Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
Erlendbóksjá
DV
0 N E WOttAN'S MOVtNG TESTIMO/
n
í ii I IMl IV III II II 11 /1JL
riMUttSIMA HUStriVH l’tUSIÍSI
tr i ttu,f n-iitriiM imi um i
Dagbók úr
fangabúðum
Rithöfundurinn Luise Rinser
bjó ein meö tveimur börnum sín-
um í október áriö 1944 þegar hún
var handtekin vegna ábendingar
frá einni vinkonu sinni sem var
gift Gestapómanni. Hún var sök-
uð um landráð og flutt í fanga-
búðir fyrir konur í Traunstein
þar sem hún dvaldi fram á áriö
1945.
Að vera í fangelsi í Hitlers-
Þýskalandi voru gífurleg við-
brigði fyrir Luise Rinser sem kom
úr tiltölulega þægilegu umhverfi.
Til þess að átta sig betur á þess-
ari nýju tilveru skrifaði hún nær
daglega hugleiðingar sínar um
lífið í fangabúðunum og raunir
sjálfrar sín og samfanga sinna.
Að stríðinu loknu var dagbókin
gefin út og vakti verulega athygli.
Það er auðvitaö ólíku saman að
jafna fangavist í Traunstein eða
eymdinni í útrýmingarbúðum
nasista. En Rinser er góður rit-
höfundur og henni tekst að draga
upp áhrifaríka mynd af ömur-
leika fangalífs í Þúsundáraríkinu
og af þeim ólánsömu einstakling-
um sem hún átti þar samneyti
við.
PRISON JOURNAL.
Höfundur: Luise Rinser.
Penguln Books, 1990.
NIGI L BARLEY
NOT A
HAZARDOUS
R 1
Heimsókn til
Torajalands
Á eyjunni Sulawesi í indónes-
íska eyjaklasanum er land
Torajamanna sem eru um margt
sérstakir. Breski mannfræðing-
urinn Nigel Barley fór nýlega í
heimsókn til þessa afskekkta hér-
aðs og skrifaði bók um ævintýrið.
Þetta er skemmtileg ferðasaga
þar sem Barley lýsir bæði því sem
hann sá og heyrði hjá Toraja-
mönnum, sem tóku honum yfir-
leitt mjög vinsamlega, og ýmsum
uppákomum og skringilegheitum
sem hentu hann á leiðinni.
Torajamenn hafa ýmsa undar-
lega siði. Meðal annars geyma
þeir gjaman lík látinna ættingja
í nokkur ár meðan verið er að
safna fyrir veglegri útför. Þeir
smíða einnig sérkennileg hús
með glæsilegum útskurði sem
Barley varð svo hrifinn af að
hann fékk nokkra þeirra til að
koma til Bretlands og skera þar
út eitt slíkt hús, hrísgijónahlöðu,
fyrir Museum of Mankind.
Þetta er í senn fróðleg og
skemmtileg frásögn af undarleg-
um siðum og háttum viðkunnan-
legs fólks.
not a hazardous sport.
Höfundur: Nigel Barley.
Penguin Books, 1990.
Lækningin verri
en sjúkdómurinn
Flestir hafa opnað augun fyrir
þeim hættum sem steðja að náttúr-
unni og umhverfi alls lífs á jörðinni.
Súrt regn iðnmengunar drepur tré
og eyðir dýralífi í ám og vötnum.
Skógar og annar gróður láta undan
síga. Geislavirkur úrgangur gerir
heil vötn aö grafreitum. Dýrategund-
um er útrýmt. Hafið er gert að rusla-
haug. Ósonlagiö þynnist.
Já, listi synda mannsins gagnvart
umhverfi sínu er langur. Gagnráð-
stafanir eru orðnar mjög brýnar.
Stjómmálamenn, einkum í hinum
auðugri hluta heimsins, eru smám
saman að átta sig á þeirri staðreynd
og tala nú sumir hverjir eins og
umhverfisvemdarsinnar.
Og viða er gripið til aðgerða: Hertar
reglur um mengun frá bílum. Strang-
ari kröfur um hreinsibúnað í verk-
smiðjum. Aukið eftirlit meö flutningi
og geymslu hættulegra úrgangsefna.
Breytt sorphirðing með áherslu á
endurvinnslu.
Græn framboð
En þótt stjórnmálamennirnir segi
í reynd: „Við erum aihr umhverfis-
vemdarmenn" þykir græningjum
verk þeirra hið mesta yfirklór. Það
sé verið að stela málinu án þess að
takast á við vandann.
Þessir græningjar hafa á undan-
fömum árum leitað inn á vettvang
stjómmála með sérstökum framboð-
um. Og sums staðar náð nokkrum
árangri, svo sem í Vestur-Þýska-
landi.
Víðast hafa græningjar þó fengið
lítinn sem engan stuðning við kjör-
borðið. Þannig var það líka í Bret-
landi þangað til í kosningum til Evr-
ópuþingsins í fyrra. Þá komu græn-
ingjar sjálfum sér og öðmm á óvart
með því að fá um 15 af hundraði
greiddra atkvæða og vita eiginlega
ekkert hvernig þeir eiga að bregðast
við.
Hver er svo stefna bresku græn-
ingjanna?
Því er lýst í þessari „grænu stefnu-
skrá“ sem er samin af tveimur for-
ystumanna fiokks græningja þar í
landi. Hér kemur í ljós að stefnan er
stundum óljós og ávallt öfgafull.
Græna stefnan
Tökum fáein dæmi. Þar sem meng-
un er að verulegu leyti afleiðing iðn-
væðingar þá eru græningjar á móti
iðnvæöingu. „Ef það er óhagkvæmt
að framleiða vömr með mengunar-
lausum hætti þá eigum við að hætta
að framleiða þær vörur,“ segja þeir.
Sem fyrirmynd að landbúnaðar-
kerfi vísa þeir til Kína þar sem vél-
ar, tilbúinn áburður og aðrir skað-
valdar nútímans eru af skornum
skammti og úrgangur dýra og manna
gjarnan helsti orkugjafmn. Þá vilja
þeir htil sæt þorp í sveitum þar sem
ahir eru sjálfum sér nægir. Einnig
búskap og fögur engi í borgum.
Græningjar boða einnig almenn-
ingssamgöngur sem séu góðar en
ódýrar. Þeir eru andvígir einkabhum
og vilja skylda ökumenn til að taka
með sér farþega á ákveðnum vegum
og sekta þá sem aka einir. Einnig
stórauka skatt á bensíni og banna
einkabíla í miðborgum.
Græningjar telja að krafan um
aukinn hagvöxt sé í grundvallarat-
riðum röng. Þaö eigi að draga úr
framleiðslu og neyslu í stað þess að
auka hana. Samt vilja þeir greiða
öhum lágmarkslaun og húsnæðis-
styrk án tfllits til þess hvort þeir eru
í starfi eða ekki. Þessi lágmarkslaun
eiga að duga til allra helstu útgjalda
dagslegs hfs. Ekki kemur fram
hvemig á að fjármagna þetta í heimi
minnkandi hagvaxtar.
Þeir eru á móti þjóðnýtingu í at-
vinnulífmu en einnig einkavæðingu.
Lausnin virðist vera fremur htil fyr-
irtæki í hæfilega htlum byggðum og
undir stjóm „fólksins".
Græningjar telja sig einnig frelsara
ahra dýra heimsins sem maðurinn
hafi annað hvort sett í fangelsi eða
dæmt til dauða, eins og það er orðað.
Það á að sleppa öllum dýrum lausum
og hætta að nota þau th matar. Þann-
ig verðum við öll græn og ánægð.
Sanntrúaðir
Það á við um þessa bók að mörg
gagnrýnin á núverandi ástand er
réttmæt, þótt hún sé oft dregin of
dökkum litum, að hætti sanntrúaðra.
Margt er hér vafalaust sagt af góð-
um hug manna sem era sannfærðir
um að þeir hafi lausnir á öhum
vandamálum og viti best hvernig all-
ir aðrir eigi að lifa. Saga þessarar
aldar er auðvitað ömurlegasta dæm-
ið um hvað gerist þegar slíkir menn
fá völd til þess að koma draumsýn
sinni um nýjan og betri mann í fram-
kvæmd.
Græningjar fara líka troðnar slóðir
í því að þær lausnir, sem þeir hampa,
myndu í heild sinni kalla yfir al-
menning mun meiri hörmungar en
þær koma í veg fyrir. Þeir virðast
gleyma því í trúboðshitanum að það
er lítið gagn í þeirri lækningu sem
er verri en sjúkdómurinn.
A GREEN MANIFESTO FOR THE 1990s.
Höfundar: Penny Kemp og Derek Wall
Penguin Books, 1990.
MetsöluJdljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Martin Cruz Smlth:
POLAR STAR.
2. J. Barnes:
A HISTORY OF THE WORLD IN
10'/j CHAPTERS.
3. KEN FOLLETT:
PILLARS OF THE EARTH.
4. COLIN DEXTER:
THE WENCH IS DEAD.
5. Danlelle Stcel:
STAR.
6. Rosamunde Pflcher:
THE SHELL SEEKERS.
7. Jeanette Winterson:
SEXING THE CHERRY.
8. Wltbur Smith:
A TIME TO DIE.
9. P.D. James:
DEVICES AND DESIRES.
10. Charlotte Bingham:
THE BUSINESS.
Rit almenns oðlis:
1. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
2. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
3. Rosemary Contey:
INCH-LOSS PLAN.
4. Kannah Hauxwell:
SEASONS OF MY LtFE.
5. Joe Rollln:
ROTHMANSFOOTBALL
YEARBOOK.
6. Judtth WIIIb:
A FLAT STOMACK IN 15 DAYS.
7. Callan Ptncknoy:
CALLANETICS COUNTDOWN.
8. Bruce Chatwin:
WHAT AM I DOING HERE.
9. Joseph Corvo:
ZONE THERAPY.
10. Catlan Pinckney:
CALLANETICS.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Bandaríkin
Skáldsögur:
1 < Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
2. Tom Clancy:
CLEAR AND PRESENT DANGER.
3. Ken Foltett:
THE PILLARS OF THE EARTH.
4. Jonathan Kellerman:
SILENT PARTNER.
ð. Amy Tan:
THE JOY LUCK CLUB.
6. W.E.B. Griffln:
COUNTERATTACK.
7. Doris Mortman:
RIGHTFULLY MINE.
8. LaVyrle Spencer;
THE ENDEARMENT.
9. Anne McCaffrey:
THE RENEGADES OF PERN.
10. Lilian Jackeon Braun:
THE CAT WHO TALKED TO
GHOSTS.
11. Mary Higgins Clark:
WHILE MY PRETTY ONE SLEEPS.
12. Martha Grimes:
THE OLD SILENT.
13. Ruth Harris:
MODERN WOMEN.
14. Roeomunde Pllcher:
THE SHELL SEEKERS.
15. Pat Booth:
BEVERLY HILLS.
Rit aimenns eðlía:
1. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. Truddl Chaee:
WHEN RABBIT HOWLS.
3. Thomas L. Fríedmon;
FROM BEIRUT TO JERUSALEM.
4. Stephen Hawking:
A BRIEF HISTORY OF TIME.
5. Gilda Radner:
IT’S ALWAYS SOMETHING.
6. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
7. Erma Bombeck:
IWANT TO GROW HAIR, I WANT
TO GROW UP, IWANT TO GO TO
BOISE.
8. Judith Balaban Quine: .
THE BRIDESMAIDS.
9. Tracy Kidder:
AMONG SCHOOLCHILDREN.
10. David Halberatam:
SUMMER OF ’49.
(Byggt á New York Timea Book Review)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Henrik Stangerup:
MANDEN DER VILLE VÆRE
SKYLDIG.
2. Isabel Allende:
EVA LUNA.
3. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
4. A. De Salnt-Exupéry:
DEN LILLE PRINS.
5. B. Bhutto:
0STENS DATTER.
6. Gail Godwin:
EN SYDSTATSFAMILIE.
7. Jan Guiltou:
KODENAVN COQ ROUGE.
8. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
9. Mette Wlnge:
SKRIVERJOMFRUEN.
10. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
(Byggt á Polltlken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
PENEL0PE
Að losna undan
einráðri móður
Helen og Edward Glover, sem
eru um fimmtugt, fylgja móöur
sinni til grafar í upphafi þessarar
nýju skáldsögu. Þeir eru ekki
margir sem heiðra móðurina með
nærveru sinni á þessum hinsta
degi enda var hún frekar ógeð-
felld persóna.
Systkinin hafa alla ævi búið hjá
stjórnsamri móður sinni sem tók
allar ákvarðanir á heimilinu. Þau
vita því vart hvernig þau eiga að
haga lífi sínu við brotthvarf
hennar.
Penelope Lively, sem fékk hin
eftirsóttu Booker-verðlaun í Bret-
landi árið 1987 fyrir skáldsöguna
Moon Tiger, dregur upp ljóslif-
andi mynd af íjölskyldu þar sem
vilji einnar manneskju, móöur-
innar, er lög, og sýnir hversu er-
fitt kanna að reynast fyrir fimm-
tug „börnin“ að fóta sig viö þess-
ar nýju aðstæður.
Edward reynist meira og minna
ófær um bjarga sér en Helen á
auðveldara með aö taka ákvarð-
anir og standa fyrir málum þeirra
gagnvart öðru fólki.
PASSING ON.
Höfundur: Penelope Lively.
Penguin Books, 1990.
í flauels-
fangelsinu
Miklós Haraszti, sem fæddist í
Jerúsalem áriö 1945 en fluttist
barn að aldri meö foreldrum sín-
um tfl Ungverjalands, er einn
þeirra listamanna sem lenti þeg-
ar á unga aldri í andstöðu við
stjórnkerfi kommúnista.
í þessari bók eru birtar ritgerð-
ir hans um listamanninn í „flau-
elsfangelsi" kommúnismans þar
sem ríkislistamaðurinn og rit-
skoðarinn eru ekki lengur and-
stæðingar heldur eins konar
samstarfsmenn. Hann setur sig í
stelhngár ríkislistamannsins sem
heldur sig innan ramma kerfis-
ins, sættir sig við þær takmark-
anir sem ríkið setur honum. Á
tímum stalínismans vorum við
eins og fiskar í búri sem eigand-
inn lokaði af því hann óttaðist aö
viö myndum flýja, segir hann.
Nú þegar stalínisminn er úr sög-
unni hefur eigandinn vitkast og
fiskurinn er ánægðari. En búriö
er enn hið~sama.
Hugleiðingar Haraszti eru for-
vitnileg lýsing á aðlögunarhæfni
listamanna í einræðisþjóðfélagi.
Þær hafa alls ekki glataö gildi
sínu þótt fiskarnir séu sums stað-
ar sloppnir úr búrinu.
THE VELVET PRISON.
Höfundur: Miklós Haraszti.
Penguin Books, 1989.