Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. 33 Heimkeyrð gróðurmold til sölu. Sú besta sem völ er á. Upplýsingar í símum 91-666052 og 985-24691. ■ Húsaviðgerðir Til múrviðgerða: múrblöndur, fínar og grófar, hæg- og hraðharðnandi, til múrviðgerða úti sem inni. Fínpússning sf., Dugguvogi 6, s. 32500. Alhliða húsaviðgerðir, sprunguviðg., steypuskemmdir, þakrennur, sílan- böðun, geri við tröppur, málun o.fl. R. H. húsaviðgerðir, s. 39911. Klæðum og gerum við þök, sprungu- þéttingar og allar múrviðgerðir. Smíða- og málningarvinna. Áhersla lögð á vandaða vinnu. S. 22991. Stefán. Litla dvergsmiðjan. Sprunguviðgerðir, lekaviðgerðir, blikkrennur, blikk- kantar, steinarennur, þakmálun o.m.fl. Góð þjónusta. Sími 91-11715. ■ Parket Til leigu parketslipivélar (eins og fag- menn nota). Eukula parketlökk, margar gerðir, Watco gólfolía, sand- pappír og m.fl. til parketviðhalds. Parketgólf hf., Skútuvogi 11, s. 31717. Til sölu parket, hurðir, flísar, lökk'og lím. Viðhaldsvinna og lagnir. Slípun og lökkun, gerum föst tilboð. Sími 91-43231. ■ Nudd Tek að mér nudd. Ef þú átt erfitt með að komast að heiman þá get ég einnig mætt á staðinn. Nánari uppl. og tíma- pantanir í síma 91-76534. ■ Til sölu Alltaf eitthvað nýtt. Verslunin Fislétt, Hjaltabakka 22, kjallara. Opin frá kl. 13-18. Kays-listinn. Kays vetrarlistinn. Meiri háttar vetrartíska, pantið jólafötin og -gjafir tímanlega. Jólalisti á bls. 971. Listinn er ókeypis. B. Magnússon, sími 52866. Vörubílahjólbarðar. •Ný afturdekk Nylon: 11.00x20/14 kr. 17.800. • Ný framdekk Nylon: 10.00x12/14 kr. 16.700. • Kaldsóluð dekk: 12 R 22,5 kr. 20.000 13 R 22,5 kr. 23.000 Barðinn hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Drögum úr hraða ^ -ökum af skynsemi! Smáauglýsingar Jeppahjólbarðar frá Kóreu: 235/75 R15 kr. 6.950. 30/9,5 R15 kr. 6.950. 31/10,5 R15 kr. 7.950. 33/12,5 R15 kr. 9.950. Örugg og hröð þjónusta. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. ■ Verslun Arfax 1000 hágæðamyndsenditæki frá Artek, 4 tæki í einu, símsvari, ljósrit- unarvél, sími og telefax, klukkustýrð sending, sjálfvirk móttaka, fjarstýrð sending og móttaka, tvöfalt skammval (100 minnishólf), sjálfvirkt endurval, sjálfvirk villugreining o.m.fl. Heild- sala, smásala. Karl H. Björnsson, sím- ar 91-642218 og 91-45622 og fax 45622, einnig á kvöldin. Nýjar gerðir af sturtuklefum og hurðum úr öryggisgleri. Á & B byggingavörur, Bæjarhrauni 14, Hf., s. 651550. Allar gerðir af stimplum Félagsprentsmiðjan, stimplagerð. Spítalastíg 10, sími 91-11640, ísfugl Kaupið ódýra kjúklinga beint frá fram- leiðenda. Isfugl hf., Reykjavegi 36, Mosfellsbær, sími 91-666103. Sama leiðin og að Reykjalundi. Ódýrar jeppa- og fólksbilakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. (Greiðslukjör). Opið alla laugardaga. Veljum íslenskt. Vfkur- vagnar, Dalbrekku, símar 91-43911 og 45270. Skólagjöld við HÍ? Rök gegn skólagjöldum hljöma eins og sjálfsagðir hlutir. Þorri þjóðar- innar vill jafnrétti til náms; hún er á móti því að fjárhagur, búseta eða aðrar félagslegar aðstæður ráði úrshtum um það hverjir fái að læra hér á landi. Þessi atriði eru rifjuð upp hér því að blikur eru á lofti. Fjárlög ríkis- ins fyrir árið 1991 eru í farvatninu, þ. á m. fyrir Háskóla íslands. í við- ræðum háskólans við fulltrúa rík- isins munu þeir síðarnefndu hafa bent á skólagjöld sem tekjumögu- leika fyrir skólann - væntanlega til að létta undir með ríkissjóði. Fyrst tók ég þessu sem hverri annarri slúðursögu, óábyggilegum orðrómi, enda um gjörbreytta stefnu að ræða. Svo mun þó ekki vera. Þá hugsaði ég með mér: Þetta er ekki annað en að færa peninga úr einum vasa í annan. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja jafnrétti til náms, námslán hækka því í kjölfarið. Vissulega er um lán að ræða en ef skólagjöld bætast við eykst greiðslubyrðin að námi loknu. Og þetta verður sjóðnum erfitt - var hann þó ekki burðugur fyrir. En hugmyndir ráðamanna eru víst ekki þær að LÍN komi við sögu. Stúdentar eiga að greiða þetta úr eigin vasa. Ráðamenn geta ekki hafa hugsað málið til enda. Stúdentar taka því ekki með þögninni Námsmönnum er það ómögulegt að taka þetta á sig. í sumarfríum mega þeir hafa jafnmikið í laun og þeir fá í námslán á jafnlöngu tíma- bili yfir veturinn. Stúdent í leigu- húsnæði getur því fengið ríflega 50.000 krónur á mánuði í laun áður en lánið byrjar að skerðast. Þrjár af hveijum fjórum krónum um- Kjallarinn Pétur Már Ólafsson fulltrúi stúdenta í háskólaráði af lista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks fram það dragast frá. Námsmaður- inn getur því ekki bjargað sér með því að vinna meira yfir sumarið. Peningar fyrir skólagjöldum eru ekki gripnir upp úr grjótinu, þeir verða a.m.k. ekki klipnir af láninu sem er til framfærslu yfir veturinn. Gamla sagan skyldi þá ekki endur- taka sig: Þeir sem eru af efnameira fólki komast í háskóla - hinir geta étið það sem úti frýs. Og því taka stúdentar ekki með þögninni. Spurningar til ráðherra Ég sé mig þess vegna knúinn til að spyrja ráðherra mennta- og fjár- mála hvort það sé virkilega rétt að fulltrúar ríkisvaldsins hafi í við- ræðum við HÍ um fjárlagatillögur næsta árs komið fram með þá hug- mynd að skólinn rukki nemendur sína um skólagjöld? Er það stefna ,,Er það stefna ríkisstjórnar sem kenn- ir sig við jafnrétti og félagshyggju að hrinda þessu í framkvæmd eða var þetta aðeins gamansemi embættis- manna í samningaviðræðum?“ ,,... hugmyndir ráðamanna eru vist ekki þær að LÍN komi við sögu,“ segir greinarhöf. m.a. DV-mynd JAK ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju að hrinda þessu í framkvæmd eða var þetta aðeins gamansemi embættismanna í samningaviðræðum? Er það stefna Alþýðubandalagsins að mis- muna fólki á þennan hátt? Á að koma á skólagjöldum við Háskóla íslands? Pétur Már Ólafsson Rýmingarsala á eldri gerðum af sturtu- klefum, hurðum og baðkarsveggjum. Mikil verðlækkun. A & B, Bæjar- hrauni 14, Hafnf., sími 651550. Körfugerðin, Ingólfsstræti 16, Rvik. Okkar vinsælu barna- og brúðukörfur ávallt fyrirliggjandi. Körfugerðin, sími 91-12165. ■ BQar til sölu Vegna brottflutnings er til sölu Honda Civic GL, 16 ventla, á sérstöku verði. Bíllinn er rauður, með sóllúgu og á álfelgum. Sumar- og vetrardekk, út- varp/segulband fylgir. Uppl. í síma 91-39986 eftir kl. 19. Kristinn. Wagoneer ’83 (Brougham) til sölu, selec trac drif, upphækkaður, góð dekk, bíll í góðu standi. Verð 1 millj., bein sala, skipti á ódýrari, skuldabréf. Uppl. í símum 91-681666 og 91-611744 eftir kl. 19. Úrval ■ Ymislegt BF Goodrich sandspyrna Bílabúðar Benna verður haldin sunnud. 23/9 á bökkum Ölfusár við Eyrarbakka. Keppni hefst kl. 14 en keppendur mæti fyrir kl. 12. Skráning og nánari uppl. eru í síma Kvartmíluklúbbsins 91-674530 eða 91-45731 á kv. Almennir félagsfundir eru í félagsheimili akst- ursíþróttafél. að Bíldshöfða 14 á fimmtudagskv. Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1991 Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1991 óskar Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykja- vík eftirfarandi upplýsinga: 1. Yfirlits yfir stöðu þeirra framkvæmda í Reykjavík sem ólokið er og úthlutað hefur verið til úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. 2. Sundurliðaðrar framkvæmdaáætlunar vegna ólok- inna verkefna í Reykjavík og áætlunar um fjármögn- un hvers verkefnis. Sérstaklega skal sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og möguleika hvers fram- kvæmdaaðila á fjármögnun til framkvæmdanna (þ.e. •eigin fjármögnun eða önnur sérstök framlög). 3. Umsókna framkvæmdaaðila í Reykjavík um fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1991. Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar berist Svæðisstjórn eigi síðar en 27. september nk. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík, Hátúnl 10, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.