Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn- Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað : LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. ísafjörður: Athugasemdir viðlausn bæjarstjórans Félagsmálaráðuneytið hefur gert athugasemdir við lausn sem bæjar- stjórn ísafjarðar veitti Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra frá störfum bæjarfulltrúa. Ráðuneytið vill að Haraldi verði veitt lausn út kjörtíma- bibð eða til ákveðins tíma. Lausn hans er ekki tímasett. Haraldur er ráðinn bæjarstjóri allt þetta kjör- tímabil. Sjálfstæðismenn buðu fram tvo framboöslista við bæjarstjórnar- kosningarnar á ísafirði. Þrátt fyrir ágreining mynduðu sjálfstæðismenn einn bæjarstjórnarílokk. Haraldur bæjarstjóri var oddviti klofningsbst- ans - I-bstans. Þegar meirihlutinn var myndaður var ákveðið að Har- aldur yrði áfram bæjarstjóri en gegndi ekki jafnframt störfum bæj- arfulltrúa. Minnihlutaflokkarnir höfðu athugasemdir um þá ráðstöf- um og sendu kæru þess efnis til fé- lagsmálaráöuneytisins. „Ég vil ekkert segja um þetta að sinni,“ sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri þegar DV ræddi við hann. -sme Skagaströnd: Sigldiátals- verðriferðá viðlegukantinn Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Koma ílutningaskipsins Jarls tb Skagastrandar varð siður en svo tíð- indalaus. OUi skipið í tvígang skemmdum á gömlu löndunar- bryggjunni. Þess á milb strandaði það inni í höfninni. Nokkrar skemmdir urðu einnig á stefni skips- ins í þessum atgangi. Allhvöss suðvestanátt var á Skaga- strönd á þriðjudag þegar Jarl kom. Ókyrrt er í þessari átt í höfninni, einkum utarlega, og var ákveðið að færa skipið inn að löndunarbryggj- unni. Lendingin við bryggjuna tókst hins vegar ekki betur en svo að stefnið lamdist utan í enda bryggj- unnar, nokkrir staurar og hluti úr steyptri þekju brotnuðu og grjót úr uppfylbngunni hrundi út í höfnina. Þegar Jarl var síðan á leið úr höfn- inni um miðnættið vildi ekki betur til en svo að skipið strandaði 15 til 20 metra frá viðlegukantinum og sat þar fast í þrjá tíma. Með ýmsum til- færingum tókst svo að losa skipið. Það gerðist svo snögglega að siglt var á talsverðri ferð á viðlegukantinn að nýju og skemmdist hann nokkuð. LOKI Það kostar sitt að bjóða fram klofið! Skynsamlegt að veita ekki fleiri lánslof orð • T / -1 ' X 1 / J 1 • £>/■! / "1 / ^-1 „Það er auðvitað spurning hvort menn vilja mæta þessu meö vaxta- hækkunum eða ríkisframlagi. Það er auövitað sú spuming sem við stöndum nú frammi fyrir. Ég tel að það sé skynsamlegast að taka ákvörðun um lokun á kerflnu og veita ekki fleiri lánsloforö til að koma í veg fyrir gjaldþrot sjóð- anna. Síðan hefði ég taliö skyn- samlegast í þessari stöðu, sem nú er, og á tímum þjóðarsáttar að það verði ekki farið út í vaxtahækkanir að svo stöddu. En ef við horfum lengra inn í framtíðina held ég að ekki verði hjá því kornist," sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra þegar hún var spurð um þá stöðu sem blasir við Bygg- ingarsjóði rikisins og kom fram í nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Þar kemur fram að eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins verður uppurið eftir 15 ár en 11 ár hjá Byggingarsjóði verkamanna, Félagsmálaráðherra sagði að nið- urstöður þessarar skýrslu kæmu í sjálfu sér ekki á óvart. Sagðí hún að menn hefðu ekki viljað taka á þessu en nú virtist henni sem hjá þvi yrði ekki komist. En er ekki harkalegt að loka á þá sem enn bíða með lánsloforð? „Ég sé enga skynsemi i öðru en að loka þessu kerfi og við höfum lagt fram útreikninga í ríkisstjórn sem sýna að þessir 5500 aðilar sem bíða væru jafnvel eöa betur settir í húsbréfakerfinu heldur en að bíða áfram í röðhrni. Ef farin væri sú leið, sem við erum að velta fyrir okkur, að hækka hlutfabið í hús- bréfakerfinu, sem sagt að hækka úr 65% af íöuðarverðinu i 70-75% en halda þakinu við 9 milljónir, þá er það hagstæðara líka fyrir lág- tekjufólk að fara í húsbréfakerfið," sagði Jóhanna. Þá sagði hún að ef kerfið írá 1986 yrði rekið áfram væri til lítils bar- ist því að þó settir yrðu í það tveir mibjarðar væri aðeins hægt að af- greiða 800 lánsloforð af þeim 5500 sem bíða. Til að afgreiða það allt þyrfti 15 tb 20 mbljarða. „Ríkisstjómin er að skoða leiðir til að taka á byggingarsjóðunum en það vita allir að þetta er ekki besti tíminn fyrir vaxtahækkanir. Ég myndi leggja áherslu á að á fjár- lögum fyrir 1991 komi ríkisframlag en ekki verði farið út í vaxtahækk- anir,“ sagði félagsmálaráðherra. Hún sagði að þetta ríkisframlag yrði að vera upp á 450 mbljónir króna. -SMJ DV-mynd GVA Konungsmerkið á Alþingishúsinu lagfært Unnið er að því að snurfusa konungsmerkið á Alþingishúsinu en eftir ákvörðun húsfriðunar- nefndar um að hafna íslenska skjaldarmerkinu mun konungsmerkið eitt tróna yfir dyrum þing- hússins. Forsjármálið: Lögmaðurföður- inskærirfógeta til hæstaréttar - sættir hafa ekki náðst Hæstarétti hefur verið send kæra lögmanns fóðurins í forsjárdeilunni sem fjallað hefur verið um að undan- fórnu vegna níu ára gamallar stúlku. Borgarfógeti og fubtrúi hans hafa verið kærðir fyrir að láta ekki kröfu gerðarbeiðanda ná fram að ganga vegna innsetningarbeiöni barnsins. Fógeti hefur hins vegar kært lög- regluna til dómsmálaráðuneytisins þar sem hann telur að lögreglan hafi ekki veitt sér þá aðstoð við fram- kvæmd gerðarinnar sem hann hafði óskað eftir. Barnið er hjá móður sinni en faðir- inn, sem hefur forsjá b#rnsins, er kominn til landsins frá Spáni. Sátta- umleitanir milli aðila hafa farið fram í dómsmálaráðuneytinu í vikunni með aðstoð prests. Samkvæmt heim- ildum DV hafa þeir fundir ekki borið árangur ennþá. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki fallist á að forsjá verði endurskoðuð í ljósi þess að ný gögn hafa verið send frá móðurinni en hún hefur óskað eftir að fá forsjá yfir barninu. -ÓTT Veðrið á sunnudag og mánudag: Skýjað og úrkomu- laust að mestu Norðan- og norðaustangola eða kaldi og smá slydduél á annesjum austanlands, léttskýjað sunnan- lands. Annars staðar að mestu skýjað en úrkomulaust. VIDEO 'heiMar Pakateni 11, s. 687244 BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.