Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás skrift - Dreiftng: Simi 27022 - i FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. Kona ákærð: Keyrðiá fulltrúann í Sakadómi Reykjavíkur er til méð- <• ^ ferðar mál þar sem kona er ákærö fyrir að hafa ekið vísvitandi á full- trúa tollstjórans í Reykjavík. Fulltrúi tollstjórans kom við annan mann til að taka bifreið konunnar - þar sem lögtak hafði gert í bifreiðinni. Samkvæmt ákærunni var konan ósátt við aðgerðina og settist inn í bifreiðina, gangsetti og ók vísvitandi á fulltrúann en aðstoðarmaðurinn slapp. -sme Bílvelta á Reykjanesbraut Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu viö Strandaheiði á Reykja- nesbraut um klukkan fimm í nótt. ísing var á veginum og akstur því varhugaverður. Bíllinn valt eina veltu og skemmdist hann töluvert. Meiðsl þeirra sem voru í bílnum voru þó ekki talin alvarleg. Nýtt slitlag hefur verið lagt á nokkra kafla á Reykjanesbrautinni. Engar mið- né kantlínur hafa þó enn verið málaðar á dökkt malbikið. Akstur getur þvi verið mjög var- hugaverður, aö sögn lögreglu. -ÓTT Akureyri: Sviptur ökuleyfi en ók strax aftur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ungur maður, sem var sviptur öku- leyfi á Akureyri í gær vegna hrað- aksturs innanbæjar, var strax kom- inn út í umferðina aftur í gærkvöldi og hélt uppteknum hætti. Kvartað var undan glannalegum akstri tveggja bifreiða í miðbænum í gærkvöldi enda höfðu bifreiðarnar ■’ '** ausið möl yfir kyrrstæða bifreið og skemmt hana. Lögreglan hafði upp á ökumönnunum og kom þá í ljós að sá sem sviptur hafði verið ökuleyfl fyrr um daginn var aftur kominn á stjá og hafði ekkert lært. Maðurinn sem lést Maðurinn, sem lést í vinnuslysi í vöruskemmu á Keflavíkurflugvelh í fyrradag, hét Axel Davíðsson, til heimilis að Vesturgötu 40 í Keflavík. Hann var 68 ára. Slysið varð með þeim hætti að Axel féll ofan af Mtlum skúr sem stendur inni í vöruskem- munni. Hann starfaði sem trésmiður . — fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. -ÓTT LOKI Ætli þeir hafi ekki sofnað með gæsahúð? n Eg hef aldrei lent í öðru eins veðri“ „Þaö var bijálað veður á þriðju- dag. Ég hef farið yfir þijátiu ferðir og hef aldrei lent í öðru eins veðri. Þetta var eins og um hávetur,“ sagði Ólafiir Jónsson í Eystra- Geldingaholti í Gnúpveijahreppi. Sjö ríðandi leitarraenn og Ólafur, sem er á dráttarvél, hafa lent í miklum hrakningum við eftir- safnsleit á Gnúpveijaafrétti. Hóp- urinn fór til leitar á laugardag. Hann kemur til byggða í kvöld ef allt gengur að óskum en mikill snjór er nú á afréttiiium. „Þaö var um klukkan níu á þriðjudagsmorgun sem byrjaði að snjóa. Hálftíma síðar var orðið al- brjálað veður. Það var ekkert hægt að leita vegna veðurs, Leitarmenn komust við illan leik i Bjarnarlækj- arbotna. Þeir héldu síðan til í leit- armamiaskálanum við Gljúfurieit Venjulega tekur tvær og hálfa klukkustund að fara þessa leið en þeir voru sjö klukkustundir. Þeir voru orðnir kaldir og þrekaðir. Ég varð að moka dráttarvéhna í gegnum gil. Það_ tók mig fjórar klukkustundir. Ég varð að fara varlega þar sem í gilinu er beygja og hhðarhalli. Ég ætlaði að reyna að fara yfir auöan mel en það var ekki hægt þar sem hann var eitt drullufen. Eg varö að vera í drátt- arvélinni aðfaranótt miövikudags- ins og bíða þess að hiálpin bærist. Leitarmennirnir vissu ekki um mig og ég ekki um þá. Ég óttaðist að þeir færu að leita min en það hefði verið mjög erfitt eins og veðrið var. Það gerði öllum erfiðara fyrir að vita ekki hver um annan,“ sagði Ólafur Jónsson. Ölafur sagði að þar sem jörð væri það blaut undir snjónum eftir mikl- ar rigningar hefði hann ekki getað ekið dráttarvélinni utan braut- anna. Þegar rætt var við Ólaf, síð- degis í gær, höföu leitarmenn fund- ið rúmlega tuttugu ær. Ölafur sagði að til stæði að fara eina leitarferð til, þaö er að segja ef veður lejTði. -sme Kirkjan á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði fauk af grunni sinum í rokinu sem gekk yfir landið í fyrrakvöld. Kirkjan var i endurbyggingu og stóð á tjökkum að hluta. Litlar skemmdir urðu á munum í kirkjunni en altaristaflan skemmdist þó aðeins. Endurbyggja verður kirkjuna frá grunni næsta sumar en hún er frá 1878. DV-mynd Ægir Kristinsson Gæsaskyttur í vanda: Steigí gegn um bátinn Þórhafiur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Ekki byijaði veiðitímabihð áfalla- laust hjá tveimur gæsaskyttum á Sauðárkróki og Mtlu munaði að illa færi. Skytturnar tvær fóru kvöld eitt fyrir skömmu út í Eyhildarholts- hólma í Héraðsvötnum. Farkostur- inn var slöngubátur af einfóldustu tegund. Þegar þeir félagar höfðu skotið nægju sína og hugðust halda heim á leið tókst ekki betur til en að annar maðurinn steig í gegn um bát- inn. Ekki var um annað að ræða fyr- ir þá en hírast úti í hólmanum þar til hjálp barst og sváfu þeir undir bátnum alla nóttina. Sem betur fer var veður með skásta móti miðað við það sem verið hefur undanfarið. Eiginkonur mannanna var farið að lengja eftir þeim og gerðu þær björg- unarsveitinni viövart. Gæsaskyttun- um létti því mikið þegar björgunar- báturinn birtist klukkan átta um morguninn. Voru félagarnir þá orðn- ir kaldir og hraktir, enda ekki undir- búnir fyrir svefn undir berum himni á þessum árstima. Veðrið á morgun: Víða létt- skýjað syðra Á morgun verður norðanátt, víða aMhvöss. Snjókoma norð- austanlands og norðantM á Aust- urlandi en él norðvestanlands. Víða léttskýjað syðra. Hiti verður á bMinu 0-5 stig, hlýjast á Suðausturlandi. VIDEO kem*r Fákafeni 11, s. 687244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.