Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Page 4
Fréttir MIÐVIKU.DAGUR 3. OKTÓBER 1990. Kínverska sendiráöiö gagnrýndi kynningu þáttar á rás 1: Þátturinn klipptur til í óþökk þáttagerðarmanns „Mér finnst mjög gagnrýnivert aö það virðist nægja að kínverski sendi- herrann sé eitthvað að fetta fingur út í ðrðalag fréttatilkynningar um þáttinn og þá er honum breytt. Ég var búinn að taká það fram að ég vildi ekki að þættinum yrði breytt. Það er mjög gróft að eiga við hann á þann hátt sem gert var þar sem hann var klipptur til og styttur um þrjár mínútur," sagði Gísli Þór Gunnars- son sem vann útvarpsþátt um Dalai Lama og Tíbet fyrir rás 1, sem út- varpað var á laugardag. Gísh lagði fram drög aö þætti um Dalai Lama og Tíbet í maí og var hann samþykktur í lok júní. Þáttur- inn var síðan tekinn upp 8. ágúst. Eftir dagskrárkynningu á þættinum hafði kinverska sendiráöið samband við útvarpið og kom á framfæri at- hugasemd við að Dalai Lama væri kallaður þjóðarleiötogi Tíbeta. Kín- verjar viðurkenna ekki Tíbet sem annað en óijúfanlegan hluta af Kína og í augum þeirra er Dalai Lama enginn þjóðarleiðtogi. „Viðbrögðin við þessu erindi Kín- verjanna viröast hafa verið mikil því að á laugardagsmorgninum er hringt í mig og mér tilkynnt að þátturinn sé ekki á dagskrá. Mér leist illa á að fara aö eiga nokkuð við þáttinn þar sem mikil vinna hafði verið lögð í hann og vinnsluferliö tekið langan tíma. Því hringdi ég í Ingu Jónu Þórðardóttur, formann útvarpsráðs. Henni fannst vera óhæfa að taka þáttinn af dagskránni þar sem engin ástæða væri til þess. Hún virðist hafa talað við Hörð og þátturinn var settur aftur á dagskrá en með þess- um hka breytingum. Mér fannst að mér vegið þar sem meðferðin á þætt- inum grefur undan gildi hans fyrir hlustendur.“ Gísli segir að meðal annars hafi verið klippt út úr þættinum ræða Dalai Lama yfir stúdentum í Santa Crus í Bandaríkjunum þar sem hann var að segja þeim frá góðu eðh mann- eskjunnar. Segist Gísh hafa sagt þessa afstöðu hans merkilega þar sem hann hefði verið vitni af einu óhugnanlegasta þjóðarmorði mann- kynssögunnar þar sem væri skipu- lögð útrýming Kínverja á tíbetsku þjóðinni. Þá var komið inn á friðar- hugmyndir Dalai Lama. „Ég var búinn að segja að þátturinn væri á mína ábyrgð og var tilbúinn að standa við það enda er ásökun um þjóðarmorð ekki frá mér komin held- ur frá alþjóðlegum dómurum á veg- um Sameinuöu þjóðanna. Ef útvarp- ið setur fyrir sig innskot á ensku þá er það fáránlegt þar sem ekki er ann- að en forvitnilegt fyrir útvarpshlust- endur að heyra í svo merkilegum manni sem fengið hefur friðarverð- laun Nóbels. Annað eins hefur gerst á þeim bæ.“ DV hafði samband við Hörð Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóra Rík- isútvarpsins sem vísaði á Márgréti Oddsdóttur, dagskrárstjóra rásar 1 en sagði: „Þetta var fyrirfram upp- tekinn þáttur og ég held að það hafi ekki verið farið í að breyta honum neitt.“ Margrét Oddsdóttir sagði að þetta hafi aldrei farið í gegnum hendurnar á henni og benti á Hörð Vilhjálms- son. „Það er ekki frá neinu að segja öðru en því að kínverski sendiherr- ann kom með þá athugasemd að Kín- verjar teldu Dalai Lama ekki þjóð- höfðinga Tíbeta. Kínverjar höfðu engin áhrif á dagskrána hér og þess- um þætti var ekki breytt frá minni hendi,“ sagði Margrét. -hlh Akureyri: Aðgerðir í gangi til varnar hraðakstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það sem verið er að gera í Skarðs- hliöinni er aö verið er að færa götuna í rétta breidd og þessar framkvæmd- ir miðast eingöngu að því að draga úr umferðarhraða á þessum staö,“ segir Árni Ólafsson skipulagsstjóri á Akureyri, en framkvæmdir í Skarðs- hlið skammt noröan við Undirhlíð hafa vakið athygh margra að undan- förnu. Byggðir hafa verið kantar út í göt- una beggja megin sitt á hvað og myndast þar á milli „vasar", eins og Árni orðaði það, og eru þeir hugsað- ir sem bílastæði. Margir hafa haft á orði að gatan líti orðið út eins og svigbraut og verði erfitt að aka þar um í vetur þegar snjórinn fer að tor- velda mönnum að komast um. Árni vildi lítið gera úr þessu, sagði að ef menn héldu sig á löglegum hraða ættu engin aukin vandræði við akstur að fylgja þessum fram- kvæmdum, þær væru reyndar ekki til þess hugsaðar, heldur einungis til þess að draga úr umferðarhraða. Aðgerðir til að draga úr umferðar- hraða hafa einnig verið í gangi á öðrum stöðum og eru fyrirhugaðar víða. T.d. eru búið aö setja tvær „bungur“ í Skógarlundi og fyrir- hugað er aö setja slíkar „bungur" upp í Höfðahlíð, Skaröshlíð og e.t.v. við Bugðusíðu nærri Síðuskóla. Sumir segja að Skarðshlíðin á Akureyri líti nú út eins og svigbraut, en skipulagsstjóri segir að framkvæmdirnar miði einungis að því að draga úr umferðarhraða. DV-mynd GK I dag mælir Dagfari___________________, Álmálið fyrir og eftir kvöldmat Dagfari ákveður að fara með gamla útvarpið sitt í viðgerð í hvert skipti sem hann heyrir í Steingrími Her- mannsyni því þá verður allt tal svo óskýrt og illskiljanlegt. En svo prófaði hann nýja tækið sem konan keypti í Fríhöfninni og þá kom í ljós að þetta lagaðist ekkert. Eftir sem áður botnaði hann ekkert í því sem Steingrímur var að segja. Er þetta mjög bagalegt, einkum þegar um stórmál er að ræða eins og t.d. álmálið og afstöðu ríkisstjómar- innar í því. Á þetta reyndi í gær þegar Steingrímur var að útskýra nákvæmlega og með sínu lagi hvernig ákvarðanataka í ríkis- stjóminni og samningar við út- lendinga um svona mál gengju fyr- ir sig. Tveir sérfræðingar ríkisstjómar Steingríms, sem hafa verið ráðu- nautar ráðherranna, voru samtím- is Steingrími í útvarpinu fyrir kvöldmat og sagði annar þeirra að fyrir helgina ætlaði Jón Sigurðsson iðnaöarráðherra aö „staðfesta meginatriði samnings" um álmáhð með undirskrift sinni. En á Stein- grími var að skilja að eitthvert hrafnaspark Jóns Sigurðssonar á löggiltan skjalapappír kæmi nú háttvirtri ríkisstjóm hans ekki mikiö við. „Að sjálfsögðu gerir hann það á eigin ábyrgð," sagði forsætisráðherra um iönaðarráö- herra sinn, og hér hættir Dagfari að skilja. Á virkilega að trúa því að Jón Sigurðsson, sem tiltölulega nýlega gerðist atvinnukrati, sé orðinn sá bógur að ganga persónuléga í ábyrgð fyrir heilu álveri með til- heyrandi stórvirkjunum, hafnar- framkvæmdum og öðru sem því fylgir og fylgja ber? Sá hefur heldur betur spjarað sig á skömmum tíma og vonandi er það tilfellið. En það er þetta með undirskrift ráðherra í ríkisstjórn sem mætti kannski vera örlítið skárri en er þó löglega skipuö af meirihluta Alþingis og nýtur forystu Steingríms Her- mannssonar. Bera þessir aðilar enga ábyrgð? Dagfari, sem ekki skilur Steingrím, sem ekki skilur sjálfan sig, skildi það svo áður en hann fór að hlusta á Steingrím að verkaskipting í ríkisstjóm breytti engu um það að hún væri í heild ábyrg gjörða sinna. „En ég segi bara fyrir mig,“ segir Steingrímur stundum og í þessari ríkisstjóm er það líklega svo áð hver segir fyrir sig þaö sem honum sýnist og hver skrifar fyrir sig undir það sem hon- um sýnist og kemur ekki mikið við hvað aðrir segja og skrifa og enginn er ábyrgur nema aumingja Jón sem er komin í sjálfsskuldarábyrgð fyr- ir einu álveri, nokkrum stórvirkj- unum ásamt hafnarmannvirkjum. Þegar hér var komið sögu skrúf- aöi Dagfari frá sjónvarpinu og sá sér til mikillar gleði að Steingrímur var á skjánum að útskýra álmálið eins og það gengur fyrir sig í ríkis- stjórn hans eftir kvöldmat. Fyrir kvöldmat var það sem sagt ákveðið mál eins og áður getur að Jón Sig- urðsson ætlaöi að „staðfesta meg- inatriði samnings" um álmálið eftir rúman sólarhring, eða svo sögðu a.m.k. sérfræðingarnir við hliö Steingríms í útvarpinu. Sama sagði Jón Sigurðsson sjálfur í miðjum kvöldmatartímanum á Stöð 2. En hafi einhver haldið að hann væri farinn að skilja álmáliö eftir mat, mátti hann gjöra svo vel að éta þá meinloku ofan í sig með hjálp Steingríms á skjánum. Eins og staðan var í álmálinu í ríkisstjórninni kl. 20.05 í gærkvöldi að sögn Steingríms Hermannsson- ar ætlar Jón Sigurðsson bara aö staðfesta einhverja fundargerð á fimmtudaginn „fyrir sína hönd“ en ekki annarra óviðkomandi manna eins og forsætisráðherra og ríkis- stjórnar að öðru leyti, sem voru ekki einu sinni á fundinum. Verst var að Steingrímur skyldi ekki segja Jóni Sigurðssyni þetta áður en hann fór á Stöð 2 og sagði allt annað, þótt vel megi vera að hann hafi orðað þetta við hann með sínu lagi en Jón ekki skilið hann. En mikið lifandis skelfing og ósköp var Dagfari ánægður með Steingrím eftir kvöldmat á skján- um og kannaðist við sinn mann þegar hann sagði orðrétt af ein- hverju tilefni sem Dagfari missti af: „Ég heyrði þetta einhvers stað- ar.“ Ekki átti þetta við fundargerð- ina sem Jón ætlar að undirrita fyr- ir sína hönd en ekki annarra vandamanna í ríkisstjórninni á fimmtudaginn, en því má treysta aö Steingrímur fór með rétt mál bæöi fyrir og eftir kvöldmat og hef- ur ábyggilega heyrt allt sem hann sagði einhver staðar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.