Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 10
10 bRlÐJIJÐAUUB ?. .OKXÓBER, 199fl. Útlönd uv Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, varar við vaxandi áhrifum aðskilnaðarsinna: Ástandið í Sovétríkjunum verður líkt og er í Líbanon - sjálfstæðishreyfingar fengu kaldar kveðjur á fundi miðnefndar Kommúnistaflokksins mest völd í reynd ásamt Gorbatsjov forseta. í miðnefndinni þróast umræður á annan veg en í Æðsta ráðinu og miðnefndarmenn ræða nú fyrst og fremt vanda flokkins sjálfs og stefnu hans en ekki stjón landsins eins og áður var. Flokkurinn er að tapa völdum smátt og smátt m.a. með vaxandi sjálfstæðisviðleitni einstakra lýðvelda innan Sovét- ríkjanna, eins og Eistlands, Lett- lands og Litháens svo ekki sé minnt á Rússland sem alla tíð hefur verið kjarninn í Sovétríkjunum. Reuter Mikail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, varar við því að Sovétrík- in gætu leyst upp í óreiöu sem líkja mætti við ástandið í Líbanon. Hann hvatti Kommúnistaflokkinn til að standa fast gegn allri aðskilnaðar- hyggju. „Við skulum vera hreinskilnir. Ef ekki tekst að vinna bug á þess- ari þróun og hún látin halda áfram óheft þá er verulegt hætta á að ástandið hér verði líkt og það er í Líbanon. Við þekkjum afleiðing- amar,“ sagði Gorbatsjov á fundi miðnefndar flokksins í morgun. Hann sagði að aðskilnaöarsinnar og öfgamenn afvegaleiddu fólkið og sköpuðu „andrúmsloft haturs og hræðslu“. Gorbatsjov og Vladimir og Iv- askov, aðstoðarmaður hans, skor- uðu á flokksmenn að standa ekki gegn breytingum í átt til markaðs- búskapar því það væri eina leiðin til að ráða bót á efnahagsvanda rík- isins. „Efnahagur okkar hefur lengi verið sjúkur og nú er ástandið að verða hættulegt," sagði Ivaskov í ræöu sinni. „Skorturinn blasir alls staðar við og spákaupmennska með tilheyrandi verðhækkunum hefur komið við milljónir manna í landinu." Ivanskov spáði hruni núverandi hagkerfis og sagði að iðnaðarfram- leiðsla hefði minnkaö um 0,9% frá ársbyrjun en framboð af peningum væri nærri tvövfalt meira en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Gorbatsjov sagði að sumir flokks- menn gætu ekki fellt sig við mark- ashagkerfið vegna og gamaldags hugsunarháttar. Þessi menn væru ógnun við framtíð flokkins. „Sumir flokksmenn líta ekki svo á að breytingarnar nú séu óhjá- kvæmilegar. Þeir telja að það sem er að gerast stafl af viljaleysi flokksmanna og mistökum eöa jafn vegna illgrini leiðtoganna. Þetta er auðvitað blekking,“ sagði Gor- batsjov. Þótt miðnefnd flokksins sé enn afarvaldamikil þá hefur hún ekki sömu völd og áður. Skoðanakann- anir sýna að fylgi Kommúnista- flokkins hefur minnkað mikið eftir að fleiri flokkum var leyft að starfa og nú er það Æðsta ráðið sem hefur Margaret Thatcher var tekið með blómum við komuna til Boume- mouth í gær. Staða hennar er nú sterk. Símamynd Reuter Breskir íhaldsmenn: Thatcher kem- ursterktil landsfundar Árlegur landsfundur breskra íhaldsmanna kemur saman í dag í Boumemouth. Flokksmenn eru bjartsýnni á framtíöina nú þegar útlit er fyrir að sterlingspundið styrkist varanlega með inngöngu í myntkerfi Evrópuríkja. Því er jafnvel trúað að íhaldsflokkurinn nái aö rétta verulega hlut sinn á mæstu mánuðum eftir að hafa um skeiö komíð lakar út í skoð- anakönnunum en Verkamanna- flokkurinn. í gær birtust skoöanakannanir sem sýndu að forskot Verka- mannaflokksins hefði minnkað frá því sem það var í sumar. Þó áttu íhaldsmenn enn töluvert langt í land með að ná höfuöand- stæöingnum í vinsældum. Sögur hafa gengið um aö Marg- aret Thatcher hafi hug á að efna til kosninga þegar næsta sumar og nýta sér þá auknar vinsældir ef efnahagur Breta réttir úr kútn- um í vetur. Þegar Thatcher kom til fundar- ins í gær vildi hún ekkert segja um hugsanlegar kosningar. „Ég hef þegar sett stefnuna á fjórða kjörtímabilið hvað sem öllum kosningum líður,“ sagði Thatc- her. Að réttu lagi á að halda kosn- ingar sumarið 1992. Vaxandi óánægjuhefur gætt meðal íhalds- manna með stjórn Thatchers og var búist við átökum á lands- fundinum. Eftir stefnubreytingu Thatchers í gjaldeyrismálum sið- asta föstudag virðist andrúms- lofdö hafa breyst og hún hafa náð að þagga niður i andstæðingum sínum innan flokksins. Reuter Forseti Litháens leitar stuðnings á íslandi: Erfiðleikar bíða Lands- bergis heima fyrir Landsbergis varð í sumar að fallast á að fresta sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa um 100 daga. Nú standa fyrir dyrum viðræður i Kreml um framhaldið. Simamynd Reuter Það eru kaldar kveðjur sem Vy- tautis Landsbergis, forseti Litháens, fær af heimaslóðum meðan hann dvelur hér á landi. Heima í Sovétríkj- unum virðist Gorbatsjov ætla að ganga gegn sjálfstæðishreyfingum af vaxandi hörku. Fréttir um málið eru að vísu nokk- uð misvísandi því áður hefur stjórn- in í Kreml fallist á að efna til við- ræðna við Litháa um sjálfstæði landsins. Landsbergis, sem og aðrir leiðtogar sjálfstæðishreyfinga í Sov- étríkjunum, hafa orðið að sigla milli skers og báru í samskiptunum við stjórn kommúnista. Það er helst að Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hafi burði til að standa uppi í hárinu á Gorbatsjov en einnig hann hefur orð- iö að láta undan síga. Margir af hinum nýju leiðtogum í Austur-Evrópu eiga það sameingin- legt að vera menntamenn án reynslu af stjómmálum fyrr en atvikin hafa hrint þeim út í sjálfa hringiðuná. Þannig er það með Vaclav Havel, for- seta Tékkóslavíu, og Landsbergis er á sama báti. Landsbergis er tónlistarsagnfræð- ingur og einbeitti sér að rannsóknum á verkum bannaðs tónskálds áður en hann komst í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hann þykir einarður þjóðernissinni og fer fyrir þjóðlegri hreyfingu sem ber nafnið Sajutis. Hann hefur alla tíð verið andstæð- ingur kommúnista og haft ríka ástæðu til. Faðir hans var einn af leiðtogum Litháa þegar landið fékk sjálfstæði árið 1918 en til þeirra ára eru rætur Sajutishreyfingarinnar raktar. Andófsmennska virðist reyndar ættgeng í fjölskyldunni því afi Landsbergis var um tíma í útlegð í Síberíu á tímum keisarastjórnar- innar fyrir að skrifa leikrit á móður- máli sínu. Það sem skiptir mestu máh fyrir Landsbergis nú og hreyfingu hans er að fá viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. Með því móti má styrkja stöð- una á heimavelli. í þeim erindagjörð- um er hann kominn til íslands. Reuter Nýjar upplýslngar um fall kommúnista í Austur-Þýskalandi: Mistök embættismanna að láta opna Berlínarmúrinn - ráðamenn samþykktu breytingar á ferðafrelsi í hugsunarleysi Því er nú haldið fram að Berlín- armúrinn hafi verið opnaður kvöldið 8. nóvember á síöasta ári fyrir mistök embættismanna. Það er þýska viku- ritiö Der Spiegel sem hefur þetta eft- ir mönnum sem áður voru áhrifa- menn í Kommúnistaflokknum. Mistökin voru þau að fjórum embættismönnum var faUð af flokknum að búa út reglur sem leyfði takmarkað frelsi til að ferðast vestur fyrir járntjaldið þegar almenningur þrýsti mjög á um ferðafrelsi í byrjun nóvember á síðasta ári. Fjöldi manna hafði þá leitað hæUs í sendiráðum Vestur-Þýskalands í Austur-Evrópu. Reglurnar um ferðafrelsið áttu, samkvæmt hugmyndum valdhaf- anna, að vera mjög strangar en þeim láðist að lesa reglurnar nákvæmlega yfir áður en þær voru birtar almenn- ingi. Nýjar reglur um ferðafrelsi voru lesnar upp í sjónvarpinu að kvöldi 9. nóvember og alUr urðu undrandi, jafnt almennir sjónvarpsáhorfendur sem og valdamenn í landinu. Strax þetta kvöld flykktust íbúar Berlínar að Múrnum og neyddu verðina til að opna hhðin jafnvel þótt þeir hefðu engar fyrirskipanir fengið um þaö. Það eina sem menn vissu var að nýjar reglur höföu verið birtar í sjónvarpinu. Siegfried Lorenz, sem áður sat í miðnefnd austur-þýska kommún- istaflokksins, segir að embættis- mennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar gerðir þeirra hefðu. Miðnefnd flokksins fékk tillögur embættismannanna tfl afgreiðslu í hádegisverðarhléi þennan sama dag. Egon Krenz, sem þá var orðinn leið- togi flokksins, las reglurnar upp en svo virðist sem enginn hafi hlustað á hann og talsmaður flokksins hafi aldrei séö plaggið þegar hann las þaö upp í sjónvarpinu. Eftir aö almenningur hafði frétt af hinum nýju reglum fór að verða vart óróa á götum úti í Berlín og einn miðnefndarmanna, sem enn sat á fundi, spurði hvort þetta stæði í ein- hverju sambandi við „þetta plagg sem viö heyrðum í hádeginu.“ Svo reyndist vera en þá var of seint að gera nokkuð í málinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.