Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. 9 Þannig leit Arna út um það leyti sem hún hélt til Kanada ásamt foreldrum sinum. Módelmynd af Örnu. Eins og sjá má hefur hárgreiðslan breytt henni mikið. Ama Kristjánsdóttir, 18 ára Skagamær: Sigraði í fyrirsætu- keppni í Kanada Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Ung stúlka frá Akranesi, Arna Kristjánsdóttir, hefur á síðustu miss- erum verið að vinna sér nafn sem fyrirsæta, jafnt í Kanada sem Japan. Arna, sem er dóttir Kristjáns Einars- sonar og Helgu Guðmundsdóttur, flutti ásamt foreldrum sínum frá Akranesi fyrir réttum þremur árum til Saskatoon í Saskatchewan-fylki í Kanada og hefur ekki komið heim til íslands fyrr en í sumar er hún dvaldi hér í 3 vikur. Helgarblaðið náði tali að Örnu áður en hún hélt utan á ný um helgina: „Það var nú fyrir algera tilviljun að ég lenti í fyrirsætustörfum. Reyndar haíði mig alla tíð langað til þess að verða fyrirsæta en spáði lítið meira í það, fannst ég ekki vera tilbú- in og þetta er dýrt. Námskeið í fyrir- sætuskóla eru dýr og það kostar líka mikið að láta útbúa myndamöppur og myndbönd af sér. Svo var það eitt sinn að ég var á gangi með vini mínum i Saskatoon að hann stakk upp á því að ég léti skrá mig í samkeppni þar sem verið var að leita að fyrirsætum. Ég vildi það ekki en annar kunningi minn skráöi mig án þess að láta mig vita. Ég sló því til og keppti ásamt 50 stúlk- um og vann keppnina, mér til mikill- ar undrunar," sagði Arna. Stökkframávið Sigurinn í keppninni í Saskatoon færði Örnu mörg skref áfram á framabrautinni í módelheiminum. Auk peningaverðlauna fékk hún 18 vikna námskeið í módelskóla í verð- laun og vann sér einnig rétt til þátt- töku í stórri keppni í Toronto árið eftir, 1988, þar sem kepptu stúlkur hvaðanæva úr Kanada um titilinn „ljósmyndafyrirsæta ársins“. Ekki er að orðlengja það að Örnu gekk mjög vel í þeirri samkeppni og hafnaði.í 3. sæti. Og þá fóru hjólin að snúast. Eftir keppnina var haft samband við hana frá módelskrifstofu í Van- couver, Mittsu Model Management, og henni boðið að vinna við fyrir- sætustörf í Japan. Þangað fór hún í nóvember á síðasta ári og dvaldi í tvo mánuði við fyrirsætusörf í Tokyo. Hún heldur aftur til Japans innan nokkurra vikna en heima í Kanada bíða hennar fyrst nokkur fyrirsætu- verkefni. „Ég læröi mikið á dvölinni í Japan. Þetta var strangur skóli; erfiður en skemmtilegur. Eg fór í viðtöl á hverj- um degi. Sum þeirra leiddu til þess að ég fékk vinnu, önnur ekki. Ég hafði heilmikiö að gera á þessum tveimur mánuðum, vann þó aðallega sem hárgreiðslufyrirsæta en einnig gerði ég einn tískuþátt. Hann var allur tekinn um borð í Queen Ehsa- beth II., sem lá við akkeri í höfninni, og það var spennandi vinna.“ Hvernig er svona vinna borguð? „Hún er vel greidd en þegar maður er að byrja eins og ég vill vinnan verða stopul. Þetta er ekki starf frá 9-5 alla daga eins og hjá flestu fólki. En sem dæmi um launin get égriefnt að ég fékk 1200 dollara (um 66 þús. kr. ísl.) fyrir einn dag og síðan fékk ég eitt sinn 600 dollara (33 þús. kr. ísl.) fyrir klukkustundar vinnu. Þetta er annars mjög misjafnt og maður tekur nánast öllu sem býðst á meðan maður er að vinna sér nafn. Sam- keppnin er geysilega hörð og því mikilvægt að standa sig.“ Féllusthendur Varstu ekkert smeyk viö að fara ein til Japans? „Ekki fyrst en þegar ég kom til Tokyo lá við að mér féllust alveg hendur. Þá langaði mig mest til að hrópa: „Mamma, hvar ertu? Mig langar heim!“ En ég harkaði af mér og þetta varð mjög skemmtileg dvöl. Þarna voru tvær íslenskar fyrirsæt- ur að vinna á sama tíma og ég, Berg- hnd Johansen og Hendrikka Waage, en hana hitti ég reyndar aldrei, tal- aði bara við hana í síma.“ Hvernig komu Japanir þér fyrir sjón- ir? „Ákaflega vel. Ég fékk ýmsar upp- lýsingar um Japan og Japani áöur en ég fór þangað en fæst af því stóðst. Mín reynsla er sú að maður getur treyst þeim fullkomlega. Þeir gera miklar kröfur en kunna vel að meta það ef maður stendur sig vel. Þeir eru framúrskarandi kurteisir og mér fannst gott að vinna með þeim.“ En borgin Tokyo, hvernig var hún? „Mér fannst hún ákaflega heillandi en mannmergðin er gífurleg og göt- urnar margar þröngar. Það kom stundum fyrir að mann langaði mest til að öskra þegar miðaði hægt áfram í manngrúanum. En Japanir eru heiðarlegir og besta dæmið um það fannst mér þegar vinkona min skildi veskið sitt eftir í einni neðanjarðar- lestinni. Þar fara milljónir manna um á hverjum degi. En viti menn, skilvís fmnandi kom því á eina brautarstöðina þangað sem hún gat sótt það. Engu hafði verið stolið.“ Á samning hjá Ford? Arna er nú við nám í menntaskóla í Saskatoon og lýkur námi í júní á næsta ári. í náminu er hún með sál- fræði, hffræði, stærðfræði og ensku sem aðalfóg. Hún segir gott að hafa góðan grunn úr skóla upp á fram- haldið, hvort heldur hún ílengist í fyrirsætustörfum eða heldur áfram námi. Arna er á samningi við Mittsu Model Management fram á mitt næsta ár en um leið og hann rennur út hefur henni verið boðið að senda myndir af sér til Ford-fyrirsæturis- ans í New York. „Auðvitað væri æðislegt að komast að þar því þetta er eitt ahra stærsta fyrirsætufyrir- tæki heims. Ég geri mér mátulegar vonir en það væri frábært að komast þar á samning,“ sagði Arna. „Mig langar til þess að vinna áfram sem fyrirsæta en maður verður að vera þolinmóður í þessu starfi. Þetta er skemmtilegt en um leið ákaflega erfitt. Maður þarf að gæta sín vel, hvort heldur er með svefn, mataræö- ieöa annað, þannig að það er að mörgu að hyggja. Það er mikill mis- skilningur að starfiö felist bara í því að vera sæt og brosa. Þetta er mikil og erfið vinna sem er vel launuð þeg- ar vel gengur.“ ; -,í ; KÆLISKAPAR FRYSTISKÁPAR OG MARGT FLEIRA auknecht ÞYSK GÆÐATÆKIA G0ÐU VERÐI r I ELDAVELAR OG OFNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞV0TTAVÉLAR ÞURRKARAR KAUPFELOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÖLTAGÖRDUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.