Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1990, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Dýr happdrættismiði Kenningin um framtíðargróða íslendinga af álveri á Keilisnesi byggist á spá um, að álverð verði framvegis hærra en það hefur nokkru sinni verið, að árinu 1988 undanskildu. í spánni er reiknað með, að heimsmark- aðsverð áls verði framvegis 1900 dollarar á tonn. íslenzk stjórnvöld hafa oft stuðzt við spár af slíku tagi. Einu sinni voru bændur hvattir með lánum og styrkjum til að fara út í refarækt, af því að spár um heimsmarkaðsverð voru svo góðar. Einu sinni voru at- hafnamenn af sömu ástæðum hvattir út í laxeldi. Landsvirkjun hefur fengið sér spána hjá James F. King. Forsætisráðherra hefur að vísu sagt DV, að spá- maðurinn hafi til þessa ekki verið heppinn í spádómum sínum. Og Gunnar S. Andrésson við Cornell-háskóla hefur skrifað í DV, að eftirspurn áls muni minnka. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að verð muni haldast hátt. Financial Times telur, að eftirspurnin muni auk- ast um 2% á ári í Evrópu næstu fimm árin. Þannig sýn- ist sitt hverjum. En hin raunverulega niðurstaða er, að verð áls hefur verið, er og verður mjög ótryggt. Samningur íslenzka ríkisins og Atlantals gerir á þessu stigi ráð fyrir, að orkuverð til álversins ráðist af heims- markaðsverði á áli, ekki innan ákveðins ramma eins og í samningnum við ísal, heldur upp úr þaki og niður úr gólfi eftir ástandi á heimsmarkaði hverju sinni. Ef spámaður Landsvirkjunar hefur örlítið rangt fyrir sér, verður dúndurtap á sölu orku til Atlantals. Hann þarf ekki að hafa eins rangt fyrir sér og þeir, sem á sín- um tíma spáðu um verð á refaskinnum og eldislaxi. Honum dugar að skeika um 10% til að setja málið í tap. Svo miklar sveiflur hafa hingað til verið í verði áls á heimsmarkaði, að svona nákvæm spá, sem nánast engu má skeika, jafngildir því, að ísland taki þátt í happ- drætti, þar sem miðinn kostar 42 milljarða króna, sem samningamenn íslands ætla ekki að borga sjálfir. Bjartsýnismenn hafa sér til huggunar línurit um sveiflur á verði áls. Þetta línurit sýnir, að í stórum drátt- um og að gleymdum sveiflum hefur verðið farið hækk- andi. Það hefur þrefaldazt úr um það bil 600 dollurum á tonnið árið 1971 í 1800 dollara á tonnið árið 1990. Hugsanlegt er, að vinningur fáist úr þessu glannalega happdrætti. En það er afar sérkennilegur rekstur á lít- illi þjóðarskútu að keyra upp svona stórt happdrætti. í skynsamlegum og varfærnislegum rekstri ábyrgra manna væri frekar reynt að setja þak á tap og gróða. Núverandi samningamenn íslands verða löngu hætt- ir afskiptum af happdrættum, þegar hinn ímyndaði gróði kemur í ljós. Ætlunin er að veita Atlantal mikinn afslátt af orkuverði fyrstu tíu árin. Þann tíma er næstum öruggt, að orkusalan verður rekin með miklu tapi. Ef ætlunin er að múta Eyfirðingum og annarri lands- byggð til að sætta sig við, að álverið rísi suður með sjó, verða peningar til slíks tæpast aflögu fyrr en árið 2006, ef standast hinar bjartsýnu spár um verð áls og orku. Ef greiða á mútur strax, verður tapið meira. Dæmið er svo tæpt, að umhverfisráðherra er farinn að gefa í skyn, að álverinu verði sleppt við að setja upp vothreinsibúnað. Umhverfisráðherrann hefur raunar aldrei haft neinn áhuga á umhverfismálum öðru vísi en sem einhverjum óþægindum í sambandi við iðnað. Eins og dæmið htur út þessa dagana fer að verða rétt af þjóðinni að leggjast á bæn til að óska þess, að álverið verði fremur reist í Kanada en á Keilisnesi. Jónas Kristjánsson „Og eftir standa hvítþvegnir ráðaaðilar sem „urðu bara að loka ... “ Sífrað á síðsumri Það hefur óneitanlega margt leit- að á hug manns á þessu sumri, erindin hafa sem aldrei fyrr hrann- ast upp og orðið æ torræðari til úrlausnar því blessuð þjóðarsáttin segir allóþyrmilega til sín hjá ör- yrkjunum okkar þó sumt sé svo sem ágætt um þann stöðugleika sem henni fylgir. Hins vegar er auðvitað öllum það ljóst að þjóðarsáttin er fórnarsátt og það því meiri sem af minna er að taka. Það eru líka prósentutöl- urnar í þjóðarsáttinni sem til lengri tíma litið og eftir því sem hún er lengur í gildi, þær prósentutölur Verða æ þungbærari í skauti ör- yrkjanna og þarf engan speking til aö Sjá augljósa ástæðu þess og af- leiðingar. Það er auðvitað morgun- ljóst að hinar naumt skömmtuðu prósentuhækkanir á hinn ofurlága grunn tryggingabótanna gefa æ minna af sér í raun. Prósentulausn í kjaramálum Þannig endurtekur sig enn einu sinni gamla sagan um 2% hækkun- ina sem gefur örykjanum &-8 hundruð á meðan hún færir öðrum 2-3 þúsund og enn öðrum ennþá meira. Og þó skyldu allir aðgæta það, einnig þjóðarsáttarsmiðir, að söm er að mestu lífsbjargarþörf okkar allra eða er ekki svo ef við eigum aö halda sæmilegt jafnrétti í heiöri. Ég hefi svo hræðilega oft undrast það hve oft er gripið til prósentu- lausnar í kjaramálum og það oft til lengri tíma, þessarar mismununar- lausnar sem gengur svo þvert á það að rétta hag hinna lægstlaunuðu, eins og mig minnir að það heiti í munni manna í upphafi samnings- tíðar og ýmsir hafa áreiðanlega sagt ótal sinnum að væri nú æðsta inntak kjarabaráttunnar. Og hinir lægstlaunuðu eru alveg ugglaust þeir sem hér knýja hvað oftast dyra. Sum samtök launafólks - einkum þau „æðri“ - eiga prósentulausn- ina raunar sem trúaratriði, þó und- arlegt sé, nema ef vera kynni að gráðu- og titlatogið þeirra raskaðist eitthvaö ef öllu shku væri ekki haldið til haga „prósentvis". Ég skil vinnuveitendur mæta vel þó þeir haldi þessari lausn aö verkalýðsleiðtogum. Hinn mikli fjöldi þeirra sem eiga hinn lága lau- nagrunn aö eina athvarfi veldur því að sjálfsögðu að atvinnurek- endur sjá sér í því geysimikinn hag að halda fjöldanum á lágu'launun- um með þessu móti niðri og heild- arsummu lauagreiðslna sinna um leið. KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrú ÖBÍ „Hina fáu, vel settu má svo hækka á bak við, það kostar svo lítið þegar á heildina er litið,“ sagði einn ágætur öryrki, sem áöur var vinnuveitandi, við mig á dögunum. Annar sem hingað leit inn kvað svo fast að orði að þessi lausn pró- sentunnar væri eiturlausn eða dauðalausn því við hana yrðu æ fleiri til þess að lepja dauðann úr eiturskel, eins og hann komst svo hnyttilega að orði. Eitt er alveg víst og það er að öryrkjarnir mínir sýna mér og sanna að ef þjóðarsáttin fer ekki að skila þeim neinu þrátt fyrir ærinn fórnarkostnað þá megi hún í raun fara lönd og leið fyrir þeim, svo mjög sem hún hefur um margt þrengt þeirra hag. Lokanir sjúkradeilda En að öðru máli óskyldu en ná- tengdu þó. Annað mál ofarléga í máh viðmælenda minna í sumar hefur snert lokanir deilda á sjúkra- húsum og þar hefur margt verið mælt og misjafnlega. Ég kýs hins vegar að taka upp greindarleg ummæli góðvinar míns sem hafði grundað þetta mál mjög vendilega og komst greinilega að annarri niðurstöðu en margur annar. Máske greini ég frá hans eindregnu skoðun einfaldlega sakir þess að ég er svo sammála honum í meginatriðum. Þaö er beðið um eða fyrirskipað að 4% sparnaður verði í heilbrigðiskerfinu eins og annars staðar, þ.m.t. á sjúkrastofn- unum. Og hvernig er svo brugðið við af þeim sem völdin hafa? spurði þessi málvinur minn Var ekki að sjálfsögðu hugað að hagræðingu og sparnaði, sem alUr mættu sem allrabest við una, að- haldi og aðgát í þessu mUljarða- kerfi þar sem víða hlýtur að vera unnt að finna milljónirnar sem auðvelt ætti að vera að spara? Ekki er að efa að ef allir hefðu lagt sig fram af alúð og án þess að hugsa um það helst og fremst að missa í engu spón úr aski sínum þá hefði mátt koma mestum hluta þessa sparnaðar svo fyrir að sárs- aukalaust hefði orðið eða sárs- aukalítið. Og auðvitað ... Og málvinur minn hélt áfram lestri sínum og sagði: Þegar stjórn- völd, sem aUtaf er verið að skamma fyrir eyðslu og óráðsíu, ætla svo að taka til hendinni hjá stofnunum sínum, hverjar svo sem þær eru, þá hefst upp harmagrátur mikill og magnaður um hálfsvelta starf- semi og stofnun og hvergi nokkurs staðar er unnt að fmna agnarögn af umframeyðslu. Og auðvitaö eru þeir á toppnum með hæstu launin og bestu aðstöð- una um leið helstu „grátkonum- ar“ og mega aUra síst neins í missa - hafa það raunar rétt af á hungur- mörkunum eins og allir mega sjá. Og auðvitað finna þessir ágætu herrar rétta ráðið. Það er einfald- lega til ágæt leið í þessu sparnaðar- máli. Loka bara deildum og reka sjúklingana út. Og auðvitað loka þeim deildum sem mest verður eftir tekiö og sár- astar hafa verkanir, gamla fólkið skal gjalda alveg sér í lagi. Og eftir standa hvítþvegnir ráðaaðilar sem „urðu bara að loka - neyddust til að loka af því að vondur ráðherra og vond stjómvöld skipuðu svo fyr- ir“. Helgi Seljan „Þaö er auðvitað morgunljóst að hinar naumt skömmtuðu prósentuhækkanir á hinn ofurlága grunn tryggingabót- anna gefa æ minna af sér í raun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.