Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990.- 3 Fréttir Lyflakostnaður landsmanna: Rúmlega 70.000 krónur á hverja fjjölskyldu - útgjöld Tryggingastofnunar fara 500 milljónir fram úr áætlun Það vakti mikla athygli á dögunum þegar fjármálaráðuneytið birti greinargerð um ástand og horfur í ríkisfjármálum 1990. Þar kom fram að Ríkisendurskoðun áætlar að kostnaður Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar fari um 500 milljónir fram úr áætlun en áætlunin hljóðaði upp á rúmlega 2,1 milljarð. Kostnaður Tryggingastofnunar fer því nærri 24% fram úr þeim áætlun- um sem gerðar voru. Framúrakstur þessi, upp á 500 milljónir, þýðir með öðrum orðum að hvert mannsbarn í landinu fái um 2000 krónum meira út úr Trygginga- stofnun en áætlað var eða 8.000 krón- ur á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. HeOdarkostnaður Trygg- ingastofnunar er rúmlega 10.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu eða 40.000 á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Heildarlyíjakostnaður þjóðarinnar er þó mun hærri en þessar tölur frá Tryggingastofnun segja til um. Hjá Lyfj averðlagsnefnd fengust þær upp- lýsingar að heildarsala sérlyfja á heildsöluverði hefði verið 3,6 millj- arðar í fyrra en þá var kostnaður Tryggingastofnunar rúmlega 2,1 milljarður. Heildarkostnaðurinn var því nærri 70% meiri en kostnaður Tryggingastofnunar. Því má áætla að heildarlyfjakostnaður í ár nemi 4,4 milljörðum eða rúmlega 70 þús- und á hverja fjölskyldu. Guðrún Eyjólfsdóttir hjá Lytja- verðlagsnefnd segir lyíjakostnað aukast um 5-12% á fóstu verðlagi milli ára. Það megi skýra með auk- inni lyfjanotkun almennt en einnig sé það vegna sífellt dýrari lyfja á markaðnum. Lyfjanotkunin aukist stöðugt og læknar séu duglegir við að tileinka sér ný og dýr lyf sem koma á markaðinn. Skipting lyfjakostnaðar Lyfjakostnaður skiptist milli sjúkl- ings og Tryggingastofnunar ríkisins. Vegna ákveðinna sjúkdóma greiðir Tryggingastofnunin að fullu þau lyf sem ávísuð eru á sjúkhnginn. Al- gengast er þó að sjúklingurinn greiði fast gjald sem nemur 750 krónum á hverja afgfeiðslu, en 550 krónur þeg- ar ávísað er á ódýrustu lyfln sem eru á svokölluðum „bestukaupahsta“. EUi- og örorkuUfeyrisþegar greiða 230 krónur fyrir hveija afgreiðslu en 170 krónur ef lyfiö er á „bestukaupa- listanum". Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði vegna kaupa á ákveðnum lyfjum, eins og vítamíni, getnaðarvarnarlyfjum, megruna- rlyfjum og lyfjum fil að hætta að reykja. „Bestukaupalistinn" var gefinn út 1. febrúar á þessu ári en á þeim lista eru ódýrustu lyfm af hverri tegund. Mörg lyf sömu tegundar innihalda sömu efnin, í sömu hlutfollum og verka eins en eru hins vegar á mjög mismunandi veröi. Til þess að ná fram spamaði og fólk mundi nota sér þessi ódýrari lyf var því gefinn af- sláttur ef lyf af „bestukaupahstan- um“ væru notuð. Afslátturinn virð- ist ekki hafa verið nægilega mikill því þeim sparnaði, sem vonast var eftir, hefur ekki verið náð. Ef þessi hsti væri almennt notaður mundi það spara ríkinu stórfé. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir gífurlegri lyfjanotkun lands- manna. Sumir telja að læknar séu of duglegir við að skrifa út lyf og skrifi þá oft út of dýr lyf, þ.e. noti ekki ódýrustu lyfin af þessum „bestukaupalista". Aha vega hefur lyfjakostnaður aukist um 5-12% á milh ára síðustu ár. Hin síðari ár hefur það færst í vöxt að apótekarar innrétti læknastofur og leigi læknum það gegn vægu verði. Það þarf alls ekki að þýða að læknum verði lausari höndin við útskrift lyfseðla en alla vega sjá apó- tekin sér hag í að hafa lækna í grenndinni. Lándlæknir segir að ein af sparn- aðaraðgerðum spítalanna sé að láta sjúklinga ná í lyf hjá apótekum í stað þess að útvega þau á spítulunum eins og áður var gert í mun ríkari mæh. Þessi „sparnaður“ kostar ríkið hins vegar stórfé því álagning apótekanna leggst þá ofan á. Álagning apótek- anna er 65% upp að þeim lyfjum sem kosta 20.000 krónur. Kosti lyf meira en 20.000 krónur er álagningin 40% sem leggst ofan á 5000 króna fasta álagningu. Sparnaðaraðgerðum ekki náð DV hafði samband við Guðmund Bjarnason heilbrigðisráðherra og spurði hann út i þennan gífurlega aukalyfjakostnað. Hann sagði að með sparnaðaraðgerðum ráðuneyt- isins hefði verið vonast eftir 300 milljón króna sparnaði. Með lægri álagningu og veltuafslætti átti að ná fram 150 milljón króna sparnaði og með „bestukaupalistanum" átti að spara aðrar 150 mihjónir. Heild- Lærbrotnaði á golfvellinum Helgi Jónsson, DV, Ólafsfiröi: Ungur maður lentí undir dráttarvél á golfvehinum á Ólafsfirði í gær og var fluttur með sjúkrabíl á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann lærbrotnaði og hlaut einnig meiðsli á mjöðm. Slysið varð með þeim hætti að dráttarvélin hafnaði niðri í skurði og lenti maðurinn undir vélinni. Honum tókst þó að skríða upp úr skurðinum og kalla á hjálp. Það varð honum til happs að maður nokkur heyrði í honum en að öllu jöfnu er fátt um mannaferðir á golfvellinum fyrir hádegið. Hlutafé Granda hf. aukið um 200 milljónir Á hluthafafundi Granda hf. í gær Granda hf. um 200 milljónir og að var samningur um sameiningu öllum líkindum verður hluti þeirra Granda og Hraðfrystistöðvarinnar seldur á almennum hlutabréfamark- formlega samþykktur og tekur gildi aði. í dag. Ákveðið var að auka hlutafé -pj söluálagning var lækkuð úr 17% í 15,5% og smásöluálagning úr 68% í 65%. Þessum markmiðum hefur hins vegar ekki enn verið náð. „Ástæður fyrir miklum lyfjakostn- aði eru að við fáum sífellt ný og dýr lyf á markaðinn og við getum hvorki né viljum banna fólki að nota þau. Að einhveiju leytí er um að kenna aðhaldsaðgerðum á sjúkrastofnun- um en við þær aðgerðir virðist lyfja- salan hafa flust úr sjúkrastofnunum inn í apótekin, en við það verða lyfin dýrari. Á því máli þarf að taka. Ég held að það megi ná fram meiri sparnaði með skipulagsbreytingum. Það er hægt með því að breyta dreif- ingarforminu og stækka minnstu lyf- sölusvæðin. Þá eru menn að skoða róttækari breytingar eins og að koma á hinu svokallaða „sænska kerfi“. Þá er eitt fyrirtæki sem sér um alla dreifingu.1' Guðmundur sagði að- spurður að það þyrfti þó ekki að vera ríkisfyrirtæki heldur gætí það verið hlutafélag á svipaðan hátt og Bif- reiðaskoðunin. Guðmundur sagðist viöurkenna að „bestukaupalistinn" heföi valdið nokkrum vonbrigðum. Þar hefði þurft að spila betur saman, ráðu- neytið, neytandinn, læknirinn og apótekið. „Bestukjaralistinn" var miðaður við ódýrasta dagskammt lyfja og því eru stærri pakkningar ódýrari og það eitt gæti leitt til auk- innar lyfjasölu. Þegar hann var spurður að því hvort það væri ekki allt of lítill verð- munur á lyfjum á „bestukaupalistan- um“ og öðrum lyfjum, sagði hann að það gæti vissulega verið rétt. Hins vegar væri þaö stefnan að breyta ekki of mikið gjaldskrám þar sem miklar aðhaldsaðgerðir væru í verð- lagsmálum. Það væri þó spurning hvort einstaklingar þyrftu ekki að taka hlutfallslega þátt í kostnaðinum með því að borga prósentur af verð- inu. Það þarf að gera einstaklinginn meira meðvitaðan um lyfjaveröiö en það þýðir að þátttaka hans mundi aukast nokkuð. Viðmiðunin er sú að einstaklingurinn greiði 20-25% að jafnaði í lyfjakostnaðinum. Gjald- skráin er miðuð við að kostnaður einstaklingsins sé 20%. Það má hins vegar ekki gleyma því að aukin lyfjanotkun og betri lyf hafa leyst ýmsar kostnaðarsamar aðgerðir af hólmi þannig að það er ekki eingöngu um kostnaðarauka að ræða.“ -PÍ NISSAN KINGCAB4x4 SKEMMTILEGRI FARKOST ER VART HÆGT AÐ HUGSA SÉR 2.4 I bensínvél 3,0 I V6 bensínvél. Bein innspýting. 2.5 I dísilvél. Eigum fyrirliggjandi vönduð plasthús á King Cab. Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.