Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 24
36 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Knattspyma unglinga DV MND »NKI Fyrirliöar A- og B-liöa 5. flokks FH fagna eftir sigurinn i Islandsmótinu. Til vinstri er Arnar Þór Viðarsson, fyrirliði A-liðsins, og Þröstur Ríkarðsson, fyrirliði B-liðsins. DV-mynd JAK FH íslandsmeist- ari í 5. flokki - sigraði IK í úrslitaleik Það voru FH-strákamir sem stóðu uppi sem íslandsmeistarar í 5. flokki um síðustu helgi, eftir úrslitaleik gegn ÍK. Þeir unnu í A-liði 3-1 og í B-liöi 6-1. FH hafði mikla yfirburði í B-liðsleiknum, eins og tölur segja til um, en leikur A-liðanna var aftur á móti ipjög jafn lengst af og um leið þrælskemmtilegur á að horfa. FH leiddi 1-0 í hálfleik en í upphafi síð- ari hálfleiks náðu ÍK-strákarnir af miklu harðfylgi að jafna, 1-1. Allt gat nú gerst og sýndu bæði liðin mjög góða knattspymu. Sóknir mjög hrað- ar á víxl og markvarslan góð. Spum- ing var hvoru liðinu tækist að ná forystunni, slík var spennnan. Það voru síðan FH-strákamir sem náðu að komast yfir og það var einfaldlega of mikið fyrir ÍK-strákana, því þeir urðu að vinna leikinn, jafntefli dugði engan veginn. FH-strákamir bættu síöan við 3. markinu undir lokin. FH hefur á að skipa góðum 5. flokki, að vanda, og var sigur þeirra fyllilega réttlátur. Góð frammistaða ÍK vekur athygli, því félagið hefur aðeins einu sinni áður leikið um fyrsta sæti í þessum aldursflokki, það var 1983, en þá var leikið í 11- manna liðum. Þjálfari FH-liðsins er Magnús Páls- son en Jóhann Ragnarsson þjálfar ÍK-strákana. Riðlakeppnin fór fram á Gróttu- og Víkingsvelli, en spilað um sætin á sunnudeginum á Víkingsvelh, sem tókst mjög vel í alla staði. -Hson Riðlakeppnin Riðill 1, Gróttuvelli: FH-ÍR..................a 5-1 b 6-1 Grótta-Völsungur...a 2-0 b 1-3 ÍR-Völsungur.............a H b 4-1 FH-Grótta..............a 6-2 b 5-1 Grótta-IR...............a 5-1 b 1-3 Völsungur-FH............a 2-5 b 1-6 Lokastaðan í riðli 1: FH...............6 6 0 0 35-7 15 Grótta...........6 3 0 3 12-18 9 Völsungur........6 2 0 4 11-19 6 ÍR...............6 2 0 4 11-22 6 Riðill 2, Víkingsvelli: KR-Fylkir........... ÍK-Víkingur......... Fylkir-Víkingur..... KR-ÍK............... ÍK-Fylkir........... Víkingur-KR.......-. Lokastaðan í riðli 2: ÍK...............6 3 1 2 9-11 10 Fylkir...........6 3 1 2 10-9 9 KR...............6 2 2 2 12-9 7 Víkingur.........6 13 2 12-13 4 Leikið um sæti: 1.-2. sæti: FH-ÍK.......a 3-1 b 6-1 (Mörk FH í A-liði: Guðmundur Sæv- arsson, Friðbjörn Oddsson og Ólafur Már Sigurðsson. Mark ÍK: Ólafur Júlíusson. Mörk FH í B-liði: Þröstur Ríkarðsson 3, Lárus Jónasson, Trausti Guðmundsson og Egill Sig- uijónsson. Mark ÍK gerði Þóroddur Eiríksson). 3.-A. sæti: Fylkir-Grótta.... a 3-0 b 2-1 (Mörk Fylkis, A-lið: Þorsteinn Páls- son 2 og Bjárni Vesterdal. Mörk Fylk- is, B-lið: Hjalti Gylfason og Stefán Ö. Kristjánsson. Mark Gróttu gerði Jóhann Haraldsson.) 5.-6. sæti: KR-Völsungur... a 3-3 b 3-2 (Athyglisverð frammistaða hjá Völs- ungum.) 7.-8. sæti: Víkingur-ÍR.a 1-2 b 5-3 ÍK-strákarnir stóðu sig mjög vel i úrslitakeppni íslandsmótsins og hlutu 2. sæti og silfurverölaun. Þjálfari þeirra er Jóhann Ragnarsson. DV-mynd JAK a0-2b3-0 a2-0bl-5 a3-1b3-2 a1-2b4-1 a1-0b2-2 a2-2b2-2 íslandsmótið - 2. flokkur karla: Framarar íslands- meistarar Framarar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í 2. flokki karla með sigri á Þór frá Akureyri, 5-0. Þetta er glæsilegt tímabil hjá strák- unum. Þeir hafa unnið þrjá titla' það sem af er, Reykjavíkur-, ís- landsmeistara- og bikarmeistara- titil KSÍ. Haustmótið er eftir svo að þeir gætu orðið fjórir, titlarnir hjá þeim. Því miður verða töflur um stöðuna í 2. flokki karla í ís- landsmótinu að bíða til næsta laug- ardags. Að vísu er það í seinna fall- inu - en svona standa málin ein- faldlega. 2. flokkur - A-riðill: Fram-V íkingur..............3-1 KA-Stjarnan.................0-1 Fram-Þór, A.................5-0 2. flokkur - B-riðill: KR-Völsungur............... 6-0 KR-ÍBV......................3-1 Umsjón: Halldór Halldórsson Gott útlit hjá KR-ingum í riðlin- um. 2. flokkur - C-riðill: ÍR-KS...........................3-0 Selfoss-ÍK......................4-3 2. flokkur kvenna: Breiðablik-Valur................6-0 Úrslitakeppnin í 2. flokki kvenna er í Keflavík þessa helgi. Allt um það á unglingasíðu DV nk. laugar- dag. ÍRsigraði ÍR-ingar efndu til keppni fyrir Hún er ekki há í loftinu hún Aðalheiður Sigfúsdóttir í 4. flokki Hauka, enda bara 6 ára. Hún er einbeitt, eins og sést á myndinni, enda er það grafalvarlegt mál þegar hornspyrna er tekin. Þetta er frá leik Hauka gegn Val á íslandsbankamóti Hauka á dögunum. Nánar um mótið seinna. DV-mynd Hson B-lið 4. flokks helgina 11. og 12. ágúst. Fjögur lið tóku þátt í mótinu pg leikið um gull- og silfurverðlaun. IR sigraði og Valsmenn lentu í 2. sæti. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: Valur-ÍR....................2-2 Stjarnan-FH.................1-2 Valur-Stjaman...............7-1 ÍR-FH.......................7-0 Valur-FH....................2-0 Stjarnan-ÍR.................2-4 Sigurvin Ólafsson er miðvallar- leikmaður í 4. flokkiTýs frá Vest- mannaeyjum. Hann sýndi frábæra takta i úrslitakeppninni, enda ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er Ólafur Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður með ÍBV. Frammistaða Týrara er aldeilis frábær i úrslita- keppninni að þessu sinni, því Týr hafnaði í 3. sæti í 4. flokki og 3. flokkur vann til silfurverðlauna upp á Akranesi. DV-mynd Hson UMSK-mótið byrjað UMSK-mótið í knattspyrnu er þegar hafið og er lokið keppni í kvénnaflokkunum. í 3. flokki A- liða sigraði UBK. Stjarnan varð í 2. sæti og Afturelding í 3. sæti. í 3. flokki B sigraði Stjarnan en UBK varð í 2. sæti. í 4. flokki kvenna, A-liða, vann UBK, Stjarnan í 2. sæti og Afturelding 3. í 5. flokki kvenna voru aðeins tvö lið og sigr- aði Breiöablik Stjörnuna 2-0. - Um þessa helgi verður leikið í 4. flokki í Garðabæ, 5. flokki í Mosfellsbæ, 6. flokki á .Smárahvammsvelli og í 7. flokki á Gróttuvelli. í 3. flokki karla verður spilaö 4.-9. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.