Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1990, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990. 9 DV De Klerk fékk „allt það sem hann vlldiu í Bandaríkjaferðinni: Mælir með að blökkumenn fái fullan atkvæðisrétt - bandarískir þingmenn fara fögrum orðum um forsetann í nýafstaöinni heimsókn F.W. de Klerks, forseta Suöur-Afríku, til Bandaríkjanna sagöi hann aö til greina kæmi að i framtíðinni yröi kosningalögum landsins breytt á þann veg að einn maður heföi eitt atkvæöi án tillits til litarháttar. Þessi yfirlýsing varð þegar til þess að margir þingmenn á Bandaríkja- þingi milduöust í afstöðunni til stjómar Suöur-Afríku og aðskilnað- arstefnu hennar. Öldungadeildar- þingmaðurinn David Boren sagði t.d. að enginn væri betur til þess fallinn en de Klerk að leiða Suður-Afríku í átt til lýðræðis. Bush Bandaríkjaforseti hefur þeg- ar borið lof á de Klerk fyrir hugrekki hans við að breyta stjórnarháttum og sagði að héöan í frá væri ómögu- legt að snúa frá þróuninni í lýðræðis- átt. De Klerk hafði þann fyrirvara á yfirlýsingunni um jafnan atkvæðis- rétt að tryggja yrði rétt minnihluta- hópa. Á fréttamannafundi viöur- kenndi forsetinn að í framtíðinni yrðu svartir menn í meirihluta á þingi landsins og í ríkisstjórninni. Hann vildi þó ekki spá snöggum umskiptum og taldi líklegt að hvítir menn og svartir gætu jafnvel unnið saman að stjórn landsins. De Klerk vildi annars ekki gefa mikla yfirlýs- ingar um Bandaríkjaferðina að svo stöddu en þó var haft eftir samstarfs- mönnum hans að hann teldi sig hafa náð verulegum árangri í að rjúfa ein- angrun lands síns á alþjóðavett- vangi. „De Klerk fékk allt það sem hann vildi og meira til,“ sagði einn af emb- ættismönnunum sem voru í för með honum. Lofið sem de Klerk hefur fengið í Bandaríkjunum styrkir verulega stöðu hans meðal hvíta De Klerk getur verið ánægður eftir að hafa sannfært marga ráðamenn í Bandaríkjunum um að hann ætli að breyta stjórnkerfi Suður-Afríku. Símamynd Reuter minnihlutans heima fyrir. Hann hef- ur setið undir ásökunum um linkind í garð blökkumanna en getur nú sýnt fram á að stefna hans er að bera ár- angur. Hömlur á viðskiptum Bandaríkja- manna við Suður-Afríku gilda enn sem fyrr og Bush getur ekki afnumið þær nema með samþykki beggja deilda þingsins. Þar hefur andstaðan við stjórn Suður-Afríku verið mjög sterk en talið er að de Klerk hafi mildað hana verulega eftir viðræður við þingmenn. Viðskiptahömlumar hafa að sögn suður-afrískra hagfræðinga kostað um 200 þúsund landsmenn atvinn- una. Stjórnin hefur nú náð fyrsta áfanganum í átt til þess að hömlurn- ar verði afnumdar. Reuter Útlönd Lögreglan róaði varúlfmeðýlfri Lögreglan í Ástraliu varð að svara manni sem hélt að hann væri varúlfur með viðeigandi ýlfri til að róa hann. Maðurinn var alóöur og hafði m.a. bitiö bróður sinn og bjóst til að éta móður sína. „Hvað gátum við gert annað? Maðurinn var ýlfrandi og urr- andi og algerlega snarvitlaus,“ sagði Andrew Holland, lögreglu- þjónn í Blayney, smábæ um 160 kílómetra sunnan Sydney. Tungl var fúllt á laugardags- kvöldi þegar maðurinn fékk þá flugu í höfuðið að hann væri var- úlfur. Lögreglan í bænum fékk simhringingu frá konu sem virt- ist vera í mMu uppnámi. Þegar lögreglan kom á staðinn sat maðurinn í bíl sínum og ýlfr- aði á móti tunglinu. Lögreglan sagði að hann hefði verið mjög drukkinn og ekki árennilegur. I stað þess aö munda byssur var þó ákveðið að reyna nýja aðferð við að handsama varúlfa. Hol- land lögregluþjónn ýlfraði á móti manninum sem gafst upp eftir nokkrar viðræður á þessu sér- kennilega máli. „Hann skildi strax hvað ég var aðfara,“sagðiHolland. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.