Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. 17 VIDEO Fákcrfeni 11 - sími 687244 Sviðsljós Klámiðnaðurinn blómstrar Hinn sjálfskipaði „klámkóngur" Ungverjalands, Lazslo Voros, sem orðinn er einn af mestu skattgreiðendum landsins. (Nintendo) - ungverskur „klámkóngur" græðir á tá og flngri í kjölfar þess að kommúnisminn hefur beðið afhroð og vestrænu markaðskerfi hefur verið komið á í flestum löndum Austur-Evrópu hafa ýmsar nýjungar skotið upp kollinum í þessum löndum. Hlutir, sem fólk hafði ekki hugmynd um að væru til eða voru aðeins til í „vestrinu", hafa nú verið viðurkenndir. Flett hefur verið ofan af hlutum sem áður voru vandlega faldir og kemur þá ýmislegt upp á yfirborðið. í ýmsum löndum Austur-Evrópu hefur pukrinu með klám og kynlíf nú verið hætt. Klámiðnaði hefur ver- ið hleypt af stokkunum frammi fyrir opnum tjöldum og gengur fjárhags- lega mjög vel. Svo vel að sumum íinnst nóg um. Þegar þessi sami iðn- aður er á fallanda fæti í mörgum vestrænum löndum skín stjama hans sem skærast í austri. Sífellt fleiri sækja nú lifibrauð sitt í klámið og ýmsa anga þess. Klámblöð, klám- myndir, „búllur“, vændishús, vænd- isbíla og þar fram eftir götunum. Klámblöð á hverju homi í hinu nýja vikublaði „The Europe- an“ er sagt frá því hvernig klám- bylgjan hefur riðið yfir í Ungverja- Evrópubúum kost á að krydda kynlíf sitt og óra á þennan hátt ef svo ber undir. Þessir hlutir hafa vissulega verið tíl staðar í' einhveijum mæli en voru stranglega bannaðir þegar kommúnistar réðu ríkjum. Því hefur hingað til verið um svartamarkaðs- brask að ræða. Hyggst færa út kvíamar „Klámkóngurinn" Lazslo hefur og uppi miklar hugmyndir um hvernig hann getí enn fært út kvíarnar í þess- um iðnaði. Með haustinu hyggst hann setja á stofn fyrstu evrópsku leigubílastöðina sem býður upp á kynlífsþjónustu. í byrjun verða 380 bílar hjá fyrirtækinu. Lazslo lætur ekki þar við sitja heldur undirbýr hann nú viðamikla „kynlífssýn- ingu“, hvernig svo sem hún á að fara fram. Laszlo hefur jafnvel hafið út- flutning, til annarra Austur-Evrópu- landa, á þjónustu og vörum af þessu tagi. En Ungverjar kaupa ekki alveg ófeimnir klámvaminginn. Frjáls- lyndið er þeim ekki vanalegt og tekur tíma að venjast því. Þessu hefur Lazslo gert sér grein fyrir og haft í huga. Sem dæmi má nefna að hann hefur klámritin í minna brotí en venjulegt tímarit tíl þess að herrarn- ir eigi auðveldara með að smeygja því inn á sig. Veldi Lazslos vex jafnt og þétt og eru margir tilbúnir að gagnrýna þá stefnu sem klámiðnaðurinn í landinu er farinn að taka. En Lazslo hefur almenning með sér. Samkvæmt nýj- um skoðanakönnunum, sem gerðar voru í Ungveijalandi, er meirihiuti fólks á hans bandi og álítur að þjón- usta af þessu tagi sé nauðsynleg. Enda eru vinsældir vöru hans og þjónustu gleggsta vitni þess. Sumir velta því fyrir sér hvort Búdapest verði Bangkok Austur-Evrópu, mekka klámiðnaðarins. -RóG (Nintendo") NÚTiLLEIGU Nú getur þú tekið á leigu frábæra NINTENDO sjónvarpsleiktækið og leiki. Þú getur leigt tækið sér, leikina sér eða leiktækin og leikina saman, allt eftir þörfum. Yfir^O leikja úrval TEPPAÞURRHREINSUN SKÚFUR notar þurrhreinsikerfið HOST, sem yfir 100 teppaframleiðendur mæla sérstaklega með. HOST leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi, alveg niður í botn teppisins. ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR! Engin bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinni hreinsun. HOST-kerfið er sérlega hentugt þegar vandmeðfarin ullarteppi skulu hreinsuð, þ.a.m. austurlenskar mottur. V/ REYNIÐ SKUFUR Sími: 678812 VIÐSKIPTIN landi að undaníornu og hvaða áhrif hún hefur haft. Einkum þykja klám- blöðin, sem nú eru seld á hverju götuhomi, hafa rutt veginn. Þau selj- ast í stóru upplagi og eru eftirsóttur söluvamingur. Sá sem sett hefur þessi vinsælu tímarit á markað er maður nokkur að nafni Lazslo Voros. Hann er orðinn nokkurs konar „klámkóngur" í Ungveijalandi. Ekki nóg með að hann hafi gert klámtíma- rit að eftirsóttum vamingi heldur hefur honum tekist að gera klám að meiri háttar gróðalind. Hann græðir á tá og fingri og kann vart orðið aura sinna tal. Lazslo er þegar kominn í hóp skatthæstu einstaklinga lands- ins. Auk tímaritanna selur hann „bláar myndir", aUs kyns hjálpartæki við kynlífið og rekur „klámbúllur". Og Ungveijar kunna vel að meta þessar vörur og þjónustu, rétt eins og frændur þeirra í vestri hafa gert síð- astliðna áratugi. Þeir em tilbúnir til að greiða háar upphæðir fyrir það sem helst freistar og standa í biðröð- um eftir súkkulaðismokkum. Nú hefur hið nýtilkomna frelsi gef- ið Ungveijum og öðrum Austur- Urval BYGGINGAVERKTAKI Tek að mér alla smíðavinnu, t.d: timburhús garðstofur uppslátt þök og þakkanta Eyþór Á. Eiríksson bygginga- meistari Símar623106 og 985 32780 Borgartúni 25 105 Reykjavík. M METRO llll FORMPRENT Hverfisgötu 78, símar 25960 - 25566 VALUR á KR-velli í dag kl. 16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.