Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. 49 dv Smáauglýsingar - Sími 27022 Toyota twin cam ’87, ekinn 53 þús., álfelgur, útvarp/segulband. Uppl. í hs. 91-84616 og vs. 91-84009. Jón Ingi. Audi 200, árg. '85, til sölu, sjálfskiptur, cruisecontrol, ABS hemlar, elektron- ísk miðstöð, rafmagn í rúðum o.fl. o.fl., ekinn 110 þús. km. Til sýnis á bílasölunni Bliki, Skeifunni 8. Citroen D super, arg. '74, til sölu. Uóð- ur bíll, ekin tæpl. 100 þús. km, mikið af varahlutum getur fylgt. Verðtilboð. Uppl. í síma 91-656814. GullmoliiPontiac Trans Am, ’82, 350 Chevy, 5,7 ltr., ca 200 hö., dökkrauð- ur, leður, T-toppur, rafm. í rúðum, speglum og sæti, 4ra gíra, álfelg., ek. 80 þús. m. Ath. sk. 0-930 þús. S. 681258. Til sölu Honda Prelude, árg. ’79, álfelg- ur, topplúga, útvarp, þeinskiptur, ek- inn 140 þús. Verð 250 þús. Góður stað- greiðsluafsláttur. Skipti koma til greina. Uppl. gefur Anna í sima 91-77239 á kvöldin. Cherokee Chief, árg. 1987, ekinn 35 þús. km, 4 lítra vél, krómfelgur. Uppl. hjá Bílasölunni Bílaporti hf., Skeif- unni 11, sími 688688. Toyota Celica GT 2000 ’87 til sölu, raf- magn í rúðum, samlæsingar, digital- mælaborð, álfelgur, skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 92-11108. Mercedes Benz 200 ’83 til sólu, lall- egur og vel með farinn. Uppl. í síma 91-626423. Ford Sierra 1600 '83 til sölu, ekinn 70.000 km, mjög góður bíll, verð 390.000, engin skipti. Uppl. í síma 32426. Golf GL ’87 til sölu, ekinn 64 þús. km, gullsans. Skuldabréf eða góður stað- greiðsluafsláttur. Uppl. í síma 91-25775 eða 91-626165. Tll sölu Ford Bronco II, árg. ’85, keyrð- ur 66 þús'. mílur, litur blár og hvítur, vel með farinn bíll. Uppl. í sima 91-31164. Volvo vörubíll F-86, árg. ’67, þarfnast lagfæringar. Bíllin er til sýnis að Fiskislóð 107. Tilboð. Uppl. í vs. 91-25554 og hs. 91-652426 og 91-52226. Subaru Legacy 1800 st. ’90, útvarp/seg- ulband, rafmagn í rúðum, ekinn 6.000 km. Til sölu á Bílasölunni Blik, sími 91-686477. Skipti koma ekki til greina. Toyota Hiace 4x4 ’87, sæti fyrir 10 far- þega, hentugur í skólaakstur. Uppl. í síma 93-81591 eða 985-23115. Ford Mercury Topaz, árg. ’87, til sölu, ekinn 48 þús km. Uppl. í síma 92-68458. Ymislegt Aðalfundur Jeppakúbbs Rvíkur verður haldinn þriðjud. 4/9 kl. 20 stundvís- lega að Bíldshöfða 14. Dagskrá aðal- fundar: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram reikningar. 3. Lagabr. 4. Kosning í nýja stjóm. 5. Önnur mál. Félags- menn eru hvattir til að mæta. Andlát Óskar Gissurarson, Dvcdarheimilinu Hrafnistu, er látinn. Torfi Bjorn Loftsson, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum 29. ágúst. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Garð- braut 25, Garði, lést i Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 30. ágúst. Þórarinn Pálsson, Skeggjastöðum, Fellum, er látinn. Jón Jónasson járnsmiður, Eskihlíð 22, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. ágúst. Kjartan Jóhannesson, Karfavogi 34, andaðist á Vífilsstaðaspítala 30. ágúst. Jarðarfarir Aðalbjörn S. Gunnlaugsson kennari, Lundi í Öxarfirði, lést á Landa- kotsspítala 25. ágúst. Hann fæddist á Grund á Langanesi 26. febrúar 1936 og ólst upp á Bakka í Kelduhverfi. Hann var sonur hjónanna Guðbjarg- ar Magnúsdóttur og Gunnlaugs Sig- urðssonar, bónda og síðar skrifstofu- manns í Reykjavík, en hann lést árið 1973. Aðalbjörn lauk kennaraprófi 1960, var kennari á Reykjaskóla í Hrútafirði, í Skúlagarði í Keldu- hverfi og í Lundi í Öxarfirði frá árinu 1965. Árið 1963 kvæntist Aðalbjörn Erlu Óskarsdóttur frá Reykjarhóli í Reykjahverfi, dóttur hjónanna Stein- unnar Stefánsdóttur og Óskars Sig- tryggssonar. Aðalbjörn og Erla eign- uðust sex börn og eitt barnabarn. Útför Aðalbjarnar fer fram frá Skinnastað í Öxarfirði í dag, laugar- dag. Tilkymiingar Félag eldri borgara Opnum aftur eftir sumarleyfi. Opiö hús í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnudaginn 2. september. Kl. 14, frjáls spilamennska, kl. 20, dansað. Göngu-Hrólfar fara í haustferð í Dalasýslu 7. september. Nán- ari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Húsdýragarðurinn í Laugardal Dagskrá laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. september. Kl. 10, opnað; kl. 11, selum gefið; kl. 11.30, hestar teymdir um svæð- ið; kl. 14, selum gefið; kl. 15, hreindýr teymd um svæðið; kl. 16.15, selum gefið; kl. 16.30, nautgripir reknir í fjós; kl. 16.45, kindur, geitur og hestar tekin í hús; kl. 17, hænur og kjúklingar tekin í hús; kl. 17.15, minkar og refir fóðraðir; kl. 17.30, kýr mjólkaðar. Verð kr. 100 fyrir böm og 200 kr. fyrir fullorðna. „Stórar stelpur” flutt í nýtt húsnæði Verslunin Stórar stelpur verður opnuð í dag, 1. september, í nýju, stærra og bjart- ara húsnæði að Hverfisgötu 105. Opiö í dag kl. 10-16. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 2. september. 1. Kl. 08 Þórsmörk - Langidalur. Verð kr. 2.000. (7-15 ára með foreldrum sínum greiða 1.000 kr). Kynnist Þórsmörkinni með Ferðafélaginu, stansað 3-4 klst. 2. Kl. 09 Þórisdalur. Áhugaverð göngu- ferð í þennan fræga útilegumannadal í skjóli þriggja jökla. Verð 1.500 kr. 3. Kl. 10.30 Hengill - Nesjavellir. Gengiö frá Kolviðarhóli yfir hæsta hluta Hengils (803 m.y.s.) um dali norðan hans að Nesjavallavirkjun. Ekið heim um Nesja- vallaveg. Verð 1.000 kr. 4. Kl. 13 Jórukleif - Nesjavallavegur. Skemmtlleg og auðveld ganga í Grafn- ingnum. Nesjavallavirkjun skoðuð að lokinni göngu og ekið heim um hina fall- egu útsýnisleið, Nesjavallaveginn. Verð 1.000 kr., fritt f. böm 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ný ferð á miðvikudagskvöldið 5. sept. kl. 20. Kvöldganga og blysfór á fullu tungli í Búrfellsgjá, fallegustu hrauntröð Suð- vestanlands. Fjölskylduferð í Álftavatn verður helg- ina 7.-9. sept. Gönguferðir, ratleikur, leiðbeint í Ijósmyndun og fl., pylsugrill og kvöldvaka. Eitthvað fyrir alla. Sér- stakur fjölskylduafsláttur, m.a. frítt fyrir böm 9 ára ogyngri í fylgd foreldra sinna. Gist í skála FI meðan pláss leyfir, annars í tjöldum.' Útivistarferðir Sunnudaginn 2. september heldur Útivist áfram í hinni vinsælu Þórsmerkur-rað- göngu sem endar í Básum á Goðalandi 22. september nk. Áfanginn, sem farinn verður nk. sunnudag, er sá 15. í röðinni og verður farið inn með Giljum. Þar verð- ur gefrnn góður timi tU að skoða Bæjar- gU, NauthúsagU, Merkurker/IUagU og fleira. Lagt er af stað kl. 8. Þetta er ein- stakt tækifæri tU að kynnast hinni stór- brotnu náttúm sem hlíðar Eyjafjallajök- uls hafa að geyma. Staðfróðir EyfelUngar verða fylgdarmenn. Fólk getur slegist í hópinn á Selfossi og HeUu. Að venju er helgarferð í Bása á Goðalandi á vegum Útivistar. Farið er frá BSÍ, bensínsölu, kl. 20 í kvöld. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Gönguferð - vettvangsferð Laugardagur 1. september, kl. 13.30: Laugardalur - Laugarnes. NVSV stendur fyrir gönguferð sem teng- ir saman Laugardal og Laugarnes. Geng- ið verður frá Húsdýragaröinum í Laugar- dal og gegnum íbúðarhverfið niður á Laugarnestanga, síðan með ströndinni og upp hjá Barnhóli til baka að Hús- dýragarðinum. Tilgangur gönguferðar- innar er að vekja athygli á nauðsyn þess að gera fólki auðvelt að fara á milli Laug- ardalsins og Laugarnessins en það myndi gefa báðum svæðunum aukiö gildi um leið og þar myndaöist skemmtileg göngu- leið. Náttúrufræðingar veröa með í fór og kynna jarðfræði og lífríki svæðisins. Komið verður við i Listasafni Siguijóns Ólafssonar og málin skýrð og rædd. KI. 16.30: Uppgræðsla í Lækjarbotnum NVSV fer vettvangsferð til að skoða ár- angur af starfi áhugafólks um upp- græðslu í noröur- og vesturhlíðum Selja- fialls og nágrennis. Þar eru örfoka melar að breytast í gróið land vegna sjálfboða- vinnu hjóna. Áburður, fræ og dreifingar- kostnaður var greiddur með peningum sem frúin fékk í afmælisgjöf í vor. Hjónin stefna að áframhaldandi uppgræðslu næstu árin. Þau verða heimsótt í vett- vangsferðinni og gengið með þeim um svæðið. Áhugafólk um uppgræðslumál er hvatt til að koma með í ferðina. Til leiöbeiningar þátttakendum verður sett- ur upp vegvísir viö þjóðveginn við gatna- mót síðasta afleggjara til hægri áöur en komið er að Lögbergsbrekkunni. Tónleikar Sýningar Samsýning í Hafnarborg í dag, 1. september, opna 8 textíllistakon- ur samsýningu á verkum sínum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Listakonumar, sem sýna, eru Björk Magnúsdóttir, Fjóla Kristín Arna- dóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hulda Sig- urðardóttir, Ingiriður Óðinsdóttir, Kristrún Agústsdóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir. Þær hafa numiö í mynd- listaskólum hérlendis, í Skotlandi og Finnlandi og tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni í Hafn- arborg gefur að líta fiölbreytta textíllist, svo sem máluð og þrykkt myndverk og nytjalist. Sex af þeim átta listakonum, sem taka þátt í þessari sýningu, reka sameiginlega textílvinnustofu að Iðnbúð 5, Garðabæ. Vinnustofan, sem starfrækt hefur verið frá árinu 1986, gengur undir nafninu „4 grænar og 1 svört í sófa“. Tvær af listakonunum reka eigin vinnu- stofur, þær Kristrún Ágústsdóttir að Lækjargötu 8, Hafnarfirði, og Fjóla Krist- ín Ámadóttir aö Blönduhlíð 31, Reykja- vík. Textílsýningin, sem er sölusýning, stendur til 16. september og er opin alla daga nema þriöjudaga kl. 14-19. Árbæjarsafn sími 84412 Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Kafiihús safnsins, Dillonshús, er opiö á sama tíma og safniö. Tónleikar í Heita pottinum Jasshljómsveitin Gammar mun halda tónleika á sunnudag, 2. september, í Heita pottinum, Duus-húsi. Á efnisskrá hljóm- sveitarinnar er nær eingöngu frumsamin íslensk jasstónhst eftir meðlimi hennar. Hljómsveitina skipa þeir Þórir Baldurs- son, píanó, Bjöm Thoroddsen, gítar, Stef- án S. Stefánsson, saxófónn, Bjarni Svein- bjömsson, bassi, og Halldór G. Hauksson, trommur. Tónleikarnir hefiast kl. 22. Leikhús Ferðaleikhúsið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights em í Tjamarbíói við Tjörnina i Reykjavík (Tjamargötu lOe). Sýningar- kvöld em fjögur i viku, fimmtudags- , fóstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Sýningar hefjast kl. 21 og lýkur kl. 23. Light Nights sýningarnar em sér- staklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Þetta er síðasta sýn- ingarhelgi Ferðaleikhússins á þessu ári. Fyrirlestrar Sunnudaginn 2. september nk. kl. 14 flyt- ur sænski læknirinn Christian Osika fyr- irlestur í Norræna húsinu um antrópósó- fisk læknavísindi en það er stefna innan vestrænnar læknisfræði er leggur áherslu á að meðhöndla sjúklinga í heild sinni og að nota við lækningar einungis lyf úr ríki náttúrunnar. Christian Osika hefur starfað sem læknir i Svíþjóð í 25 ár. Undanfarin ár hefur hann unnið við Vidarkliniken í Jarna en það er antró- pósófiskt sjúkrahús sem opnað var í okt- óber 1985 og er eina náttúmlækninga- sjúkrahúsið á Norðurlöndum. Christian Osika mun flytja fyrirlestur sinn á ensku og að fyrirlestrinum loknum mun hann svara fyrirspumum. Aðgangur er öllum þeimill meðan húsrúm leyfir. Fundir JCNes Fyrsti félagsfundur JC Nes á þessu starfsári verður haldin í JC-heimilinu að Laugavegi 178 mánudaginn 3. september kl. 20.30. C-Moll messa eftir Mozart og söngnámskeið hjá Söngsveit- inni Fílharmóníu Söngsveitin Fílharmónia hefur 31. starfs- ár sitt 3. september næstkomandi. Aðal- verkefni vetrarins verður flutningur á C-moll messu eftir Wolfgang Amadeus Mozart, K 427, sem flutt verður í Háskóla- bíói með Sinfóníuhljómsveit íslands 10. janúar 1991. Jólatónleikar verða í Krists- kirkju snemma á jólafostunni. Ákveðið hefur verið að gangast fyrir námskeiði til undirbúnings og til að hvetja ungt fólk til inngöngu í kórinn. Á námskeiðinu verður kennd raddbeiting, nótnalestur og undirstöðuatriði í tón- fræði. Með námskeiðinu vill Söngsveitin gefa ungu söngfólki tækifæri til að kynnast kórstarfmu og auka kunnáttu sína um leið. Raddprófun fer fram í lok nám- skeiðsins og gefst þá þátttakendum kost- ur á að ganga til Uðs við kórfnn. Kórstjóri Fílharmóníu er Ulrik Ólason og verður hann kennari á námskeiðinu ásamt Margréti Pálmadóttur, aðalradd- þjálfara kórsins, og EUsabetu Erlings- dóttur óperusöngkonu. Námskeiðið hefst mánudagimt 3. sept- ember, kl. 20, og verður kennt í húsi FÍH að Rauðagerði 27 í Reykjavík mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í tvær vik- ur, frá kl. 20 til 22.30. Þátttökugjald er 3000 krónur. Nánari upplýsingar fást hjá formanni kórsins og gjaldkera í símum 39119 og 611165 á kvöldin og skráning á námskeiðið er í sömu símum. Kórinn getur bætt við sig góðu söng- fólki, sérstaklega i karlaraddir. Æfingar hefjast á C-MoU messu að loknu nám- skeiðinu í Melaskóla mánudaginn 17. september, kl. 20.30, og verður æft tvisvar í viku á þeim stað, mánudaga og miðviku- daga, í vetur. Að loknum tónleikum í janúar mun kórinn hefja æfingar á verkefni til flutn- mgs vorið 1991 en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvert verkefnið verður eða hvar flutningur fer fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.