Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. 25 r Iþróttir ð Frömurum í gærkvöldi. Þessi efnilegi piltur lék mjög vel á miðjunni og á hér DV-mynd GS * á Djurgárden sterkir á miöjunni, Ríkharöur og Steinar voru ógnandi á vængjunum og Jón Erling var mjög frískur í fram- línunni. Vörn liösins var sterk fyrir og lítið reyndi á Birki í markinu. Liö Djurgárden átti ekki góöan dag í kuldanum á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Leikmenn liðsins hugsuðu meira um að bijóta á leikmönnum Fram og voru fjórir þeirra áminntir fyrrir gróf leikbrot. En liðið er þekkt fyrir að skora lítið af mörkum á úti- velli og leika sóknarknattspyrnu á heimavelli svo ekki er öll von Svíanna úti. Ekki útilokað að vinna þetta upp „Ég er mjög vonsvikinn. Við lékum þennan leik mjög illa en lið Fram átti góðan dag og sérstaklega fannst mér vörn liösins sterk. Það vantaði meiri baráttu í mína menn og það var eins þeir hefðu vanmetið Framliðið. Seinni leikurinn verður erfiður en það er ekki útilokað að vinna þennan mun upp,“ sagði Lennart Wass, þjálfari Djurgárd- en, í samtali við DV. „Við ætluðum okkur að vinna þenn- an leik en þeir komu okkur í opna skjöldu með góðum leik og mikilh bar- áttu. Við höfum ekki gefist upp og við verðum að leika stífan sóknarleik gegn þeim á heimavelli okkar til að eiga möguleika á að komast í 2. umferð,“ sagði Niklas Karlström, leikmaður Djurgárden, í samtali við DV. írski dómarinn dæmdi af röggsemi, spjaldaði ijóra Svía og Viðar Þorkels- son fékk einnig að líta gula spjaidið. Áhorfendur í nepjunni í Laugardaln- um voru ríflega 900. -GH í knattspyrnu Magdeburg(A-Þýskalandi) - Rovaniemen (Finnlandi)...............0-0 Ahorfendur 3.000.) Bayer Leverkusen (V-Þýskalandi) - Twente (Hollandi)............1-0 (1-0 Kirsten. Áhorfendur 8.000.) Dnjepropetrovsk (Sovétríkjunum) - Hearts (Skotlandi)............1-1 (0-1 Robertson, l-l Gudimenko. Ahorfendur 15.500.) Atalanta(Italíu) - Dinamo Zagreb (Júgóslavíu)..................0-0 Áhorfendur 25.000.) Iraklis Saloniki (Grikklandi) - Valencia (Spáni)................0-0 Ahorfendur 15.000.) Vejle (Danmörku) - Admira Wacker(Austurríki)................. - 0-1 (O-l Binder. Áhorfendur 2.400.) Bröndby (Danmörku) - Frankfurt (V-Þýskalandi)..................5-0 (1-0 Okechukwu, 2-0 og 5-0 Christensen, 3-0 Christofte, 4-0 Madsen. Ah. 12.500.) Partizan (Albaníu) - Craiova (Rúmeníu).........................0-1 (0-1 Ciurea. Áhorfendur 4.400.) Norrköping(Svíþjóð) - Köln(V-Þýskalandi).......................0-0 Ahorfendur 10.403.) Fenerbache(Tyrklandi) - Guimaraeg (Portúgal)...................3-0 (1-0 Vokri, 2-0 Turan, 3-0 Senol. Ahorfendur 30.000.) Slavia Sofia (Búlgaríu) - Omonia Nicosia (Kýpur)...............2-1 (1-0 Petkov, 1-1 Micinekz, 2-1 Ignatov. Áhorfendur 3.000.) RapidVín(Austurríki) - InterMilanó(ítaliu).....................2-1 (0-1 Mattháus, 1-1 Pfeifenberger, 2-1 Weber. Ahorfendur 15.000.) Anderlecht (Belgiu) - Petrolul Plo.iesti (Rúmeníu).............2-0 (1-0 Verheyen, 2-0 Nilis (víti). Ahorfendur 7.000.) Lausanne (Sviss) - Real Sociedad (Spáni)........................3-2 (0-1 Lumbreras, 0-2 Gajate, 1-2 Hottiger, 2-2 Chapuisat, 3-2 Hottiger. Á. 20.600.) AstonVilla(Englandi) - Banik Ostrava (Tékkóslwakju)............3-1 (0-1 Chylek, l-l Platt, 2-1 Mountfield, 3-1 Olney. Áhorfendur 27.317.) Derry City (Irlapdi) - Vitesse Arnhem (Hollandi)................0-1 (0-1 Loeffen. Áhorfendur 3.500.) AS Roma (Italíu) - Benfica (Portúgal)...........................1-0 (1-0 Carnevale. Áhorfendur 59.000.) Sevilla(Spáni) - PAOK Saloniki (Grikklandi)....................0-0 Ahorfendur 34.200.) GKS Katowice (Póllandi) - Turun (Finnlandi) ...................3-0 (1-0 sjálfsmark, 2-0 Strojek, 3-0 Prabucki. Áhorfendur 3.037.) Zaglebie Lubin (Póllandi) - Bologna (Italíu)...................0-1 (0-1 Bonini. Áhorfendur 20.000.) Glæsileg byrjun KA1 Evrópukeppni meistaraliða: Gat unnið mun stævri sigur - lagði búlgörsku meistarana CSKA, 1-0, á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Leikmenn KA sýndu loks sitt rétta andlit er þeir mættu liði búlgarska hersins, CSKA Sofia, í Evrópukeppni meistarahða á Akureyri í gærkvöldi. KA sigraði að vísu aðeins 1-0, en ef tekin eru bestu tækifæri liðanna hefði 4-1 sigur'KA ekki verið ósann- gjarn. Liðið lék skynsamlega og hefði átt að uppskera fleiri mörk og vissu- lega er eitt mark lítið veganesti í síð- ari leikinn. En hvað um það, leik- menn KA voru allir nema tveir að leika sinn fyrsta Evrópuleik og ár- angurinn var glæsilegur gegn Búl- görunum sem allir spáðu sigri fyrir- fram. Strax á 4. mínútu var KA í sókn sem lauk með skoti Jóns Grétars af stuttu færi í þverslá. KA-menn létu Búlgörunum eftir að vera með bolt- ann úti á vellinum en tóku á móti þeim og beittu síðan snörpum sókn- um. Þeir uppskáru á 17. mínútu og var vel að því staðið. Ormarr Örlygs- son var maðurinn á bak viö markið, komst upp að endamörkum eftir mikla baráttu og renndi út í teiginn þar sem Hafsteinn Jakobsson var á réttum stað og skoraði með ágætu skoti sitt fyrsta mark fyrir KA. Tveimur mínútum síðar átti KA að skora aftur. Kjartan Einarsson komst þá óvænt í gott færi inni í víta- teig en skot hans strauk stöngina að utanverðu. Stórkostleg markvarsla hjá búlgarska markverðinum Kjartan Einarsson átti síöan stórglæsilegt skot efst í markhornið á 25. mínútu, en besti maður Búlgar- anna, markvörðurinn Rumen Apostolov, sló boltann í horn pg sýndi heimsklassamarkvörslu. „Ég sá boltann uppi í bláhorninu en hann náði aö snerta hann með fingurgó- munum,“ sagði Kjartan eftir leikinn. Eftir þetta var eins og KA-menn drægju sig aftar á völlinn, og Búlgar- arnir tóku völdin. Þeir fengu þó ekk- ert hættulegt færi í fyrri hálfleikn- um, en í síðari hálfleik fengu þeir þrjú á stuttum kafla, þar af skot í slá. En KA fékk líka færi þótt liðið verð- ist lengst af. Árni Hermannsson átti skot í stöng af stuttu færi á 73. mín- útu, boltinn hrökk út til Jóns Grétars á markteig, skot hans var gott en Apostolov sýndi aftur markvörslu eins og hún gerist best. Þórður Guð- jónsson komst svo rétt undir lokin í færi en varnarmaður komst á milli og bjargaði í horn. KA-menn og um 1200 áhorfendur fógnuðu vel óvæntum sigri KA í þessum fyrsta Evrópuleik félagsins. Liðið lék afar skynsamlega, en dró sig þó fullmikið til baka eftir að séð var að vörn CSKA var ekki mjög viss með sig. Allt KA-liðiö lék vel en bestu menn þess voru Ormarr Örlygsson, sem vann geysivel og ógnaði mjög, Haukur Bragason var geysigóður í markinu, Gauti Laxdal lék sinn besta leik í langan tíma. Þetta var fyrri orrusta liðanna. Sú síðari verður í Sofia eftir hálfan mán- uð og þá ráöast úrslit stríðsins. Vissulega er forskot KA lítið, en leik- menn CSKA þurfa þó að skora tví- vegis til að sigra og hver veit nema KA geti komið á óvart aftur? Lið Búlgaranna er tekniskt og skemmti- legt úti á vellinum en ógnunin er lít- il uppi við markið og þá virkar vörn liðsins ekki mjög sannfærandi. KA var betra, sagði þjálfari CSKA „Þetta var leikur KA sem var betra liðið á vellinum,“ sagði Petar Jekov, þjálfari CSKA, eftir leikinn á Akur- eyri í gær. Hann var rólegur og sagði sitt lið ekki hafa leikið vel enda væru 6 nýir leikmenn í liðinu. Ekki vildi hann gera mikið úr sigurmöguleikum sinna manna í síðari leiknum í Búlg- aríu en sagði þó: „Þá verður um nýj- an leik að ræða, við verðum á heima- velli og ég tel okkar möguleika góða þar án þess að ég segi að við virfnum auðveldan sigur.“ „Þessi sigur ekki of stór“ „Við lékum mjög agaö og yfirvegað enda vissum viö lítið um mótherj- ana. Lykillinn að því að fá góð færi er að verjast vel og það gerðum við. 1-0 sigur er ekki mikið miðaö við tækifærin, en 4-1 fyrir okkur hefði gefið betri mynd af leiknum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA. Gerum okkur engar grillur, segir Ormarr „Það var gaman að þessu og mark- tækifæri okkar voru ótrúlega mörg. Við lékum vel og höfðum gaman af því sem viö vorum að gera. Þeir eru þó erfiðir við að eiga, mjög fljótir, og viö gerum okkur engar grillur varð- andi úrslitin í Sofia eftir hálfan mán- uð,“ sagði Ormarr Örlygsson. Gaman að skora fyrsta markið „Jú, þetta var mitt fyrsta mark með KA og gaman að skora það. Leikur- inn var mjög skemmtilegur en að sama skapi erfiður. Við lékum þó skynsamlega. Útileikurinn verður erfiður fyrir okkur því þetta eru miklir spilarar,“ sagði Hafsteinn Ja- kobsson. Það er auðheyrt að KA-menn ganga ekki með það í maganum að þeir nái að komast í 2. umferð en þess er þó að minnast að sjálfir reiknuöu hvorki þeir eða aðrir, sem tjáðu sig fyrir leikinn í gær, með sigri þeirra. • KA menn fagna hér frækilegum sigri eftir leikinn í gær. Hér eru það Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Steingrimur Birgisson, Árni Hermannsson, Þórður Guðjónsson og Ormarr Örlygsson sem ganga af velli. DV-mynd GK Sigurður í stað Þorvalds Sigurður Jónsson, leikmaður kemur. Samkvæmt áreiðanlegum óbreyttur frá leiknum við Frakka með Arsenal, kemur inn í íslenska heimildum DV kemur hann í stað- fyrr í þessum mánuði. Reiknaö er landsliöshópinn sem mætir Tékk- inn fyrír Þorvald Örlygsson, leik- með að Bo Johansson landsliðs- um i Kosice í Evrópukeppni lands- mann með Nottingham Forest, en þjálfari tilkynni hópinn í dag. liðaiknattspyrnuámiðvikudaginn að öðru leyti verði hópurinn -GH/VS s <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.