Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. abriel sími 67 - S7 - 44 Breiðholtsbúar mótmæla lokun bankaútibús Breiðholtsbúar eru óhressir með aö íslandsbanki ætli að loka útibúi sínu við Drafnarfell í Breiðholti. 1300 aðilar skrifuðu sig á undirskriftalista sem var látinn liggja í verslunum við bankann. Undirskriftalistinn hefur verið afhentur bankastjórninni en ákvörðun hennar stendur óhögguð. -pj Sparisjóður Norð- fjarðar 70 ára Sparisjóður Norðijarðar á 70 ára starfsafmæli í dag. í því tilefni verður hátíðarfundur í Sparisjóðnum klukkan 16 í dag. -pj Missti framan af fingri Fréttir Alþjóðlegt ár læsis: Ekki er allt sem sýnist á Vesturlöndum - samráðsnefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sett á laggirnar Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna ákvað á sínum tíma að 1990 skyldi vera ár læsis og hefur mennta- málaráðuneytið í samvinnu við ís- lensku Unesco-nefndina staðið að kynningu málsins. 1985 var talið að 889 milljónir væru ólæsar eða rúmur fjórðungur full- orðinna í heiminum. Eins og gefur að skilja er megnið af ólæsum full- orðnum í þróunarríkjunum. Hæst er hlutfallið í Afríku þar sem talið er að 54% fullorðinna séu ólæs. í háþróuðum iðnríkjum hefur ólæsi verið talið óverulegt. Á seinni árum hefur þó komið í ljós að ekki er allt sem sýnist, þar sem talið var að ólæsi hefði verið útrýmt fyrir meira en hálfri öld. Markmiðið með ári læsis er að marka upphaf alþjóðlegs átaks sem á að standa til aldamóta. í meira en 40 ríkjum hefur verið komið á fót sérstökum nefndum eða ráðum til þess að skipuleggja aðgerðir og vinna að ýmsum málum. Á íslandi hefur menntamálaráðu- neytið skipað verkefnisstjóra til að vinna að þessum málum og sam- ræma aðgerðir hér á landi. Það hefur einnig skipað samráðsnefnd ráðu- neytisins. Nefndin er að mestu leyti skipuð fólki sem hefur þegar tekið þátt í umræðum og vinnu vegna verkefna sem tengjast ári læsis, auk nokkurra annarra aðila. Fulltrúar í samráðshópinn voru valdir með það í huga að þeir hefðu víðtæk tengsl viö ólíka hópa í þjóð- félaginu. Úti í hinum stóra heimi eru víðtækar aðgerðir í gangi. Hæst ber frumkvæði Kínverja en þar er hafið stórátak í að ná til rúmlega 80 millj- óna Kínverja á aldrinum 12^45 ára sem ólæsir eru. -HK Vinnuslys varð í Trönuhrauni á fimmtudaginn. Verið var að hífa mótafleka þar sem verið var að slá upp fyrir risi á húsinu. Flekinn gekk eitthvað til þannig að. maður klemmdist á milh flekans og hússins. Maðurinn missti fremsta köggulinn framan af baugfmgri og var fluttur á slysadeild. -pj Álverið í Straumsvík: Naglíígegn- umöryggis- glerauguog íaugaámanni í álverinu í Straumsvík eru verktakar að skipta um álklæðn- íngu á steypuskálanum. Á fimmtudaginn var einn verka- mannanna að brjóta naglana úr gömlu plötunum með hamri. Naglarnir þeyttust í burtu og einnþeirra skaust í annan verka- mann. Sá maður var með örygg- isgleraugu en þau dugðu ekki, naghnn skaust í gegnum þau og í augað á honum. Maðurinn meiddist talsvert og var fluttur á slysadeild og þaðan á Landakot. -pj NUmiæayfir mo HAMMERITE er ryðbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryð og stöðvar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beintá rydid“og einblöðungnum „Nú má lakka yfirryðið“sem eru fáanlegir hjá þeim. HAMMERITE FÆST í MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkið fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.