Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. 15 Nýju fingraförin Margvíslegar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi síðustu árin. Sumar eru til bóta. Aðrar breytingar eru hættulegar heil- brigðu samfélagi. Einna alvarlegust er sú stað- reynd að ofbeldisverkum hefur stórlega fjölgað. Villimennska fer í vöxt. Svo er komið að óráðlegt er fyrir friðsama borgara að ganga um til- teknar götur höfuðborgarinnar síðla kvölds eða að næturlagi. Árásir á einstaklinga eru að verða daglegt brauð. Bensínafgreiðslu- maður, sem mætir til vinnu sinnar snemma morguns, er umsvifalaust myrtur og rændur. Fólk, sem á sér einskis ills von, er barið til óbóta. Ofbeldisverkin eru líka grimmi- legri nú en áður var. Orsakimar eru vafalaust marg- ar. Neysla fíkniefna og áfengis, sem tengist flestum ofbeldisverkum, slævir þær innri hömlur sem hafa í aldanna rás komið böndum á villi- mennskuna í mannskepnunni í sið- uðum þjóðfélögum. Glæpalýðurinn hefur einnig lært nokkuð til verka af því kennsluefni sem fyllt hefur kvikmyndahús, myndbandaleigur og sjónvarpsdagskrár mörg undan- farin ár og gert líkamlegt ofbeldi að hversdagslegum og þar með sjálfsögðum punkti í tilverunni. Erfitt hlutverk Við þessar aðstæður er hlutverk löggæslumanna óneitanlega erfitt. Þess er krafist að lögreglan komi með forvarnarstarfi og veru sinni á götum úti í veg fyrir afbrot. Því eru hins vegar takmörk sett hvaða árangri hægt er að ná með slíkum hætti. Öflugt forvarnarstarf getur dregið úr glæpum, að minnsta kosti um hríð. En ofbeldi verður ekki útrýmt með mikilli löggæslu einni saman. Þar þarf meira til að koma, ekki síst breytt hugarfar. Miklar kröfur eru eðhlega gerðar til lögreglumanna um að upplýsa þá glæpi sem framdir eru. Því óhugnanlegri sem afbrotin eru þeim mun ákveðnari kröfur eru gerðar til lögreglunnar um að leysa máhð svo hinn seki hljóti þá ein- angrun frá samborgurunum og refsingu sem lög samfélagsins kveða á um. Góður árangur Störf Rannsóknarlögreglu ríkis- ins hafa á stundum verið umdeild. Almenningur gerir til hennar ein- dregnar kröfur um að upplýsa mál skjótt og vel. Það er eðlilegt. í vikunni gat Rannsóknarlögregl- an thkynnt um lausn á einu ógeðs- legasta ofbeldismáh síðasthðins árs. Þetta var nauðgunarmál sem flestir töldu litlar líkur á að tækist að upplýsa úr þessu. Nauðgunin átti sér stað aðfara- nótt 17. nóvember í fyrra í við- byggingu við íþróttahús í Kópa- vogi. Afbrotamaðurinn hafði sýni- lega skipulagt árasina fyrirfram. Grímuklæddur og með hníf í hendi beið hann eftir fórnarlambinu. Hann neyddi konuna með sér inn í viðbygginguna og framdi ódæði sitt þar. Síðan var hann á bak og burt. Afbrot af þessu tagi, þar sem árásarmaðurinn er grímuklæddur og skilur eftir sig fá spor, er erfitt að upplýsa. Enda hefði þetta nauðgunarmál verið óleyst enn ef ekki hefði komið til nýtt vopn sem vísindamenn hafa verið að full- komna síðustu árin og er sannköll- uð bylting við lausn afbrotamála af þessu tagi. Gráu sellumar nægja ekki Einkaspæjarinn snjalli, Hercule Poirot, sköpunarverk rithöfundar- ins afkastamikla, Agöthu Christie, hafði einungis eitt vopn í baráttu sinni við glæpamennina: litlu, gráu sellurnar. Hann beitti sem sé hug- viti sínu til að leysa flókin sakamál og hafa uppi á morðingjum og öðr- um ódæðismönnum og þurfti engin hjálpartæki. Arthur Conan Doyle komst nær raunveruleikanum í kunnum sög- um sínum um aðra hetju leynilög- reglusagnanna. Sherlock Holmes beitti ekki aðeins sérstakri athygl- isgáfu sinni til þess að rekja sig inn að kjarna málanna heldur einnig vísindalegum aðferðum, svo sem efnagreiningu. Engin fingraför eins Löggæslumenn hafa tekið tækn- ina í sína þjónustu í síauknum mæh á þessari öld. Verksummerki á þeim stað, þar sem glæpur hefur verið framinn, eru mynduð og Laugardags- pistQl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri könnuð ítarlega á rannsóknarstof- um. Oft hafa hin smávægilegustu verksummerki oröið sérfræðing- um lögreglu nægileg gögn til þess að tryggja að glæpamenn hljóti makleg málagjöld. Á síðustu öld áttuðu menn sig á því að engir tveir einstakhngar hefðu nákvæmlega eins fingraför. Það væri alltaf einhver munur. Merkustu framfarirnar í vísinda- legum vinnubrögðum lögreglu- manna urðu tvímælalaust þegar sérfræðingum tókst að búa til not- hæft kerfi sem gerði lögreglunni auðvelt að taka, geyma, flokka og bera saman fingrafór ólíkra manna. Scotland Yard í London fór þar í fararbroddi en síðar kom bandaríska alríkislögreglan sér upp víðtækasta fingrafarasafni veraldar. Þessi aðferð hefur gefist vel. En nú hafa vísindamenn fært lögregl- unni nýtt og enn öflugra vopn upp í hendurnar; það vopn sem kom að svo góðu gagni í Kópavogsmálinu. Fingraför genanna Vísindamenn komust að því fyrir alllöngu að niðurröðun erfðaefnis væri með sérstökum hætti í hverj- um einstakhngi. Það má eiginlega orða það svo að sérhver maður hafi sinn eigin erfðalykil. Með því að kanna efni genanna, kjamsýr- una DNA, í thteknum einstaklingi er í raun og veru hægt að greina ný fingrafór mannsins, hin erföa- fræðilegu fmgraför. Það var hins vegar einungis fyrir fimm árum sem breskur vísinda- maður við Leicester-háskóla fann aðferð th þess aö greina þessi nýju fmgrafór þannig að með óyggjandi hætti væri hægt að fullyrða að til- tekið efni væri úr ákveðnum ein- stakhngi en engum öðrum. Þar með var hægt að nýta þessa nýju aðferð til að sanna að tiltekinn maður hefði framið ákveðinn of- beldisglæp. Það gerðist í fyrsta sinn árið 1987 í Bandaríkjunum. Þá var Tommie Lee Andrews sakfehdur í Flórída fyrir nauðgun og hkams- árás. Sönnunargögnin voru DNA- greining á sæði sem fannst á fórn- arlambinu. Með hinni nýju aðferð var hægt að sanna að sæðið kom úr hinum ákærða. Að sanna sakleysi Síðustu þrjú árin hefur notkun þessara DNÁ-fmgrafara sem sönn- unargagna aukist verulega, ekki síst í Bandaríkjunum. Sérstaklega í hauögunarmálum vegna þess að nauðgarar skilja yfirleitt eftir sig sæði eða blóð sem hægt er að rann- saka. En þessi nýja tækni er ekki að- eins nothæf til þess að sakfella af- brotamenn. Með DNA-greiningu er ekki síður hægt að sanna sakleysi manna. Það gerðist reyndar fyrst í Bandaríkjunum fyrir ári. Þá var fellt niður mál ákæruvaldsins gegn Gary nokkrum Dotson. Um það bh tíu árum áður hafði Dotson verið fundinn sekur, og dæmdur, fyrir að ræna og nauðga konu. Sönnun- argögn málsins höfðu verið geymd og í fótum, sem konan var í þegar ódæðisverkið var framið, fannst sæði árásarmannsins. Við DNA- greiningu kom í ljós að það var ekki Dotsons. Tíu ára martröð hans var þar með á enda. Innlenda rannsóknarstofu Það var DNA-greining af þessu tagi sem varð til þess að upplýsa nauðgunarmálið í Kópavogi. Hinn seki játaði hins vegar á sig verknaðinn þegar niðurstöður rannsóknanna, sem fram fóru í Bretlandi, lágu fyrir. Það kemur því ekki til þess í þetta sinn að ís- lenskir dómstólar þurfi að ákvarða hvort DNA-fmgraforin ein og sér nægi sem sönnunargagn hérlendis. En vafalaust kemur að því fyrr en síðar. Til þess að greina DNA-fingraför með þeim hætti að nothæft sé fyrir dómstólum þarf rannsóknarstofu og sérþjálfað fólk sem enn er mik- ih skortur á erlendis. Bandaríska alríkislögreglan hefur stigið stórt skref í þessu efni; komið sér upp sérstakri rannsóknarstofu th að þróa greiningaraðferðir enn frekar og þjálfað á annað hundrað sér- fræðinga á hverju ári til að annast DNA-greiningu í rannsóknarstof- um í hinum ýmsu ríkjum Banda- ríkjanna. Einkastofnanir annast einnig þessa greiningu vestra í rík- um mæli. Allt krefst þetta að sjálfsögðu mjög strangra staðla og vandaðra vinnubragða vegna þess hversu afgerandi sönnunargagn er um að ræða. Það deilir enginn við niður- stööu DNA-greiningar. Hún er hreinlega yfirlýsing um sekt eða sakleysi. Það er því eins gott að engin mistök eigi sér stað í rann- sóknarstofunum. í Kópavogsmálinu þurfti rann- sóknarlögreglan að senda sýni til Bretlands og láta DNA-greina þau þar. Að sjálfsögðu er eðlhegt að koma upp slíkri rannsóknarstofu hérlendis. Það er ekki aðeins ódýr- ara þegar til léngri tíma er litið heldur tryggir það einnig að ekki þurfi að horfa í kostnað af rann- sókn erlendis þegar ákveðið er hvort nota eigi þessa nýju tækni við að upplýsa ofbeldisglæp. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.