Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 26
38 LAUGARDAGUR h SEPTEMBER 1990. Lífsstm Ólafsvaka og fleira gott í Færeyjum: Yndisleg frændþjóð og góðir grannar „Andskotans bölvaöur drullusokk- Kappróður á Ólafsvöku. DV-myndir Helga Guðrún Astandið getur stundum líkst góðri verslunarmannahelgi á íslandi. urinn," sögðu þeir Færeyingar á 01- afsvökunni, skælbrosandi í vingjarn- legum vsamræðutón og klöppuðu kumpánlega á bakiö á mér þegar þeir komust á snoðir um aö ég var frá íslandi. Þetta virðist algengasta ávarpið sem landinn kennir þessari yndislegu frændþjóð okkar og ná- grönnum, Færeyingum Mér varð hugsað til þeirrar furðu- legu áráttu okkar íslendinga aö fara alitaf sem lengst í burtu frá skerinu þrátt fyrir þær perlur sem eru hér allt umhverfis okkur. Margir þeirra sem árlega ferðast til fjarlægra landa, og jafnvel oft á ári, hafa ekki hugmynd um hvemig nágrannalönd okkar hta út, hvað þá að þeim detti í hug að líta á eigið land sem valkost í sumarleyfinu. Ævintýraleg skemmtisigling með Norröna Það tekur ekki nema tvo tíma að fljúga frá Reykjavík til Færeyja. Annar ferðamáti, og mun skemmti- legri að margra dómi, er að taka feij- una Norröna frá Seyðisfirði. Hún sighr beint til Þórshafnar á fimmtán tímum, sem er í raun ahtof stuttur tími, því sighngin sjálf er hreint æv- intýralega skemmtileg. Þar geta far- þegar valið hvort þeir vilja einungis svefnpokarými eða uppbúin rúm í notalegum klefum með snyrti- og baðaðstöðu. Einnig er góð fríhöfn um borð, stór kaffitería, glæsilegur veit- ingarstaður, bar, og síðast en ekki síst næturklúbbur þar sem leikin er lifandi tónhst fram á morgun. Það vakti athygli í siglingunni til Færeyja að þegar hijómsveitin fór í pásu og diskótekið tók við fylltist dansgólfið umsvifalaust þegar Stjórnin kyriaði „Eitt lag enn“ og útlendingar ekki síður en frónskir tóku undir svo glumdi í salnum. Róðurog kapp- ríðingar Þjóðhátíð Færeyinga er eins og flestir vita Ólafsvakan sem formlega er haldin dagana 28. og 29. júh en dregst oftar en ekki á langinn fram í vikuna hjá mörgum, og yngra fólk- ið talar jafnvel um Ölafsvikuna. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, sem er 28. júlí, kemur Lögþing Færeyinga sam- an aftur eftir sumarleyfi og er sá dagur nefndur Ólafsvökuaftann. Þá er keppt til úrslita í ýmsum greinum eftir undankeppni sem farið hefur fram á ýmsum stöðum um eyjarnar allt sumarið og ber þar hæst „kapp- ríðingar" og róður. Allir sem vettl- ingi geta valdið búa sig í sitt besta skart og taka þátt í hátíðahöldunum. Þjóðbúningur Færeyinga er undur- fahegur, sá fahegasti í heimi segja þeir sjálfir, og það er trúlega ekki fjarri sanni. Ólíkt okkar þjóðbúningi hafa þeir búning fyrir karlmenn líka og víst voru þeir glæsUegir, færeysku herramir, í sínu þjóðlega skarti. Á kvöldin er svo stiginn hinn þjóð- legi færeyski dans þar sem menn krækja saman höndum og dansa hringdans við rímnasöng. Öfugt við það sem maður gæti ímyndað sér taka þátt í því ungir sem aldnir, kyn- slóðabU virðist vera nærri óþekkt fyrirbæri í Færeyjum og almenn virðing og vinátta ríkir milli ungra og aldinna. Fólkið er óþvingað, opið og vingjamlegt og mannlífið allt ein- kennist af hlýju og góðsemi. Það kann að hljóma barnalega, en ein- hvem veginn þótti mér strcix svolítið vænt um Færeyinga. Manni er strax tekið opninn örmum og þeir sjá til þess að gestinum hður eins og „ein- um úr fiölskyldunni“. Aðeins fyrir gilda limi Þó þeir séu nútímaleg velferðar- þjóð að flestu leyti, er eitthvað í fari þeirra sem gerir það að verkum að af og tU finnst manni eins og maður sé kominn öld aftur í tímann. Kannski vom það bara áhrifin frá umhverfinu, eins og það að fara í kvikmyndahús í Þórshöfn. Að koma í „Sjónleikarahúsið" var eins og að vera kominn aftur að aldamótum, raunar hélt ég að svona gamaldags kvikmyndahús væra ekki til í heim- inum nema þá ef tU viU sem söfn. En húsið hafði vissulega sinn sjarma. Annaö sem íslendingum finnst svo- htið skrítið er að geta ekki skotist inn á ölkrá og fengið sér bjórglas þegar mönnum býður svo við að horfa. Þar er ennþá ekkert „ríki“ og engir opin- berir vínveitingastaðir, þó svo menn geti núorðið pantað sér nærri ómælt áfengi, með ærinni fyrirhöfn þó, í gegnum póstverslun frá Danmörku. I Þórshöfn er töluverður Qöldi af lok- uðum klúbbum í stíl við barina okk- ar, þar sem menn geta neytt áfengra drykkja, og í einum þeirra, Maxim, sem jafnframt er vinsælasti og eftir- sóttasti klúbburinn, snætt ljúffengan kvöldverð við kertaljós. En þar, eins og í hinum klúbbunum, fá menn ekki aðgang nema að vera „gUdir hmir“ eða gestir þeirra. Flestir þeirra sem ég ræddi við í Færeyjum voru á einu máli um aö það væri nú einungis orðið tímaspursmál hvenær land- stjómin opnaði áfengisútsölu í Þórs- höfn og aflétti þeim hömlum sem nú eru í gUdi varðandi áfengisneyslu eyjaskeggja. „Líkið" lá kistulaust undir berum himni Þegar minnst er á Ólafsvöku Fær- eyinga dettur flestum í hug eitthvað hliðstætt við aðalsukkhelgi íslenskra ungmenna, verslunarmannahelgina, eða eitthvað þaðan af skrautlegra. Jú jú, víst er Ólafsvakan skrautleg á margan hátt og drykkjuskapur tals- verður. Þar með er líka upptahð það sem þessar samkomur eiga sameig- inlegt. Alhr, ekki bara unghngar, taka þátt í gleðinni sem fer fram á tfltölulega þröngt afmörkuðu svæði í miöbæ Þórshafnar, görjgugötunni og þar í grennd. Ósjaldan heyrðist leikinn „þjóðsöngur“ Færeyinga en það kalla gárungamir hljóðið sem heyrist þegar flaska er „afmeyjuð“. Þaö vakti sérstaka athygh mína að aUa Ólafsvökuna sá ég ekki einn ein-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.