem tökum við Pressunni 1. október en núverandi ritstjóra að þeir skuli skOa af sér góðu búi. Mér finnst hins vegar ó- maklegt af Jónínu að reyna að gera mig að einhverjum varðhundi Al- þýðuflokksins í komandi kosningum. Það er náttúrlega ekki hægt að móðga blaðamann á subbulegri hátt og ég gæti vel fyrirgefið mér þó aö ég segði Jónínu aö éta skít á móti. Ég læt það hins vegar ekki eftir mér,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, væntanlegur ritstjóri Pressunnar, þegar hann var spurður um skýring- ar Jónínu Leósdóttur á uppsögn hennar og ráðningu nýrra ritsljóra á Pressuna. „Staðreyndir málsins eru þær að við Kristján höfum skjalfest fullt rit- stjórnarlegt frelsi í ráðningarsamn- ingi okkar og eina leið stjórnar Blaðs hf. til aö hafa áhrif á ritstjórnarstefn- una er því að reka okkur. Ég hef aldr- ei verið í neinum stjórnmálaflokki og skil reyndar ekki hvað fólk er að vilja í svoleiðis félög. Þó Kristján hafi eitthvað verið að pissa utan í krata þá treysti ég honum vel til þess að láta ekki persónulegar skoðanir sínar þvælast fyrir sér í vinnunni og veit reyndar að hann gerir það ekki. Þetta er einn af göldrum óháðrar blaðamennsku, þó Jónína átti sig ekki á því. Ég get líka lofað henni að ef við erfum einhverja óþekkt frá henni og Omari þá munum við magna hana frekar en hitt því mér hefur alltaf fundist of lítiö af óþekkt í Press- unni,“ sagði Gunnar Smári. „Ég sé ekki að skoðanir mínar á þjóðfélagsmálum komi blaða- mennsku nokkuð við. Það er einmitt galdur góðrar blaðamennsku að að- greina prívatskoðanir frá viðfangs- efninu hverju sinni,“ sagði Kristján Þorvaldsson, væntanlegur ritstjóri á Pressunni, aðspurður um þaö hvort vera hans í Alþýðuflokknum myndi hafa áhrif á ritstjórnarstörf hans. Kristján er flokksbundinn í Alþýðu- flokknum en sagðist hafa sagt af sér öllum ábyrgðarstörfum fyrir flokk- inn. -SMJ Uppsagnir á Pressunni: Vorum ekki nógu þæg fyrir flokkinn - segir JónínaLeósdóttirritstjóri „Ég leyfi mér að efast um að stjórn- in komi með réttar skýringar á þess- um brottrekstri þegar hún vísar i sölutölur. Við finnum sterka póli- tíska lykt af þessu. Það er ekkert leyndarmál að þeir sem stóðu að Nýjum vettvangi reyndu mjög að þrýsta á okkur í kringum sveitar- stjórnarkosningarnar en við stóöum það af okkur við mikla óánægju í flokknum. Þá höfum við ekkert verið að hlífa Alþýðuflokknum frekar en öðrum flokkum þegar við fjöllum um pólitík og það hefur einnig mælst illa fyrir. Nú er verið að setja ungkrata í stóhnn enda er að koma kosninga- vetur og ég held að þetta sé undir- búningur að því,“ sagði Jónína Leós- dóttir, ritstjóri Pressunnar, en rit- stjórar og blaðamenn Pressunnar fengu uppsagnarbréf í gær. Mikil ólga var meðal starfsmanna Pressunnar vegna uppsagnanna og voru mikil fundarhöld í gær þar sem formaður Blaðamannafélagsins, Lúðvík Geirsson, mætti. Jónína sagði að óánægjan væri vegna þess hvern- ig staðið var að uppsögninni en þau hefðu fyrst lesið um breytingarnar í DV og þá hefðu þau ekki fengið form- leg uppsagnarbréf fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni. Þá sagði Jónína aö það væri ekki rétt sem haldið hefði verið fram að blaðið hefði selst illa. Nefndi hún sem dæmi að aukning hefði orðið á sölu á milli júní og júlí um 10 til 11%. Þá sagði hún að salan hefði verið mjög góð í ágúst og þriðja og fjórða tölu- blað þess mánaðar selst upp. Stefan Friðfinnsson, stjórnarfor-' maður Blaðs hf„ sem gefur Pressuna og Alþýðublaðið út, sagðist ekki hafa sölutölur vegna síðustu mánaða handbærar, enda sæi hann ekki hverju það breytti varðandi þá ákvörðun sem nú hefði verið tekin. Hún hefði ekki verið tekin í skyndi heldur að vel athuguðu máli. „Það er gersamlega út í hött að halda því fram að hér sé einhver pólitík að baki. Blaðstjórnin hefur aldrei ætlast til þess að þetta blað væri pólitískt. Ég veit heldur ekki til þess að blaöið hafi verið það og ég hafna því algerlega að blaðstjórnin hafi nokkru sinni reynt að hafa póli- tísk áhrif á efni blaðsins," sagði Stef- án. - En hvað geta blaðamenn Press- unnar gert? „Þeirra er valdið og þeir geta vænt- anlega kastað okkur út eins og þeir eru að gera. Þeir bjóða lögbundinn uppsagnarfrest en það er ekkert spennandi að eiga að koma blaðinu út í einn mánuð með uppsagnarbréf- ið í rassvasanum," sagði Jónína, en gert er ráö fyrir að núverandi rit- stjórn sjái um blaðiö út september- mánuð. -SMJ Friðarmessur um land allt „Prestar um allt land ætla að „Við ætlum að höfða til íslensku biðja sérstaklega fyrir friði í heim- þjóðarinnar um að koma saman og inum en kveikjan er auðvitað biðja um frið. Við höfum engan ástandið í Austurlöndum sem vit- áhuga á að senda hermenn þangaö anlega er ekki takmarkað við það og ekki einu sinni Landhelgisgæsl- landsvæði því áhrífanna myndi una heldur viljum viö biðja fyrir gæta um allan heim ef þar brytist friði,“ sagði biskupinn. út ófriður," sagði Ólafur Skúlason Messur verða klukkan 11 á þétt- biskup en kirkjan hefur ákveðið býlisstöðum en klukkan 12 í dreif- aö hafa sameiginlega friðarbæna- býli. stund um allt land á sunnudaginn. ' .$MJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.