Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGAKDAGUR 22. SEPTK.VlB'ER 1990. Fréttir Aðkallandi að staðfesta Vínarsáttmála SÞ segir stjómandi fíkniefnadeildar: Fíknief nasalar hóta fólki með skotvopnum og ofbeldi - ákvæðum réttarfarslaga ábótavant vegna rannsókna fikniefnamála Björn Halldórsson, nýsettur stjórnandi fíkniefnadeildar lög- reglunnar, segir aö deildin hafí „eignast augu í rööum hvítflibba- hópa“ - nokkuð sem menn hafi ekíd gert ráö fyrir áður. Hann telur aö betra svigrúm eigi að skapa fyr- ir lögreglu til aö geta sinnt tíma- frekum rannsóknum - þeim sem bera mestan árangur. Björn segir einnig aö áhyggjuefni sé aö sérstak- ir „innheimtumenn" í eiturlyfja- hringum séu starfandi, geröir út, til að ógna, hræða og beita ofbeldi, eöa „þagga niður í fólki sem grunaö er um að gefa upplýsingar til lög- reglu. „Ákvæöum íslenskra réttarfars- laga er ábótavant hvað varðar rannsóknir í fíkniefnamálum. Til dæmis eru engar heimildir í ís- lenskum lögum um aö nota virka tálbeitu eins og gert er í nágranna- löndunum. Þannig getur fulltrúi lögreglu ekki farið og keypt efni til að staðfesta grun um að sala sé í gangi á ákveðnum staö. Hér er heldur ekki hægt að leggja hald á fíkniefnagróða, án játningar við- komandi - eða láta grunaða gera grein fyrir óeðlilega miklum eign- um miðað við tekjur. ísland hefur ekki enn staðfest samning Samein- uöu þjóðanna, frá 1988, gegn ólög- legri verslun með fíkniefni og skynvilluefni. Hann er kallaður Vínarsáttmáli og þar eru ýmis ný- mæli sem við bindum miklar vonir við,“ sagöi Björn í samtali við DV. Hann segir að tekið sé við upplýs- ingum allan sólarhringinn um ólöglega meðferð fíkniefna. „Við heitum fólki fullum trúnaði og hingað berast upplýsingar ýmist í Björn Halldórsson, stjórnandi fíkniefnadeildar lögreglunnar. gegnum síma 699017 eða skriflega. Það hefur komið fyrir að menn fá einhverja umbun, en þá oftast í formi persónulegs greiða eins og að útvega mönnum vinnu. Hins vegar tel ég að lögregla eigi að geta greitt fyrir upplýsingar, sem ann- ars kostaði mikla vinnu að afla.“ Aðspurður um framboð af fíkni- efnum í dag segir Björn að verð á hassi hafi hækkað í sumar. „Það er mögulegt að stórir aðilar hafí haldið að sér höndum eftir mikla umræðu um fíkniefni í vetur. Framboð hefur minnkað. Hins veg- ar vantar vel unnar kannanir á fíkniefnum í umferð. Björn segir að heimur fíkniefn- anna sé harðari en fólk geri sér grein fyrir. „Okkur hafa borist fréttir af fíkniefnasölum sem nota skotvopn til að ógna með þegar skuldir eru innheimtar. Við vitum að menn hafa verið beinbrotnir þegar skuldir eru innheimtar. Það fer fram mikið ofbeldi hjá þessum aðilum - samanber Stóragerðis- morðið. Það þekkist einnig að menn taka að sér að ögra fólki og beita ofbeldi ef út í það fer. Þetta gerist þegar einhver er grunaður um að kjafta frá. Þetta er orðið al- varlegt ástand,“ sagði Björn Hall- dórsson. Björn segir að nauðsynlegt sé fyr- ir tollverði á Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík, Vestfjörðum, Norður- landi og á Austfjörðum að hafa hund. Sem stendur er einn gamall hundur í þjónustu fíkniefnadeild- arinnar en bráðlega leysa tveir yngri hann af hólmi. -ÓTT Reglugerð bannar notkun nagladekkja fyrir 15. nóvember: Nagladekk má nota við sérstakar aðstæður Talsmenn lögregluembætta á landsbyggðinni segja að ógemingur sé að framfylgja reglugerð sem kveð- ur á um að ekki megi setja nagladekk undir bifreiðar fyrr en 1. nóvember. Mikil hálka er víða á þjóðvegum og fjallvegum landsins. Lögreglan telur almennt aö ökutæki eigi að útbúa í samræmi við aðstæður. „Hér veröa menn að setja nagla- dekk undir, enda er mikil hálka á fjallvegum og víðar. Það er leiðinlegt að sniðganga reglur. En bíla verður að útbúa í samræmi við færð og ástand vega,“ sagði Jónas Sigurðs- son, yfirlögregluþjónn á Patreksfirði. Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að frá og með 15. apríl til og með 31. október sé óheimilt aö nota keðjur eða nagladekk - nema þess sé þörf vegna sérstakar aðstæðna. Aöspurður hvort ökumaður mætti setja keðjur eða nagladekk undir ef hann þyrfti að aka um fjallvegi eða heiöar þar sem hálka væri, eins og Öxnadalsheiði, Vatnsskarð eða Fjarðarheiði, sagði Ólafur: „Jú, það hlýtur að vera í lagi en ekki til viö- varandi aksturs á því tímabili sem bannið nær yfir.“ Bjöm Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, segir að margir bíleigendur hafí hringt á síðustu dög- um og spurt hvort heimilt sé að aka á nagladekkjum. „Hér hefur verið ílúgandi glæra á götum og tíu sentímetra jafnfallinn snjór. Ég hef bent ökumönnum á að það sé alveg sama hvað þessi reglu- gerö segi - ökumönnum sé skylt að koma í veg fýrir að þeir lendi í óhöpp- um. Það þýöir ekki að setja sömu reglur fyrir höfuðborgina og lands- byggðina," sagði Björn. Sigurður Brynjúifsson, varðstjóri á Húsavík, sagði að lögregían þar benti ökumönnum hiklaust á að búa bíla sína í samræmi við aðstæður, eins og kveður á um í umferðarlögum. Arnþór Ingólfsson hjá umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík segir að vandamál hafi skapast vegna þeirra sem búa í Hveragerði en þurfa að sækja vinnu í Reykjavík. „Það er ekki hægt að ætlast til þess af öku- mönnum, sem aka um fljúgandi hálku á Hellisheiði, að þeir skipti um dekkjabúnað við Sandskeið áður en þeir koma á marauðar götur borgar- innar. Við ætlum ósköp htið að am- ast við þessu,“ sagði Arnþór. -ÓTT Mjólkursamsalan: Skrif DV á þriðjudag um hátt Viöskípti skólanna viö MS eru starfsemi af samviskusemi, það er verð á skólantjólk hafa vakið raikla lánsviðskipti. Vöruafgreiðslur til því Æfingaskóli Kennaraháskól- athygli. I framhaldi af samtali skóla eru a.m.k. tvisvar í viku og ans sem situr uppi með sína verð- blaösins við yfírkennara Æfinga- oftar ef óskað er. Þar að auki lánar lagningar„feila“.“ skóla Kennaraháskólans, þar sem MS skólum kælikistur fyrir mjólk- Það má geta þess að skólastjóri hún segir háa álagningu skólans ina og sér um viðhald á þeim. Ný- Seljaskóla hafði samband við blað- „feil Mjólkursamsölunnar“, hefur mjólkhefura.m.k. 7 daga geymslu- ið og sagöi að eftir að hafa lesið blaðinu borist eftirfarandi bréf frá þol og kókómjólk margra mánaða neytendasíðu DV og kannað málin Baldri Jónssyni, framkvæmda- geymsluþol. hefðí komið í ljós að verðlagning stjóra sölusviðs Mjólkursamsöl- Allir grunnskólar fá senda verð- hjá þeim hafi veriö á miklum mis- unnar: lista meö leiðbeinandi verði sem skilningi byggð. Hún hefði nú veriö „Ymislegt er gert til að grunn- taka af öll tvímæli um réttmæta leiðrétt og bréf verið sent heim til skólaböra geti keypt nýmjólk og verðlagningu. Það er hins vegar foreldra þar sem gert væri grein kókónýólk í skólum á hagstæðu hiutverk skólanna að sjá til þess fyrir máhnu. verði. I því sambandi vill Mjólkurs- að niðurgreiðslur og afslættir renni Einnig haföi Kristjana Kristjáns- amsalan benda á eftirfarandi. til barnanna. dóttir, skólastjóri Grandaskóla, Sérstök aukaniðurgreiösla kem- Það er ekki i verkahring MS að sambandviðblaðiöogsagöíað ein- ur frá ríkissjóði þannig aö skólar sinna verðlagseftirliti. Það ætti að ungis í undantekningartilfellum geti selt börnum ódýra mjólk. Þar vera öhum ljóst af ofansögðu að hefði veriö seld mjólk þar sem að auki veitir Mjólkursamsalan MS leggur sitt af mörkum til þess greitt heíði verið fyrir með pening- grunnskólum eftirfarandi fyrir- að skólamjólkurmál séu í lagi. um en ekki mjólkurmiðum. I þeim greiöslu: Verð á htra af nýmjólk í mat- . tilfellum hefði verðið verið haft 20 Kókómjólk er seld með sérstök- vöruverslunumer J9krónur. Skól- krónur en nú væri búið að taka um afslætti, skólar fa endurgjalds- ar sem selja þessa vöru á 20 krónur alveg fyrir þá sölu og einungis laustfráMSsérstakasölumíðasem eru aö nota 55% álagningu þegar væri nú hægt að fá mjólk gegn notaðir eru sem gjaldmiöih í skól- verslanir nota tæp 14%. mjólkurmiðum. Þá kostar miðínn um. f flestum tilfellum selja skólar Mjólkursamsölunni er kunnugt 15 krónur. -hge börnunum þessa miða fyrirfram. að flestir skólar rækja þessa sölu- Það var nóg að gera hjá starfsmönnum Dekkjahallarinnar á Akureyri enda margir sem vildu komast á vetrarhjólbarðana sem fyrst. DV-mynd gk Akureyri: Nagladekkin eru víða komin undir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur myndast hálka á götum hér í bænum, sérstaklega í efri hluta bæjarins, og það er því eðlilegt að menn séu farnir að skipta yfir á nagladekkin," segir Ingimar Skjól- dal, varðstjóri hjá lögreglunni á Ak- ureyri. í fyrradag var hálka á götum bæj- arins og eitthvað um óhöpp vegna þessa, enda menn óviðbúnir hálku á þessum tíma og á sumarhjólbörðum. Reglum um notkunartíma negldra hjólbarða hefur verið breytt og má nota þau á tímabilinu 1. nóvember th 15. aprh. Ingimar Skjóldal sagði að auðvitað væri þessi tími miðaður við Reykja- vík en ætti ekki við t.d. á Akureyri, og væru ekki miklar líkur á að fyrir noröan væri hægt að fara að aka á sumardekkjum 15. apríl. „Það er hins vegar undanþáguákvæði sem segir að ef veður og færð sé með þeim hætti þá megi menn setja neglda hjól- barða undir. Það er hins vegar ætl- ast til þess að ef aftur gerir góða tíð þá eigi menn að skipta aftur yfir á sumarhjólbarða, en ég er ekki búinn að sjá að það verði gert enda er það dýrt,“ sagði Ingimar. „Menn hafa verið aö koma alla þessa viku til að skipta um hjólbarða og það er að koma hálfgerður „ver- tíðarstíh“ á þetta þótt „geðveikin", sem fylgir því þegar allir koma í einu, hafi enn ekki gert vart við sig,“ sagði Gunnar Kristdórsson, eigandi Dekkjahaharinnar á Akureyri, er DV kom þar við í gærmorgun. Þar var allt í fullum gangi, menn að koma með vetrarhjólbaröana í skottinu eða að kaupa nýja og nóg að gera við umfelgun o.þ.h. „Það kemur ekki til greina að þeir sem skipta yfir á vetr- arhjólbarðana núna fari að skipta aftur yfir á sumarhjólbarða þótt veð- urfarið breytist eitthvað um tíma. Menn verða t.d. að gera sér grein fyrir því að heiðarnar hér allt í kring verða ekki farnar úr þessu á sumar- hjólbörðum,“ sagði Gunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.