Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Útlönd 13 V Saddam efnir hluta afloforðum sínum um frelsun gísla: Sumum konum og börnum sleppt - Norðurlandabúar hafa samflot um brottför frá írak og Kúvæt Stjóm íraks féllst í gær á aö sleppa konum og bömum af norrænum uppmna og frá ítaliu. Loforð um far- arleyfi fyrir konur og börn var gefið fyrir nokkmm dögum en stjórnin í Bagdad efndi það ekki fyrr en í gær. Þegar síðast var vitað höfðu konur og börn frá Bretlandi og Bandaríkj- unum ekki fengið leyfi til að yfirgefa landið og um tíma var talið að Sadd- am ætlaði að setja ný skilyrði fyrir fararleyfi þeirra. Þaö kom þó ekki fram og er því enn haldiö fram að svo mikið verk sé að ganga frá áritun vegabréfa aö brottfór útlendinga geti ekki gengið hraðar fyrir sig. Nítján konur og böm frá Ítalíu komu til Jórdaníu í gær. Það voru fyrstu Vesturlandabúarnir sem fengu fararleyfi frá því Saddam gaf loforð um það á þriðjudaginn. Fleiri ítalar vom á leið úr landi. Brottflutningur Norðurlandabúa hefur verið samræmdur að öðm leyti en því að íslendingarnir í Kúvæt ætla að vera þar áfram. Bretar vinna einnig að því að fá sitt fólk laust og vildu í gær senda flugvél beint til Bagdad að ná í það. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi í tvo tíma í gær við Tareq Aziz, utan- ríkisráðherra íraks, um lausn Persa- flóadeilunnar og sagði de Cuellar eft- ir fundinn að hann hefði verið gagn- legur og að þeir hefðu rætt allar hlið- ar deilunnar. De Cuellar sagði einnig hugsanlegt aö írakar féllust á skilyrði Samein- uðu þjóðanna um að fara með her sinn frá Kúvæt og láta alla gísla lausa. Aziz hafði það eitt að segja eftir fundinn að írakar ætluðu sér að ná fram markmiöum sínum hvað sem liði samsæri þjóða heimsins gegn þeim. Dagblaðið Newsday í New York hafði það eftir heimildum innan bandarísku stjómarinnar í gær að ef ekki fyndist lausn á Persaflóadeil- unni á næstu fjórum til tíu vikum mundu Bandaríkjamenn gera árás á íraka. Sagt var að samkomulag væri um þetta innan stjórnarinnar, aðeins væri eftir að ákveða tímann ná- kvæmlega. Fyrst verði þó að bíða enn um sinn og sjá hvort viðskiptabannið á írak hefði tilætluð áhrif. Ef það reyndist ekki vera væri víðtæk árás eini kosturinn sem Bandaríkjamenn hefðu. George Bush hefur lagt fram áætl- un um að deila kostnaðinum við her- setuna í Saudi-Arabíu á fylgiríki Bandaríkjanna í Persaflóadeilunni. Áætlunin mætti andstöðu í Banda- ríkjunum og einn öldungadeildar- þingmaður sagði að meö þessu væri Bush að gera bandaríska hermenn aö málaliðum og herinn að leiguher. í aðstoðinni á meðal annars að fel- ast að olíuríkin við Persaflóa leggi til olíu á flotann en ríki Vestur- Evrópu auk Japans og Suður-Kóreu leggi fram fjármagn og eins mikinn heraflaogþeimerunnt. Reuter Mjakast 1 átt til sameiningar Þýskalands: Sáttmáli um sameininguna í höf n Fulltrúar ríkisstjórnanna í Vestur- og Austur-Þýskalandi hafa undirrit- að samning um samræmingu á stjórn- og réttarkerfum landanna. Þar með er úr sögunni síðasta hindr- unin áður en sjálf sameiningin getur orðið að veruleika þann 3. október. Þessi samningur hefur verið um- deildur og varð fyrr í mánuðinum til þess að ríkisstjórn Austur-Þýska- lands liðaðist í sundur þannig. Á vestur-þýska þinginu var hart deilt þar til nú í vikulokin um þann hluta sem lýtur að lögum landanna um fóstureyðingar. Aðfaranótt föstudagsins náðist loks samkomulag þegar Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, gaf eftir í málinu og sættist á að tvenn lög giltu í landinu næstu tvö árin áður en nú samræmd lög verða sett. Það voru innanríkisráðherrar landanna sem undirrituðu samning- inn í Austur-Berlín um miðjan dag í gær. Samningurinn tekur yfir 1000 blaðsíður og kostaði margra mánaða samningaviðræður. „Svo kann að virðast sem samning- Wolfgang Schaeuble, innarikisráðherra Vestur-Þýskalnds, og Giinter Krause, starfsbróðir hans i Austur-Þýskalandi, við undirritum ríkjasáttmála þýsku rikjanna í Austur-Berlín í gær. Símamynd Reuter urinn sé dæmi um þýska fullkomn- um en hann er það ekki. Þetta eru aðeins lykilatriðin en það eru enn margir endar lausir," sagði Wolfgang Schaeuble, innanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, við undirritunina. Helmut Kohl var í Bonn þegar at- höfnin fór fram. Þetta er þó mikill sigur fyrir hann þar sem hann hefur lagt áherslu á að hraða sameiningu ríkjanna. Nú er ekki ár liðið frá því Berlínarmúrinn féll. De Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, varaði við of mikilli bjartsýni með árangur af samningnum. Hann sagði að menn mættu ekki láta svo að með honum væru allar vonir Austur-Þjóðveija að rætast. í hönd færi tímabil erf- iðleika sem gæti reynst austur-þýsku þjóðinni örlagaríkt. Gyðingar eru þó þeir einu sem hafa örðið til að gagnrýna samninginn. Gyðingar í Vestur-Þýskalandi lýstu vonbrigðum sínum með að sameinað Þýskaland ætlaði ekki að taka sögu- lega ábyrgð á helfor nasista gegn þjóð þeirra. Reuter Sannanir fyrir að gíslar séu á mikilvægum stöðum í írak: Ega að verja norðurlandamærin Gíslunum hefur veriö komið fyrir á hernaðarlega mikilvægum stöðum í norðri til að draga úr líkum á árásum frá stöövum í Tyrklj^idi. Kúrdar í írak hafa upplýst um Qóra hemaðarlega mikilvæga staði þar sem vestrænir gíslar eru í haldi. Kúrdamir segja að þetta séu aðallega Bretar og Bandaríkjamenn. Þesar upplýsingar koma í gegnum bresku leyniþjónustuna sem hefur sambönd innan andspyrnuhreyfing- ar Kúrda nyrst í írak. Gíslamir er hafðir í haldi í stöðvarhúsum þriggja raforkuvera og auk þess á herflug- velli við borgina Kirkuk. Kúrdarnir segja að fyrstu hópamir hafi verð fluttir á þessa staði þann 24. ágúst og þá hafi konur og börn verið með. Ekki er hins vegar vitað hvort aðrir en karlmenn séu þar nú þegar Saddam Hussein hefur heitið því að gefa konum og bömum ferða- frelsi. Staðimir, þar sem gíslamir era í haldi, era allir við norðurlandanæri íraks. Þar eru stórar virkjanir við Eskil Mosul, Dukan og Darbandikan sem sjá helstu borgum í landinu, þar á meðal höfuðborginni Bagdad, fyrir rafmagni. Komi til árásar á írak em virkjanirnar líkleg skotmörk. írakar hafa ekki lengur fjölmenn herlið á þessum slóðum því það hefur verið flutt suður til landamæranna við Kúvæt. því er talið líklegt að gísl- arnir eigi að koma í veg fyrir árásir á mikilvægustu staðina á þessu slóð- um. Virkjanirnar í Dukan og Darband- ikhan eru nærri landamærunum við íran og urðu oft fyrir árásum í Pers- aflóastríðinu á árunum 1980 til 1988. Á þessum slóðum em Kúrdar fjöl- mennir og er sagt að andstaöa þeirra við stjóm Saddams í Bagdad fari nú harönandi og þeir hugsi sér jafnvel að ná samkomulagi viö hópa and- stæðinga Saddams innan íraks um vopnaða andstöðu gegn honum. Barátta Kúrda fyrir sjálfstjórn hef- ur nú staðið í um 40 ár. Þeir hafa oft orðið illa fyrir barðinu á stjónvöldum í írak, síðast þegar Saddam beitti efnavopnum gegn þeim fyrir tveimur árum með hörmulegum afleiðingum. Reuter Eyðimerkur Arabíu: óáfengan bjór Hollenska brugghúsið Bavaria BV hefur í síðstu viku fundið fyr- ir óvenjumikilli eftirspurn eftir óáfengum bjór. Ekki eru það þó heimamenn sem sýna svo mikinn áhuga heldur hafa sendingarnar farið til bandaríska hersins sem berst við hitann og þorstann í eyðimörkum Saudi-Arabíu. Bragghúsið hefur ekki viljaö gefa upp hve mikið það hefur selt Bandaríkjamönnmn af bjórnum. Hins vegar kvar tar þaðundanþví að geta ekki annað eftirspum. I Saudi-Arabíu ríkir áfengis- bann eins og í öðram íslömskum löndum. Hermennirn.ir mega því ekki drekka áfengan bjór og þar að auki þykir skynsamlegra að vera með réttu ráði ef Saddam villfaraaðberjast. Rcuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 ib.Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir Sértékkareikningar 3,0 nema Ib Allir Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir Innlán með sérkjörum 3-3,25 nema Ib lb,Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-6,75 Allir Sterlingspund 13-13,6 nema Sp Sp Vestur-þýsk mörk 6,75-6,8 Sp Danskarkrónur 8,5-8,75 Lb.Bb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sb lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,25-13 Lb.Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgenqi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlan verötryggö Skuldabréf 6,5-6,75 Lb.lb.S- Útlántilframleiðslu b isl.krónur 14-14,25 Sp SDR 10,75-11 Allir Bandaríkjadalir 9,75-9,8 nema Sb Sp Sterlingspund 16,25-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10 Allir Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR överðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8,2 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Lánskjaravísitala ágúst 2925 stig Byggingavísitala sept. 551 stig Byggingavísitala sept. 172,2 stig Framfærsluvísitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,062 Einingabréf 2 2,754 Einingabréf 3 3,335 Skammtímabréf 1,708 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,009 Markbréf 2,663 Tekjubréf- 2,012 Skyndibréf 1,494 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,434 Sjóðsbréf 2 1,795 Sjóðsbréf 3 1,696 Sjóðsbréf 4 1.448 Sjóðsbréf 5 1,021 Vaxtarbréf 1,7185 Valbréf 1,6140 Islandsbréf 1,049 Fjórðungsbréf 1.049 Þingbréf 1.048 Öndvegisbréf 1,046 Sýslubréf 1,051 Reiðubréf 1,036 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 525 kr. Flugleiðir 205 kr. Hampiðjan 171 kr. Hlutabréfasjóður 167 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 536 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, Ib = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.