Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Menriing Fréttir Gaman í leikhúsi Gamanleikhúsið varð til fyrir fimm árum og hefur síðan sett upp sjö verkefni sem sýnd hafa verið þar sem heppilegt húsnæði hefur fengist. Tvisvar sinnum hefur allur hópurinn farið og sýnt á erlendum leiklist- arhátíðum. Það sem skilur Gamanleikhúsið frá öðrum áhuga- hópum er að stofnendur og þátttakendur eru börn og unglingar sem að öllu leyti sjá um sýningar og skipu- lagningu sjálf. Þau taka málið fóstum tökum og sýna ótrúlega útsjónarsemi og dugnað. Verkefnavahð hefur að sjálfsögðu verið miðað við yngri leikhúsgesti og nú er það engin önnur en fjörkálf- urinn Lína langsokkur sem birtist á sviðinu í Iðnó með ærsl sín og skemmtileg uppátæki. Að mörgu er að hyggja áöur en heil leiksýning sér dagsins ljós. Það þarf að smíða leikmynd, velja bún- inga og leikmuni, taka upp tónlist og söngva og svo auðvitað að æfa leikendurna. Aöaldriffjööurin í Gam- anleikhúsinu og framkvæmdastjóri er Magnús Geir Þórðarson. Hann er stofnandi hópsins og leikstýrir verkinu. Börnin sem stóðu að sýningum í upphafi eru núna oröin unglingar og standa á tímamótum. Áhyggjulaus og einlæg framsetning er blönduð tilfinningunni fyrir aukinni ábyrgö. Þau gera greinlega kröfu til sjálfra sín um „alvöruleik" og hafa þannig nálgast aðra áhugahópa. Leikmynd og búninga hafa krakkarnir sjálf vahð og hannað. Umgjörðin er litrík í ekta „Línustíl" og marg- ar lausnir skemmtilega útfærðar þegar skipta þarf um svið. Valið á leikendum er eins og efni standa til þó að þau Anna og Tommi hefðu aö ósekju mátt vera lægri í loftinu. Eva Hrönn Guðnadóttir leikur aðalhlutverk- ið, Línu langsokk, pg náði sér vel á strik eftir dálítiö þvingaða byrjun. (Ég sá 2. sýningu.) Uppátæki hennar og tilburðir vekja óskipta kátínu ungra áhorfenda sem kunna vel að meta það þegar hún stendur á höndum, tuktar til löggur eða reynir að hleypa lífi í hina gadd- freðnu frú Prússólín, fulltrúa barnaverndarnefndar. Eva Hrönn hefur skýra framsögn og það er reyndar svo um flesta leikendur. Þó að krakkarnir hefðu ekk- ert annað upp úr allri vinnunni en þá dýrmætu skólun sem aginn og samhæfingin í leikhúsinu veitir þeim þá er tímanum sannarlega ekki eytt til einskis. Hljómflutningstæki voru ekki nógu góð en auðheyrt var að mikilli vinnu hafði verið eytt í að taka upp tón- hst og söngva og auðvitað var öll sú vinna og flutning- ur í höndum Gamanleikhúsmanna sjálfra. Fjöldi barna og unghnga stendur þannig á einn eða annan hátt að sýningunni en ekki er ástæða til að fara Eva Hrönn Guðnadóttir leikur Línu langsokk. Með henni á myndinni eru Víðir Óli Guðmundsson og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. Leiklist Auður Eydal að tíunda frekar frammistöðu einstakra leikenda eða annarra. Allur hópurinn hefur lagt hönd á plóginn og á sinn þátt í framgangi og árangri hins gagnmerka leikhúss, Gamanleikhússins. Hugmynd og frumkvæði Magnúsar Geirs Þórðarson- ar hefur undið heldur betur upp á sig og þessi hópur sýnir sköpunar- og samtakamátt barna sem vilja starfa saman að heilbrigðu og gefandi starfi. Betra innlegg í umræðuna um málefni og velferð barna er varla hægt að hugsa sér. f Gamanleikhúsið sýnir í lönó: LÍNA LANGSOKKUR Höfundur: Astrld Lindgren Tónlist: Goeorg Riedal Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Lýsing: Magnús Þór Torfason, Helgi Jóhannesson Leikmynd og búningar: Unnið í samvinnu -AE Afmæli Johanna Helgadóttir. Jóhanna Helgadóttir Jóhanna Helgadóttir frá Vest- mannaeyjum, th heimihs að Hásteins- *vegi 60, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. Maður Jóhönnu var Sigurður Sig- urjónsson en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Jóhanna tekur á móti gestum eftir klukkan 16.00 í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Heiðvangi 34, Hafnarfirði. Andlát Arnfríður Gestsdóttir frá Mel í Þykkvabæ, síöast til heimilis á Dal- braut 23, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 7. október. Gísli Þórarinn Halldórsson pípulagn- ingameistari, Úthlíð 6, er látinn. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir lést á Hrafnistu þann 6. október. Sveinn Sigurðsson, Bakkagerði 8, lést á Landspítalanum 6. október. Raymond G. Newman, Vesturgötu »46, Keflavfk, lést 5. október. Jaröarfarir Útför Sveinbjörns Sigurðssonar bif- vélavirkjameistara, Meðalholti 14, Reykjavík, fer fram frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 10. október kl. 15. Guðlaug Jóhannesdóttir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. október kl. 15. Útfór Alberts Erlingssonar kaup- manns, Grenimel 2, fer fram frá Nes- kirkju föstudaginn 12. október kl. 13.30. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Ásvegi 15, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 10.30. Sigríður Sigurbjarnadóttir, Greni- mel 27, andaðist á heimili sínu 3. október. Jarðsett verður frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 11. októ- ber kl. 13.30. Guðbjörg Runólfsdóttir frá Gröf, Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 10. október kl. 11. Anna Hallgrímsdóttir lést 1. október. Hún var fædd á Siglufirði 18. júní 1931, dóttir hjónanna Herdísar Lár- usdóttur og Hallgríms G. Björnsson- ar. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Hreinn Sumarliðason. Þau hjónin stofnuöu „Kjörbúðina Laugarás" sem þau ráku í fyrstu í samvinnu við önnur hjón, en síðar ein. Anna og Hreinn eignuðust þrjár dætur. Útför Önnu verður gerö frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Kristinn Guðjónsson forstjóri er lát- inn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson og Kristín Ólafsdóttir. Krist- inn var við verslunarnám m.a. í Eng- landi á árunum 1921-25 og hóf eftir það störf hjá Vélsmiðjunni Héðni, fáum árum síðar, 1942 stofnaði hann heildverslunina E. Ormsson hf. og stuttu síðar Stálumbúðir hf. með Hahdóri Kjartanssyni. Það fyrirtæki rak hann þar til heilsan gaf sig fyrir 2 árum. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurveig Margrét Eiríksdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Útfór Kristins verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Öryrkjabandalag íslands efnir til ráðstefnu um atvinnumál fatl- aðra fóstudaginn 12. október nk. Ráö- stefnan verður haldin að Borgartúni 6 og hefst kl. 9.15. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn i félagsheimilinu Baldursgötu 9 kl. 20.30 miðvikudaginn 10. október. Rætt verður um vetrarstarfiö og tekiö í spil. Félags- konur flölmennið. Klassískt kvöld í Fjölbraut, Breiðholti í tilefni menningarviku FB verður klass- ískt kvöld kl. 20.30 í kvöld í hátíðarsal skólans. Fram koma fyrrverandi nem- Föstudagsumferðin á bílastæðinu hjá Miðbæ: Hundur dró inn- kaupakörfu á Mercedes Benz - hafði verið tjóðraður við körfima fyrir utan verslun „Ég var að keyra inn á bílastæðið hjá Miðbæ við Háaleitisbraut og ætl- aði að komast í síma. Á bílastæðinu var ísbíll og ég ætlaði að keyra fram fyrir hann. Þá sá ég innkaupagrind fuha af hvítkálshausum koma skyndilega á fleygiferð, og það var hundur sem dró hana. Grindin hafði staðið fyrir utan verslunina og hund- urinn verið tjóðraður við hana. Síðan kom eifthvert fát á hundinn sem hljóp af stað með grindina á eftir sér,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir sem varð fyrir töluvert miklu tjóni þegar þung innkaupakarfa, sem hundur dró, -slóst af afli utan í Merce- des Benz bifreið hennar síðdegis á föstudaginn. „Grindin skall fyrst aftan á ísbíln- um en síðan á hurðinni á Benzinum hjá mér. Hundurinn hljóp svo aftur- fyrir bhinn með grindina á eftir sér. Hanri rétt slapp á mihi bíls sem var að bakka út og annars sem var kyrr- stæður. Ævintýrinu lauk með því að grindin fór á hhðina, hvítkálshaus- arnir fóru út um allt og hundurinn hljóp í burtu. Við þurftum að hlaupa á eftir honum til að finna greyið. Ég kenndi mikið í brjósti um hund- inn og strákinn sem átti hann. Það var ekki hægt að sjá hvor skalf meira eftir allt saman. Þetta var töluvert stór hundur og afskaplega fahegur. Hurðin á Bensinum kengbognaði. Lögreglumennirnir sem komu á staöinn voru að velta vöngum yfir hvernig ætti að fylla út skýrslu því það hafa ekki margir lent í svona löguðu. En lögreglan og vegfarandi sögðu mér að ef leyfi hefur fengist fyrir hundum, eins og þessi hafði, séu þeir um leið tryggðir gagnvart hugs- anlegu tjóni sem þeir valda. Þetta kemur þó allt í ljós,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. -ÓTT Mikið annríki hjá lögreglu 1 Reykjavík: Átta líkamsmeiðinga- mál um síðustu helgi Átta tilfelli voru tilkynnt til lög- reglu vegna líkamsmeiðinga um helgina, þar af fimm á fóstudags- kvöldið. Um miðnættið á fóstudagskvöld veittust nokkrir ungir menn að phti í Keilusalnum í Öskjuhlíð og hlaut hann meiðsli af. Einn var fluttur á slysadeild eftir slagsmál við Casa- blanca og var árásarmaðurinn hand- tekinn. Einnig barst kæra um lík- amsmeiðingar vegna slagsmála í Austurstræti. Nokkru síðar var mað- ur handtekinn eftir slagsmál á sama . stað. Um nóttina komu síðan tveir menn á miðborgarstöð lögreglunnar og greindu frá slagsmálum sem höfðu orðið á Fógetanum í Aðalstræti. Ár- ásaraðilinn var síðan handtekinn en einn var fluttur á slysadeOd. Um nóttina var einnig tilkynnt um til- felli þar sem aðOi hafði hlotið meiðsli eftir átök í heimahúsi. Á laugardagskvöldið var maður handtekinn eftir átök í heimahúsi við Vegamótastíg. Um nóttina var maður síðan handtekinn og færður í fanga- geymslur eftir að hafa valdið líkams- meiðslum á öðrum á Fógetanum. Einn maður var fluttur á slysadeild. Einnig kom til átaka í Þjóðleikhús- kjallaranum. Þar kom til ósættis sem þó leystist án kæru til lögreglu. Að sögn lögreglu eru þeir sem eiga hlut að líkamsmeiðingum flestir á aldrinum 18-25 ára og eiga átök sér yfirleitt stað á skemmjtistöðum eða í heimahúsum. Færri ulfelli verða á götum úti. -ÓTT endur skólans sem nú starfa viö tónlist- arkennslu og tónhstarflutning. En þaö eru þau: Elín Gunnlaugsdóttir, píanó, Harða Harðardóttir, sópran, Helga Sig- hvatsdóttir, blokkflauta, Laufey Geir- laugsdóttir, sópran, Snorri Valsson,' trompet, Theódóra Þorsteinsdóttir, sópr- an og Ynnur Vilhelmsdóttir, píanó. Meö- leikarar eru Guðmundur Magnússon píanóleikari og Lára Rafnsdóttir píanó- leikari. Á miðvikudagskvöldið verða tón- leikar með Megasi og Björk úr Sykurmol- unum í Undirheimum. Þá stendur yfir í Fjölbrautaskólanum myndlistarsýning á verkum fyrrverandi nemenda skólans og er hún opin kl. 14-18 í dag og kl. 14-20 á morgun. KR konur Muniö fundinn í kvöld kl. 20.30. Gestur fundarins verður Hallgrímur Magnússon læknir og mun hann fjalla um heilbrigt liferni og mataræði. ITC deildin Harpa heldur kynningarfund að Brautarholti 30 kl. 20 í kvöld. Allir velkomnir. Fjölmiðlar Hvað er að frétta? Allt síðan Stöð 2 tók til starfa hef- ur verið eínhverskonar samkeppni mihi fréttastofa sjónvarpsstöðv- anna. Á köflum hefur geisað heilagt stríð þar sem stórskotahríð fleðm legra auglýsinga er öflugasta vopn- iö. Ennfremur hafa fréttastofumar skipst dálítið á fréttamönnum sem hafa látið yfirboö skáka sér úr einu liöi í annað eins og hverjum Öðrum eitruðum peðum. Hinnalmenni sjónvarpsáhorfandi geispar yfir öllu saman. í gærkvöldi voru sagðar 14 fréttir í Sjónvarpinu en 17 á Stöð 2. Sjón- varpið bauöfram 10 íslenskar fréttir en Stöðin 9. íslensku fréttirnar, en þeim hofur fólk mestan áhuga á, voru ekki nema að litlu leyti þær sömu hjá stöðvunum tveimur en erlendu fréttirnar þeirra voru nær alveg eins nema hvað Stöð 2 stytti þær meira. Framsetning fréttanna er nær al- veg eins á báðum stöðvum enda flestir eöa allir starfsmenn Stöövar 2 aldir upp við ríkisjötuna á Lauga- vegínum. Þeir Stöðvarbændur virt- ust segja frá af meiri áhuga og á flestan hátt snöfurmannlegar en hinír. Á Sjónvarpinu voru menn sýnilega að afplána eina vaktina enn. Hitt er svo annaö mál að fréttir Sjón varpsins voru íslenskari. Þar voru fréttir utan af landi. Það var talað við verkstjóra í kjötvinnslu hjá KEA og kornbónda austur á héraöi. Ennfremur sagði Sjónvarpið frá niðurstöðum í skoðanakönnun DV sem þótti fréttnæmt. Stöð 2 þagði þunnu hljóði um málið enda þeirra mennániðurleið. Það sem vantaði á báðum bæjum voru skemmtílegar fréttir, mann- legar sögur. Báðir lögðu ahtof mikla áherslu á pólitík, efnahagsmál og þras um álmáhð sem hálf þjóðin er löngu komin með hálfgert ofæmi fyrir. Páll Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.