Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 9
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. 9 Utlönd Tilraunir til að koma á friði í Kambódíu fara út um þufur: Fundarmenn fóru heim án þess að ræðast við - bardagar hafa þegar blossað upp milli stjómarhers og skæruliða Khieu Samphan, leiðtogi Rauðu kmeranna i Kambód- Hun Sen, forsætisráherra Kambódiu, hitti aldrei and- íu, ætlar að láta reyna á liðsstyrk sinn áður en hann stæðinga sina að máli í Bangkok þótt allir væru saman sest aftur að samningaborðinu. Simamynd Reuter komnir í borginni við friðarviðræðna. Símamynd Reuter Tilraunir til að koma á friði í Kambódíu hafa farið út um þúfur og er nú búist við að aukin harka færist í átökin í landinu. Fulltrúar stríðsað- ila voru komnir saman í Bangkok í Thailandi í nafni nýs þjóðarráðs til að ræða friöaráætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir landið. Áætlun SÞ var aldrei rædd því full- trúarnir biðu á hótelum sínum í Bangkok meðan þeir reyndu að ná samkomulagi um hver ætti að skipa forsæti þjóðarráðsins. Vonir stóðu til að Noradom Shianouk prins yrði í forsæti en hann kom ekki til fundar- ins og hefur ekki viljað taka þátt í störfum þjóðarráðsins. Aö Shianouk fjarverandi gátu deiluðailar hvorki komið sér saman um eitt né neitt og fóru heim í fússi í gær. Við heimfórina fóru heitingar milh manna og spáðu leiðtogar allra fylk- inga því að nú yrði barist af hörku í landinu næstu vikur. Allir aðilár komu nauðugir til fundarins þar sem stórveldin í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna knúðu á um að friður yrði saminn. Friðarvilji yirðist hins vegar enginn'vera meðal heimamanna. „Þrátt fyrir að fundurinn færi út um þúfur nú þá stöndum við samt ekki í sömu sporum og í upphafi," sagði einn embættismaður eftir við- ræðuslitin í gær. „Það er hins vegar ljóst að áður en næsta skref verður stigið í friðarátt ætla allir aðilar að sýna hvað þeir geta á vígvellinum." Þegar eftir aö ljóst var að engar viðræður færu fram tilkynntu Rauðu kmerarnir aö stjórnarherinn hefði hafið sókn gegn skæruliðum við landamæri Thailands. Hun Sen for- sætisráðherra sagði aftur. á móti að stjórnarherinn væri vel á verði því Rauðu kmerarnir væru aldrei árás- argjamari en nú. Búist er við að átök verði hörð á milli Rauðu kmeranna og stjórnar- hersins jafnvel næstu vikur. Þessir aðilar hafa langmestu herliði á að skipa en aðrir hópar skæruliða eru illa staddir eftir að Bandaríkjamenn hættu að styðja þá fyrr á árinu. Stjónin nýtur stuðnings Víetnama og Sovétmanna en Rauðu kmerarnir eru studdir af Kínverjum. Vitað er að Sovétmenn hafa mikinn hug á að hætta stuðningi við stjórn Kambódíu og draga sig endanlega út úr öllum átökum á svæðinu. Þetta er aðalástæðan fyrir því að stjórnin hefur yfirleittljáð máls á því að ræða við hópa skæruliða í landinu. Vilji Kínverja hefur ekki komiö eins skýrt fram þótt þeir hafi staðið að samþykktinni í Öryggisráðinu þar sem áætlunin um frið í Kambódíu varð til. Sagt er að Rauðu kmerarnir standi betur að vígi nú en þeir hafa lengi gert og era ekkert áíjáðir í að leysa deiluna um yfirráðin yfir Kambódíu við samningaborðið. Enn er beið eftir viðbrögðum stór- veldanna við niðurstöðunni í Bang- kok. Þau hafa um það að velja að láta deiluaðila eiga sig um stund eða að reyna á ný að þvinga þá að samn- ingaborðinu. Stjómin í Thailandi hefur hins vegar sagt að ekki komi til greina að þessir aðilar efni aftur til fundar í Bangkok. Thailendingum er mjög í mun að friður komist á í nágrannaríkinu Kambódíu en þeir voru nú eftir að friðartilraunin fóra út um þúfur sak- aðir um hlutdrægni. Sagt var að mönnum stjómarinnar í Kambódíu hafi verið hampað um of. Áður hafa Thailendingar verið sakaðir um aö styðja Rauðu kmerana. Thailending- ar óttast því að deiluaðilar ætli sér að draga þá inn í stríðið. Chatichai Choonhavan, forsætis- ráðherra Thailands, sagði eftir fund- inn augljóst að þessir aðilar ætluðu sér að deila áfram. „Meðan ekki verður breyting þar á ætlum við ekki að standa fyrir fundahöldum fyrir þá,“ sagði forsætisráðherrann. Reuter Njósnir: Samvinna milli ísraelaogDana Danskir leyniþjónustumenn eru í bók fyrrum ísraelska njósn- arans Victors Ostrovsky sakaðir um nána samvinnu við ísraelsku leyniþjónustuna, Mossad, varð- andi umsóknir araba um vega- bréfsáritanir. Þetta kom fram í danska blaðinu Berhngske Tid- ende í morgun. í bók Ostrovskys segir að allar umsóknir með arabískum nöfn- um, sem dönskum yfirvöldum berast, séu sendar til Tel Aviv í ísrael. Þar eru umsóknirnar keyrðar í tölvum Mossads. í frétt blaðsins segir að sam- bandið milli ísraelsku leyniþjón- ustunnar og þeirrar dönsku sé svo náið að það sé ósæmilegt. Ritzau EFTA- og EB-viðræðurnar: Uppljóstranir um kröfulista EFTA Svíþjóð lætur undan Evrópu- bandalaginu, EB, og fellur frá mörgum af kröfum sínum í samn- ingaviöræðunum um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Þetta fullyrð- ir Svíinn Per Gahrton sem er sér- fræðingur sænska umhverfis- verndarflokksins í málefnum Evr- ópubandalagsins. Gahrton kveöst hafa undir höndum leynilegt skjal um málið og sakar hann utanríkis- viðskiptaráðherra Svíþjóðar, Anitu Gradin, um að hafa farið á bak við sænska þingið í þessu máli. Gahrton segir skjalið dagsett 12. júní síðastliðinn og á því séu allar kröfur EFTA-ríkjanna um undan- þágur. Gerði Gahrton grein fyrir innihaldinu í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í gær. Segir hann það sanna aö Svíþjóð, og öll hin EFTA-löndin, hafi fallið frá mörg- um af fyrri kröfum sínum. Saman- borið við fyrri undanþágulista sænsku stjómarinnar frá því í maí, sem Gahrton komst einnig yfir, er nýi listinn miklu styttri. Svíar setja nú aðeins fram átta kröfur miðað við þrjátíu og tvær á fyrri listanum. Það sem strokað hefur verið út eru meðal annars kröfur varðandi eiturefni, raftæki, gallaðar byggingar, leikfóng, skattaeftirlit, bankakaup erlendra aðila, samtryggingar, félagslegar tryggingar, meðákvörðunarrétt og kjarnorkumál. Skjalið sýnir einnig að Svíþjóð og Finnland setja nú fram fæstar kröfur af EFTA-löndunum. Lengst- ur er listi Sviss eöa 16 atriði, Noreg- ur er með 14, Liechtenstein 11, ís- land 10 og Austurríki 9. Gahrton veltir því fyrir sér hvernig hægt hefur verið að falla frá að minnsta kosti 24 atriðum á lista Svíþjóðar frá 8. maí til 12. júní þrátt fyrir að samningaviðræðurn- ar við EB hafi ekki hafist fyrr en 20. júní. Anita Gradin vill ekki tjá sig um skjalið en segir það rangt að hún hafi ekki veitt þingmönnum allar upplýsingar sem hún hafi getað. Helsti samningamaður Svía í viö- ræðunum við EB vildi í gær ekki svara því hvort fyrrnefndur kröfu- listi væri til grundvallar viðræðun- um. Fulltrúi Svisslendinga kvaðst ekki kannast við listann. tt STOR GLÆSILEG HUSGÖGN TIL SÝNIS UM HELGINA Opið til kl. 17 á laugardag Frá kl. 14-17 á sunnudag Opið í kvöld og annað kvöld til kl. 18 TMHÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.