Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990..
Fréttir
Vextir bankanna haf a ekki
lækkað eins og verðbólgan
- nú eru yfrr 11 prósent raunvextir á óverðtryggðum lánum
Verðbólga og vextir bankanna
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept.
Verðbólgan og nafnvextir bankanna á almennum óverðtryggðum lánum.
Bankarnir hafa ekki lækkað vexti með minnkandi verðbólgu. Raunvextir
eru nú um 11 prósent á þessum lánum.
Nafnvextir á almennum skulda-
bréfum banka og sparisjóða eru nú
yfir 11 prósent þar sem bankamir
hafa ekki lækkað vexti sína með
lækkandi veröbólgu að undanfómu.
Sparisjóðimir em nú að ríða á vað-
ið og ætla að lækka vexti um hálft
prósent á morgun. Þá liggur í loftinu
að bankamir ætli að lækka. Gangi
það yfir línuna að lækka um hálft
prósent er sú lækkun ekki upp í nös
á ketti miðað við þegar orðna lækkun
verðbólgunnar svo og verðbólguspár
Seðlabankans á næstu mánuðum.
7 prósent verðbólga
frá upphafi til loka ársins
Að sögn Eiríks Guðnasonar, að-
stoðarbankastjóra Seðlabankans,
spáir bankinn að verðbólgan verði
innan við 4 prósent næstu mánuöi
og að hún fari í 7 prósent í desember
þegar olíuverðhækkana verði farið
að gæta. í þessum spám er miöað við
meðaltalsverðbólgu þriggja mánaða
og hún umreiknuð til eins árs.
Eiríkur segir ennfremur að gangi
spár Seðlabankans eftir muni láns-
kjaravísitalan hækka um 7 prósent
frá upphafi til loka ársins. Slík verð-
bólgutala hefur ekki sést í mörg ár
hérlendis. Glæsilegt met.
Einnig er útlit fyrir að framfærslu-
vísitalan verði eins stafs tala á árinu.
Fyrstu sex mánuði ársins hækkaöi
hún um sem jafngildir 10 prósent
verðbólgu á ári. Síðustu þrjá mánuð-
ina hefur hún hækkað um sem svar-
ar 2 prósent verðbólgu á ári.
Vextir bankanna 14%
í marga mánuði
Nafnvextir bankanna á almennum
skuldabréfum hafa verið í kringum
14 prósent frá því í apríl. Á sama tíma
hafa forvextir víxla verið á svipuðu
róli en þó aðeins lægri. í apríl var
verðbólgan komin niður á plan 6 pró-
senta.
Nafnvextir upp á 14 prósent í 6 pró-
senta verðbólgu svara til um 7,5 pró-
senta raunávöxtunar.
í fréttaljósi DV frá 4. apríl síðast-
liðnum var sagt frá því að bankar
og sparisjóðir væru að lækka nafn-
vexti á almennum skuldabréfum úr
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
um 19 prósentum í u.þ.b. 14 prósent.
Jafnframt var sagt að raunávöxtunin
á þessum lánum væri með þessu að
komast í um 7 prósent.
Frá því í apríl hafa bankar og spari-
sjóðir ekki lækkað vexti sína. Það
vekur raunar mikla furðu hvað
bankarnir eru ótrúlega samstíga í
aðgerðum sínum á tímum frjálsrar
samkeppni i bankakerfinu. Langtím-
um saman má sjá bankana vera með
sömu vexti á sömu lánunum.
Góð lausafjárstaða
Því má einnig bæta við að bankarn-
ir hafa allir búið viö mjög góða
lausafjárstöðu á árinu. Það stingur
nokkuö í stúf við lögmál frjálsrar
samkeppni að bankamir skuli ekki
grípa tækifærið og lækka vextina til
aö koma peningunum út.
Hugsanlega er sú tíð nú að renna
upp að auglýsingar banka fari að
breytast. í stað þess að auglýst sé
eftir fólki til að leggja inn, verði farið
að auglýsa eftir fólki til að taka lán.
Eins og staðan er núna hafa bank-
arnir nokkuð svigrúm til að lækka
vextina. Ef miðaö er við 14 prósent
vexti og að verðbólgan í ágúst, sept-
ember og október verði að jafnaöi
um 2,5 prósent svarar það til þess aö
raunvextir á þessum lánum séu um
11.2 prósent.
Nafnvextirnir verða að
lækka um 4 prósent
Samkvæmt þessu verða bankarnir
og sparisjóðirnir að fara með nafn-
vextina á almennum óverötryggðum
lánum úr 14 prósentum niður í um
10 prósent nú um mánaðarmótin
miöaö við aö þessi kjör verði eins og
þau hafa verið megnið af árinu, eða
um 7 prósent raunvextir.
Þess má loks geta að meöalvextir
banka og sparisjóöa á verötryggðum
lánum hafa ekki breyst sem neinu
nemur í marga mánuði og eru nú um
8.2 prósent.
-JGH
Hvassviðri í Eyjum:
■ ■■
Klæðning fauk af húsi Eyjavers
Klæðning fauk af um 20 metra
kafla á austurhlið fiskverkunarhúss
Eyjavers í mjög hvassri norðanátt í
Vestmannaeyjum í fyrradag.
Björgunarfélagið og skátar voru
ræstir út til að koma í veg fyrir frek-
ari skemmdir en plötur höfðu losnað
og fokið á nokkrum stöðum í bænum.
Töluvert eignatjón varð af þessum
sökum en vindhraði komst í ellefu
vindstig þegar verst lét. Enginn varð
þó fyrir meiðslum.
Plata fauk á bíl sem stóð skammt
frá húsi Eyjavers og brotnaði aftur-
rúða í honum. Þakplötur fuku einnig
af húsi við Hólagötu og klæðning
fauk af húsi við Vestmannabraut.
Aö sögn lögreglunnar var vitlaust
veður í Eyjum á þriöjudag. Hvass-
viðrið gekk að mestu niður snemma
í gær. Mikil sjávarselta hggur nú
yfir byggð í Eyjum.
-ÓTT
Samgönguráðuneytið hefur óvissu um þróun eldsneytisverðs
heimilað Flugleiðum 3,5 prósent vegna ástandsins við Persaflóa.
hækkun á flugfargjöldum frá ís- Líta ber á hækkunina sem bráða-
landi til Evrópulanda og Banda- birgðahækkun og mun ráðuneytið
ríkjanna frá og með 1. október og Flugeftirlitsnefnd fylgjast ná-
næstkomandi. kvæmlega meö þróun verðlags á
Hér er um örlítiö minni hækkun eldsneyti á næstu vikum og taka
að ræða en fyrirtækið fór fram á þessaákvörðuntilendurskoöunar,
og er ákvörðun ráðuneytisins um ef nauðsyn ber til.
hækkunina tekin í ljósi mikillar -J.Mar
Stefán Valgeirsson alþingismaður:
Það er hvert f vf lið
við hliðina á öðru
- segir þingmaöurinn og er ómyrkur í máli um framgöngu ráðherra 1 álversmálinu
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er alveg undrandi á þvi að
menn skuh ekki hafa verið búnir
aö átta sig á því fyrir löngu að það
hefur aldrei staðið til að reisa álve-
rið annars staðar en á Keihsnesi
eins og ég hef ahtaf sagt,“ segir
Stefán Valgeirsson, þingmaður
Norðurlandskjördæmis eystra, en
hann hefur jafnan í umræðunni
um staðarval álvers haldið því
frarn að aldrei hafi staðið til aðfara
með álverið til Eyjafjarðar.
„Ég hef haldiö því fram að tvennt
sannaði þetta. Ánnars vegar það
að iönaðarráðherra hefur ahtaf
sagt að byggjendur álversins
myndu ráða staðarvahnu sem
þýddi að þaö yrði byggt á Vatns-
leysuströnd. í öðru lagi er það aö
ef íslenskir ráðamenn hefðu stefnt
að því að byggja álverið við Eyja-
fjörð hefði veriö staöið aht ööruvísi
að rannsóknum á þeirri mengunar-
hættu sem því fylgdi í gjöfulasta
landbúnaðarhéraði landsins. Þær
hefðu verið ítarlegri en ekki mála-
myndarannsóknir eins og fram
hafa farið. í skýrslu Norðmanna
frá 1985 kemur fram að þeir hafa
ekki hugmynd um dreifinguna inn
Hörgárdal og innan við Akureyri.
Nýja NILO skýrslan er hins vegar
ekki pappírsins virði. Þar eru
ákveðnir hlutir pantaðir án þess
aö málið sé gert upp.“
- Pantaði iðnaðarráðherra þær
niðurstöður?
„Ég sé ekki annað.“
- Hefur þessum orðum þínum ekki
ahtaf verið tekið út frá þeirri stað-
reynd að þú ert andstæöingur ál-
vers?
„Mín samtök höfðu ekki þá
stefnu. Viö settum hins vegar þá
fyrirvara að stóriðja mengaði ekki
umhverfiö og stæöi undir raforku-
kostnaði. Þessi samningur, sem
menn eru nú með í höndunum,
gerir hvorugt. Síðan ætlar forsæt-
isráðherra að borga niður rafork-
una úti á landi með tapinu af samn-
ingnum. Þetta er með ólíkindum,
það er hvert fiflið við hhðina á
öðru.“
- Það verður væntanlega hávaði í
þinginu þegar máhð kemur þang-
að?
„Ég er ekki farinn að sjá aö máhð
komi þangað á næstunni þótt Jón
Sigurðsson segist ætla að skrifa
undir samninginn um mánaðamót-
in. Steingrímur Hermannsson ætl-
ar ekki að hafa fund um málið í
ríkisstjórninni fyrr en eftir mán-
aðamótin. Það verður örugglega
darraðardans í þinginu og mér
þykir óhklegt að málið fari í gegn-
um þingiö, sérstaklega eftir yfirlýs-
ingu Davíðs Oddssonar sem er bú-
inn að sjá tap á raforkusölunni
15-20 fyrstu árin. Mér þykir í sann-
leika sagt ólíklegt að iönaöarráð-
herra skrifi undir á næstunni, það
verður erfitt fyrir hann.“
Slippstöðin á Akureyri:
Sæmilegt
atvinnu-
ástand í
vetur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Verkefnastaöan hjá okkur hef-
ur verið viðunandi að undan-
fórnu og það er óneitanlega betra
fyrir okkur að leggja í veturinn
nú en í fyrra þar sem báturinn,
sem við smíðum fyrir ÓS í Vest-
mannaeyjum, verður grunnur-
inn,“ segir Gunnar Skarphéðins-
son, starfsmannastjóri Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri.
Gunnar sagði að sumarið í ár
hefði verið sæmhegt hvað varðar
verkefni, þótt yfirvinna hefði að
vísu verið minni en oft áður. Þar
sem stööin hefði nú grunnverk-
efni fyrir veturinn, sem væri
smíði „sænska bátsins" fyrir ÓS
í Vestmannaeyjum, væri mun
auðveldara að leggja í veturinn,
en stöðin á að afhenda bátinn
nýjum eigendum snemma næsta
sumar.