Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. 37 íslandsmótið - 4. flokkur karla: Knattspy ma unglinga Góður endasprettur færði Blikunum meistaratitil Eftir frekar rysjótt gengi í A-riðli 4. flokks tóku Breiðabliksstrákarnir sig heldur betur á og sigruðu alla andstæðinga sína í úrslitakeppninni sem fór fram á Kópavogsvelli sl. sunnudag. Þeir léku til úrslita gegn KR og unnu í góðum leik, 2-1. Breiðablik hafnaði í 4. sæti A-riðils og varð því að fara í undanúrslitin á Akureyri, þar sem Blikunum tókst að vinna sæti í úrslitunum. Forráða- menn liðsins höfðu á orði eftir á að sú ferð hefði orðið þeim til mikilla heilla. Þeir vildu meina að í undan- úrslitunum hefði leikmönnum tekist að bæta upp það sem á vantaöi í riðla- keppninni. Blikamirtóku írumkvæðið Úrslitaleikurinn, sem var gegn KR, var þrunginn spennu lengst af en samt var eins og Blikarnir hefðu ávallt meira frumkvæði. Leikurinn byijaði með þreifmgum beggja liða. Um miðjan hálfleikinn fóru hlutirnir að gerast og meira sótt. Aron Haraldsson skoraði fyrra mark Bhkanna með glæsilegum skalla í bláhornið, eftir að Kjartan Antons- son hafði unnið boltann og gefið fyr- ir markið. Við markið var eins og KR-strák- amir misstu þolinmæðina og fóru að leika undir getu. Blikarnir réðu meira gangi leiksins og voru nær því að bæta öðru marki við en KR að jafna. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik. Réttlátur sigur Blikamir byrjuðu betur í síðari hálfleik og á 15. mínútu jók Guð- mundur Árnason forystu Breiða- bliks í 2-0 þegar hann skoraði af ör- yggi frá markteigshorni með föstu skoti, óverjandi fyrir Ágúst Jóhanns- son í marki KR. KR-ingar voru þó nokkurn tíma að jafna sig eftir áfaUið en þegar um 15 mínútur voru eftir af leik tóku þeir af skarið og minnkuðu muninn í 2-1 og var það markahrókurinn Bjarni - sigruðu KR, 2-1, í úrslitaleik Jónsson sem skaut þrumufleyg í blá- hornið. Við þetta vöknuðu KR-ingar af dvalanum og reyndu hvað þeir gátu að jafna og munaði litlu að þeim tækist það á lokamínútunum. KjartanogAron menn leiksins ' ■■ Guðmundur Arnason, bakvörðurinn sterki í 4. flokki Breiðabliks (3), er í þann mund að skora 2. mark Kópavogs- liðsins i úrslitaleiknum gegn KR. DV-myndir Hson Sigur Breiðabhks var réttlátur. Leikmenn léku yfirvegað og af skyn- semi. Liðið er skipað mjög jöfnum og góðum strákum. Menn leiksins eru þó tvímælalaust Breiðabliks- drengimir Kjartan Antonsson í vörninni og sóknarleikmaðurinn Aron Haraldsson. Þeir áttu báðir í einu orði sagt stórleik. Hinn kviki framheiji, ívar Sigurjónsson, splundraði oft vörn KR-inga með lip- urð sinni og hraða og miðjuleik- mennirnir áttu allir góðan dag. Gísli Þór Jóhannsson var öryggið upp- málað í markinu. Guðmundur Árna- son sóknarbakvörður hefur vaxið með hverjum leik og er mjög góður stoppari. Hann las leikinn einnig mjög vel. Þaö var reyndar erfitt að koma auga á veikan hlekk í Blikalið- inu í þessum leik. KR-strákarnir áttu í vissum erf- iðleikum. Hver svo sem ástæðan var þá komust þeir aldrei verulega inn í leikinn og voru hikandi í öllum sín- um aðgerðum. Það voru helst þeir Nökkvi Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Andri Sigþórsson sem náðu að sýna hvað í þeim býr. Ágúst Jó- hannsson í markinu stóð fyrir sínu og verður ekki sakaður um mörkin. Aðrir voru langt frá sínu besta. Að vísu gekk Vilhjálmur Vilhjálmsson ekki heill til skógar, meiddist í leikn- um gegn Þór, A. í raun áttust hér við tvö nokkuð jöfn og góð lið, en senni- lega hefur einhver liður í undirbún- ingi ráðið hér úrslitum. Annars verð- ur það að teljast mjög viðunandi ár- angur að hljóta silfurverðlaun í ís- landsmóti. Þjálfari Breiðabliks er Anton Bjamason en Sigurður Helgason þjálfar KR-liðið. -Hson Riðlakeppni 4. flokks Riðill 1: KR-KA........................5-2 Grindavík-Þór, A............13-0 KA-Þór, A....................1-0 Þór, A.-KR.................0-3 KR-Grindavík..............13-0 Grindavík-KA...............1-5 Lokastaðan í riðlinum: KR................3 3 0 0 21-2 6 KA................3 2 0 1 8-6 4 Þór, A............3 1 0 2 10-4 2 Grindavík.........3 0 0 3 3-14 0 Riðill 2: Stjarnan-Breiðablik.............0-3 Týr, V.-ÍR......................5-0 Breiðablik-ÍR...................5-0 Stjarnan-Týr, V.................0-2 Týr, V.-Breiðablik..............0-2 ÍR-Stjarnan.....................3-4 Lokastaðan í riðlinum: Breiöablik........3 3 0 0 10-7 6 Týr, V........v...3 2 0 1 7-2 4 Stjarnan......... 3 1 0 2 4-8 2 ÍR................3 0 0 3 3-14 0 Leikið um sæti: 1.-2. sæti: Breiðablik-KR.....2-1 3.-4. sæti: KA-Týr, V..........3^ 5.-0. sæti: Stjarnan-Þór, A...1-2 7.-8. sæti: Grindavík-ÍR......4-7 (Staðan var 4-1 fyrir Grindavík í leik- hléi). Hér eru tveir góðir úr 4. flokki Breiðabliks. Aron Haraldsson fyrirliði, til hægri, átti frábæran leik og skoraði fyrra markið gegn KR og Kjartan Ant- onsson, varnarmaðurinn sterki. Þær voru óteljandi sóknarloturnar sem brotnuðu á honum. íslandsmótið-3. flokkur: Bikarinn áfram í KR-heimilinu KRsigraði Tý, 3-0, í úrslitaleik Mikael Mikaelsson, fyrirliði 3. flokks KR, hampar íslandsbikarnum eftir sigurinn gegn Tý frá Vestmannaeyj- um. KR-ingar urðu einnig íslands- meistarar í fyrra. Þetta er sérlega glæsilegt hjá Haraldi Haraldssyni sem séð hefur um þjálfun liðsins bæði keppnistimabilin. DV-mynd SS Sigurgeir Sveiusson, DV, Akranesi: Úrshtakeppni íslandsmótsins í 3. flokki fór fram á Akranesi um sl. helgi og lauk með sigri KR sem lagði Tý, V., í úrslitaleik, 3-0. Leikurinn var lítið fyrir augað, enda leikmenn orðnir þreyttir eftir riðlakeppn- ina. Liðin skiptust á að sækja og voru Týrarar meira með boltann í fyrri hálfleik. Hjá KR var það Ásmundur Haraldsson sem var þó sá leikmaður sem var sífellt ógnandi, enda sprett- harður. Hann fékk tvö góð færi eftir skyndisóknir en markvörður Týr- ara, Grétar Pálsson, varði glæshega. Týrarar fengu og sín færi þegar Tryggvi Guðmundsson og Daði Páls- son komust í gegn en KR-vörninni tókst að bjarga í bæði skiptin á síð- ustu stundu. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Týrarar hófu síðari hálfleikinn vel. Strax á 6. mínútu komst Tryggvi í dauðafæri en Jón Indriðason mark- vörður bjargaði meistaralega. Það sem eftir liföi leiks voru KR-ingar sterkari og fékk Ásmundur tvö gullin færi th að skora en Grétar í marki Týrara var vel á verði og bægði hætt- unni frá. Það kom svo loks að því að Ásmundur skoraði fyrir KR á 30. mínútu. Skömmu seinna var Davíð Hahgrímssyni, varnarmanni Týrara, vikið af leikvelli fyrir gróft brot. Það var síðan Magnús A. Magnússon sem skoraði tvö mörk undir lok leiksins og innsiglaði 3-0 sigur KR-inga. Bestir í liði KR voru þeir Jón Ind- riðason í markinu og Ásmundur Haraldsson. Einnig átti Magnús A. Magnússon ágætan leik. Bestur Týrara var markvörðurinn, Grétar Pálsson. Tryggvi Gunnarsson og Daði Pálsson áttu og góða leik- kafla. Ánægður með sigurinn „Það er stórkostlegt að vinna ís- landsmótið - og að sjálfsögðu er KR-liðið best. Allir leikir úrslita- keppninnar voru mjög erflðir, sér- staklega gegn Akurnesingum. Þetta er toppurinn," Mikael Mikaelsson, fyrirliði KR-inga sem var að vonum ánægður með stöðu mála. íslandsmeistarar KR í 3. flokki: Jón Indriðason, Örvar Ólafsson, Ei- ríkur Valdimarsson, Jóhann Sig- urðsson, Otto Karl Ottosson, Þórir Steinþórsson, Ásmundur Haralds- son, Mikael Mikaelsson, Magnús A. Magnússon, Andri Sveinsson, Brynj- ar Gunnarsson, Atli Knútsson, Jón Halldórsson, Gestur Pálsson, Sigurð- ur Óli Hákonarson og Þorsteinn Jó- hannsson. Riðlakeppnin Riðill 1: Fram-Þór, A.................2-3 Fram-Týr, V.................0-2 KA-Fram................... 1-4 Þór, A.-Týr, V..............0-2 KA-Þór, Á...................4-2 Týr, V.-KA..................2-1 Lokastaðan í riðli 1: Týr.V...........3 2 0 1 6-4 4 Þór, A..........3 2 0 1 8-8 4 Fram............3 1 0 2 6-6 2 KA..............3 1 0 2 6-8 2 Riðill 2: KR-Akranes...................3-2 Víkingur, R,-Akranes.........1-2 Akranes-FH...................4-0 Víkingur, R.-KR..............2^4 KR-FH........................2-1 Víkingur, R.-FH..............1-0 Lokastaðan i riðli 2: KR..............3 3 0 0 9-5 6 Akranes.........3 2 0 1 8^1 4 Víkingur,R......3 1 0 2 4-6 2 FH..............3 0 0 3 1-7 0 Leikir um sæti: 1.-2. sæti: Týr, V.-KR..........0-3 3.-4. sæti: Ákranes-Þór, A......2-1 Leikur hðanna var mjög góður og skemmtilegur á aö horfa og lauk með sigri Skagamanna, 2-1, og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Mörk Akraness gerðu þeir Borgþór Þ. Ein- arsson og Hjörtur Hjartarson en mark Þórs skoraði Guðmundur Benediktsson. Dómari var Gunnar J. Viðarsson og dæmdi mjög vel. 5.-6. sæti: Víkingur, R.-Fram.....2-5 7.-8. sæti: KA-FH.................3-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.