Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýs'ingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. „Ekki fór ég" Þegar venjuleg fyrirtæki lenda í óvæntum ágangi við- skiptavina, hlaupa allir starfsmenn upp til handa og fóta. Bókarinn leggur frá sér kladdann og hleypur í af- greiðsluna. Alhr reyna, þótt þeir hafi sérhæft sig í öðru, að hjálpast að við að láta viðskiptavininn ekki bíða. Leiðarahöfundur minnist að hafa horft á þekktan skókaupmann hlaupa haltan um himnastiga á lagernum til að sjá um, að viðskiptavinir fengju sitt í grænum hvelli. Hjá ríkinu segir forstjórinn: „Ekki fór ég að flytja mig í þetta,“ þegar viðskiptavini ber óvænt að garði. Viðhorf forstjóra Húsnæðisstofnunar er dæmigert fyrir ríkið og stofnanir þess. Sjálfur var hann of fínn til að taka til hendinni í húsbréfadeild og taldi suma aðra starfsmenn hka of fína: „Það er nú erfitt að flytja arkitekt í þetta,“ sagði hann til frekari útskýringar. Álagið á Húsnæðisstofnun ríkisins vegna thkomu húsbréfa var ekki leyst með því að færa fólk um tíma milli deilda. Samt hlýtur að hafa minnkað álagið á öðr- um dehdum stofnunarinnar, úr því að viðskiptavinir flytja sig af hefðbundinni lánaleið yfir í húsbréfin. Álagið á Húsnæðisstofnun ríkisins var ekki leyst með því að semja við starfsfólk um, að það frestaði sumar- fríum fram yfir versta álagstímann. Sumarfrí ganga fyrir öðru hjá stofnunum hins opinbera, því að innra markmið stofnana er annað en þjónusta við almenning. Ríkisstofnanir eru í rauninni settar á stofn th að gefa helztu gæludýrum stjórnmálaflokkanna kost á fínum stöðum forstjóra og deildarstjóra. Þær eru settar á stofn th að veita lægra settum, en þóknanlegum letingjum aðstöðu th að fá mánaðarleg laun, sumarfrí og þægindi. Á margan hátt var unnt að mæta hinu skyndilega álagi vegna húsbréfanna. í síðari hluta maí varð ljóst, að álagið yrði mjög mikið. Þá var unnt að grípa th samn- inga við bankana um, að þeir tækju strax að sér að af- greiða umsóknir um húsbréf, svo sem ráð er fyrir gert. Ráðamenn í einkafyrirtæki hefðu fórnað nokkrum kvöldum og helgum í vor til að ná skyndilegum sam- ingum við annað fyrirtæki um að taka að sér álagið. En hjá ríkinu gerast hlutirnir ógnarlega hægt, af því að fínu mennirnir nenna tæpast að taka th hendinni. Húsbréfavandinn var svo magnaður með óþarflega bjartsýnum fúhyrðingum húsbréfadeildar um, hversu mikinn tíma mundi taka að afgreiða mál. Fólk tók mark á þessum yfirlýsingum og lenti svo í vandræðum, þegar dehdin var langt frá því að standa við gefin loforð. Húsnæðisstofnunin er ekkert verri en aðrar stofnan- ir. Hún hefur bara lent í endurteknum kohsteypum á húsnæðislánakerfinu og hefur því vakið meiri athygli en margar aðrar. Áður fyrr var Bifreiðaeftirlitið fræg vandræðastofnun og Tohstjóraskrifstofan er það enn. Húsnæðisstofnun er heldur ekki einni um að kenna, þótt hún hafi þjónað hla viðskiptavinum húsbréfadehd- ar. Ráðherra og ráðuneyti eiga að vita, að undirbúa þarf framkvæmd málsins, þegar lagt er í hverja koh- steypuna á fætur annarri í húsnæðiskerfi ríkisins. Húsnæðisstofnun hefur aó undanfömu tekið við 800 símtölum af um 6000 hringingum um húsbréf á dag eða 13% hringinganna. Augljóst er, að þetta hefur valdið húsbréfafólki óskaplegum kostnaði og tímasóun, auk hins hreina fíárhags-, tafa- og húsnæðisvanda þess. Athyghsvert og lærdómsríkt er, að málsaðhar í Hús- næðisstofnun virðast gera sér htla grein fyrir, hvað sé athugavert við meðferð stofnunarinnar á máhnu. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR .20, SEPTEMBER }990. sannfæring, sem allar stjórnlyndar stefnur í þjóðfélagsmálum nærast á, hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu ..." - Á Rauða torginu í Moskvu. Að ganga uppréttur á Rauða torginu Skömmu eftir aö Hannes Hólm- steinn flutti fyrirlestur sinn um ágæti frjálshyggjunnar í Moskvu í vikunni sem leið bárust þau sögu- legu tíðindi þaðan að Sovétstjómin með Gorbatsjov forseta í broddi fylkingar hefði ákveðið að leggja niður sósíalisma og taka upp fijáls- an markaðsbúskap. Gömul regla í rökfræöi bannar mönnum að álykta um orsaka- tengsl atburða af fylgni þeirra í tíma. Samt er óneitanlega freist- andi að velta því fyrir sér hvort Gorbatsjov hafi haft spumir af málflutningi Hannesar og það kannski ráðið úrslitum um þá ákvörðun hans aö snúa Sovétríkj- unum af braut sósíalisma. Veraldarsagan geymir mörg dæmi um það hvernig atvik, sem virðast lítilfjörleg, verða örlagarík. Kannski er þama að sannast gam- all spádómur um hlutverk íslend- inga í því að beina mannkyninu á gæfuríkar brautir? Sigur staðfestunnar Annars er ástæðulaust að hafa þessi efni að tómum gamanmálum. Auðvitaö réð Hannes Hólmsteinn ekki niðurlögum rússneksa bjarn- arins. En hann átti hlut að máli. Sannleikurinn er nefnilega sá að sósíalisminn hafði ekki erindi sem erfiði í lýðræðisríkjum Vestur- landa vegna þess að til vom menn sem af staðfestu, kjarki og rökvisi vömðu við honum. Þeir urðu lengi vel að láta sér lynda að vera kallaðir ofstækis- menn og annað af því tagi. Sumir vom jafnvel lagðir í einelti af mennta- og listamönnum sem tekið höfðu trú á sósíalisma. Nú er komið á daginn svo óve- fengjanlegt er að þessir menn, sem aldrei hvikuðu frá efasemdum sín- um, höfðu rétt fyrir sér allan tim- ann. „Ofstækið" er orðið að hvers- dagslegum sannindum. „Mogga- lygin“ fræga er viðurkenndar sögulegar staðreyndir. Þá hafa menn hins vegar tilhneigingu til að gleyma því að varðstaðan um vestrænt lýðræði og fijálst þjóð- félag kostaði mikla baráttu og per- sónulegar fómir. Suinir reyna líka að gera lítið úr hugmyndabarátt- unni gegn sósíalismanum: KjaHarinn Guömundur Magnússon sagnfræðingur En dómur sögunnar verður áreiðanlega ótvíræður. Sósíalism- inn og Sovétríkin liðu undir lok vegna þess að til vora menn sem aldrei féllust á að skipta á frelsi og valdi. Slíkir menn geta gengið uppréttir um Rauða torgið í Moskvu. Eöa flutt fyrirlestra um frjálshyggju þar í borg. Hinir, sem enn hafa ekki haft hugrekki til aö horfast í augu viö þau sögulegu tíöindi sem nú hafa orðið, geta tæpast látið sjá sig á Lækjartorgi. Sinnaskipti Þeir sem fylgst hafa meö hinni ævintýralegu framvindu stjóm- mála í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu á undanförnum árum hljóta að veita því athygh aö sinna- skipti valdhafa þar hafa ekki orðið í einu vetfangi. Gorbatsjov ætlaði sér augljóslega ekki að leggja sós- íaUsma niður þegar hann tók við völdum. En smám saman hefur þróun mála leitt til þeirrar niður- stööu. Líklega má segja það almennt um sinnaskipti manna í stjómmálum að þau verða ekki allt í einu heldur eiga sér nokkurn aðdraganda og ástæður. Að vísu geta menn skipt um stjómmálaflokka í einum hveUi ef feit embætti era í boði eins og frægt er. En menn breyta ekki um lífsskoðanir með slíkum hraða. Og það er heldur engin ástæöa til að gera kröfu til þess. Þeir sem tóku trú á sósíaUsma gerðu það öragglega vegna djúprar sannfæringar um að nafa yrði vit fyrir fólki og stýra því. Þessi sann- færing, sem aUar stjórnlyndar stefnur í þjóðfélagsmálum nærast á, hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu, þótt menn sjái þjóðfélagskerfi eins og sósíaUsmann hrynja. Að gera hreintfyrir sínum dyrum Aftur á móti virðist ekki til of mikUs mælst að menn, sem hefur skjátlast hrapallega og jafnvel leitt samborgara sína á viUigötur, við- urkenni augljósar staðreyndir og horfist í augu viö rökréttar áíykt- anir cif þeim. SUkar kröfur ber að gera til for- ystumanna íslenskra sósíaUsta. Og þeir eiga líka að gera hreint fyrir sínum dyram. Þeir verða að segja allan sannleikann um viðskipti sín við stjómvöld og stjómarflokka í kommúnistaríkjunum fyrrver- andi. Á degi hveijum birtast nýjar uppljóstranir um óeðlilegt sam- band vestrænna sósíalista við fyrr- verandi ráðamenn í austurvegi. Eftir hverju era forystumenn ís- lenskra sósíaUsta að bíða? Guðmundur Magnússon „En dómur sögunnar verður áreiðan- leg ótvíræður. Sósíalisminn og Sovét- ríkin liðu undir lok vegna þess að til voru menn sem aldrei féllust á að skipta á frelsi og valdi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.