Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Viðskipti ____________________________________________________________PV Skýrsla flármálafyrirtækisins Moody’s um ísland: Þið skuldið of mikið - Island fær einkunnina A-mínus hjá Moody’s Bandariska fyrirtækið Moody’s, en skýrslur þess fara til allra helstu fjármálastofnana í heiminum, segir að við íslendingar skuldum of mikið. Þá sé mikil hætta á sveiflum vegna þess hve fiskur er stór hluti útflutnings okkar. Til skamms tíma fáum við góða einkunn, við erum mjög vel lánshæf. Skýrsla fyrirtækisins Moody’s, sem þekkt er fyrir að veita öllum helstu peningamálastofnunum í heimi ráðgjöf um fjármál einstakra landa, segjr í nýlegri skýrslu sinni að efnahagsleg áhætta á íslandi sé lítil sem engin til skamms tíma sem er mjög góð einkunn, en hins vegar sé um áhættu að ræða þegar til lengri tíma er litið. Fyrirtækið segir aö íslendingar skuldi of mikið erlendis en hins veg- ar sé það ekki óyfirstíganlegt vanda- mál. Island fær einkunnina A-2 hjá Moody’s. Það er eins konar A-mínus og þýðir að við séum í flokki traustra fjármálaþjóða en þó aftarlega á mer- inni, nálægt B-þjóðmn. Með löndum eins og Irlandi og Portúgal Þess skal getið að flest vestræn iðn- ríki eru í A-flokki. Neðarlega með pkkur eru lönd eins og Portúgal og írland. Skammt undan, í B-flokki, eru lönd eins og Tyrkland og Grikk- land. Það var einmitt þessi skýrsla sem norska dagblaðið Aftenposten hafði fyrir framan sig þegar blaðið varaði norska við að fjárfesta á íslandi. Skýrsla Moody’s dregur hins vegar upp miklu jákvæðari mynd af ís- lensku efnahagslífi en Aftenposten geröi. Skýrslur Moody’s fara til flestra helstu peningastofnana í heiminum og eru þess vegna mikilvægar. í þeirri skýrslu sem DV hefur undir höndum og fengin er hjá Seðlabank- anum vekur nokkra athygh hve margar tölulegar vitleysur eru í skýrslunni. Einkunnin er A-2 Engu að síður segir í dómsorðum bandaríska ráðgjafafyrirtækisins að ísland fái einkunnina A-2 til lengri tíma htið vegna hættunnar á sveiflu- kenndu atvinnulífi en fiskur sé helsta útflutningsvaran. Minnki veiðamar hafi það margfold áhrif til samdráttar á efnahagslífið þar sem útflutningur detti þá niður. Ennfremur segir að mikið ójafn- vægi í islensku efnhagslífi undanfar- in ár haíi leitt til aukinna erlendra skulda þjóðarinnar. Erlend skulda- byrði sé mikh en samt ekki óyfirstíg- anleg. Þá segir að tekjur þjóðarinnar séu hlutfallslega mjög háar og að stöðug- leiki ríki í stjórnmálum. Það er góður plús. Takmörkuð hagstjórn Komið er inn á fiskveiðistjórnun íslendinga og sagt að hún sé th að vemda og nýta fiskistofnana þannig að þeir haldi áfram að skila af sér tekjum í framtíðinni. Hættan á of- veiði sé engu aö síður fyrir hendi. fslandsbanki: Sameiningu bankanna á Akureyri lokið Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri; Sameining bankanna þriggja á Akur- eyri sem standa að íslandsbanka er formlega lokið, en í gærmorgun opn- aði bankinn í nýjum og glæshegum húsakynnum að Skipagötu 14. Að sögn Guðjóns Steindórssonar sem stýrir íslandsbanka Akureyrar em stöðughdi í bankanum á Akur- eyri 30 talsins, en vom um 40 í bönk- unum þremur, Iðnaðarbanka, Út- vegsbanka og Alþýðubanka fyrir sameininguna. Kristín Jónsdóttir er þjónustustjóri og Eygló Birgisdóttir rekstrarstjóri. Bankinn rekur útibú í Hrísalundi og þar er útibústjóri Aðalheiður Alfreðsdóttir. Það var mikið um dýrðir er bank- inn opnaði í gærmorgun, starfsfólkið blómum prýtt og viðskiptavinum boðið upp á kafíi og kökur allan dag- inn. Þegar fyrsti viðskiptavinurinn mæth var tekið á móti honum með blómum, en það var Eyjólfur Magn- ússon hárskeri. Guðjón Steindórsson útibústjóri tekur á móti Eyjólfi Magnússyni, fyrsta við- skiptavininum, með blómum. DV-mynd GK Aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum: Bindur hendur vinnumarkaðar og krefst aga í hagstjórn Ólafur ísleifsson, hagfræðingur í Seðlabankankanum, segir í athyglis- verðri grein um fijálsa ftármagns- flutninga á milli landa í nýútkomnu hefti Rjármálatíðinda, að ftjálsar tj ármagnshreyftngar skapi innlendri hagstjóm strangari aga. Hann segir ennfremur að aðgerðir og yfirlýsing- ar stjómvalda, sem th þess em falln- ar að rýra traust á innlendum fjár- festingarkostum, geti leitt af sér taf- arlausa fjárstrauma úr landinu. „En þtssi agi nær lengra en ein- ungis aö ákvörðunum stjómvalda á vettvangi ríkisfjármála og peninga- - segir Ólafur Isleifsson hagfræðingur Ólafur Ísleifsson. mála. Almennar tekjuákvarðanir fara fram við allt önnur og strangari skhyröi en í efnahagslífi, sem er lok- að eða hálflokað fyrir fjármagns- hreyfingum. Ákvörðun um almenna hækkun innlends tilkostnaðar, th dæmis almenna launahækkun, fær alls ekki staðist, nema hún sé reist á aukinni framleiðni vinnuafls eða öðru álíka,” segir Ólafur. Hann bætir því við að hækkun th- kostnaðar, án þess að aukin fram- leiöni sé fyrir hendi, leiöi th þeim mun alvarlegri vandamála fyrir samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja og viðskiptajöfnuð, sem gengi gjald- miðhs er fastar skorðað. „Eftir því sem fjármagnshreyfing- ar eru fijálsari verður gengi gjald- miðhsins næmara fyrir innlendri kostnaöarþróun og sá timi veður æ skemmri, sem hðið getur, uns gengis- skráningin verður leiðrétt. Að þessu leyti bindur gjaldeyrismarkaöurinn hendur vinnumarkaöarins og skapar aga, sem stuðlar að því, að tekju- ákvaröanir standi á traustum efna- hagslegum grunni.” -JGH Sagt er frá því að vegna mjög lítils atvinnuleysis og takmarkaðrar hag- stjórnar hafi verðbólga veriö mikil og sömuieiðis hahi á viðskiptajöfn- uðinum. Th að brúa bilið hafi erlend- ar skuldir vaxið hratt. Lokaniðurstaðan er því sú að þjóð- in fær góða einkunn th skamms tíma. Mjög vel lánshæf. Hins vegar er hætta á sveiflum í útflutningi þjóðar- innar vegna þess hve fiskur er stór hluti útflutningsins. Áhættan er fólg- in í því að útflutningurinn detti nið- ur. Þá er settur stór mínus við það hve erlendar skuldir þjóðarinnar eru miklar. Það breytir því ekki að þjóðin er vel lánshæf. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 Ib.Sp 6 mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib.Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7 Ib Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýskmörk 6,75-7,1 Sp Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 12,25-14,25 Ib Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 6,5-8,75 Ib Útlántilframleiðslu Isl. krónur 14-14,25 Sp SDR 11-11,25 Ib Bandaríkjadalir 9,75-10 Ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23.0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14.2 Verðtr. ágúst 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalasept. 2932 stig Lánskjaravisitaia okt. 2934 stig Byggingavisitala sept. 551 stig Byggingavisitala sept. 172,2 stig Framfærsluvisitala júli 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,077 Einingabréf 2 2,761 Einingabréf 3 3,344 Skammtímabréf 1,712 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,034 Markbréf 2,681 Tekjubréf 2,026 Skyndibréf 1,502 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,441 Sjóðsbréf 2 1,768 Sjóðsbréf 3 1,702 Sjóðsbréf 4 1,456 Sjóðsbréf 5 1,025 Vaxtarbréf 1,7215 Valbréf 1.6185 Islandsbréf 1,054 Fjórðungsbréf 1,054 Þingbréf 1,054 Öndvegisbréf 1,049 Sýslubréf 1,057 Reiðubréf 1,040 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 544 kr. Flugleiðir 213 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóður 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 171 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 410 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagiö hf. 557 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 593 kr (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.