Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990.
Iþróttir
Sport-
stúfar
• Enska knattspyrnu-
félagiö Nottingham
Forest hefur fengið
argentínska leik-
manninn Nestor Lorenzo, til
reynslu í einn raánuö. Lorenzo
lék í vörn argentínska landsliös-
ins á heimsmeistarakeppninni á
Ítalíu í sumar. Lorenzo er samn-
ingsbundinn ítalska liöinu Bari
en ef hann stendur sig vel hjá
Forest er aldrei að vita nema
Brian Clough taki upp tékkheftiö.
Stórleikur
í Keflavik
Liö Keílavíkur og Víðis mætast í
dag klukkan 18 í fjáröflunarlcik
á knattspymuvellinum i Kefla-
vik. í Uði ÍBK verða flmm snjallir
Keflvíkingar sem hafa spilað með
öðrum félögum í sumar, þeír
Ragnar Margeirsson, Sigurður
Björgvinsson, Gunnar Oddsson,
Ólafur Gottskálksson og Kjartan
Einarsson. Ýmsar nýjungar
verða á feröinni, fyrir hvert mark
faer viðkomandi markaskorari
3.500 krónur í verðlaun, og í hálf-
leik verður vitaspymukeppni þar
sem þúsundkall er í boði í hverri
spyrnu, markvöröur fær hann
meö því aö verja en skyttan með
því aö skora. Maður leiksins fær
síöan vegleg verðlaun.
Veggtennisfélag
stofnað á sunnudag
• Áhugafólk um raquet-balf hef-
ur ákveðið að stoína veggtennis-
félag í Reykjavík. Markmiðíö er
að stuðla að eflingu og framþróun
íþróttarinnar með skipulagöri
starfsemi og mótahaldi. Stefnt er
að því að kynna íþróttina betur
fyrir almenningi, fjölga íðkend-
um, hljóta viðurkenningu hennar
innan ÍSÍ og halda viðurkennd
íslandsmót. Stofnfundur veröur
haldinn sunnudaginn 23. sept-
ember næstkomandi kl. 16 í
Dansstúdíói Sóleyjar við Engja-
teig. Allir sem hafa áhuga á iökun
veggtennisiþróttarinnar og íram-
þróun hennar á íslandi eru hvatt-
ir til að mæta og gerast stofnfé-
lagar.
Evrópukeppni:
Ellefu
sigrar
Eftir sigra Fram og KA í gær-
kvöldi hafa íslensk félög nú unnið
11 leiki á Evrópumótum félags-
liða í knattspyrnu. Þar af hafa
Framarar unnið 5, Valsmenn 3
og Skagamenn, Keflvikingar og
KA-menn einn leik hvert liö.
• Þaö hefur aðeins einu sinni
gerst áður aö tvö íslensk félög
hafi unnið leiki í Evrópukeppni
sama árið. Það var árið 1985 þeg-
ar Fram vann Glentoran og Valur
sigraði Nantes. Framarar bættu
um betur í 2, umferðinni sama
haust þegar þeir lögðu Rapid Vín
að velli.
• Framarar unnu í gærkvöldi
annan stærsta sigur íslensks fé-
lagsliös í mótunum frá upphafl.
Þann stærsta unnu Skagamenn
þegar þeir möluðu Omonia Nic-
osia frá Kýpur, 4-0, á Laugar-
dalsvellínum 1975.
• íslensk félög hafa flmm sinn-
um komist í 2. umferð í Evrópu-
keppni, Fram, Valur, Akranes,
Keflavik og ÍBV, einu sinni hvert
félag. Eftir frábæra frammistöðu
Fram og KA í gærkvöldi er
spurningin hvort þessum skipt-
um fjölgíir í sex, eöa jafnvel í sjö.
Sænsk fréttastofa um leik Fram og Djurgárden:
Sigri Fram jaf nað við
árangur Færeyinga
„íslendingar gera eins og Færey-
ingar!" segir í fyrirsögn fréttaskeytis
sem sænska fréttastofan TT sendi frá
sér eftir leik Fram og Djurgárden í
gærkvöldi.
í textanum segir meöal annars:
„Frá 1985 hefur Fram verið í Evrópu-
keppni öll árin og hefur síðan þá
ekki skorað mark en fengið á sig 25.
(innskot DV: Þarna hafa Svíamir
fengið rangar heimildir því marka-
tala Fram frá 1985 var 0-26!) En þetta
Framhð sigraði Djurgárden 3-0!“
Og síðan: „Nei, Djurgárden átti
ekki léttan leik í vindgustinum á
Laugardalsvellinum í Reykjavík og
ekki bætti úr skák aö hitastig var
nálægt frostmarki. Fyrri hálfleikur
var daufur, Djurgárden átti eina fær-
ið en hinn góði markvörður Fram
bjargaði. í síðari hálfleik tók
Djurgárden völdin og hinar 700
hræður sem horfðu á leikinn biðu
eftir sænsku marki, en leikurinn tók
allt aðra stefnu.“
Og að lokum: „ Á næstsíðustu
mínútunni var rúllugardínan loks
endanlega dregin niður hjá
Djurgárden þegar Fram gerði þriðja
markið. Djurgárden á nú heldur bet-
ur erfitt verkefni framundan í Stokk-
hólmi eftir tvær vikur.“
í lok greinarinnar segir síðan: „ís-
lensk knattspyrna er svo sannarlega
á uppleið, og það sýndi sig þegar
meistaraliðið frá Akureyri sigraði
CSKA Sofia, 1-0.“
Góð byrjun enskra
í gærkvöldi hófu ensk félög keppni á
Evrópumótunum á ný eftir að hafa
verið fimm ár í banni. Manchester
United og Aston Villa unnu ágæta
heimasigra á liðum frá Austur-
Evrópu, United lagði Pecsi frá Ung-
verjalandi, 2-0, og Aston Villa sigraði
Ostrava frá Tékkóslóvakíu, 3-1.
• Óvænt úrslit urðu í Tyrklandi
þar sem Trabzonspor vann spænska
stórliðið Barcelona, 1-0.
• Stórsigur danska liðsins Brönd-
by á vestur-þýska félaginu Frank-
furt, 5-0, vakti líka gífurlega athygli.
• Sampdoria frá Ítalíu hóf titil-
vörnina í Evrópukeppni bikarhafa
með 1-0 tapi gegn Kaiserslautern, og
endaði leikinn með 9 menn þar sem
tveir voru reknir af velli.
• Bayern Múnchen komst hjá
háðulegri útreið á Kýpur með tveim-
ur mörkum á síöustu þremur mínút-
um og vann Apoel, 2-3.
-VS
• Anton Björn Markússon átti stórleik mei
i baráttu við sænskan varnarmann.
- gullið tækifæri til að komast í 2. umferð eftir 3-0 sigur
„Ég er að sjálfsögðu geysilega
ánægður með leik strákanna hér í
kvöld og þá sérstaklega í síðari hálfleik
og við eigum góða möguleika á að kom-
ast í 2. umferð. Leikurinn í Svíþjóð
verður þó án efa erfiður fyrir okkur.
Þeir munu leika stífan sóknarleik og
munu eflaust reyna að pressa á okkur
mjög framarlega en við munum reyna
að halda okkar hlut og leika meiri
varnarleik heldur en í leiknum í
kvöld," sagði Ásgeir Eliasson, þjálfari
Fram, eftir að Fram hafði lagt sænska
liðið Djurgárden að velli, 3-0, í fyrri
leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa
í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær-
kvöldi.
Lítið var um marktækifæri í fyrri
hálfleik. Framarar léku vel úti á vellin-
um en gekk illa að skapa sér færi.
Svíarnir fengu eina umtalsverða færið
á 35. mínútu leikins en Birkir Kristins-
son varði þá vel frá Peter Skoog sem
var í ágætu færi.
Jón skorar tvö mörk
með stuttu millibili
Djurgárden hóf síðari hálfleikinn af
krafti án þess að ógna marki Fram
verulega. Á 53. minútu fengu Framar-
ar homspyrnu sem Pétur Ormslev tók.
Hann sendi knöttinn á nærstöng, þar
flikkaði Viðar Þorkelsson knettinum
með kollinum aftur fyrir sig og þar
kom Jón Erling Ragnarsson á fleygi-
ferð og skallaði knöttinn í netið, 1-0.
Fagnaðarlátunum á Laugardalsvelli
var varla lokið þegar Jón Erling Ragn-
arsson skoraði annað mark fyrir
Fram. Pétur Ormslev tók þá auka-
spyrnu og sendi knöttinn fyrir mark
Djurgárden og þar skallaöi Ríkharður
Daðason í þverslá og þaðan skaust
knötturin til Jón Erlings sem þrumaði
honum í mark Svíanna, 2-0, sannar-
lega glæsilegt mark hjá Jóni, sem var
að leika sinn fyrsta Evrópuleik.
„Það var frábær tilfmning að skora
þessi mörk. í fyrra makinu gat ég lítið
gert annað en að skora og í síðara
markinu hitti ég boltann mjög vel. Ég
átti von á Svíunum sterkari, þeir spil-
uðu mjög gróft og voru hvað eftir ann-
að með skítkast út í okkur. Þeir hljóta
að leika betur á heimavelli sínum en
við erum með pálmann í höndunum
og ætlum okkur í 2. umferð," sagði Jón
Erling, en hann þurfti að yfirgefa leik-
völlinn eftir að hafa misstigið sig.
Lið Dj urgárden var næst því að skora
á 70. mínútu leiksins en þá náði Viðar
Þorkelsson aö bjarga á marklínu skoti
eins leikmanns sænska liðsins. Vara-
mennirnir í liði Fram komu við sögu
í þriðja marki Fram. Haukur Pálma-
son, sem var þá nýkominn inn á, átti
sendingu inn fyrir vörn Djurgárden á
Pétur Arnþórsson, sem kom inn á í
síðari hálfleik og lék hann á markvörð
sænska liðsins og skoraði af öryggi,
3—0, og glæsilegur sigur Fram í höfn.
„Ég vissi að við gætum unnið þennan
leik en ég átti alls ekki von á svona
stórum sigri og ég býst fastlega við því
að viö höfum tryggt okkur í 2. umferð.
Þeir munu örugglega leika sóknarleik
í Svíþjóð og við ætlum okkur að vinna
þann leik líka,“ sagði Pétur Ormslev,
fyrirliði Fram, í samtali við DV, en
hann lék sinn 319. meistaraflokksleik
fyrir Fram og jafnaði þar með leikja-
met Marteins Geirssonar.
Allir leikmenn Fram eiga hrós skilið
fyrir góða frammistöðu. Hinn ungi og
efnilegi Anton Markússon átti stórleik
og var besti maður vallarins, Pétur
Ormslev og Kristinn R. Jónsson voru
Úrslit leikja í Evrópumótunum
Evropukeppm meistaraliða:
KA - CSKASofia(Búlgaríu).............................................1-0
(1-0 Hafsteinn Jakobsson. Ahorfendur 1.208.)
Dinamo Búkarest (Rúmeníu) - St. Patricks (Irlandi)..,................4-0
(1-0 Dobos, 2-0 Damaschin, 3-0 Mateut, 4-0 Cheregi. Ahorfendur 13.000.)
SpartaPrag(Tékkóslóvakíu) - SpartakMoskva(Sovetríkjunum).............0-2
(0-1 Shalimov, 0-2 Shmarov. Ahorfendur 7.000.)
OB(Danmörku) - Real Madrid (Spáni)..............................,....l^
(0-1 Aldana, 1-1 Pedersen, 1-2 Sanchez, 1-3 Villarroya, 1-4 Maqueda. Ah. 8.200.)
Lilleström (Noregi) - Club.Brugge(Belgíu)............................1-1
(0-1 Stalens, 1-1 Halle. Ahorfendur 1.939.)
Rauðastjaman(Júgóslav.íu) - Grasshoppers (Sviss).....................1-1
(0-1 Kecle, 1-1 Binic. Áhorfendur 60.000.)
Union (Lúxemborg) - Dynamo Dresden (Á-Þýskalandi)....................1-3
(1-0 Morocutti, 1-1 Gutschow, 1-2 Maral, 1-3 Ratke)
Apoel Nicosia (Kýpur) - Bayem Munchen (V-Þýskalandi).................2-3
(1-0 Gogic, 1-1 Reuter, 2-1 Pantziaras, 2-2 Mclnally, 2-3 Strunz. Ah. 11.000.)
Malmö FF (Svíþjóð) - Besiktas (Tyrklandi)....................,.......3-2
(1-0 Lindman, 1-1 Feyyaz, 2-1 Sundström, 2-2 Feyyaz, 3-2 sjálfsm. Áh. 5.580.)
Swarovski Tirol (Austurríki) - Kuusysi Lathi (Finnlandi).............5-0
(1-0 Gorosito, 2-0 Prudlo, 3-0, 4-0 og 5-0 Pacult. Ahorfendur 7.500.)
Lech Poznan (Póllandi) - Panathinaikos.(Grikklandi)..................3-0
(1-0 og 2-0 Jakolcewicz, 3-0 Rzepka. Áhorfendur 13.063.)
Marseille (Frakklandi) - Dinamo Tirana (Albaníu).....................5-1
(1-0 og 2-0 Papin, 3-0 Cantona, 4-0 Papin, 4-1 Tahiri, 5-1 Vercraysse. Ah.
20.000.) .
Napoli (Iteúíu) - UjpestDozsa(Ungverjalandi).........................3-0
(1-0 Baroni, 2-0 og 3-0 Maradona. Ahorfendur 50.000.)
Valletta (Möltu) - Glasgow Rangers (Skotlandi).......................0-4
(0-1 McCoist, 0-2 Hateley, 0-3 og 0-4 Johnston. Áhorfendur 8.000.)
Porto (Portúgal) - Portadown (N.Irlandi).............................5-0
(1-0 sjálfsmark, 2-0 Paille, 3-0 Kostadinov, 4-0 Branco, 54) Paiile. Áh. 5.000.)
Evrópukeppni bikarhafa:
Fram - Djurgárden(Svíþjóð)....................................,...3-0
(1-0 Jón E. Ragnarsson, 2-0 Jón E. Ragnarsson, 3-0 Pétur Arnþórsson. Áh. 920.)
Trabzonspor (Tyrklandi) - Barcelona (Spáni).......................1-0
(1-0 Hamdi. Ahorfendur 30.Q00)
Sliven (Búlgaríu) - Juventus (Italíy).............................0-2
(0-1 Schillaci, 0-2 Baggio (víti). Ahorfendur 20.000.)
Kuopio (Finnlandi) - DinamoKiev(Sovétríkjunum)...., :.............2-2
(0-1 Salenkov, 1-1 Nyyssanen, 1-2 Jouran, 2-2 Gayle. Ahorfendur 2.460.)
Salamina Famagusta (Kýpur). - Aberdeen (Skotlandi)...................0-2
(0-1 Mason, 0-2 Gillhaus. Ahorfendur 7.000.)
Olympiakos (Grikklandi) - Flamurtari Vlora (Albaníu).................3-1
(1-0 og 3-O.Anastopoulos, 2-0 Hatzidis, 3-1 Ziu. Ahorfendur 25.000.)
Schwerin (A-Þýskalandi) - Austria Vín (Austurríki)...................0-2
(0-1 Milewski, 0-2 Zsak. Ahorfendur 835.)
Viking Stavanger (Noregi) — Liege (Belgíu)...........................0-2
(0-1 Boffrn, 0-2 Hernes. Ahorfendur 1.845.).
Kaiserslautem.(V-Þýskalandi) - Sampdoria (Ítalíu)....................1-0
(1-0 Kuntz. Áhorfendur 33.000.)
Wr.exham (Wales) - Lyngby (Danmörku).................................0-0
Áhorfendur. 3.417.)
Glentoran (N-írlandi) - Stgaua (Rúmeníu).............................1-1
(0-1 Stan, 1-1 Douglas. Áhorfendur 8.000.)
Manchester United (Englandi).- Pecsi Munkas (Ungverjalandi)..........2-0
(1-0 Blackmore, 2-0 Webb. Ahorfendur 28.411.)
Legia Varsjá (Póllandi) - Swift Hesperqnge (Lúxemborg)...............3-0
(1-0 Kosecki, 2-0 Kosecki, 3-0 Pisz. Áhorfendur 4,172.)
Estrela da Amadora .(Portúgal) - Neuchatel Xamax (Sviss)l-l
(1-0 Owubokiri, 1-1 Sutter. Áhorfendur 5.000.)
UEFA-bikarinn:
FH - DundeeUnited(Skotlandi)....................................... 1-3
(1-0 Bjöm Jónsson, 1-1 Jackson, 1-2 Cleland, 1-3 sjálfsmark. Ah. 213.)
Timisoara (Rúmeníu) - Atletico Ma.drid (Spáni).......................2-0
(1-0 Bungau (víti), 2-0 Popescu. Áhorfendur 23.000.)
MTK Búdapest (Ungverjalandi). - Luzern (Sviss).......................l-l
(0-1 Knup, 1-1 Cservankai. Ahorfendur 1.500.)
Odessa(Sovétríkjunum) - Rosenborg(Noregi).......................... 3-1
(1-0 Tsymbalar, 2-0 óetsko, 3-0 Kondratjev, 3-1 Serlos. Ahorf. 15.500.)
Hibernians (Möltu) - PartizanBelgrad(Júgóslavíu).....................0-3
(0-1 Djurdevic, 0-2 Gjorvic, 0-3 Milanovic)
TorpedoMoskva(Sovétríkjunum) - GAIS (Sviþjóð)...................... 4-1
(1-0 Gitselov, 2-0 og 3-0 Tishkov, 4-0 Grishin, 4-1 Gerasson. Áh. 2.000.)
Glgnavon (N.írlandi) - Bordeaux (Frakklandi).........................0-0
Áhorfendur 4.000.)
Avenir Beggen (Lúxemborg) - Inter Bratislava (Tékkóslóvakíu).........2-1
(0-1 Stojka, 1-1 Krahn, 2-1 Krahn)
Dortmund (V-Þýskalandi) - Chemnitz (A-Þýskalandi)....................2-0
(1-0 Helmert, 2-0 Mill)
Roda JC (Hollandi) - Mónakó (Frakklandi).............................1-3