Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Fréttir Skoðanakönnun DV um álið: Tveir þriðju að Ummæli ffólks í spurðra samþykkir álsamningnum Tveir af hverjum þremur lands- mönnum, sam taka afstöðu, eru fylgjandi samkomulaginu í álmálinu, sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur undirritað. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem DV gerði nú um helgina. Úrtakið í skoöanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavík- ursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur því samkomulagi í álmálinu, sem iðnaðarráöherra undirritaði á fimmtudag? Allir þekkja hinar miklu deilur um álmálið og það, hvort Jón Sigurðsson hafi haft heimild til undirritunar og hversu góður eða vondur samning- urinn sé. Af öllu úrtakinu í könnuninni sögðust 46,2 prósent vera fylgjandi Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru samþykkir undirritun álsamninganna samkvæmt skoðanakönnun DV. DV-mynd BG þessu samkomulagi í álmálinu. 25,3 prósent sögðust andvíg sam- komulaginu. 25,8 prósent voru óá- kveðnir, og 2,7 prósent vildu ekki svara spurningunni. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, reynast 64,6 prósent vera fylgjandi samkomulaginu í álmálinu. 35,4eruandvígir. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi samkomulaginu 277 eða 46,2% Andvígir 152 eða 25,3% Óákveðnir 155 eða 25,8% Svara ekki 16eða 2,7% Afstaöan til álverssamninganna Andvígir Fylgjandi \ Kona 1 Reykjavík sagðist sam- þykk staðarvalinu. Verksmiöj- an mundi skapa atvinnu fyrir Suðurnesjafólk. Önnur kvaðst óánægð með þetta samkomu- lag. Karl kvaðst ekki geta tekið ákvörðun fyrr en orkuverðið væri frágengið. Kona í Reykja- vík kvað illa komið í álmálinu þar sem álverið yrði ekki á landsbyggðinni. Karl í Reykja- vík sagðist 51 prósent fylgjandi undirskrift Jóns Sigurðssonar. Karl á Norðurlandi sagðist treysta því að Jón gerði þetta af viti. Karl á Norðurlandi vestra sagði aö samningarnir væru ekki nógu harðir. Karl á Austurlandi sagði að iðnaðar- ráðherra tæki of stórt upp í sig og klyfi stjórnina. Karl á Aust- urlandi kvaöst lifandi fegirrn að álveriö færi ekki austur. Kona í Grindavík sagði að álverið gengi endanlega frá sjávarút- veginum á Suðurnesjum. Kona í Keflavík sagöi að Jón Sigurðs- son væri hennar maður. Karl á Akureyri sagði að staðsetning álversins á Keilisnesi væri hár- rétt frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Kona á Akureyri kvað ís- lendinga hijóta að geta fundið upp á einhverju betra en álveri. Kona á Vesturlandi sagðist ekki viJja hafa stóriðju í landinu. Önnur sagðist vera byggða- manneskja en ákvörðun Jóns væri þó besti kosturinn. Kona á Norðurlandi kvað ómögulegt að hafa þetta allt á jarðskjálfta- svæðinu fyrir sunnan. Karl á Norðurlandi kvaðst á móti skollaleiknum í álmálinu. Karl í Reykjavík sagði að Davíð heíöi vit fyrir liðinu í stóriðjumálun- um. -HH í dag mælir Dagfari Davíð á þing Helgin kom sér vel fyrir Davíð Oddsson. Þá gat hann loksins gefið sér tima til að hugsa um það hvort hann gæfi kost á sér í prófkosning- ar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Menn hafa verið að spyrja hann í þaula undanfarnar vikur hvort hann yrði ekki með í prófkjörinu en Davíð hefur hingað til sagt pass á þeirri forsendu að hann hafi ekki haft tíma til að hugsa máhð. Það er mikið að gera á borgarskrifstof- unum og í mörg horn að líta fyrir borgarstjórann og jafn önnum kaf- inn maöur og Davíð Oddsson hefur engan tíma til að velta fyrir sér jafn ómerkilegum málum og því hvort hann vilji á þing. Það mætir afgangi í vinnunni og þaö mætir afgangi heima fyrir og það var ekki fyrr en um helgina sem Davíð gat leitt hugann aö þessu máh. Helgin kom sér vel því þá gat Davíð loks gert upp sinn hug og tilkynnt fram- boö. Dagfari er himinlifandi. Sjálf- stæðisflokkurinn er eins og höfuð- laus her í höfuðborginni þegar kemur inn á alþingi og enda þótt flokkurinn hafi fimm eða sex þing- menn fyrir sem vilja gefa kost á sér og enda þótt margt vahnkunnra sæmdarmanna úr rööum yngri manna í flokknum vilji taka það að sér aö sitja á þingi fyrir flokk- inn, þá jafnast enginn á við Davíð. Hann er ómissandi maður. Davíð gat þess sjálfur í samtölum sínum við íjölmiðla að í rauninni gæti enginn verið almennilegur borgar- stjóri nema hann sæti áþingi. Þetta sagði Bjarni Ben og þetta sagði Gunnar Thor og maður er eiginlega alveg hissa á því hvernig Davíð hefur farið að því að stjórna borg- inni fram að þessu án þess að sitja á þingi. Davíð segir að þetta sé gott fyrir Reykjavík og það er líka gott fyrir ríkið að hann setjist á þing. Ríki og borg eru sífellt að rífast og tog- ast á um málefni og fjármuni og það er engum til góðs aö slík mál séu í höndunum á óviðkomandi þingmönnum og nú ætlar borgar- stjórinn að bjarga þessum eilífðar- deilumálum í eitt skipti fyrir öll með því að setjast á þing. Þá ræður hann í borginni og þá ræður hann á þingi og þá þarf ekki lengur að spyija ókunnuga og valdalausa al- þingismenn um lausn á deilum borgar og ríkis. Nú kemur Davíð og heggur á hnútana og hefur þetta allt saman í hendi sinni einn og sér. Um það hvort Davíð verði ráð- herra i nýrri ríkisstjórn, vill Davíð sjálfur lítið segja og er hógværöin uppmáluð. Þó er ljóst að það mundi að sjálfsögðu styrkja borgartjórann ef hann væri ráðherra auk borgar- stjóraembættisins, því þá þarf borgarstjórinn ekki að tala við ráð- herrann og ráðherrann við borgar- stjórann þegar þetta verður einn og sami maðurinn. Öll mál verða auðleystari fyrir vikið eins og alhr sjá. Davíð vill heldur ekki svara því hvort hann verði forsætisráðherra þegar þar að kemur, en það gefur auðvitað augaleið með sömu rök- semdafærslu og fyrr að það mundi styrkja borgarstjórann í sessi ef hann getur orðið forsætisráðherra um leið. Það gengur ekki lengur aö borgarstjórinn í Reykjavík sé nánast valdalaus og með því aö taka að sér að vera forsætisráö- herra í framhjáhlaupi hefur borg- arstjórinn í Reykjavík loksins náð þeirri aðstöðu sem hæfir því emb- ætti og þeim manni sem því gegnir. Þess vegna er það ekkert spursmál í huga Dagfara og fleiri stuðnings- manna Davíös að hann á ekki að skorast undan því að taka að sér að vera forsætisráðherra eftir kosningar. Reykvíkingar eiga kröfu á því aö þeirra maður verði forsætisráðherra, auk þess sem það leysir öll ágreiningsmál milh ríkis og borgar þegar einn og sami mað- ur fer með málefni beggja. Þá verð- ur landinu stýrt frá borgarstjóm- arskrifstofunum og þá fer um leið að vera óþarfi að kaha saman þing og treysta á óviðkomandi þing- menn sem ekki hafa vit á hagsmun- um borgarinnar. Aö öllu þessu samnanlögðu fer ekki á mhli mála að Davíð hefur tekið rétta ákvörðun fyrir sína hönd og borgarinnar og áður en yfir lýkur munu kosningar reynast óþarfar, nema þá til þess eins aö kjósa Davíð í þau embætti og þær áhrifastööur sem eftir eru. Slíkar kosningar eru tiltölulega auðveld- ar fyrir almenning sem þarf þá ekki lengur að velja á mhli fleiri manna en Davíðs hér og Davíös þar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.