Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. V Mynd- bönd Umsjón. Sigurður M. Jónsson Hilmar Karisson í DV-LISTINN 1. (1) Road House 2. (2) Parenthood 3. (6) Worth Winning 4. (5) Honey, I Shrunk the Kids 5. (-) Action Jackson 6. (4) Back to the Future II 7. (-) Blind Fury 8. (-) The Seventh Sign 9. (3) Lock up 10. (8) Casualties of War Breytingar eru fáar á listanum að þessu sinni. Útkastarinn heldur 1. sætinu þriðju vikuna í röð og er greinilegt að efnið vekur áhuga margra íslendinga. Þrjár nýjar myndir fara inn á listann og gætu þær eitthvað bætt sig þó að þær séu tæplega líklegar til að hrifsa fyrsta sætið til sín. ★★!4 Dómsdagur nálgast THE SEVENTH SIGN Útgelandi: Arnarborg Leikstjóri: Carl Schultz. Handrit: W.W. Wicket & George Kaplan. Aöalhlutverk: Demi Moore, Michael Biehn, Peter Friedman og Jurgen Prochow. Ðandarísk, 1988. 92 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér er á ferðinni dómsdagsmynd sem segir frá því þegar furðulegir atburðir taka að gerast um allan heim. Glöggt fólk tekur eftir því að þessir atburðir hafa ákveðna merk- ingu og berst leikurinn heim á bandarískt millistéttarheimih þar sem konan gengur með frumburö sinn. Sérkennilegur leigjandi fær þar inni og fljótlega hefst kapp- hlaup um að bjarga heiminum. Myndin er snyrtilegri en gengur og gerist um slíkar myndir þar sem fólk hefur það yfirleitt fyrir sið að springa í tætlur eöa deyja á ein- hvem annan áberandi hátt. Hand- ritið er bærilega skrifað þó að smá- hiksti komi í lokin, eins og í aftöku- atriðinu, sem einfaldlega kemur ekki heim og saman við endinn. DEMl MOORE Ef maður horfir fram hjá,sliku er fátt til að ergia sig yfir í mynd- inni. Leikur er ágætur og dóms- dagur er nú alltaf dálítið drama- tískur. -SMJ í sönnum Parísaranda THE MODERNS Útgefandi: Myndform Leikstjóri: Alan Rudolph. Handrit: Alan Rudolph og Jon Bradsaw. Framleiðend- ur: Carolyn Pfeiffer og David Blocker. Aöalhlutverk: Keith Carradine, Linda Fiorentino, Genevieve Bujold, Gerald- ine Chaplin, Wallace Shawn, Kevin O’- Connor og John Lone. Bandarísk, 1989. Bönnuö yngri en 16 ára. Alan Rudolph virðist kunna því vel að vinna með sama fólkinu mynd eftir mynd en mér telst svo til að þetta sé að minnsta kosti þriðja mynd hans með sömu fram- leiðendum og leikurum. Áður hafa birst hér á myndbandaleigum myndir hans Choose Me síðan 1984 og Trouble in Mind frá 1985. Myndir Rudolphs eru athyghs- verðar, án þess þó að hafa burði til að slá almennilega í gegn. Það sem er kannski mest áberandi í mynd- um hans, fyrir utan það að Bujold og Carradine birtast þar alltaf, er myndatakan en hann er fyrir þoku og skugga í anda film noir. Þetta nýtur sín ágætlega í þessari mynd sem gerist í listamannaklíku Parísar á millistríðsárunum. Aðal- persónur eru ekkert mjög skýrar en umhverfið er óneitanlega for- vitnilegt og fjöldi athyghsverðra aukapersóna vegur þungt. Er gam- an að sjá Hemingway og Gertrud Stein á reiki en fröken Stein fær ansi skondna útreið. Furðu lítiö hefur farið fyrir Ru- dolph, miðað við sérvisku hans, en óhætt ætti að vera að mæla með myndumhans. -SMJ Púslað í eyður NIGHT WALK Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Jerold Freedman. Aðalhlutverk: Robert Urich og Lesley Ann Down. Ðandarisk, 1989. Sýningartimi 90 min. Það verður að segjast eins og er að sjónvarpsstjörnumar Robert Urich og Lesley-Ann Down, sem leika aðalhlutverkin í Night Walk, fá engin meðmæli fyrir leik sinn í þessum þriller sem er eiginlega of flókinn fyrir þá hæfileika sem þarna em samankomnir og er þá enginn undanskihnn. Lesley-Ann Down leikur van- rækta eiginkonu, Ceneva Miller, sem flýr um stundarsakir frá eigin- manni sínum og heldur til sumar- bústaðar á Flórída þar sem hún ætlar sér að hugsa máhn í ró og næði. Friðurinn verður þó ekki langur því kvöld eitt sér hún morð framið á ströndinni fyrir framan húsið sitt. Hún kallar á lögreglu staðarins og þar er í broddi fylkingar sjarm- örinn Robert Urich. Málin vandast þegar ekkert lík fmnst og heldur finnst lögreglunni saga frú Miller ótrúleg en vegna beiðni Miller ákveður lögregluforinginn aö hefja rannsókn... Night Walk er sama marki brennd og svo margar aðrar kvik- myndir sem gerðar eru fyrir sjón- varp: Tíminn hefur verið of naum- ur til að vinna sæmilega úr flóknu handriti og því verður myndin eins og hver önnur færibandavinna þar sem aðaláherslan er lögð á að sýna sem mest af kvikmyndastjörnun- um í stað þess að fá einhvern botn ísöguþráðinn. -HK ★★ TILL WE MEET AGAIN Útgefandi: Myndform Leikstjóri: Charles Jarrott. Handrit: Andrew Peter Marin, byggt á sögu Jud- ith Krantz. Aðalhlutverk: Michael York, Bruce Boxleitner, Barry Bostwick og Mia Sara. Bresk-bandarísk 1989.2x100 min. Bönn- uö yngri en 12 ára. Flestir ættu að kannast við sáp- umar I’h take Manhattan og Mistr- als daughter en þær hafa báðar verið sýndar í sjónvarpinu auk þess að vera um skeið fáanlegar á myndbandaleigum. . Þessar sápur eru eftir Judith Krantz sem skrifar einmitt þá sögu Stríðssápa sem hér er stuðst við. Þetta er dæmigerö sápusmíði með langri fléttu og persónum sem hafa til að bera hinn dæmigerða sápuper- sónuleika, það er að segja vondi gæinn, uppreisnargjarna stúlkan, góðviljaða móðirin og strangi faðir- inn. Þeir sem á shkt efni horfa ættu að átta sig á að þeir fá ekkert sem vekur undrun eða hrifningu. Hið óvænta er bannað, khsjan lykilorð. í fyrstu minnir þátturinn á ömur- legan sætsúran kokkteil frá Bar- böru Cartland þar sem persónurn- ar eru eins og klipptar út úr 19. aldar veggfóðri. Sem betur fer fæ- rist lítilsháttar líf í þær er á hður og að sjálfsögðu er það vondi gæinn sem bjargar þvi. Myndin er að nokkru epísk að gerð en sagnfræð- in tæpast merkileg. Það er greini- legt að nasistarnir og heimsstyrj- öldin eru ótæmandi sjóður í shkum myndum og bregðast ekki þeim sem á það treysta hér. Það sýnir sig að það eru fjölmarg- ir sem geta hugsað sér að sitja í 3 til 4 klukkutíma og horfa á tilbúna veröld sápunnar og sem shk er þessi mynd hvorki betri né verri en það sem gengur og gerist. -SMJ ★★★ Vt Hin fullkomna skennntun CASABLANCA Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Michael Curtiz. Aöalhlutverk: Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Paul Helnreid, Claude Rains og Peter Lorre. Bandarisk, 1943. Sýningarlfmi 102 min. Um fáar kvikmyndir hefur verið jafnmikið fjallað í rituðu máh, sem og í myndmáh, og Casablanca sem fyrir löngu er orðin klassísk kvik- mynd. Setningar í myndinni eru orðnar að málsháttum og sum at- riðin hafa verið endurtekin í fjöl- mörgum útgáfum af merkum kvik- myndagerðarmönnum. Nú er það svo að ekki er hægt að kaha Casablanca meistaraverk; til þess eru gahamir of margir þeg- ar myndin er skoðuð ofan í kjöhnn, en fáar kvikmyndir hafa jafnmikið skemmtanagildi. Fyrst og fremst er það þó einhver duhnn sjarmi, sem fylgir myndinni frá upphafi til enda, sem gerir það að verkum aö hún er ógleymanleg og ein af þeim kvikmyndum sem hægt er aö sjá aftur og aftur. Óþarfi er að fjalla mikið um sögu- þráðinn - hann þekkja flestir. Myndin gerist á stríðsárunum í Casablanca sem að nafninu til er hlutlaus. Þama hittast óhkar per- sónur sem annaðhvort em að hitt- ast í fyrsta skipti eða endumýja kynni sín. Alhr sem koma til Casa- blanca hittast svo á Rick’s Cafe þar sem hinn rótlausi ævintýramaður Rick ræður ríkjum. Þar em laun- ráö bmgguð á hveiju borði. Það er Humphrey Bogart sem leikur Rick eftirminnilega. Gömul ást, sem hann getur ekki gleymt, birtist í hki Ingrid Bergman og fal- in sár eru ýfð upp undir ljúfum tónum lagsins sígilda, As Time Goes By. Allt er eins og það á að vera þeg- ar Casablanca er skoðuð og hefði mátt halda að handritið hafi verið vel undirbúið en svo var nú ekki. Sagt hefur verið að fáir leikarar hefðu í raun vitað um hvað myndin var meðan á kvikmyndun stóð. Handrit var laust í reipum og unn- ið var frá degi til dags undir stjórn ungverska leikstjórans Michael Curtiz sem hvorki fyrr né síðar gerði mynd sem vakti athygli á borðviðCasablanca. -HK Tdf ftOGART COUfCTIOX Hættuleg fjársjóðsleit THE EVIL BELOW Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Wayne Crawford. Aðalhlutverk: Wayne Crawford, June Chadwick og Ted LePlatt. Bandarisk, 1989. Sýningartími 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. The Evil Below fjallar um leit kafara að fjársjóðskipi og er að mestu leyti í ætt við margar aörar sams konar myndir. Til að krydda kunnuglegan söguþráð er blandað saman dularfullum atburðum sem eiga sér stað. Um leið og einhver finnur skipið, sem allir leita aö, er sá myrtur af ódauðlegum varð- manni sem hefur verið settur á land th að verja fjársjóðinn. The Evh Below fer nokkuð vel af stað en eftír því sem atburðimir verða óraunverulegri hrakar myndinni sem verður þó aldrei leiðinleg. Leikstjóri er Wayne Crawford og leikur hann einnig aðalhlutverkið. Hefði hann ein- göngu átt að vera bak við mynda- vélina því hann er slakastur þeirra leikara sem koma fram í myndinni. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.