Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 27
LAUGÁRDÁGUR 22. SKPTI'MBRR 19ð0.: 39 LífsstOl . ■ —T— '' ' aö uppskerutímanum lýkur og uns sáð er á nýjan leik hefur fólk lítiö fyrir stafni. Konurnar vinna viö aö undirbúa jarðveginn fyrir næsta uppskerutímabil en karlarnir slappa af.“ Tvær konur „Þorpshöfðinginn átti tvær konur og börn með þeim báöum. Maöur komst ekki hjá að finna ríginn sem var á milli kvennanna. A hverju kvöldi matreiddu konurnar fyrir sín heimili og svo sátu þær og biðu eftir því aö honum þóknaðist að taka ákvörðun um hjá hvorri hann myndi borða og sofa þá nóttina. Á mælikvarða þorpsbúa var þorps- höfðinginn vel fjáður. Því hafði hann efni á að eiga tvær konur. í heiman- mund með hvorri varð hann að borga 9 kýr en menn geta ekki gifst nema þeir hafi efni á að borga heim- anmundinn. Það fer sem sé eftir efna- hag hvers og eins hvað hann getur eignast margar konur. AHir aðrir í þorpinu voru það fá- tækir aö þeir áttu bara eina konu en við heyrðum sögur af körlum í öðr- um þorpum sem áttu allt upp í fimm konur. Sumir eru lengi aö safna sér nægu fé svo þeir geti reitt heimanmundinn af hendi. Það er samkomulagsatriði milli tilvonandi eiginmanns og for- eldra brúðarinnar hvað er borgað fyrir hana. Þaö er sett upp ákveðið verð þó ekki minna en fimm kýr og allt upp í níu fyrir hverja brúði. Það fór fram brúðkaupsveisla í einu af nágrannaþorpunum meðan ég var í Uhuru Nakazi. Við hvíta fólk- ið, sem dvaldi í þorpinu, vorum með- al heiðursgesta í veislunni. Brúð- hjónin voru komin um fimmtugt, svo brúðguminn hefur verið lengi aö safna fyrir heimanmundinum. Það kom mikill fjöldi fólks í veisl- una sem hófst með því að brúðurin kom akandi á bíl íklædd hvítu brúð- arskarti. Brúðguminn lét svo bíða eftir sér í klukkutíma, hann sat þá einhvers sþiðar á bar og drakk með vinum sínum. Á meðan brúðurin beið í bílnum sungu veislugestirnir Börnin verða rykug af þvi að leika sér allan daginn og þurfa því sitt þrifabað á kvöldin. og dönsuðu fyrir utan bíhnn. Þegar brúðguminn var kominn náði hann í konu sína og þau löbbuðu saman að skýli semvslegið hafði verið upp í tilefni dagsins. Þar tók parið á móti gjöfum. Þau fengu mikið af pening- um, alls konar búsáhöldum og ýms- um smáhlutum. Við vorum tíu sem vorum heiðurs- gestir í veislunni og við fengum betri mat en aðrir gestir. Við fengum hrís- grjón, kjúklinga og gos en hinir fengu satsa og kjöt. Svo var dansað, sungið og drukkinn bjór langt fram á kvöld.“ Húsakosturinn „í þorpinu voru tvenns konar hús, annars vegar hús byggð úr kalkstein- um, svo strákofar með moldargólfi sem vinnufólkið bjó í. Ég svaf fyrstu tvær nætumar í strákofa. Það var allt í lagi, mun betra en inni í húsunum því þar var allt fullt af rottum. Það tók dálítinn tíma að venjast hávaðanum í þeim en þær fóm á stjá þegar viö fórum að sofa á kvöldin. í húsinu mínu voru tvö rúm og enginn annar húsbúnaður. Öll elda- mennska fór fram utan dyra á opn- um eldstæðum. Þá tíu daga sem ég dvaldi í þorpinu var einn frídagur, þá drukku karlarnir sleitulaust en konurnar sátu fyrir framan kofana og hvíldu sig. Þrjú kvöld í viku voru bænastund- ir sem einugis konurnar tóku þátt í, þær biðja ekki á hefðbundinn hátt því þær syngja bænirnar og undir- leikurinn er lófaklapp þeirra sjálfra. Það var enginn barnaskóli í þorp- inu, sex til sjö ára fóru börnin í skóla í nærliggjandi þorpi og bjuggu þar á meöan skólinn var starfræktur. Hápunktur dagsins var við sólarlag þegar matsveinninn fór að elda kvöldmatinn, satsa og geit. Svo var skammtað á diska og við átum mat- inn með guðsgöflunun af diskunum undir berum himni. Um leið og sólin var sest var eins og nóttin væri kom- in, það varð almyrkt því það voru engin ljós. Eina birtan kom frá tungl- inu, stjörnum og eldinum sem mat- urinn var hitaður á. Þaö fóru því all- ir snemma að sofa eða á milli klukk- an átta og níu. Maður sat kannski viö eldinn í klukkutíma og spjallaði áður en maður fór inn til sín.“ Þróunaraðstoð „Þorpið hefur notið aðstoöar sænskrar hjálparstofnunar, hún hef- ur meðal annars gefið íbúunum tvær dráttarvélar, tvo plóga og nokkur önnur tæki sem eiga að létta þeim störfin. íbúarnir fengu vatnsdælu fyrir ári, til þess tíma höfðu þeir orð- ið að sækja allt vatn í vatnsból sem var í um það bil þrjátíu mínútna gang frá þorpinu. Til þess að þaða sig þurftu þeir að fara með bala eða fótur að vatns- dælunni og bera svo vatnið að bað- húsinu sem var nú raunar ærið frumstætt, fjórir veggir gerðir úr stráum sem áttu að mynda skjól fyr- ir augum annarra. Hvert heimili átti sinn þvottabala og kom meö hann í baðhúsið. Það tók langan tíma að fara í bað, þrjá til fjóra tíma í hvert sinn, því það var svo seinlegt aö hita baðvatnið. Salernið var sömuleiðis frumstætt. Nokkrum múrsteinum var hlaðið kringum holu í jörðinni og svo not- aði fólk laufblauð til að þurrka sér með. Þegar holan var orðin full var ný hola grafm og múrsteinunum hlaðið í krinum hana. Þrátt fyrir þetta var þorpið mjög hreinlegt og fólk virtist gera sér far um að vera þrifalegt. Þorpið var vel statt aö því leyti að þar var vatnsdæla, sem er í fæstum þorpum á þessum slóöum, og því þurfti ekki að fara langt til að ná í vatnið sem þar að auki var tært og hreint. Alls var ég í Zimbawe í tvo mánuði og af þeim dvaldi ég eins og áður sagði 10 daga í þorpinu. Það var af- skaplega lærdómsríkur tími og kenndi mér ýmislegt um þaö hversu gott við höfum það hér á Vesturlönd- um. Ég hefði ekki viljað heimsækja Afríku án þess að eiga kost á dvöl sem þessari. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að kynnast lifnaðar- háttum og menningu venjulegs al- múgafólks af eigin raun.“ -J.Mar r ■ ÆM *■<’ í ' /■ Vegna mistaka var þessi mynd ekki birt með þeim 10 myndum sem verðlaun hlutu í Ijósmyndasamkeppni DV og Ferðamálaárs Evrópu. Myndin hafnaði í 6-10 sæti og hana tók Halldór G. Birgisson, Kjarr- hólma 20, Kópavogi. Setið og beðið eftir kvöldverðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.