Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
15
Vargöld á vegunum
Á hverju einasta ári eru tugir
íslendinga drepnir. Vanmáttugar
tilraunir þjóöfélagsins til þess að
hindra blóðfórnirnar á vegum
landsins skila engum árangri, enda
er oftast tekið á skaðvöldunum með
silkihönskum og þeim sleppt refs-
ingahtið eða jafnvel refsingalaust
út á vigvöh umferðarinnar á nýjan
leik.
Tala þeirra sem láta lífiö á vegun-
um er nokkuð svipuð frá ári til
árs. Yfirleitt er um að ræða tuttugu
og fimm til þrjátíu mannslíf á ári.
í fyrra féllu fil dæmis þrjátíu ís-
lendingar á vígvelli umferðarinn-
ar. Þijátíu og þrír árið 1988. Tutt-
ugu og sex árið 1987. Og tuttugu
og fimm áriö 1986.
Á hverjum áratug er þannig fóm-
að hátt í þrjú hundruð íslending-
um. Þrjú hundruð fjölskyldur
missa einhvern sinna nánustu al-
gjörlega að óþörfu vegna kæruleys-
is, tilhtsleysis og sinnuleysis öku-
manna og þjóðfélagsins.
Margfalt fleiri verða fyrir líkam-
legum og andlegum meiðslum í
umferðinni, hljóta örkuml sem
gera þeim ókleift að lifa eðlilegu
hfi og njóta hæfúeika sinna. í mörg-
um tilvikum er um að ræða svo
alvarlegar misþyrmingar að jafna
má við manndráp.
Er ekki mál að þessu blóðbaði
hnni? Er ekki tímabært að stjórn-
völd tryggi með stórauknu eftirliti
og leiðsögn að lögum landsins sé
fylgt í umferðinni? Er ekki tími til
kominn að ökumenn séu gerðir
ábyrgir voðaverka sinna?
Silkihanskar
Það er yfirleitt tekið með silki-
hönskum á þeim sem stórslasa eða
drepa samborgara sína ef vopnið
er bíll en ekki byssa, hnífur eða
barefh.
Þegar um gróf tilvik er að ræða
fá þeir þó stundum fangelsisdóm
en hann er þá að mestu eða öllu
leyti skilorðsbundinn. Eftir nokkra
mánuði eru þessir menn gjaman
komnir með ökuskírteini á ný og
þar með út í umferðina.
Það er glæpsamlegt athæfi þegar
drukkinn maður sest undir stýri
og fer að aka bíl sínum um götum-
ar ölvaður. íslenskir ökumenn
fremja þetta alvarlega afbrot í þús-
undir skipta á hverju ári. Stundum
eru þeir teknir og sviptir ökuleyfi
um sinn. Fljótlega er þeim þó sleppt
út á vegi landsins á ný.
Þúsundir ökumanna þverbijóta
ákvæði um hámarkshraða í um-
ferðinni. Eitt árið voru hátt í tvö
þúsund þeirra teknir fyrir of hrað-
an akstur í Árnessýslu einni. Þar
sem lögreglan hefur ekki eftirht
með umferðinni aha daga og nætur
er ljóst að hér var einungis um að
ræða lítinn hluta þeirra sem í
reynd brutu gegn landslögum að
þessu leyti í þessari einu sýslu
landsins. Geta menn þá gert sér í
hugarlund brotatíðnina á landinu
öllu.
Og þá er ekki verið að tala um
ökumenn sem fara fimm til tíu kíló-
metra fram yfír hámarkshraðann:
Þessir ökufantar þeysa gjarnan á
120 til 150 kílómetra hraða.
Séu hraðakstursmenn á annað
borð teknir og sviptir ökuleyfi þá
er það einungis um stundarsakir.
Fljótlega eru þeir komnir á fleygi-
ferð á nýjan leik.
Ómenning
Sú tíð er löngu liðin að bíllinn sé
lúxusvara. Hann er nauðsyn í nú-
tímasamfélagi hvort sem mönnum
líkar betur eða verr.
Stundum er talað um umferðar-
menningu. Þá er væntanlega átt við
það umhverfi sem þjóðfélagið hef-
ur skapað bílaumferðinni í
landinu. Þau lög og reglur sem
gilda um akstur. Gæði og öryggi
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
vegakerfisins. Og það hversu mikið
tillit þegnarnir taka til þess ramma
sem umferðinni er þannig settur.
Fullyrða má að Islendingar búi
við ómenningu í umferðarmálum.
Til dæmis um það er ekki aðeins
þetta blóðbað á götunum og van-
máttug viðbrögð við því. Nei,
ómenningin birtist ekki síður í því
almenna tillitsleysi sem einkennir
umferðina hér.
Hver kannast ekki við ökumenn-
ina sem skapa stórhættu á slysum
með sífelldum framúrakstri þar
sem engar aðstæður eru til slíks?
Eða þá sem gefa í þegar gult ljós
kemur á gatnamótum og ógna lífi
og velferð samborgara sinna með
því að bruna yfir þegar rauða ljósið
er komið? Eða aka yfir rækilega
merktar gangbrautir, oft á miklum
hraða, án tillits til þeSs að gangandi
vegfarendur eiga réttinn? Eða
skipta sífelit um akreinar án þess
að gefa stefnuljós?
Þannig haga þeir ökumenn sér
sem varðar ekkert um rétt annarra
í umferðinni. Þeir bijóta reglurnar
í trausti þess að aðrir ökumenn,
og gangandi vegfarendur, víki þótt
rétturinn sé þeirra megin. Vegna
viðbragða annarra ökumanna
sleppa þessir ökuníðingar oft við
árekstur. Og löggæslan er yfirleitt
í órafjarlægð.
Alltof oft geta jafnvel skjót varn-
arviðbrögð þeirra, sem á er brotið,
hins vegar ekki komið í veg fyrir
slys. Þannig missa margir líf eða
heilsu í umferðarómenningunni án
þess að eiga nokkra sök á því sjálf-
ir. Og þjóðfélagið setur upp silki-
hanska þegar kemur að sökudólg-
unum.
Hvaó er til ráða?
Ekki er annað að sjá en þeir sem
málum ráða hafi sætt sig við þessa
vargöld á vegum landsins. Aðgerð-
ir þeirra beinast fyrst og fremst að
því að reyna að draga úr líkum á
alvarlegum meiðslum þeirra sem í
árekstrum lenda, svo sem eins og
með því að skylda notkun sætisóla
hér og þar.
Það er út af fyrir sig gott og bless-
að. En höfuðverkefnið hlýtur þó að
vera að gera göturnar öruggari fyr-
ir aha vegfarendur með því að
draga úr villimennskunni.
Það verður ekki gert nema með
strangari kröfum til ökumanna,
stórauknu eftirliti lögreglunnar og
harkalegri viðurlögum við alvar-
legum og síendurteknum brotum.
Enginn efast um að með þvi að
færa löggæsluna út á vegina sé
hægt að draga verulega úr slysa-
hættunni. Það sýnir sig til dæmis
mestu umferðarhelgarnar að öflug
löggæsla á öllum helstu vegum
tryggir skipulagða og slysalitla
umferð. Það að lögréglubílar séu
ávallt sýnilegir á götunum er til
dæmis besta leiðin til þess að draga
úr hraðakstri.
Um hríð gekk ofbeldisalda um
miðbæ Reykjavíkur í og með vegna
þess að lögreglan dró sig í hlé. Þeg-
ar hún lét sjá sig á ný á götunum
héldu ofbeldisseggirnir sig í skefj-
um.
Hið sama gildir um ökuníðing-
ana.
Hvað kostar
mannslíf?
Stjórnvöld bera því vafalaust við
að stóraukið skipulegt eftirlit á göt-
unum sé alltof dýrt. Auðvitað kost-
ar það peninga. En hvað kosta þrjá-
tíu mannslíf á ári? Hvað kosta ör-
kuml hundraða manna? Ekki bara
í sorg og eymd einstaklinganna
heldur í beinhörðum peningum?
Niðurstaða þess reikningsdæmis
yrði örugglega sú að það væri ódýr-
ara að drífa lögregluna út á göturn-
ar.
Ekki er síður mikiívægt að gera
ökumenn ábyrga gerða sinna. Taka
verður hart á þeim sem brjóta hvað
eftir annað gróflega þau lög og regl-
ur sem tryggja eiga slysalausa
umferð. Það á einkum við þá sem
aka ölvaðir eða á brjálæðislegum
hraða. Háar sektir gera vafalaust
eitthvert gagn en meira þarf til aö
koma, til dæmis strangt próf, tíma-
bundin ökuréttindi og aukið eftirlit
með síbrotamönnum í umferðinni
sérstaklega. Sums staðar eru slíkir
afbrotamenn skikkaðir í þegn-
skylduvinnu til að bæta fyrir brot
sín gagnvart samfélaginu.
Síðast en ekki síst þarf að taka
ofan silkihanskana gegn þeim sem
eyða lífi annarra, eða eyðileggja
hehsu þeirra og lífshamingju, með
bíl að vopni. Gera þarf ökumönn-
um það fyllilega ljóst að samfélagið
líti á manndráp á vegum landsins
sem alvarlegan glæp.
Elías Snæland Jónsson