Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Page 15
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. 15 Sagnfræðin og umræðan „Alþingishúsið var reist á valdatíma Danakonungs á íslandi og hvorki af hérlendum hægrimönnum né vinstrimönnum," segir Einar m.a. Hér á íslandi sem annars staðar er vinsælt að leita fordæma úr sög- unni þegar menn eru að færa rök fyrir tilteknum málum í umræðu samtímans. Meiriháttar sögufölsun Maður nokkur birti grein fyrir skemmstu þar sem hann fjallaði um Sovétríkin og ástæður þess að óvenjumargir einstaklingar hér á landi hrifust af þeim og vörpuðu sovéttrú sinni óvenjuseint frá sér. Grein þessi var rituð löngu eftir umskiptin í Austur-Evrópu og þar mátti merkja tilraun greinarhöf- undar til að gera gott úr málinu fyrir hönd fyrrverandi sovéttrúar- manna enda hefðu Sovétríkin „með tilveru sinni greitt götur sósíal- demókratískarar umbótastefnu um vestanverða Evrópu" sem og „margra félagslegra framfara sem menn njóta nú góðs af‘. Nú er það svo að Sovétríkin greiddu ekki fyrir sósíaldemókröt- um í Evrópu. Arið 1928 komst sam- band Sovétríkjanna og sósíaldemó- krata á það stig að hinir síðar- nefndu voru útnefndir höfuðand- stæðingar Sovétríkjanna og heims- kommúnismans. Meö þessari yfir- lýsingu sinni áttu Sovétríkin til dæmis drjúgan þátt í falli þýskra sósíaldemókrata og sigri nasista svo dæmi sé tekið. Sú fuUyrðing að Sovétríkin hafi „greitt götur sós- íaldemókratískrar umbótastefnu um vestanverða Evrópu" er meiri- háttar söguíolsun. Slík notkun sögunnar krefst stanslausrar árvekni fræðimanna. Alltof mikið er um það hér á landi að menn reyni að breyta sögunni í eigin þágu og hundsi allar fræðileg- ar niðurstöður í leiðinni. Og hérlendis komast menn of langt í sliku. Sagan og örlög Alþingishússins Greinahöfundur nokkur hefur Kjallarinn Einar Heimisson háskólanemi, Freiburg, Vestur-Þýskalandi alloft ijallað um nauðsyn umræðu með sagnfræðilegum rökum og beitt þeim til að rökstyðja stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinn. Eitt dæmi þess var þegar hann færði rök fyrir húsbyggingastefnu flokks síns í Reykjavík og spurði: „Hvernig halda menn að umhorfs væri hér í höfðuborg okkar ef hatur vinstri manna á öllu því sem rís upp úr meðalmennskunni heföi fengið að ráða ferðinni. Halda menn að hér væri þá Alþingishús, Dómkirkja, Landsbókasafn, Þjóð- leikhús, Háskóh eða Listasafn? Ég er hræddur um að hér væru þá tómir moldarkofar." Hér er gefið í skyn að bygging t.d. Alþingishússins sé verk hægri- manna, það rísi „upp úr meðal- mennskunni" og megi tengja stefnu Sjálfstæðisflokksins: vilji menn eiga eitthvert hús yfir lög- gjafarsamkunduna verði menn að kjósa þann flokk - ellegar væri lög- gjafarsamkundan líkast til hús- næðislaus. Nú er það svo, eins og öllum er ljóst þessa dagana, að þetta tiltekna Alþingishús var reist á valdatíma Danakonungs á íslandi og hvorki af hérlendum hægrimönnum né vinstrimönnum enda urðu stjórn- mál með hefðbundinni skiptingu í hægri og vinstri ekki til hér á landi fyrr en um fjörutíu árum eftir byggingu þess. Húsið er af þessari ástæðu skreytt danskri kórónu, en ekki skjaldarmerki lýðveldisins, sem vissulega er umhugsunarvert. í annan stað hefur þetta tiltekna Alþingishús hætt að „rísa upp úr“ öðrum húsum í miðbæ Reykjavík- ur og útslagið í því gerði einmitt sú húsabyggingarstefna, sem fyrr- nefndur greinahöfundur mælti fyr- ir. Það væri fróðlegt að vita hvað skipulagsarkitektar og stjómmála- menn, t.d. í Washington, London eða Bonn, telja um þessi hlutfóll og þessa afstöðu milli æðstu bygg- ingar stjórnkerfisins annars vegar og hins vegar borgarráðhússins. Meiri sagnfræði í umræðuna Menn gera nokkuð að því hér á landi aö draga nöfn látinna manna inn í umræðuna: þannig hefur því verið lýst sem móðgun við Fjölnis- menn og Jón Sigurðsson að tala um alþjóðlegri stjórnmál í nútímanum, nálgun Islands við Evrópu og svo fram eftir götum. Þetta er enn eitt dæmið um ranga notkun sögunnar. Þessir menn trúðu vitaskuld allir á það þjóðríki, sem barist var um 1848. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Menn hafa enga sönnun fyrir því að þeir Fíölnis- menn og Jón væru eins miklir þjóð- ríkissinar 1990 og á árunum kring- um 1848, enda Evrópa nútimans önnur en þá. Enn einn angi af sama meiði er það að tengja jafnvel landsnámsmenn okkar við tiltekn- ar hagfræði- og stjórnmálastefnur í nútímanum. Yfirlýsingar þess efnis að Ingólfur Arnarson og fleiri væru fijálshyggjumenn og skoð- anabræður Friedrichs von Haykes og Miltons Friedmans eru ágætur vitnisburður um rökleysi viðkom- andi greinahöfunda. Sömuleiðis hafa ýmsir hérlendir stjórnmálamenn verið drjúgir við að tilgreina leit sína að fyrirmynd- um í ýmsum stjórnmálaleiötogum fyrri tíma og hafa bæði Bismarck og Churchill iðulega vermt topp- sæti á þeim vinsældalistum. Skemmst er að minnast greinar í bók um látinn, íslenskan stjórn- málamann þar sem fullyrt er að Biscmark hafl verið ein helsta fyr- irmynd hans. Ég held hins vegar að menn ættu að kynna sér sögu Bismarkcs betur og stjórnvadlsað- gerðir hans, áður en þeir gera hann að sinni fyrirmynd: hann getur tæpast gilt sem forgöngumaður þeirra stjórnunaraöferða, sem kall- ast lýðræðislegar, eða teljast í anda síðari hluta 20. aldar í Vestur- Evrópu. íslenskir sagnfræðingar eru e.t.v. of hógværir í þjóðfélagsumræðu okkar. Hér fer of lítið fyrir gagn- rýninni nálgun við söguna, yfirferð hennar verður að vera beittari til að hún sé sá ósvikni lykill að sam- tímanum sem hún á að vera. Einar Heimisson „Alltof mikið er um það hér á landi að menn reyni að breyta sögunni 1 eigin þágu og hundsi allar fræðilegar niður- stöður í leiðinni.“ Hemám hugarfarsins Ráðherrar Alþbl. Steingrimur J. Sigfússon, Olafur Ragnar Grimsson og Svavar Gestsson. - „Ekki hefur heyrst annað en þeir hafi verið fullkom- lega sáttir við bellibrögð utanrikisráðherra", segir hér m.a. Fyrir nokkrum vikum, þegar ör- lítið loftaði undir hulinshjálm ís- lenskra aðalverktaka, við breytt eignarhlutfóll í fyrirtækinu og sást hvemig mflljarðarnir runnu í fang hermangsfjölskyldnanna, var rétt eins og íslenskir íjölmiðlar vöknuðu upp með andfælum og aflt í einu gagnrýndu þeir hermangið af mikl- um eldmóði; var Morgunblaðið þar enginn eftirbátur og er ekki annað en gott eitt um það að segja (batn- andi manni er best að lifa). - En það var reyndar ekki hermangiö sem slíkt sem gagnrýnt var heldur hitt hve fáir hermangaramir vom. Þó haföi Þjóðviljinn þama nokkra sérstöðu. í forystugrein hans sagði svo: „Getur það verið að enginn á hægri væng stjórn- málanna hafi æðri hugsjón en þá sem birtist í forystugreinum og viö- tölum að færa arðinn af hermang- inu til á milli aðila?“ Þetta er nú ágætt svo langt sem það nær. Hins vegar hefði ég viljað sjá þar bent á að nú væri meira en tímabært að losna bæði við her og hermang. - En að sjálfsögðu er leið- arahöfundi Þjóðviljans vel kunn- ugt um að Alþýðubandalagið, og þá ekki fremur ráðherrar þess, eru hreint ekki í stakk búnir til að hefja máls á slíku. Ekki hefur heyrst annað en þeir hafi verið fullkomlega sáttir við bellibrögð utanríkisráðherra þegar hann samdi um það við „vernd- arana“ fyrir ári eða svo að gefa þeim vatnið sem þeir þyrftu að nota í 15 ár en að þeim tíma liðnum fæm þeir svo eitthvert gjald að greiða. Hvort sem það eiga nú að vera önnur 15 ár eða um alla fram- tíð. Kannski semur utanríkisráð- herra um það áður en hann kveður KjaUariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður ráðherrastólinn. Vonandi fær hann þá það langa hvíld að hann nái átt- um og finni sér verkefni sem hann veldur. Æðikollar Miðað við þessa framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar í hernámssögu íslands eru ummæli íjármálaráð- herra í viðtali við Þjóöviljann væg- ast sagt undarleg, þar sem hann segir: „Eitt helsta verkefni næstu ára er að skipuleggja ráðstöfun á mannvirkjum herstöðvanna á Is- landi þegar þær verða lagðar niður og hvernig gróðamaskínunni, sem tengst hefur svokölluðum vörnum landsins, verður komið út úr heim- inum.“ Er ríkisstjórnin kannski að koma gróðamaskínunni út úr heiminum með því að láta ríkissjóð kaupa meirihluta af hermangsaðlinum og í framtíðinni gefa sem flestum kost á að verða virkir þátttakendur? Varla getur nokkrum sýnst að þessi nýja skipulagning miðist viö að losna við herinn eða hermangið. Þá sagöi fjármálaráðherra einnig að herstöðvasinnar hefðu talað mikið og hátt um nauðsyn á vöm- um landsins en virst hafa mestan áhuga á að tryggja sér milljarða- hagnað af framkvæmdum. Nú væri fróðlegt að vita hvort ríkisstjórnin hefur meiri áhuga á vörnum lands- ins en hermangsgróðanum og hvort hún telur að bandaríski her- inn sé hér til að vernda okkur. Nú geta kaldastríðsmenn ekki lengur sagt að herinn sé hér af illri nauðsyn. Þeir hafa orðið að sætta sig við að nú hefur skapast vinátta milli austurs og vesturs. Hvaða slagorö fá hermangararnir þá? Hvaða slagorð ætlar ríkisstjómin að nota? Akrossgötum í hug minn koma nokkrar máls- greinar úr ræðu sem þjóðkunnur maður hélt fyrir nokkram áratug- um og minnst var á í útvarpi ekki alls fyrir löngu. Ég leyfi mér að taka hér smásýnishorn. Þar segir: „Ef það er rétt að verið sé að leita eftir því að við semjum um áfram- haldandi lán á íslensku landi þá emm við stödd á örlagaríkum krossgötum... Krossgötur eru hættulegar, einkum á tímamótum, ef trúa má þjóðsögum. Þar var sú freisting fyrir menn lögð að þeir urðu ævinlegir afglapar ef þeir stóðust ekki freistinguna... þótt mikil hula sé nú yfir því hvar við emm stödd þá virðast þær kross- götur, sem við stöndum á, ekki ólíkar því sem sagt er frá í þjóðsög- um...“ Þjóðartáknið Þar sem fyrrnefnd ræða á jafnvel við í dag eins og á þeim tíma er hún var flutt, nema hvað nú er allt það fram komið sem þá var óttast, vona ég að ræðumaðurinn misvirði það ekki viö mig þótt hann viti að ég tók mér þarna bessaleyfi. Hvort sem hann er sama sinnis enn í dag eða ekki. Eitthvað var um það talað hér á dögunum að verið væri að hanna skjaldarmerki íslenska lýðveldis- ins, sem sumir vildu setja upp á svölum Alþingishússins en er svo hugmyndin að sett skuli upp ein- hvers staðar í sölum Alþingis. Á aðeins éftir að ákveða hvernig það skuli vera. Og síst er að efa að til þess verður vandað á allan hátt. Mætti ekki skreyta það með ger- semum þeim er þjóðarleiðtogar fundu á krossgötum fyrir nokkmm áratugum og fylgt hafa þeim síðan gegnum tíðina, svo og eftirmönn- um þeirra, og er nú orðið þjóðar- tákn sögueyjarinnar? Aðalheiður Jónsdóttir „Nú væri fróðlegt að vita hvort ríkis- stjórnin hefur meiri áhuga á vörnum landsins en hermangsgróðanum, og hvort hún telur að bandaríski herinn sé hér til að vernda okkur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.