Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 18
18 LÁtibÁttÖXdi’jR T: sFÍrfKÁiiikR i'sfeb. Veiðivon_________________________________pv Frægustu stórlaxastaðir landsins: Laxá í Aðaldal og Iðan í Hvítá standa fyrir sínu Á bökkum Laxár í Kjós, Sigurður Hall kokkur og Ásgeir Heiðar staðarleið- sögumaður með útiending við ána. DV-mynd ÁB Þrátt fyrir misjafna veiði á stórfiski í gegnum tíðina virðast tveir staðir alitaf halda sínu, Laxá í Aðaldal og Iðan í Hvítá. í sumar hafa þessir stað- ir skorið sig verulega úr hvað varðar stórfiskinn, þó þeir veiðist sem betur fer á fleiri stöðum. í Laxá í Aðaldal hafa veiðst um 30 laxar yfir 20 pund og þar er stærsti lax sumarsins á land ennþá, 26 punda fiskur í Prest- hylnum. Líklega vera þeir yfir 40 þegar veiðitímanum lýkur. Á Iðu er kominn einn 25 punda og nokkir yfir Kristinn Aðalsteinsson með góða morgunveiði af Núpasvæðinu í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum veidda á maðk. DV-mynd AJ 20 pundin. Vænir laxar hafa sést á Iðu en ekki tekið ennþá. KarlBretaprinsvar áleiðinniíKjarrá Þaö munaði ekki nema nokkrum mínútum að Karl Bretaprins yrði við veiðar í Kjarrá fyrir nokkrum viku. En hann var óheppinn að handleggs- brjóta og komst því hvergi. En hann veiddi ánni fyrir tveimur árum og veiddi vel. Núna er besti tíminn í laxveiði á Bretlandseyjum en með annari hendinni er erfitt að veiöa. Því þeir geta tekiö stórir sem taka. Áttuveiðileyfi daginn áður Sumir veiðimenn eru óheppnari en aðrir í veiðinni. Tveir veiðimenn fóru í góða veiðiá fyrir fáum dögum og mættu daginn áður til að kanna máhn. Áin leit vel út en enga sáu þeir veiðimennina við veiðar og þótti þeim það dularfullt. Þetta var feng- sæl veiðiá og eftirsótt. Tíminn leið, kvöldið og veiðidagurinn byijaði fyr- ir alvöru. Þeir voru tilbúnir í slaginn, en hvað var nú þetta, nokkru neðar en þeir byrjuðu voru tveir veiðimenn að renna. Og í þokkabót með lax á. Þeir fóru og gáfu sig á tal við veiði- mennina. Veiðidaginn sögðust þeir eiga í ánni og sýndu þeim veiðileyfm, þaö fór ekki á milli mála. Þeir höfðu átt daginn áður er enginn var í veiði- ánni góðu að renna. Vinirnir urðu því að taka sitt hafurtask og halda heim fisklausir. Það er kannski betra að athuga vel dagsetninguna á veiði- leyfinu. Veiðifélagið Titturinn í tittunum Þau eru mörg veiðifélögin sem eru til hérlendis og eitt vai/stofnað fyrir nokkrum dögum. Veiðifélagið Tittur- inn og ástæða þessa nafns er að félag- amir veiddu bara titti í fyrsta veiði- túmum. Fyrst var farið í laxveiðiá og þar fengust tveir urriðatittir, síð- an aðra seinna um daginn. Þar fékkst einn lax og það var sá minnsti í ánni, hann náði rétt pundi, sannarlega titt- ur það. Og hvað var hægt aö skýra veiðifélagið annað en Tittinn? Það veit ég ekki. 15 laxar á hálfum degi ognokkrargæsir Veiðin er oft dularfull í meira lagi og stundum veiðist ekkert, en næsta dag mokveiðist. Veiðimenn fóru fyrir skömmu í veiðiá úti á Fellsströnd til ýmissa veiða og ætluðu að renna fyr- ir lax og skjóta gæsir. Veiðiáin sem renna átti í hafði verið hvíld í eina viku og það gæti þýtt góða veiði fyrir hópinn. Enda kom það á daginn, á hálfum degi lágu 15 laxar og nokkrar gæsir. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Kaupsýslumaðúr úr Reykjavík var eitt sinn i erindagjörðum austur á Reyðarflrði og gisti á hóteli. Ekki leist honum nú sér- lega vel á hótelið enda sagði hann við hótelstjórann um leið og hann skráði sig inn: „Hvað kostar nóttin í þessari svinastiu?" Hótelstjórinn lét sér í engu bregða og svaraöi um hæl: „Tvö þúsund fyrir eitt svin en þrjú þúsund og fimm hundruð fyrir tvö svín.“ heimilið Feitlagin kona steig eitt sinn inn í leigubíl í Árbæjarhverfi að kvöldlagi og bað bílstjórann að aka sér niður á Fæðingarheimili. Varla haföi hún sleppt orömium er leigubílstjórinn, eldri maður, gaf allt í botn og rauk áfram á mikillí ferö. Er hann hafði fariö einu sinni yfir á rauðu ljósi og gerði sig líklegan til að endurtaka það stundi konan í aftursætinu; „Þú þarft nú ekki aö flýta þér svona, góði. Ég vinn nú bara á Fæðingarheimilinu." Framtíðin Fyrir ofan karlaklósett á bíla- verkstæöi einu í Reykjavík stóð eitt sinn skrifað: „Framtíð íslands er í þínum höndum. Haltu fast.“ Frímerkin Gömul kona í Reykjavík kom eitt sinn með bréf inn á pósthús. Er hún sá að póstafgreiðslumað- urinn skellti fleiri en einu fri- merki á bréflð, valt upp úr þeirri gömlu: „Settu nú ekki of mörg frímerki á bréfið. Það gæti farið alltof langt “ Finnur þú fímm breytingai? 70 Frúin gat ekki vakað lengur en sagði mér nákvæmlega hvernig ég ætti Nafn:.... að taka á móti yður, herra minn... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firöi. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 70 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir sextug- ustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smáragrund 7, 532 Laugabakka 2. Hlíf Kristófersdóttir, Fannafold 115,112 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.