Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. 35 „Það kom fyrir að pokinn sprakk á veitingahúsi og ég varð að hraða mér heim. Olyktin var ólýsanleg og vitanlega varð ég að skipta alveg um föt,‘r segir Guðjón Þorsteinsson en hann varð að gera allar þarfir sinar í poka sem hann bar utan á sér og það setti honum ýmsar skorður i hinu daglega lífi. DV-myndir Brynjar Gauti og kviðslitsins. Enn var ég sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og á Landspítalann. Einnig var sent sýni sem tekið var er ég var skorinn upp við kviðslitinu. Starfsfólk Landspít- alans tók mér mjög vel og reyndar verð ég að nota tækifærið til að þakka hjúkrunar- og starfsfólki Landspítalans fyrir frábæra að- hlynningu allan þann tíma sem ég var þar.“ Gerði allar þarfir sínar í poka „Nú tóku við rannsóknir í marga daga á umræddu sýni og mér var tjáð að það gæti tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu úr þeim. Biðin eftir niðurstöðunum var óþolandi. í apríl- mánuöi var ég loks skorinn upp og nú var ég fyrst skorinn upp við því sem að mér var. Þetta var mikil að- gerð og ég missti alveg úr nokkra daga, vissi hvorki í þennan heim né annan. Þegar ég rankaði við mér gerði ég mér ljóst að ég var með poka sem lá utan á líkamanum og í hann varð ég að gera allar þarflr mínar. Mér var sagt að aðgerðin heíöi tekist vel en ég yrði að ganga með pokann í þrjá til sex mánuði. Þetta voru hroðaleg tíðindi. Þó gerði ég mér ljóst að ég var ekki sá eini sem hef lent í því að þurfa að bera slíkan poka. Á Islandi eru nokkur hundruð sjúkl- inga sem verða að ganga með svona poka ævilangt." Næringarfræðingurinn hafði mikið að segja „Eftir aðgerðina var mikilvægt fyrir mig að velja rétt mataræði. Ég komst í samband við mjög færan næringar- fræðing á Landspítalanum og hún hjálpaði mér að raða saman réttu fæði. Rétt mataræði var undirstaðan fyrir skjótum bata. Ég er alveg sann- færður um að án hjálpar umræddrar konu heíði mér ekki tekist að rétta úr kútnum eins fljótt og raun ber vitni. Það er nefnilega staðreynd að maður er það sem maður borðar.“ Ég fékk að heyra skammir í laugunum „Ég'hef undanfarna mánuði reynt að lifa heilbrigðu lífi og liður í þvi var að fara reglulega í sundlaugar. Til þess að geta farið í sund fékk ég sérstaka gerð af pokum. Þegar í laug- arnar var komið fékk ég að heyra það óþvegið. Það gekk að mér karl- maður og jós yfir mig skömmum og svívirðingum. Umræddur maður taldi að ég gæti valdið óþrifnaði í laugunum en það er auðvitað hinn mesti misskilningur. Sjúklingar með svona poka (Stomasjúklingar) eru mjög þrifalegir og ég leyfi mér að fuliyrða að þeir eru þrifalegri en flest annað fólk.“ Pokinn sprakk á veitingahúsinu „Ég varð að vera á spítalanum í tvær vikur til að venjast pokanum. í hönd fóru erfiðir tímar og mér leið vitan- lega aldrei vel. Ég fór heim til ísa- íjarðar mánuði eftir aðgerðina og fékk þar tækifæri til að hugsa minn gang. Ég gat þó aldrei sætt mig við að bera pokann og hann olli mér miklum óþægindum. Ég reyndi þó að lifa lífinu á eðlilegan hátt, reyndi meira að segja að fara á veitingahús en komst fljótlega að því að það var ekki rétti staðurinn fyrir mig að vera á. Það kom fyrir að pokinn sprakk á veitingahúsi og ég varð að hraða mér , heim. Ólyktin var ólýsanleg og vitan- lega varð ég að skipta alveg um föt.“ Þröngar skorður „Eftir þetta gerði ég mér ljóst að pok- inn setti mér mjög svo þröngar skoröur varðandi allt félagslíf, ein- göngu vegna þess að ég var mjög neikvæður á lífið og tilveruna vegna pokans. Þetta kom sér mjög illa fyrir mig og ekki síst vegna þess að ég íafði verið og er mikið fyrir alls kyns elagslíf." Ég var um tíma alveg ótrúlega langt niðri jÁfram heldur Guðjón: „Á þessum tíma var ég orðinn mjög þunglyndur og ég var alveg ótrúlega langt niðri. Þaö sem bjargaði mér algerlega á þessum tíma var að finna hve góða ég átti að. Þegar maður verður fyrir álíka reynslu og ég hef þurft að ganga í gegnum reynir fyrst á manns nán- ustu. Og þá skynjar maður fyrst fyr- ir alvöru hve mikils virði þeir eru. Um mitt sumar hringdi ég í lækni í Reykjavik sem hafði skorið mig upp síðast. Ég tjáði honum að ég vildi losna við pokann sem allra fyrst. Ég hreinlega þoldi þetta ekki lengur og vildi fá hann til að „tengja mig“ að neðan. Læknirinn var á leið í sum- arfrí og því var það ekki fyrr en í júlí að ég fór til Reykjavíkur enn eina ferðina og gekkst undir meiriháttar aðgerð. Það var búið að segja mér að þetta yrði ekki mikil aðgerð en í ljós átti eftir að koma að þessi síð- asta aðgerð var þrisvar sinnum verri en þegar ég var skorinnaipp við æxlinu. Þessu fylgdu ólýsanlegar kvalir." Er á batavegi á sterkum lyfjum „Ég er á batavegi í dag en er enn á mjög sterkum lyfjum. Eftir allar þessar óþarfa aðgerðir er maður auð- vitað orðinn mjög slæptur og sljór og það er ljóst að það mun taka mig langan tíma að jafna mig á þessum hrakförum. En loksins virðist búið að komast fyrir þetta og auðvitað er það hrikalegur léttir. Ég var orðinn mjög svartsýnn á tímabili en þetta virðist ætla að lagast með tímanum" Sex læknar og fimm sjúkdómsgreiningar Guðjón heldur áfram: „Þegar ég lít til baka og riija upp þetta dapra tíma- bil finnst mér það einkennilegt að það skyldi taka allan þennan tíma að komast að því hvað að mér var. Ég gekk til sex lækna á þessu tíma- bili. Mér var sagt að ég væri með þvagfærasýkingu, nýrnasteina, naflaslit og kviðslit áður en í ljós kom að ég var með lítið æxli við ristilinn. Auðvitað er maður mjög bitur, sár og í raun eyðilagður yfir því að þetta skuli hafa þurft að koma fyrir.“ Læknamistök eða ekki læknamistök? Guðjón er ekki fús að ræða mikið um þátt lækna í veikindum sínum. Segir raunar að þeir læknar, sem hafi annast hann, hafi allir verið hin- ir bestu menn og sumir þeirra góðir vinir sínir. Vonbrigðin leyna sér þó ekki í svip hans þegar hann er spurð- ur út í þetta: „Ég læt öðrum eftir að dæma um það hvort læknar hafi í mínu tilfelli gert mistök. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir hafi gert sitt besta. Mönnum getur oröið á í messunni en ég er ekki tilbú- inn til að fullyrða neitt um það hvort mistök lækna hafi átt sér stað í mínu tilfelli." Var þyngstur 151 kíló en er109kílóídag Guðjón Þorsteinsson hefur undan- farin ár leikið körfuknattleik. Fyrst með ÍR og KR og síðustu árin með hði í Bolungarvík. Hann er rúmir tveir metrar á hæð og var sl. vetur 151 kíló að þyngd en hefur lést gífur- lega frá því að hann veiktist. í dag er Guðjón 109 kíló og hefur því lést um liölega 41 kíló. Hann sér þó ljósu punktana í tilverunni í dag: „Ljósasti punkturinn við þetta allt saman, fyr- ir utan auðvitað það að ná heilsu aftur að mestu leyti, er að hafa lést svona mikið. Ég var orðinn hættu- lega þungur." Síðustu árin hafa verið mjög erfið Guðjón hefur mátt reyna ýmislegt undanfarin ár. Annan dag marsmán- aðar 1986 varð hann og fjölskylda hans á ísafirði fyrir því að missa svo til allt innbú sitt er íbúð þeirra stór- skemmdist af eldi. Mátti fjölskyldan _ reyndar þakka fyrir að sleppa lifandi frá öllu saman. „Það var auðvitað fyrir öllu að halda lífi og limum en íbúðin skemmdist mjög mikið af eldi og sóti. Þá misstum við flesta okkar persónulegu muni sem aldrei verða bættir. Árið 1988 veiktist önnur dótt- ir mín og er í dag mjög slæm af liða- gigt. Henni fór að hraka um það leyti sem ég var að braggast og vonandi nær hún sér að fullu fljótlega. Þrátt fyrir þetta hrikalega tímabil er ég bjartsýnn á lífið og tilveruna og þaö þýðir ekkert annað en að berjast áfram þótt á móti hafi blásið undan- farin ár,“ sagði Guðjón Þorsteinsson og bætti við: „Ég stefni að því að komast á fulla ferð á sem skemmst- um tíma. Hér á ég ekki hvað síst við íþróttirnar sem ég hef stundað frá því ég var smápolli. Vonandi tekst mér að komast á fullt í körfuboltan- um í vetur með liði UMFB. Þá er ekki lítið atriði að geta farið að vinna aftur eins og maður. Ég er nýbyrjað- ur að vinna hjá Nikeumboðinu Aust- urbakki og líkar vel þar. Á þeim bæ hafa menn reynst mér hjálplegir. Einnig langar mig til að koma á fram- færi þakklæti til Flugleiða en fyrir- tækið reyndist mér vel varðandi all- ar ferðirnar til og frá ísafirði vegna veikinda minna og dóttur minnar. Þá má ekki gleyma íshúsfélagi ís- firðinga en fyrirtækið reyndist mér ótrúlega vel í sumar,“ sagði Guðjón Þorsteinsson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.