Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Side 27
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990.
35
Bláa lónið prýðir forsíðu mynd-
arlegs íslandsblaðs sem gefið
var út í Álaborg í filefni íslands-
kynningarinnar.
íslenskmenn-
ingíÁlaborg
Mikið hefur verið fjallað um
hina viðamiklu þátttöku íslands
á hinni stóru bókasýningu í
Gautaborg og allt sem henni hef-
ur fylgt. En það er ekki aðeins í
Gautaborg sem ísland er miðdep-
ilhnn þessa stundina. Viðamikil
íslandskynning hefur verið
þennan mánuð í Álaborg í Dan-
mörku. Nefnist kynningin Focus
pá Island. Þar er íslensk menning
í hávegum höfð og margir ís-
lenskir hstamenn hafa komið þar
fram og koma fram það sem eftir
er mánaðarins. Það voru Valgeir
Guðjónsson, Ríó-tríóið, ásamt
þjóðdönsurum og íslenskum
hestum sem skemmtu fyrsta dag
kynningarinnar. íslensk mynd-
list hefur verið í hávegum höfð á
kynningunni og eru í gangi sýn-
ingar á nýrri íslenskri myndhst
og verkum eftir Jóhannes Kjarv-
al. Þá sýna í Álaborg þessa dag-
ana myndhstarmennirnir
Tryggvi Ólafsson, Pia Sverris-
dóttir, Haukur Dór, Páll ísaks-
son, Birgitta Jónsdóttir, Bryndís
Jónsdóttir, Inga Elín Kristins-
dóttir og Kolbrún Kjarval. Af ís-
lenskum Ustviðburðum, sem
verða það sem eftir er mánaðar-
ins, má nefna tónleika Blásarak-
vintetts Reykjavíkur og sýningu
Leikfélags Húsavíkur á Land
míns föður. Þrjár íslenskar kvik-
myndir eru sýndar í Álaborg
þossa vikuna, Húsiö, Hrafninn
flýgur og Atómstöðin. Þá eru
ónefndir ýmsir fyrirlestrar og
aðrar uppákomur. Vandað blað
um ísland var gefiö út í tilefni
íslandskynningarinnar.
Eru tveir farsar
einurn farsa of
mikið?
Nú þegar leikhúslífið í landinu
er að komast á fullt skrið hefur
þaö vakið mikla athygh aö tvö
stærstu leikhús landsins, Þjóð-
leikhúsið og Leikfélag Reykjavík-
ur, skuli bæði byija leikárið á
försum, en frumsýningar eru í
kvöld og annað kvöld. Sjálfsagt
er þetta tilviljun. En engu að síð-
ur óheppileg tilvhjun, því það er
vitað mál að þegar farsar eru
teknir til sýningar í leikhúsum,
alla vega hér á landi, þá er ein-
göngu verið að stila upp á mikla
aðsókn. Nú er spurningin aðeins
sú hvort leikntið hefur vinning-
inn, Örfá sæti laus, sem er ís-
lenskt verk eftir hina vinsælu
Spaugstofuleikara og sett á svið
af Þjóðleikhúsinu í íslensku ópe-
runni, eða Fló á skinni sem er
eitt allra vinsælasta leikrit sem
sett hefur verið á svið hér á landi
en það gekk í gamla Iðnó fyrir
fuhu húsi í þrjú leikár. Það verð-
ur sýnt í Borgarleikhúsinu. Ef
svo vel vhdi tU að bæði þessi verk
heppnuðust fuUkomlega þá er
öruggt að góö aösókn veröur að
báðum verkunum. En ef það
berst út fljótt að annað verkið sé
ekkert hlægilegt þá má búast við
að aðsókn verði mjög lítil og verk-
ið þar með dauðadæmt.
Meiming
Hver verður leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur?
Olíklegt talið að innan-
hússmaður verði ráðinn
tvíeykið Hafliði Amgrímsson og Guðjón Pedersen þykir líklegast
Eins og kunnugt er bárust þrettán
umsóknir um leikhússtjórastarflð
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lang-
flestir sem sóttu um stöðuna eru
starfandi að leikhúsmálum og sumir
eru í starfi hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur. Þótt það sé stjórn Leikfélagsins
sem ræður leikhússtjórann fer fyrst
fram skoðanakönnun hjá félögum í
Leikfélagi Reykjavíkur og þegar eru
einstaka umsækjendur búnir að
boða komu sína í Borgarleikhúsið og
vilja funda með starfshði.
Samkvæmt heimildum, sem DV
hefur aflað sér, mun vera vUji hjá
áhrifamönnum innan Leikfélagsins
að ráða utanaðkomandi sem leik-
hússtjóra, þó að meðal umsækjenda
séu leikararnir Pétur Einarsson og
Jón Hjartarson sem báðir hafa starf-
að lengi og vel að málefnum Leik-
félagsins. Pétur hefur þar að auki
verið leikhússtjóri á Akureyri og var
fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla rík-
isins. Pétur hefur áður sótt um leik-
hússtjórastarfið. Jón sat lengi í
stjórn og er fyrrverandi formaður
Leikfélags Reykjavíkur.
Nú er í raun ómögulegt að segja
hvað skoðanakönnunin leiðir í ljós.
Þar hljóta gamhr félagar í Leikfélag-
inu aö eiga sinn stuðningshóp, en það
er stjórnin sem á síðasta orðið. Vitað
er að vissir áhrifamenn innan stjórn-
arinnar og utan hennar styðja af al-
efli að tvíeykið Hafliði Arngrímsson
og Guðjón Pedersen verði ráðnir
leikhússtjórar. Það yrði ekki í fyrsta
sinn sem tveir myndu gegna þessu
starfi. Um tíma stjórnuðu Leikfélagii
Reykjavíkur saman Þorsteinn Gunn-.
arsson og Stefán Baldursson sem,
nýlega var ráðinn þjóðleikhússtjóri.
Þeir Hafliði og Guðjón vinna mq
saman að uppsetningu á verðlauna-
leikriti í leikritasamkeppni Leikfé-
lagsins, Ég er hættur! Farinn! sem
frumsýnt verður í næsta mánuði.
Þess má geta að Hafliði og Guðjón
sóttu einnig um stöðu þjóðleikhús-
stjóra.
-hlh
Öll helstu
verk
Svavars
Guðnasonar
á yfirlits-
sýningu
Forseti íslands, Vigdis Finnboga-
dóttir, mun á laugardaginn opna
umfangsmikla sýningu á verkum
Svavars Guðnasonar í Listasafni ís-
lands. Má segja að þetta sé fyrsta
heildarsýning á verkum hans því að
síðasta yfirlitssýning var fyrir þrjá-
tíu árum en þá var Svavar um fimm-
tugt.
Bera Nordal, forstöðumaður Lista-
safns íslands, sagði'að ávallt hefði
staðið til að halda yfirlitssýningu á
verkum Svavars en undanfarin tvö
ár mætti segja að unnið hefði verið
stanslaust að þessu verkefni. Það
hefði veriö mikið verk að nálgast
verkin en þegar búið var að hafa
samband við eigendur hefði safnið
aðeins fundið fyrir velvilja þegar
beðið var að fá verkin lánuð. Það
hafðist upp á öllum þeim málverkum
sem safnið hafði augastað á nema
tveimur; Kvenleika frá 1939 og Steðj-
anum frá 1945 sem enn hefur ekki
tekist að hafa upp á en öruggt er tal-
iö að þau séu í eigu erlendra manna.
Málverkin á sýningunni koma víða
að. Flest verkanna sem eru erlendis
koma frá Danmörku en þar bjó Sva-
var í sextán ár og hafa fæst þeirra
veriö sýnd hér áður. Meðal þeirra
verka er Veðrið, sem Svavar málaði
1963 og er í eigu Árósaháskóla. Er
það stærsta málverk sem til er eftir
Svavar Guðnason.
Svavar og Erró eru án efa þeir lista-
menn okkar íslendinga sem hvað
best eru þekktir utan landsteinanna.
Verk Svavars er að finna í öllum
meginsöfnum á íslandi auk helstu
safna í Danmörku og í mörgum
þekktum einkasöfnum. Hann lést
1988.
í tilefni sýningarinnar hefur verið
gefin út glæsileg hstaverkabók um
Svavar Guðnason, sú fyrsta sinnar
tegundar. í bókinni eru auk fjölda
htmynda tvær langar greinar, önnur
um hst Svavars, eftir Júhönu Gott-
skálksdóttur listfræðing, og hin um
listamannahópinn að baki tímaritinu
Helhesten og Host-sýningunum eftir
breska listfræðinginn dr. Peter Shi-
eld.
Júhana Gottskálksdóttir mun í
kvöld halda fyrirlestur um Svavar
Guðnason í Listasafni íslands. Fyrir-
lesturinn er haldinn í tengslum viö
sýninguna eg nefnist hann Hin sjálf-
sprottna tjáning og agaða hugsun.
-HK
Helga Eiríksdóttir, ekkja Svavars Guðnasonar, stendur hér ásamt Beru Nordal, forstöðumanni Listasafns íslands,
fyrir framan málverkiö Sólarlagsdraum sem margir Reykvikingar ættu að kannast við. Það er i eigu Búnaðar-
banka íslands og hangir uppi í útibúinu á Hlemmi. DV-mynd GVA
Urval
FYRIR
BLAÐSIÐUR
KRONUR
Nýtt
hefti
á næsta
blaðsölu
stað
Áskriftarsíminn er 27022
t