Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. 3 DV Fréttir Dalvík: Félagsmálaráöuneytið MOBLER REGDIT MOBEL* Húsgagna-iidllín REGENT MÖBEL'Á ÍSLANDI RAÐGREIÐSLUR 10 MANUÐIR V/SA EURO KREDIT 125.860,- TEG. BERGEN HORNSOFI, 6 SÆTA „Við viljum ekki hafa þessa tjörn svona, hún er hættuleg,“ sögðu krakk- arnir á Dalvík sem sjást hér á tjarnarbotninum eftir að vatninu hafði verið hleypt úr tjörninni. DV-myndgk Stólaskipti hjá Aðalverktökum Stefán Friðfinnsson, aðstoðarmað- ur Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, hefur verið ráð- inn forstjóri íslenskra aðalverktaka. Stefán, sem verið hefur stjórnar- formaður fyrirtækisins, skiptir um stól við Thor Ó. Thors forstjóra sem verður formaður stjórnar. Stefán mun starfa við hlið Gunnars Þ. Gunnarssonar forstjóra. Ný stjórn íslenskra aðalverktaka kom saman í fyrsta skipti í fyrradag. Fulltrúar ríkisins í henni eru Thor Ó. Thors, fyrrum forstjóri fyrirtæk- isins og jafnframt forstjóri Samein- aðra verktaka, Jón Sveinsson, að- stoðarmaöur Steingríms Hermanns- sonar, og Ragnar H. Halldórsson, tré- smíðameistari og bæjarstjórnarmað- ur krata í Njarðvík. Fulltrúar Sam- einaðra verktaka eru Halldór H. Jónsson, arkitekt og stjórnarformað- ur Eimskips, og Ingólfur Finnboga- son trésmíðameistari. Fulltrúi Sam- bandsins er forstjórinn sjálfur, Guð- jón B. Ólafsson. Á síöasta ári var velta íslenskra aðalverktaka um 3,2 milljarðar og skilaði fyrirtækið um 297 milljón krónumítekjur. -gse Ráðstaf anir verða gerðar við tjörnina - svo fleiri slys eigi sér ekki stað þar Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Bæjarstjórn var einhuga um það á fundi sínum að eitthvað yrði gert við þessa tjöm sem kemur í veg fyrir að svona atburðir geti átt sér þar stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík, um ráðstafanir bæj- aryfirvalda vegna tjamarinnar við Karlsrauðatorg. Eins og fram hefu komiö í DV munaði hársbreidd að tveggja ára drengur drukknað_ i tjörninni um helgina. Aflíðandi grasbakkar eru að tjörninni sem er aildjúp þegar mikið vatn er í henni og er auðvelt að renna til í grasinu og út í tjörnina. íbúar við nærliggjandi götu skrif- uðu bréf til bæjarstjórnar og kröfð- ust svara við þeirri spurningu hvað bærinn hygðist gera til að koma í veg fyrir að börn gætu farið sér að voða við tjörnina. Kristján Þór Júlíusson sagði í samtali við DV að bæjarráði hefði verið falið að ganga svo frá málum að slys gætu ekki átt sér þar stað. Vatnið hefði verið tekið af tjörn- inni og því yrði ekki hleypt á fyrr en þær ráðstafanir hefðu verið gerðar sem dygðu. „Við hörmum þennan atburð sem þarna gerðist en fógnum því um leið að ekki fór verr,“ sagði bæjarstjórinn. Hafnaði kröfuum ógildingu Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu Sigrúnar Magnús- dóttur, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, og Alfreðs Þor- steinssonar, varaborgarfulltrúa sama flokks, um að byggingar- leyfi fyrir sorpböggLmarstöðina í Gufunesi verði feUt úr gildi. Ráðuneytið studdist meðal ann- ars við umsagnir skipulags- sfjórnar ríkisins og byggingar- nefndar Reykjavíkur. -sme PC-Byrjendanámskeið Iniuitun stendur yfír. r~i0Tölvuskólí Reykjavíkur b--TÍBorgartúni 28, S.687590 FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK Erum að taka í hús nýja sendingu af Bergen hornsófum í mörgum lítum og verðið er hreínt ótrúlegt. Bergen hornsófinn er klæddur með krómsút- uðu anílín-gegnumlítuðu nautsleðri á öllum slítflötum og með leðurlíkí á grínd utanverðrí. í púðum er polyester og dacronló. Stærðír-. b. 210x1. 265. EKKl MISSA AF ÞESSU LækuríÖlfusi: Deilt um nýrnaveiki „Það var greint nýmaveikismit í laxeldisstöðinni á Læk í Ölfusi,“ seg- ir Sigurður Helgason, deildarstjóri rannsóknardeildar fisksjúkdóma á Tilraunastöðinni að Keldum. í kjölfarið var öllum eldisfiski ís- lenska fiskifélagsins á Læk slátrað fyrir um 18 mánuðum, með þeim af- leiðingum að fyrirtækið varð gjald- þrota. Fyrmm eigendur laxeldisstöðvar- innar vilja ekki sætta sig við þessi málalok þar sem þeir telja að ekki hafi verið sannað að um nýrnaveiki- smit hafi verið að ræða í stöðinni né aðra sjúkdóma. Því búa þeir sig nú undir málssókn á hendur ríkissjóöi. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins er venjan sú þegar grunur um nýrnaveiki eða aðra kvilla kemur upp í fiskeldis- stöðvum að tekin eru sým úr fiskin- um og þau síðan send að Keldum til rannsókna. Niðurstööurnar eru síð- an sendar fisksjúkdómanefnd sem gerir tillögur til landbúnaðarráð- herra um hvernig skuli tekiö á vand- anum. Endanlegt ákvörðunarvald er síðan hjá ráðherra. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.