Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. Afmæli Aðalsteinn Sæmundsson Aðalsteinn Sæmundsson vélstjóri, Holtsgötu 23, Reykjavík, er sjötíu og fimmáraídag. Aðalsteinn fæddist að Stóra-Bóli á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hann lauk mótornám- skeiði 1,1937 og meira mótornám- skeiði H, 1944. Aðalsteinn stundaði vélstjórastörf á fiskiskipum frá Norðfirði frá 1937, lengst af á mb. Sæfinni. Hann vann á vélaverk- stæði Björgvins Frederiksens í Reykjavík um eins árs skeið og var síðan vélstjóri hjá Fiskiðjuveri rík- isins 1947-59 en stofnaði þá, ásamt fleirum, vélaverkstæðið Steinar hf í Reykjavík. Aðalsteinn seldi árið 1987 og hefur tvö síðustu árin fram- leitt handfærasökkur. Aðalsteinn kvæntist 23.2.1947, El- ínrósu Margréti Hermannsdóttur, f. 28.4.1922, húsmóður, dóttur Her- manns Kristjánssonar, bónda í Leyningi í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði, og konu hans, Áslaugar Jóns- dótturhúsfreyju. Böm Aðalsteins og Elínrósar Margrétar em Hermann Aðal- steinsson, f. 14.10.1945, d. 1.7.1988, forstjóri, búsettur í Reykjavík en eftirlifandi kona hans er Hrönn Helgadóttur og eignuðust þau tvo syni; Áslaug Guörún, f. 26.9.1950, kaupmaður í Hafnarfirði, gift Herði Erlingi Tómassyni og eiga þau tvö böm; Benedikt, f. 12.4.1953, sjómað- ur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Auði Guðmundsdóttur og eiga þau þijú þörn; Heimir, f. 19.8.1954, sjó- maður, búsettur í Hafnarflröi, kvæntur Herdísi Snorradóttur og eiga þau tvö þörn; Sæmundur, f. 7.8. 1957, skrifstofumaöur í Reykjavík, kvæntur Halldóru Sólveigu Val- garðsdóttur og eiga þau einn son; Margrét, f. 3.8.1961, húsmóðir í Reykjavík, gift Erni Hilmarssyni og Gyða Kristín, f. 5.10.1963, banka- Aðalsteinn Sæmundsson. starfsmaður í Reykjavík en sambýl- ismaður hennar er Ragnar J. Bjarnason. Systkini Aðalsteins: Halldór, f. 1913, b. á Stóra-Bóli á Hornafirði; Guðríður, f.-1914, nú látin, húsmóðir í Hafnarfirði; Halla, f. 1917, húsmóð- ir í Hafnarfirði; Sigurbjörg, f. 1918, húsmóðir í Hafnarfirði; Katrín, f. 1919, húsmóðir í Reykjavík; Guð- mundur, f. 1921, búsettur á Höfn í Homafirði; Helgi, f. 1924, nú látinn, b. á Höfn í Hornafirði; Hallgrímur, f. 1926, kennari í Kópavogi, og Sig- rún, f. 1928, húsmóðir á Höfn í Hornafirði. Foreldrar Aðalsteins vom Sæ- mundur Halldórsson, f. 20.2.1887, d. 14.9.1976, landpóstur og bóndi að Stóra-Bóh, og Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 3.1.1892, d. 20.3.1973, hús- freyja. Aðalsteinn og Elínrós Margrét verða að heiman á afmælisdaginn en þau munu taka á móti gestum að heimili sínu, Holtsgötu 23, laug- ardaginn 22.9. milh klukkan 17 og 20.00. Þessi mynd er tekin í Antikversluninni, Armúla 15. Antikbúðin er í Ármúla í blaðauka um hús og húsbúnað, Hið rétta er að þessi verslun er í sem fylgdi DV í gær, var ranglega Ármúla 15. sagt að Antikbúðin væri í Síðumúla. t Afheilum hug þökkum við sýndan kærleik, vináttu og stuðning í veikindum, við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föðurog tengdaföður, Haralds Björns Þórarinssonar Garðarsbraut 36 Húsavík Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Ásdis Kristjánsdóttir Þórarinn Þórarinsson Sigþór Haraldsson Brynja Ragnarsdóttir Kristjðn Viðar Haraldsson Sólrún Birgisdóttir Merming Vaya Con Dios, Night Owls: Af bragðs grautur Maður hefur ekki beinlínis dottið um belgískar poppstjömur til þessa. Satt best að segja eru þær ákaf- lega fáar. Ég man í fljótu bragði eftir einni: nunnunni syngjandi (Soeur Sourire) sem söng um Dominique hér um það leyti sem Bítlarnir voru að slá í gegn. Nú berast ánægjulegir og áheyrilegir tónar frá Belg- íu. Vaya Con Dios sendi árið 1988 frá sér plötu með sama nafni. Hún sló í gegn á meginlandi Evrópu og ótrúlega margir hér á landi kannast við skífuna, fólk á öllum aldri. Á þessari plötu voru nokkur eftirminni- leg lög svo sem Don’t Cry For Louie, Puerto Rico og Johnny. Ég hafði gaman af fyrstu plötu Vaya Con Dios og hlakkaði því til að hlusta á þá nýju, Night Owls, þegar hún kom út. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Vaya Con Dios sýnir framfarir á öllum sviðum. Betri laga- smíðar en fyrr, betri hljóðfæraleikur, betri túlkun. Aht á réttri leið. Nú er það ekki öhum gefið að blanda saman djassi, blús, poppi, gospeltónum, soul og flamenco án þess að allt fari í ókræsilegan tónagraut. Dani Klein og Dirk Schoufs tekst þetta áfallalaust. Öll lög plötunnar, Night Nýjarplötur Ásgeir Tómasson Owls em skemmtheg áheyrnar. Nokkur standa þó upp úr. Sahy er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. What’s A Woman er eftirtektarvert. Sömuleiðis I Don’t Want To Know og Quand Elle Rit Aux Eclats. Ég gæti nefnt fleiri . . . Þeir sem iðka það að hlusta á nýjar hljómplötur fyr- ir borgun og tjá skoðun sína á þeim mega sjaldnast vera að því að setja þær á fóninn eftir að umsögn hef- ur verið rituð. Ég hygg þó að ég eigi nokkram sinnum eftir að leyfa Night Owls að rúha næstu vikurnar. Og það má mikið ganga á í heimi dægurtónhstarinnar síðustu mánuði ársins ef platan hafnar ekki meðal tíu þeirra bestu á árinu 1990 við áramótauppgjörið óum- flýjanlega. Bestu meðmæh. ÁT Andlát Elísabet Sigurbjörnsdóttir frá Gröf, Lundarreykjadal, Vesturgötu 164, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. september. Elías Halldórsson, Grænukinn 11, Hafnarfirði, lést 18. september. Frímann ísleifsson, Fossöldu 3, Hellu, fyrrum bóndi í Oddadal á Rangárvöhum, andaðist í Landspít- alanum þriðjudaginn 18. september. Sigurður Kristjánsson, Hrafnistu, Reykjavík, andaðist að kvöldi 17. september. Jaröarfarir Útför Torfa Guðmundssonar frá Drangsnesi, sem lést á sjúkrahúsi ísafjarðar 12. september, verður gerð frá ísaljarðarkapeliu laugardaginn 22. september kl. 11: f.h. Hafdís Sigriður Alfreðsdóttir, Gnoö- arvogi 30, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fóstudaginn 21. sept- ember kl. 13.30. Oddný laxdal, Eikarlundi 16, Akur- eyri, sem lést í Borgarspítalanum 13. september, verður jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju mánudag- inn 24. september kl. 14. Jarðsett verður á Ákureyri. Útför Alberts Þorgeirssonar vél- stjóra, sem lést 16. september, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. september kl. 10.30. Anna Guðmundsdóttir lést 14. sept- ember. Hún fæddist 3. júní 1916 í Hvarfsdal í Skarðshreppi í Dala- sýslu, dóttir hjónanna Sigríðar Helgu Gísladóttur og Guðmundar Ara Gíslasonar. Anna giftist Einari Sig- uijóni Magnússyni, en hann lést fyr- ir rúmu ári. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og ólu auk þess upp dótt- ur Sigurjóns sem hann átti fyrir hjónaband. Útför Önnu verður gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Regína S. Metúsalemsdóttir lést 12. september. Hún fæddist á Óspaks- eyri við Bitrufiörð 30. mars 1914. Foreldrar hennar voru Sigrún Sör- ensdóttir og Metúsalem Jóhannsson. Regína var ógift en eignaðist eina kjördóttur. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Tónleikar Eftirlitið í Duus-húsi Hljómsveitin Eftirlitið heldur tónleika í Duus-húsi í kvöld kl. 22. Hljómsveitina skipa Gunnar Erlings trommari, Davíð Traustason söngvari, Gunnar Hilmars- son bassi og Þorsteinn (Stanya) Magnús- son gítar. Gestir verða Inferno 5. Að- gangseyrir 300 krónur. Smekkleysa fagnar vetri í kvöld, 20. september, mun útgáfufélagið Smekkleysa standa fyrir einstakri hátíð á Hótel Borg við Austurvöll. Af atriðum þessa kvölds ber fyrst að nefna jasshljóm- sveit Konráðs Bé, hljómsveit sem form- lega var stofnuð í júli sl. og í eru einir 13 aðilar. Hljómsveitin mun fá til liðs við sig gestasöngvarana Johnny Triump og söngparið Limbó og Lísu, Lestir frá Reykjavík munu flytja tvö lög, dansaður verður íþróttadans, skyggnimyndar sýndar, Hilmar Öm Hilmarsson sýnir töfrabrögð, flutt verða frumsamin lög, söngdúettinn Jöklar flytur i fyrsta sinn opinberlega söngva, sýndar verða listir, tveir stuttir leikþættir verða frumfluttir og að lokum verður boöið upp á Dragt (þ.e. Drag show). Þessi Smekkleysuhátíð, sem haldin er til að fagna komandi vetri, mun hefjast stimdvíslega kl. 22 og verður húsið opnað kl. 21. Tilkyimingar Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljahelli, Skeljanesi 6, næstu laugardaga, 22. og 29. september, kl. 14-17. Hitt og þetta á góðu verði. Leið 5 að húsinu. Félag eldri borgara Opiö hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14 fijáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 20 dansað. Dans- námskeið á vegum Nýja dansskólans hefst nk. laugardag, 22. september, að Ármúla 17 kl. 16.30. Foreldrar - nemendur - kennarar Helga Sigurjónsdóttir, kennari og námsr- áðgjafi hefur skrifað og gefið út bók um skólamál. Bókin heitir foreldrar - nem- endur - kennarar og er hugsuð sem hand- bók fyrir sömu aðila. Bókin skiptist í sex kafla sem heita Foreldrar og kennarar, Máltaka - lestur - læsi, Almennar reglur um skólanám, Stefnur í skólamálum, Námstækni og Kvlði og streita. Bókin er 85 bls. að stærð og verður hún seld í Bóksölu stúdenta og bóksölu Kennarahá- skóla íslands. Einnig má panta bókina hjá höfundi í síma 42337 og 44014. Tapað fundið Armband tapaðist Sl. fóstudagsmorgun tapaðist hvítt emel- erað norskt armband í miðbænum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 636102. Fjallahjól tapaðist frá Fálkagötu Svart Prostar fjallahjól, 18 gíra, tapaðist aðfaranótt fóstudagsins 7. september frá Fálkagötu 11. Á stönginni stendur Pione- er. Ef einhver veit hvar hjólið er niður- komið er hann vmsamlegast beðinn að láta vita í síma 27021 eða 12428. FjöLmiðlar Öðruvísi kvikmyndir Þótt kvikmyndahúsin í Reykjavík bjóöi upp ámargar ognýjarkvik- myndir miöast val þeirra nær ein- göngu við afþreyingarmyndir á ensku. Evrópskarkvikmyndir eru sjaldséðar á hvítra tjaldinu. Það er af sem áður var þegar kvikmynda- húsin voru fleiri en sahr flærri. Þá áttu evrópskar kvikmyndir greiða leiö i kvikmyndahúsin. Nú er það aöeins á kvikmyndahátíðum og kvikmyndavikum sem áhugamenn um kvikmyndir geta séð listrænar kvikmyndir á öörum tungumálum en ensku. Þróun þessi er að miklu leyti sjón- varpinu að kenna. Kvikmyndahúsin eru í baráttu viö erfiðan andstæö- ing. Þessi vöntun á listrænumkvik- myndum héfur gért það aðverkum að sjónvarpsstöðvamar báðar hala reynt að sinna þessum kvikmynd- um þótt i htlu mæh sé. Stöð 2 hefur haldið úti dagskrárhð á mánudagskvöldum semkallast Fjalakötturinn og eru þar sýndar listrænar myndir. Að undanförnu hefur valið batnað til muna og era myndimar sem hafa verið sýndar i september og verða sýndar þaö sem eftir er mánaðarins aht úrvals- myndir. Búið er að sýna meistara- verk Luis Bunuels Virdiana, mynd Luchino Visconti Gruppo di Famigl- ia in un Intemo og síðastliðið mánu- dagskvöld var sýnd Repo Man sem vakti mikla athygli fyrir fáum árum, en fékk ekki náð fyrir augum kvikmyndahúseigenda þóttbanda- rísk væri. Allteraþetta úivalskvik- myndir og einnig H Posto sem sýnd verður næskomandi mánudags- kvöld og er leikstýrð af Ermanno Oimi. Sjónvarpið hefur undanfarið tekið miðvikudagana undir sýningar á klassískum kvikmyndum. Ekki er það þó fastur liöur. í gærkvöldi var sýnd ein af kvikmyndum franska snillingsins Jean-Luc Godards, We- ekend. Mynd þessi er flókin, eins og ahar hans myndir og efa ég ekki að margir hafi gefist upp á að horfa á myndina. 1967 þegar hún kom á markaðinn var hún fersk og í anda tímabilsins. Nokkuö hefur hún látið á sjá þótt vissulega sé ádeila og frumleiki í myndinni sem stendst ennþanndagídag. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.