Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. Fréttir_________________________________________________________________________pv 17 f slendingar hafa látið lífið í 13 umferðarslysum það sem af er árinu: Langf lest dauðaslysin urðu á Suðvesturlandi Frá síðustu áramótum hafa 17 manns beðið bana í 13 umferðarslys- um hér á landi. Á sama tíma í fyrra 1989 höfðu tveimur fleiri, eða 19 manns, látist í 14 dauðaslysum. Fyrsta dauðaslysið í umferðinni í ár varð þann 18. mars og hafði þá enginn látið lífið í umferðarslysi á íslandi síðan 10. desember 1989 - í 97 daga eða í röska þrjá mánuði. At- hyglisvert er að þá var um að ræða hávetur þegar ætla mætti að skilyrði til aksturs væru erfiðust. Miðað við skiptingu á milli lands- hluta hafa mannslát í umferðinni komið mest niður á íbúum suðvest- urhomsins. Þar hafa tólf af sautján látist í umferðarslysum í ár. Eru þá bæði Ámessýsla og Akranes með- talin. Sex manns biðu bana í slysum á svæði lögreglunnar á Selfossi. Þrjú dauðaslys urðu innan borgar- marka Reykjavíkur en aðeins eitt þeirra varð í sjálfri borginni. Ekkert dauðaslys varð á Suðurlandi fyrir austan Selfoss, á Austurlandi og vestur um að Árskógsströnd. Mannskæðasta umferðarslysið varð 9. júní í sumar og kostaði það þrjú mannslíf. Þrennt lést þá í árekstri sem varð skammt frá Reykjaskóla í Hrútafirði. í tvö skipti dóu tveir í sama slysinu - tveir menn létust í mótorhjólaslysi skammt ffá Hveragerði og aðrir tveir eftir að bif- reiö þeirra hafði farið út í Ölfusá. í þremur dauðaslysanna var ekið á i fólk sem ekki var í öðmm ökutækj- um. Slysum, sem hafa alvarleg meiðsl í för meö sér, hefur fækkað um 45 prósent miðað við sjö fyrstu mánuði þessa árs og sama tímabils 1989. Fækkunin er meðal annars talin vera ástæðan fyrir því að notkun bílbelta hefur aukist - sérstaklega hvað varðar belti í aftursætum bif- reiða. Heildarfjöldi slasaðra hefur þó nokkurn veginn staðið í stað. Á fyrri | helmingi þessa árs höfðu 356 manns \ slasast vegna umferðaróhappa. Fyrstu sex mánuði ársins í fyrra höfðu 362 slasast. Á síðustu þremur árum hefur slösuðum í umferöaró- höppum fækkað litillega. -ÓTT Alþjóðabankinn: ■ ■___ ojw manna sendinefnd Sjö íslendingar sitja nú aðalfundi Már Guömundsson, á fundinum. Alþjóðabankans og Alþjóðagjaid- Frá Seðlabanka fóm Jóhannes eyrissjóðsins. Nordal bankastjóri og Ingimundur Frá viðskiptaráöuneytinu era Friðriksson, forstöðumaöur al- JónSigurðssonráðherraogFinnur þjóðadeildar. Sveinbjömsson fulltrúi. Loks fór Sigurgeir Jónsson, for- Frá Qármálaráðuneytínu era Ól- stöðumaður Lánasýslu ríkisins, afur Ragnar Grímsson fjármála- einnig á fundinn. ráðherra og efnahagsráðgjafi hans, -gse Dauðaslys í umferðinni það sema rínu 1990 1 Á Bústaðavegi{ í Hafnarfiri Á Vesturlandsvegi Við Hveragerði Dauðaslysin í umferðinni 1990 - 18. mars lést stúlka í bílveltu skammt frá Stokkseyri. - 3. apríl dó maður eftir að bifreiö, sem hann var í, rakst á staur viö Vesturlandsveg - 5. apríl varð ungur drengur fyrir vélsleða við Nesjavallavirkjun og lést hann. - 2. maí dó tveggja ára barn efftir aö hafa orðið fyrir bfi í Hafnarfirði - 6. maí létust tveir menn í mótor- hjólaslysi á Suðurlandsvegi á móts við Hveragerði - 12. maí fóru tveir menn með bfi í Ölfusá og vora þeir bráðlega taldir af. - 26. maí beið ungur maöur bana en hann var í bíl sem hafnaði utan veg- ar skammt frá Árskógsströnd - 1. júní lést ung stúlka eftir aö hafa ekið út af á Skagastrandarvegi. -9. júní varð mannskæðasta um- ferðarslys ársins. Þá beið þrennt bana í hörðum árekstri í Hrútafirði - 28. júlí.lést maður eftir bílveltu við Kiðaskarð - 3. ágúst dó karlmaður eftir að hafa orðið fyrir bíl við Sementsverk- smiðju ríkisins - 17. ágúst lést maður á sjúkrahúsi - nokkram dögum eftir að hann lenti í umferðarslysi á Bústaðavegi - 16. september lést kona í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi. -ÓTT í dag mælir Dagfari Lýðræði á Austfjörðum Alltaf era allir að gjamma um lýðræði en Dagfara finnst stundum á skorta að menn geri sér ljóst hvað í því felst og vill hann gera sitt til að bæta örlítið úr því. Málið er í raun afar einfalt. Lýðræði þýðir auðvitaö það að lýðurinn á alltaf að ráða öllu sem hann vill. Þess vegna á t.d. ævinlega að taka mark á undirskriftalistum, hvaö sem á þeim stendur, svo framarlega sem ekki kemur annar listi með fleiri undirskriftum sem segir allt ann- að, en þá verður líka að taka mark á honum. Það skiptir auðvitað engu máh að reynslan sýnir að menn skrifa undir hvaða endemis vit- leysu sem er svo sem kröfu um að krúnuraka afa sinn, sem var sköll- óttur fyrir, en efftir því verður auö- vitaö að fara, annars er það ekkert lýðræði. Lýðræði felst líka í því að fara eftir því sem lýðurinn samþykkir á fundum með handauppréttingu og lófataki. Ærin ástæða er til þess einmitt nú að brýna menn á því aö taka alvarlega miktivægar fundar- samþykktir sem gerðar era sam- hljóða. Hefur Dagfari þá einkum í huga samþykkt sem gerð var á alls- herjarþingi Alþýðusambands Austurlands í síðustu viku. Þar var nú ekki verið að skera utan af hlut- unum. „Ekkert álver, engin orka“ segir í fyrirsögn á frétt af fundinum í Þjóðviljanum og fyrir neðan stendur: „Orkan frá Fljótsdals- virkjun aðeins fyrir álver á Austur- landi.“ Þar með er þetta útþvælda álmál afgreitt. Verkalýðurinn á Austurlandi hefur með lýðræðis- legum hætti sagt sitt síðasta orð og einhveijir kallar á Keilisnesi þurfa ekki að ímynda sér að þeir geti rek- ið álbræðslu við kertaljós. Búiö er að skrúfa fyrir Fljótsdalinn, Lagar- fljót og öll önnur vatnsfóll á Aust- urlandi með einfaldri handaupp- réttingu í verkalýðsfélaginu og þar við situr. Menn skyldu gá að því að hér vora Austfirðingarað verki en þeir eiga að baki mikla frægðarsögu í fundarsamþykktum. Nægir til upp-, rifjunar að minna á frægustu fund- arsamþykkt síðari alda á íslandi, sem kennd er við fundarstaðinn og kölluð í kennslubókum Egilsstaöa- samþykktin. Var hún gerð af því tilefni að ein af vinstri stjómum landsins fyrr á árum hafði, eins og allar aðrar slíkar sem á eftir komu, sökkt þjóðinni í glórulaust skulda- fen á skömmum tíma. Leit þetta mjög illa út þangað tfi framsóknar- mönnum og öðrum stuðnings- mönnum ríkisstjómarinnar á Austfjöröum hugkvæmdist að boöa til fundar á Egtisstöðum. Mikfil einhugur ríkti á fundinum og í lok hans var gerð samþykkt sú sem síðan er fræg orðin og til fyrir- myndar tahn a.m.k. á Austfjörðum. Var efni hennar stutt og laggott á þá leið að skuldir ríkisins hefðu ekki aukist. Þetta var sem sagt lýð- ræðisleg ákvörðun og er ekki til þess vitaö að henni hafi veriö hnekkt. En samþykktin í Alþýðusam- bandi Austfjarða leynir á sér. Þótt verkalýðsfélögin hafi skrúfað fyrir aha raforku til utansveitarmanna meö handauppréttingu er ekki þar með sagt aö þeir geti ekki komið sér upp svo sem eins og einu ál- veri. Eins og áður er til vitnað seg- ir í þessari þrauthugsuöu fundar- samþykkt: „Orkan frá Fljótdals- virkjun aðeins fyrir álver á Aust- urlandi". í þessu felst auðvitað það að Austfirðingar hafa einungis sht- ið raforkusambandi við aðra lands- hluta en eftir sem áður eiga þeir Fljótsdalinn og geta virkjað þar eins og þeim sýnist og reist álver og stálver eftir því hvernig stemn- ingin er á fundum í verkalýðsfélag- inu. Þeir gætu kannski þurft að hækka félagsgjöldin smávegis rétt á meöan þeir eru að byggja og ef það dugar ekki til þá safna þeir bara skuldum. Skuldir eru nefni- lega ekkert vandamál á AustQörð- um. Ef þær keyra úr hófi er stutt að fara tfi Egilsstaða og mun ekki vefjast fyrir mönnum á svo sögu- frægum fundarstað að gera um það nýja Egilsstaðasamþykkt að þeir skuldi ekki neitt. Þegar Austfirðingar eru komnir meö eigin orkuver og heimihsiðnað úr áh og orðnir skuldlausir með handauppréttingu er sjálfsagt að halda áfram á sömu braut. Næst því að slíta orkusambandi við aðra menn hggur beint við að shta vega- sambandi viö umheiminn og loka hringveginum og shta svo stjóm- málasambandi viö óviðkomandi fólk fyrir fuht og allt. Mun þá lýð- ræði blómgast á Austfjörðum sem aldrei fyrr. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.