Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 10
10 Leikfimin byrjar 4. september Innritun í símum 45399 og 43323. Utboð Austurlandsvegur, Jökulsá - Dimmidalur vt'tín Sm wr Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- r greint verk. Lengd kafla 2,1 km, fylling 37.000 rúmmetrar og burðarlag 15.000 rúmmetrar. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. september 1990. V Vegamálastjóri J Útboð ^ 'qv/m pr Suðurfjarðavegur, Norðfjarðarv. ~ - Handarhald Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd kafla 4,0 km, fylling 29.000 rúmmetrar og burðarlag 24.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. september 1990. V Vegamálastjóri ^ CDaus ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Aðalfundur AUS verður haldinn á skrifstofu samtakanna, Hverfisgötu 50 (4. hæð), þann 8. september nk. kl. 14.00. Á dagskrá er meðal annars: • Skýrsla stjórnar. • Skýrsla endurskoðenda. • Lagabreytingar. • Kosningar í stjórn og önnur mál. Allir velkomnir. Stjórn AUS. Útboð Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang húss fyrir fjarskiptastöð að Þverholtum, Álftaneshreppi, Mýra- sýslu. Stærð húss er 84,3 fermetrar og skal smíði þess lok- ið 17. des. nk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeild- ar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar, Landssímahúsinu við Austurvöll, þriðjudaginn 18. sept. nk. kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin ----------------------------------------4------- LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Uppáhaldsmatur Haraldur Gislason á Bylgjunni getur fleira en að leika skemmlileg lög fyrir htustendur. Hann er afbragðs kokkur og hefur gaman af að búa til sínar eigin uppskriftir. DV-myndJAK Sjávarréttagómsæti - að hætti Haralds Gíslasonar útvarpsmanns „Ég hef mjög gaman af að elda hreinsaður og geri það alltaf á mínu heimili. 5 eggjarauður Líklegast byrjaði áhugi á elda- ldlkampavíneðasætthvítvín mennsku þegar ég var til sjós fyrir ferskurgraslaukur' mörgum ámm. Þá var humrí, krabba og fleiri fisktegundum kast- að í sjóinn. Mig langaöi að smakka hvernig bragð væri að þessum sjávardýrum og fór því að flkra mig áfram við eldamennsku. Það kom í ljós að þetta var fráþær mat- ur,“ segir Haraldur Gíslason, út- varpsmaður á Bylgjunni, en hann er sagöur frábær kokkur. Fyrir utan.að matreiöa heima hjá sér hefur Haraldur tekið aö sér að sjá um veíslur fyrir vini og kunn- ingja. „Ég er oft beðinn um að sjá um kalt borð, t.d. í fermingarveisl- um, og hef mjög gaman af,“ segir hann. Ekki hefur Haraldur þó lært neitt i sambandi við matargerð. „Ég spila þetta af fingrum fram og hef mest gaman af að búa til mínar eigin uppskriftir.“ Fyrir stuttu var Haraldur kokkur í grillveislu hjá starfsfólki Bylgjunnar. „Mest gam- an hef ég af að elda flskrétti enda eru þeir í mestu uppáhaldi hjá mér. Þess vegna ætla ég að gefa lesendum uppskriftir að mjög góð- um sjávarrétti sem alltaf er vin- Gratíneraöur reyktur lax - forréttur fyrir tvo ca 400 g reyktur lax I sneiðum, bein- smjór mulinn pipar Smyrjið eldfast mót með smjör- inu og myljið pipar yfir. Leggiö laxasneiðarnar yfir. Stífþeytið eggjarauðurnar með víninu yfir hita þar til hræran er orðin loft- kennd og hellið yfir laxinn. Stráið fínt söxuðum graslauknum í sós- una og myljið pipar yfir. Sett undir heitt grUl þar tíl sósan hefur fengið Ijósbrúnan lit. Boríð fram með rist- uðu brauði og vel kældu hvitvim eða kampavíni. Panneruð rauðspretta /smálúða og humar í rjómapiparsósu - hráefni fyrír tvo 4 stórir humarhalar 1 piparostur 1 peli rjómi 4 stórar gulrætur dvergmais pipar, hvítlaukssált, kjöt og grill- krydd smjör eða Berio ólífuolia h vítvín (Chateau Duclery) Fiskurinn er flakaður, roðflettur og raíabeltin skorin frá. Fiskurinn skorinn í Iitla bita og kryddaður meö muldum pipar, hvítlaukssalti og kjöt og grillkryddi (ekki krydda mikið). Látið standa við stofuhita í tvo til þrjá tíma. Kartöflurnar flysjaðar og soðnar í léttsöltu vatni. Gulrætumar hreinsaðar, skornar i strimla og léttsoðnar. Dvergmaís snyrtur og soðinn létt meðan steiking fer fram. Rauðsprettunni/smálúðimni er velt upp úr hveití og steikt á meöal- heitri pönnu upp úr snýöri/oliu (mæli með smjöri). Humarinn er tekinn úr skelinni, klofinn ogpann- eraður létt með. Þegar steikingu er lokið er fiskin- um og humrínum raðað á tvo diska. Þá er rjómanum hellt á pönnuna ásamt fint söxuðum graslauk og hvítlauk. (Heimatilbúinn hvítíauk- ur er ræktaður þannig: Þegar rifin spíra í ísskápnum er þeim skellt í mold og upp kemur þetta frábæra krydd.) Loks er piparosturinn brytjaður og honum bætt saman við. Hrært í þar til osturinn er bráðinn. Þynnið sósuna með hvít- víni. Sósunni er síðan hellt yfir fiskinn. Kartöflum, dvergmaís og gulrótum raöað á diskana ásamt sítrónubátí. Borið fram með heitri brauökollu eöa snittubrauði. Hvít- vin drukkiö með. „Hreinn veislu- matur." í eftirrétt má bjóða upp á ex- pressokaffi, koníak og konfekt. -ELA sæll hja Gíslason. mer, sagði Haraldur litlarkartóflur ferskur graslaukur hvitlaukur (heimaræktaður)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.