Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
55
dv__________________Meiming
Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður og myndlistargagnrýnandi.
Artisti und-
ir álagi
Það veit sá sem allt veit að til er þakklátara starf en listgagnrýni í litlu
samfélagi. Allt leggst á eitt um að ýta undir málamiðlanir og slæva dóm-
greind þess sem tekur að sér slíka rýni, einangrunin, fámennið, persónu-
leg tengsl - sú staöreynd að gagnrýnandi í henni Reykjavík er þúsund
sinnum líklegri til að hitta viðfangsefni sitt á fórnum vegi en starfs-
bræður hans í New York, svo að eitt dæmi sé tekið.
Vænstu menn geta verið slæmir listamenn - og öfugt - og vitneskjan
um það getur truflað gagnrýnanda þegar til kastanna kemur. Um leið
ber gagnrýnandanum nauðsyn til að kynna sér viðhorf listamanna. En
með því að enginn fjölmiðill á íslandi leggur sig sérstaklega eftir slíkum
kynningum verður gagnrýnandinn að gera það sjálfur. Fræg amerísk
skáldsaga, Catch-22, er einmitt tileinkuð svona valkreppu.
Sterk bein
Sé gagnrýnandinn sjálfur listamaður verður hann þar að auki að sitja
undir margháttuðum þrýstingi starfsbræðra og vera reiðubúinn til að
leggja eigin verk undir strangasta dóm. Það þarf sterk bein til að þola
slíkt álag til lengdar.
Slík bein hefur Bragi Ásgeirsson augsýnilega því að hann hefur nú
skrifað myndhstargagnrýni fyrir Morgunblaðið í röskan aldarfjórðung,
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
samtímis því sem hann hefur haldið mikinn fjölda sýninga. Hver svo sem
ágreiningsefni okkar hafa verið í áranna rás hef ég aldrei farið leynt með
aðdáun mína á stílsnilld hans og skarpsýni.
Myndlistargagnrýni Braga er ekki tilefni þessa greinarstúfs heldur sýn-
ing hans í Listhúsinu við Vesturgötu. Á hinn bóginn velti ég því stundum
fyrir mér hvort listrýnin hafi ekki óbeint orðið til þess að trufla eðlilega
þróun í hst hans.
Með innbyggðu næmi
Það er engum vafa undirorpið að Bragi er einn menntaðasti og hæfi-
leikaríkasti listamaður sinnar kynslóðar. Hefði hann ílenst á meginlandi
Evrópu, eins og skólabróðir hans og félagi, Guðmundur Erró, er meira
en líklegt að hann hefði komist eins langt á alþjóðlegum myndlistarvett-
vangi. En listrýnin er ekki einasta tímaþjófur hinn mesti. hún hlýtur að
gera starfandi listamanni með sínu innbyggða næmi erfitt fyrir að halda
réttum kúrs.
Á honum dynja stöðugt ólíklegustu hugmyndir sem starfsbræður hans
geta leyft sér að leiða hjá sér en hann neyðist til að vega, meta og taka
afstöðu tD. Einhverjar þessara hugmynda geta orðið til að afvegaleiða
hann, vekja með honum efasemdir um réttmæti þeirra viðhorfa sem
hann hefur haft í heiðri og leiða hann út á myndlistarleg öngstræti.
Af útúrdúrum
Myndlistarferill Braga hin síðari ár er einmitt markaður af ýmiss kon-
ar útúrdúrum sem erfitt er að henda reiður á, skyndilegum og ótímabær-
um uppriíjunum, samsuðu ósamrýmanlegra stílbrigða og tilraunum með
hráar nýjungar.
Sýning Braga í Listhúsinu við Vesturgötu, sem orðið er hinn ágætasti
sýningarstaður, er að sönnu ein sú heildstæðasta sem hann hefur haldiö
hin síðari ár. Þar nýtist vel djúpstæð þekking hans á náttúru hins skipu-
lagöa flatarmálverks þar sem allt verður að gerast á fletinum sJSlfiun en
ekki í huga áhorfandans eða úti í bæ. Með síkvikri línu, sterkri byggingu
og blæbrigðaríku litrófi tekst Braga að kveikja stærstu fleti til lífs, setja
af stað taktfasta hreyfingu horna í millum.
Það er ekki síst áferðin sem gerir þessar myndir lifandi, ýmiss konar
sköfu og skraptækni. Og sem fyrrum sækir listamaðurinn innblástur í
flestar mynda sinna til náttúruupplifana eins og nöfn þeirra gefa kirfi-
lega til kynna.
í útsláttarkeppni
En ekki er Bragi fyrr búinn aö sannfæra okkur um réttmæti slíkrar
túlkunar en hann fer út í aðra sálma og losaralegri, missir tök á lit og
kastar til pentskúf eins og í útsláttarkeppni nývilltra málara, málar full-
komlega andvana portrett („Vinir Kjarvals") og ýmislegt fleira sem er
honum ekki samboðið.
Sérstaklega eru Braga mislagðar hendur í kringlóttum myndum sínum,
sem orðnar eru eins konar fangamark hans. í bestu myndum þeirrar
gerðar er fullkomið samræmi milli hringformsins og þeirrar hreyfingar
sem á sér stað innan þess („Ljósblik í næturhúminu“, „Sólhnöttur"), en
annars staðar ganga átökin á fletinum þvert á hringformið eða eru ekki
til lykta leidd. Ekki vildi ég vera án listrýni Braga, kollega míns, en þó
vildi ég fremur sjá hann rækta til fullnustu myndlistarhæfileika sína.
Leikhús
i islensku óperunni kl. 20.00
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gamanleikur með söngvum eftir Karl
Ágúst Úlfsson, (handrit og söngtext-
ar), Pálma Gestsson, Randver Þorláks-
son, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árna-
son.
i kvöld, 2. sýning, uppselt
sunnudag, 3. sýning, uppselt
fimmtudag, 4 sýning;
fö. 28. sept., 5 sýning, uppselt
su. 30. sept., 6 sýning
fö. 5. okt., 7 sýning, uppselt
lau. 6. okt., 8 sýning, uppselt
su. 7. okt., fö. 12. okt., uppselt
lau. 13. okt., uppselt og su. 14. okt.
föstudag 19. okt
laugardag 20. okt.
Miðasala og simapantanir í Islensku óper-
unni alla daga nema mánudaga frá kl.
13-18.
Símapantanir einnig alla virka daga frá kl.
10-12. Símar 11475 og 11200.
Ósóttar pantanir seldar tveimur dög-
um fyrir sýningu.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
a km
eftir Georges Feydeau
2. sýn. 21. sept., grá kort gilda, uppselt.
3. sýn. 22. sept., rauð kort gilda, uppselt.
4. sýn. 23. sept., blá kort gilda.
5. sýn. 27. sept„ gul kort gilda.
6. sýn. 28. sept., græn kort gilda.
7. sýn. 29. sept., hvit kort gilda.
8. sýn. 4. okt„ brún kort gilda, uppselt.
9. sýn. 3. okt.
10. sýn. 5. okt.
11. sýn. 6. okt.
12. sýn. 7. okt.
Sýningar hefjast kl. 20.
Miðasalan opin daglega frá kl. 14.00 til
20.00.
Auk þess tekið á móti miðapöntunum í síma
frá kl. 10-12.
Sími 680 680
Greiðslukortaþjónusta
Leikhúskjallarinn er opinn á föstudags- og
laugardagskvöldum.
Billiard á tveimur hæðum.
Pool og Snooker.
Oplð frá kl. 11.30-23.30.
FACO FACO
FACOFACO
FACOFACO
LISTINN Á HVERJUM
MÁNUDEGI
* C '
jumir
spara sérleigubíl
aórir taka enga áhættu!
Eftireinn
-ei aki neinn
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Simi 11384
Salur 1
DICK TRACY
Sýnd kl. 2.45, 4.50, 7, 9 og 11.10.
Aldurstakmark 10 ára.
Salur 2
HREKKJALÓMARNIR 2
Sýnd kl. 2.45, 5, 7, 9 og 11.
Aldurstakmark 10 ár.
Salur 3
Á TÆPASTA VAÐI 2
Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
OLIVER OG CO
Sýnd kl. 3
STÓRKOSTLEG STÚLKA
Sýnd kl. 4.45.
Bíóhöllirt
Simi 78900
Salur 1
DICK TRACY
Sýnd kl. 2.45, 4.50, 7, 9 og 11.10.
Aldurstakmark 10 ára.
Salur 2
HREKKJALÓMARNIR 2
Sýnd kl. 2.45, 5, 7, 9 og 11.10.
Salur 3
Á TÆPASTA VAÐI 2
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10.
OLIVER OG CO
Sýnd kl. 3.
Salur 4
STÖRKOSTLEG stúlka
Sýnd'kl. 5 og 9.
HEIÐA kl. 3
FULLKOMINN HUGUR
Sýnd kl. 7.05 og 11.10.
Salur 5
ÞRÍR BRÆÐUR OG BÍLL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
EARTHGIRLS ARE EASY
Sýnd kl. 3.
Háskólabíó
Sími 22140
Salur 1
PAPPÍRSPÉSI
Sýnd kl. 3 og 5.
ROBOCOP 2
Sýnd kl. 7.30 og 10.
Bönnuð innan 16 ára
Salur 2
Á ELLEFTU STUNDU
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
ROBOCOP
Sýnd kl. 5.
VATNABÖRN kl. 3.
Salur 3
AÐRAR 48 STUNDIR
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Á ELLEFTU STUNDU
Sýnd kl. 5.
SMYGLARAR kl. 3.
Salur 4
LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER
Sýndkl. 9.15.
VINSTRI FÓTURINN
Sýnd kl. 5.
PARADÍSARBÍÓIÐ
Sýnd kl. 7._________________
Laugarásbíó
Simi 32075
A-salur
Á BLÁÞRÆÐI
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 12 ára.
DÁVID OG SANDY kl. 3
B-salur
AFTUR TIL FRAMTÍÐAR III
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10.
ALVIN OG FÉLAGAR kl. 3.
C-salur
007 SPYMAKER
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
AFTUR TIL FRAMTiÐAR III
Sýnd kl. 2.30.
Bönnuð innan 12 ára.________
Re gnb o ginn
Simi 19000
A-salur
HEFND
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
LUKKU-LÁKI OG FÉLAGAR
Sýnd kl. 3.
B-salur
NÁTTFARAR
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
UNGA NORNIN kl. 3
C-salur
TiMAFLAKK
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
D-salur
i SLÆMUM FÉLAGSSKAP
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
ALLT A FULLU kl. 3
E-salur
REFSARINN
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
NUNNUR Á FLÓTTA
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Stj örnubíó
Simi 18936
Salur 1
MEÐ TVÆR i TAKINU
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ÆVINTÝRI MUNCHAUSEN kl. 3
Salur 2
FRAM i RAUÐAN DAUÐANN
Sýnd kl. 9 og 11.
POTTORMUR í PABBALEIT
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Veður
Á morgun verður fremur hæg norð-
an- og norðaustanátt, smáskúrir eða
slydduél norðan- og austanlands en
víða bjartviðri sunnan- og vestan-
iands, hiti 3-5 stig.
Akureyri rigning 2
Egilsstaðir rigning 2
Hjarðarnes skýjaö 8
Galtarviti alskýjað 4
Ketlavíkurflugvöllur hálískýjað 5
Kirkjubæjarklausturhá\fskýiað 12
Raufarhöfn rigning 3
Reykjavík léttskýjað 6
Sauðárkrókur súld 2
Vestmannaeyjar rykmistur 7
Bergen skýjað 7
Heisinki skýjað 12
Kaupmannahöfn skýjað 10
Osló skýjað 11
Stokkhólmur skúr 11
Þórshöfn hálfskýjað 10
Amsterdam úrkoma 13
Barcelona mistur 26
Berlín skýjað 12
Feneyjar þokumóða 21
Frankfurt hálfskýjað 13
Glasgow úrkoma 10
Hamborg skúr 8
London léttskýjað 15
LosAngeles alskýjað 19
Lúxemborg skýjað 12
Madrid mistur 27
Montreal skýjað 12
Nuuk alskýjaö 4
Oriando léttskýjaö 24
París hálfskýjaö 19
Róm skýjað 25
Valencia léttskýjað 32
Wirmipeg skýjað 8
Gengið
Gengisskráning nr. 180. - 21. sept. 1990 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 56.860 57.020 56.130
Pund 105.475 105,772 109,510
Kan. dollar 49.261 49.400 49,226
Dönsk kr. 9,4570 9.4836 9.4694
Norsk kr. 9.3068 9,3330 9.3581
Sænskkr. 9.8119 9,8395 9,8310
Fi.mark 15,1526 15,1952 15,3802
Fra.franki 10,7521 10,7824 10,8051
Belg. franki 1.7609 1,7558 1,7643
Sviss. franki 42,9878 43.1088 43.8858
Holl. gyllini 31.9393 32,0292 32.1524
Vþ. mark 35,9976 38.0989 35,2246
ít. líra 0.04834 0,04847 0,04895
Aust.sch. 5,1191 5,1335 5,1455
Port. escudo 0.4064 0,4076 0.4118
Spá. peseti 0,5759 0,5775 0.5866
Jap.yen 0.41428 0.41545 0,39171
jrsktpund 96,608 95.880 97,175
SDR 78,8944 79,1164 78,3446
ECU 74,6288 74,8388 75,2367
Simsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
21. september seldust alls 55,464 tonn.
Magn i Veró í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Keila 0,292 33.00 33.00 33,00
Ýsa 2,199 127,40 110.00 140,00
Smáþorskur 0,233 70,00 70,00 70,00
Ufsl 4,502 41,62 39.00 42.00
Þorskur 6,123 97,46 94.00 100.00
Steinbitur 0,241 69,41 69.00 70,00
Lúða 0,279 261,32 150.00 315,00
Langa 3,174 61.00 61,00 61.00
Koli 0,321 66,00 65.00 76.00
Karfi 38.097 39.50 38.00 42.50
Faxamarkaður
21. september seldust alls 64,564 tonn.
Gellur 0,014 335.00 335.00 335,00
Grálúða 0,134 51,00 51.00 51,00
Karfi 1.555 39.10 39.00 46.00
Keila 1,787 37,00 37,00 37,00
Kinnar 0,021 278,47 275,00 280.00
Langa 0,795 67,05 65.00 69.00
Lúða 1.618 325,71 280,00 395.00
Saltfiskur 0.050 155,00 155.00 155.00
Saltfiskflök 0,223 159,39 150,00 165.00
Siginn fiskur 0.108 175,74 165.00 185.00
Skarkoli 0,364 87,94 78,00 90.00
Steinbitur 2,458 88.63 77,00 100.00
Þorskur, sl. 7,778 97,29 90.00 104,00
(Jfsi 41,018 44,29 19,00 47,00
Ýsa, sl. 6.640 116,42 50.00 141,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
21. september seldust alls 45,681 tonn.
Skarkoli 0,220 70,00 70,00 70.00
Keila 0,891 32.00 32.00 32,00
Koli 0.085 62.00 52.00 62.00
Blálanga 0,021 50.00 50.00 50.00
Úfugkjafta 0,068 21,47 20.00 25.00
Steinbitur 0.056 26.00 26.00 26,00
Ýsa 8,121 98.26 65,00 107,00
Skata 0,014 80.00 80,00 80.00
Langa 0,593 53.16 53,00 54,00
Ufsi 8,530 47,14 30.00 55.00
Þorskur 22,667 94,51 60,00 109.00
Lax 0.039 180,00 180,00 180,00
Karfi 3,203 39.52 15,00 49.00