Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. Uflönd Persaflóadeilan: Bushreiðu- búinn til hertra aðgerða Hermenn í Frakklandi æfa sig fyrir för til Persaflóasvæðisins. Simamynd Reuter George Bush Bandaríkjaforseti gerða ef írakar láta ekki undan við- gegn þeim og yfirgefa Kúvæt. Forset- hefur hótað að grípa til frekari aö- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna inn hótaði þessu í hádegisverðar- Bandarískir þegnar við komuna til Amman í Jórdaníu frá írak í gær. Bandariók yfirvöld skipuleggja nú síðustu ferðina með flóttamenn frá írak og Kúvæt sem yrði á laugardaginn. Símamynd Reuter AUKABLAÐ Tölvur og tölvubúnaður Sérstaktaukablað um tölvur og tölvubúnað mun fylgja DV mið- vikudaginn 3. október nk. í blaðinu verður Qallað almennt um tölvutækni og tölvunotkun, tölvur og hugbúnað á markaðnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki og auk þess notkun tölva á nýjum sviðum, svo sem við upplýs- ingavinnslu, við skipulagningu sölustarfa, á sviði verkfræði, í arki- tektúro.fl. Pjallað verður um hugbúnað til ýmissa verka, bæði nýjan hug- búnað og þann sem verið hefur á markaðnum fram að þessu, ýmis kerfi, jaðartæki og rekstrarvörur sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta tölvubúnað betur en áður, búnað sem eykur öryggi í gagnavinnslu og meðferð gagna o.fl. Einniger ætlunin að Qalla nokkuð um menntunarmöguleika fólks á tölvusviði, bæði framboðá námskeiðum og framhaldsmenntun. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu auka- blaði, hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta. Vinsamleg- ast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta aukablað er til fimmtudagsins 27. september. ATH.! Póstfaxnúmerið okkar er 27079 og auglýsingasíminn er 27022. Auglýsingadeild ræðu í gær meðal repúblikana í San Francisco. Um svipað leyti náðu fastafulltrú- amir í Öryggisráði Sameinuöu þjóð- anna samkomulagi um flugbann á írak og hefur ályktun þar aö lútandi verið send ríkisstjórnum landanna fimm, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Kína, til umsagnar. í ályktuninni er gert ráð fyrir að öll flugumferð til og frá írak og Kúvæt verði stöðvuð nema leyft verði að skoða flugvélarn- ar fyrst. Undanþágu fá vélar sem flytja flóttamenn frá löndunum og matvæh og lyf inn í löndin. Búist er við að greidd verði atkvæði um álykt- unina fyrir lok þessarar viku. Ekki verður heimilt að skjóta niður flugvélar til að framfylgja banninu þar sem þaö brýtur í bága við al- þjóðleg lög. Hins vegar verður heim- ilt að neita flugmönnum um þjónustu á jörðu niðri. írakar tilkynntu í gær aö þeir hefðu lagt hald á eigur þeirra erlendu aðila sem fryst hefðu innstæður íraka er- lendis. Bandaríkin og Evrópubanda- lagsríkin voru meðal þeirra sem frystu innstæður íraka en fulltrúar nokkurra þessara ríkja sögðu að ekki væri um mikil verðmæti að ræða. Sovétmenn vísuðu í gær á bug frétt um að þeir hefðu lánað Bandaríkja- mönnum stórt skip til flutninga á hergögnum til Persaflóasvæðisins. Reuter-fréttastofan hafði það í gær eftir heimildarmönnum innan Atl- antshafsbandalagsins í Brussel að Sovétmenn hefðu lánað birgðaskip. Heruppbyggingin við Persaflóa heldur stöðugt áfram og í gær fluttu Egyptar hermenn og útbúnað til Saudi-Arabíu. Argentínumenn hafa tilkynnt að þeir muni senda tvö her- skip og fjögur hundruð og flmmtíu menn til Persaflóasvæðisins. Eru þeir fyrsta þjóðin í Suður-Ameríku sem gerir slíkt. Áætlun Bandaríkjamanna um sölu á vopnum fyrir tuttugu milljarða dollara til Saudi-Arabíu hefurvaldið óróa meðal stuðningsmanna ísraels í Bandaríkjunum. Mikil andstaða er gegn áætluninni á bandaríska þing- inu. En Saudi-Arabar hafa afnumið sér- réttindi hundruð þúsunda Yemena og Palestínumanna í Saudi-Arabíu vegna afstöðu þeirra í Persaflóadeil- unni. Hingað til hafa Yemenar ekki þurft á vegabréfsáritunum að halda til að komast til Saudi-Arabíu og Palestínumenn, sem margir eru rík- isfangslausir vegna hermáms ísraels á vesturbakkanum og Gazasvæðinu, hafa ekki þurft ábyrgöarmenn til að fá að dvelja í landinu. Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau væru að skipuleggja síðasta leiguflugið frá írak og Kúvæt sem yrði á laugardaginn. Hvöttu þau alla Bandaríkjamenn sem vilja fara úr landi og hafa heimild til þess að nota tækifærið. í gærkvöldi kom vél með fjögur hundruð vestrænar konur og börn frá írak til London. Reuter og NTB Varað við sprengjuárás Bandaríska vamarmálaráðu- neytið varaði í gærkvöldi við yfir- vofandi sprengjutilræði í miðborg Manila, höfuðborg Filippseyja. Hvatti ráðuneytið Bandaríkja- menn til að halda sig frá miðborg- inni þar til samningaviðræðunum, sem nú fara fram um framtíð bandarískra herstöðva í landinu, lyki. Bandaríska sendiráðið er í miðborg Manila en talsmaður vamarmálaráðuneytisins gerði ekki nánar grein fyrir hvar búast mætti við árás. Ekki er vitað hvemig Banda- ríkjamönnum bámst upplýsingar um yfirvofandi sprengjutilræði en við upphaf samningaviðræðnanna á þriðjudaginn um lokun herstöðv- anna sprungu nokkrar sprengjur í Manila. Á meðan á viðræðunum stóð í gær efndu hundruð her- stöðvaandstæðinga til mótmæla og brenndu bandaríska fána á götum úti. Skæruliöar kommúnista hafa boðist til að lýsa yfir vopnahléi um allt land ef Corazon Aquino forseti lokar herstöðvunum á næsta ári en þá er núverandi samningstíma- bil á enda. Reuter Of viðri í Færeyjum Ofviðri geisaði í Færeyjum í gær og um kvöldmatarleytið var vind- hraðinn í Þórshöfn 50 metrar á sek- úndu. Þá höfðu þegar orðið tals- verðar skemmdir af völdum veður- ofsans víös vegar um landið. Meðal annars fauk hluti af þaki skólans í Fuglafirði en engin börn vora í skólanum þar sem kennslu hafði verið aflýst vegna veðurs. Kennsla í fjölda annarra skóla féll einnig niður. Almenningssam- göngur lágu niðri og símasamband rofnaði. Einnig urðu rafmagns- truflanir. Veturinn 1988 til 1989 gekk tvisv- ar fárviðri yfir Færeyjar með nokkra vikna millibili. Skemmdir urðu þá gífurlegar. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.