Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐ JúbÁGÚRíh 'ÓKTóMÉí{'Í990. Afmæli DV Guðmundur Runólfsson Guömundur Runólfsson, Grund- argötu 18 í Grundarfirði, er sjötugur ídag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Stekkjatröð í Eyrarsveit. Hann byijaði tíu ára til sjós og var tvö sumur á skaki. Guðmundur fór aftur á sjóinn 1943 og tók minnapróf hjá Skúla Skúla- syni í Stykkishólmi 1945. Hann byrj- aði formennsku á Svan 1946 og var skipstjóri m.a. á Hring SI341955- 1960 og á Runólfi 1960-1968. Hann eignaðist fyrst bát í félagi með öðr- um 1947, mb. Runólf SH135. Hann var í Sjómannaskólanum í Rvík 1958-1959. Annar Runólfur var byggður í Noregi 1960 og núverandi Runólfur hjá Stálvík 1974. Guð- mundur stofnaði með öðrum frysti- húsið Sæfang 1979 og hefur rekið það síðan. Hann var formaður UMFG í tíu ár, formaður útvegs- mannafélags Snæfellsness ogí stjórn Fiskifélagsins. Fjölskylda Guðmundurkvæntist27. desemb- er 1947 Ingibjörgu Sigríði Kristjáns- dóttur, f. 3. mars 1922. Foreldrar Ingibjargar voru Kristján Jóhanns- son, b. á Þingvöllum í Helgafells- sveit, og kona hans, María Kristj- ánsdóttir. Börn Guðmundar og Ingi- bjargar eru: Runólfur, f. 12. maí 1948, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu Svövu Kristjánsdótt- ur afgreiðslukonu; Kristján, f. 13. febrúar 1950, vélstjóri í Grundar- firði, kvæntur Ragnheiði Þórarins- dóttur kennara; Páll Guðfinnur, f. 27. júlí 1952, netamaður í Grundar- firði, kvæntur Guðbjörgu Hrings- dóttur símakonu; Ingi þór, f. 9. maí 1955, sjómaður í Grundarfirði, kvæntur Hjördísi Hlíðkvist Bjarna- dóttur skrifstofumanni; Guðmund- ur Smári, f. 9. maí 1955, d. 4. desemb- er 1955; Guðmundur Smári, f. 18. febrúar 1957, forstjóri í Grundar- firði, kvæntur Jónu Björk Ragnars- dóttur; Svanur, f. 3. nóvember 1958, skrifstofumaður í Grundarfirði, kvæntur Elínu Theódóru Jóhannes- dóttur afgreiöslumanni; Unnsteinn, f. 28. júní 1966, vélstjóri í Grundar- firði, kvæntur Alexöndru Sólveigu Arnarsdóttur og María Magðalena, f. 28. júní 1966, gift Eið Björnssyni, húsasmíðameistari í Grundarfirði. Systkini Guðmundar, samfeðra, eru: Þorkell Daníel, f. 16. desember 1894, d. 4. desember 1965, sjómaður á Fagurhóh í Grundarfirði, kvæntur Margréti Gísladóttur; Jóhanna, f. 9. júní 1896, d. 27. maí 1972; Kristín, f. 21. febrúar 1898, d. 16. nóvember 1972, gift Cecil Sigurbjörnssyni, sjó- manni í Grundarfiröi, móðir Sof- faníasar, útgerðarmanns í Grundar- firði; Páll Guðfinnur, f. 18. septemb- er 1901, d. 5. desember 1929; Halldór, f. 14. febrúar 1904, d. 23. mars 1951, b. í Naustum í Grundarfirði, kvænt- ur Halldóru Þórðardóttur; Sigurþór, f. 9. apríl 1907, d. 3. desember 1970, vefari á Selfossi, kvæntur Ástbjörgu Erlendsdóttur, og Lilja, f. 23. október 1908, d.31.maí 1909. Systkini Guðmundar, sammæðra, Guðmundarbörn, eru: Gísli, f. 14. janúar 1901, d. 22. júlí 1981, skip- stjóri á Suðureyri í Súgandafirði, kvæntur Þorbjörgu Guðrúnu Frið- bertsdóttur; Magnús Þórður, f. 24. febrúar 1905, drukknaði af Agli rauða 27. janúar 1955, sjómaður á Fáskrúðsfirði, kvæntur Þórlaugu Bjarnadóttur; Móses Benedikt, f. 10. desember 1909, d. 24. desember 1936, sjómaður í Rvík, kvæntur Sigur- borgu Sveinbjörnsdóttir, og Geir- mundur, f. 28. ágúst 1914, verkamaö- ur í Rvík, kvæntur Lilju Torfadótt- ur. Ætt Foreldrar Guðmundar voru: Run- ólfur Jónatansson, f. 2. janúar 1873, d. 18. janúar 1947 oddviti og verslun- arstjóri í Grafarnesi, og Sesselja Sig- urrós Gísladóttir, f. 18. apríl 1880, d. 9. september 1948, húsfreyja í Götuhúsum í Grafarnesi. Runólfur var sonur Jónatans, b. í Vindási í Eyrarsveit, Jónssonar, b. í Svarfhóli í Miklaholtshreppi, Jónssonar. Móðir Runólfs var Hahdóra, döttir Daníels, b. á Haukabrekku á Skóg- arströnd, Sigurðssonar, bróður Sig- urðar, langafa Daða, fóður Sigfúsar skálds. Móðir Halldóru var Halla, systir Kristínar, konu Þorleifs í Bjarnarhöfn. Önnur systirHöllu var Kristín, yngri, móðir Magnúsar Sigurðssonar í Miklaholti og Elísa- betar, konu Árna Þórarinssonar, prests á Stóra-Hrauni. Halla var dóttir Sigurðar, b. í Syðra-Skógar- nesi, Guðbrandssonar, bróðir Þor- leifs, fóðir Þorleifs læknis í Bjarnar- höfn. Móðurbróðir Guðmundar var El- ís, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, afi Pálínu, kaupmanns, Elísar, skip- stjóra í Grundarfirði, Hólmfríðar Gísladóttur, ættgreinis í Rvík, og Hjálmars Gunnarssonar, útgerðar- manns í Grundarfirði. Sesselja var dóttir Gísla, b. og sjómanns á Vatna- búðum í Eyrarsveit, Guðmundsson- ar, b. og sjómanns á Naustum í Eyr- arsveit, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannes- dóttir, sjómanns á Hrólfsskála á Seltjamarnesi, Bjarnasonar, og konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búöardal, langafa Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsen. Oddný var dóttir Ket- ils, prests í Húsavík, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt- Guðmundur Runólfsson. ur, systur Skúla fógeta. Móðir Sesselju var Katrín, systir Jóhönnu, ömmu Valdimars Indriða- sonar, útgerðarmanns á Akranesi. Bróðir Katrínar var Sigurður, afi Sigurðar Helgasonar, fulltrúa í menntamálaráðuneytinu. Katrín var dóttir Helga, b. á Hrafnkelsstöð- um í Eyrarsveit, Jóhannessonar og konu hans, Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Björnssonar. Móðir Sesselju Björnsdóttur var El- ín Guðmundsdóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, langafa Huldu Stefánsdóttur skólastjóra. Þau hjónin taka á móti gestum á laugardaginn, 13. október, á heimili sínu kl. 18-22. Halldór Finnur Klemensson Halldór Finnur Klemensson, áð- ur bóndi á Dýrastöðum í Norður- árdal í Mýrarsýslu, er áttræður í dag. Starfsferill Hahdór fæddist og ólst upp á Dýrastöðum. Hann vann á búi for- eldra sinna auk annarra starfa er fil féllu eins og t.d. vegavinnu á sumrin. Halldór lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1936 eftir tveggja ára nám. Hann var bóndi á Dýrastöðum á árunum 1947-78 er sonur hans og tengdadóttir tóku þar við búi en heimili Halldórs hef- ur ætíð verið áDýrastöðum. Fjölskylda Halldórkvæntist 29.11.1947, Ás- laugu Þorsteinsdóttur, f. 12.2.1919 en hún er borin og barnfæddur Reykvíkingur, dóttir Þorsteins Ágústssonar, og Guðrúnar Her- mannsdóttúr. Börn Halldórs og Áslaugar eru Kristín, f. 6.5.1948, starfsmaður Mjólkursamlags Borgfirðinga, gift Guðmundi Egilssyni, f. 6.5.1943, bifreiðastjóra í Borgarnesi og eiga þau fjögur börn, Áslaugu Lind, f. 24.6.1970, Halldór Lind, f. 26.5.1971, Jóhönnu Lind, f. 16.5.1978 og Krist- inn Lind, f. 5.3.1980; Haukur, f. 26.9.1950, bankastarfsmaður í Reykjavík, kvæntur Ástríði Björk Steingrímsdóttur, f. 10.1.1950, bankastarfsmanni og eiga þau tvö börn, Davíð, f. 17.1.1976ogHebu, f. 13.6.1980; Klemens, f. 12.4.1953, bóndi á Dýrastöðum, kvæntur Ragnheiði Steinunni Hjörleifsdótt- ur bónda, f. 7.6.1957 en sonur þeirra er Hlynur, f. 19.12.1983; Guðrún, f. 19.7.1958, húsfreyja á Miðfeli II, Hrunamannahreppi í Árnessýslu, gift Óðni Sigurgeirssyni, f. 11.8. 1958, framleiðslustjóra Límtrés hf. og eru dætur þeirra Erna, f. 6.1. 1976ogÁsta, f. 4.7.1981. Eina dóttur misstu Halldór og Áslaug unga, Guðrúnu, f. 5.11.1955, d. 20.5.1956. Synir Áslaugar af fyrra hjóna- bandi eru Þorsteinn Guðbergsson, f. 22.9.1938, kaupmaður í Hafnar- firði, kvæntur Þuríði Ingimundar- dóttur, f. 29.9.1940, hjúkrunarfor- stjóra og er sónur þeirra Brynjar Þór, f. 20.4.1970; Sigurjón Gunnar Guðbergsson, f. 10.4.1940, renni- smiður í Reykjavík en sonur hans er Jón Rafn, f. 1.9.1959. Systkini Halldórs: Finnur, f. 1.12. 1907, d. 2.9.1989, bóndi á Hóli í Norðurárdal, var kvæntur Herdísi Guðmundsdóttur og eignuðust þau þrjú börn; Ásgerður, f. 21.5.1909, fyrrv. iðnverkakona í Reykjavík; Kristinn Þorvarður, f. 2.12.1912, smiður á Dýrastöðum, og Guðrún, f. 30.9.1917, var gift Herði Guð- mundssyni sem nú er látinn og eignuðust þau þrjú börn. Foreldrar Halldórs: Klemens Jónsson, f. 2.7.1878, d. 14.5.1965, bóndi á Dýrastöðum, og kona hans, Kristín Þorvarðardóttir, f. 17.2. 1876, d. 23.10.1946. Ætt og frændgarður Klemens var sonur Jóns, b. í Neðri-Hundadal, Klemenssonar, b. í Gröf í Miðdölum, bróður Sæunn- ar, langömmu Klemensar Jónsson- ar, leikstjóra og fyrrv. leiklistar- stjóra Ríkisútvarpsins, Björns Bj amasonar j arðræktarráðunauts og Ingólfs, fóður Aðalsteins, list- fræðings og fyrrv. ritstjóra menn- ingarskrifa DV. Klemens í Gröf var sonur Jóns, b. í Gröf, ættfóður Grafarættarinnar, Jónssonar. Móðir Klemensar í Gröf var Margr- ét Illugadóttir. Móðir Jóns í Neðri- Hundadal var Ingibjörg Sveins- dóttir, b. í Neðri-Hundadal, Finns- dóttir. Móðir Klemensar á Dýrastöðum var Guðrún, systir Sveins, fóður Ásmundar myndhöggvara, Haf- steins myndlistarmanns. Systir Guðrúnar var Amdís, amma Sigf- úsar Daðasonar skálds. Guðrún var dóttir Finns, hreppstjóra á Háafelli í Miðdölum, hálíbróður, samfeðra, Ingibjargar í Gröf. Móðir Finns var Guðrún Guðmundsdótt- ir, systir Þórdísar, langömmu Ragnheiðar, móður þeirra bræðra, Snorra skálds, Ásgeirs sagnfræð- ings ogTorfa, fyrrv. sáttasemjara, fóður Hjartar, hæstaréttardómara. Þórdís var einnig langamma Ás- laugar, ömmu Hjálmars Ragnars- sonar tónskálds. Móðir Guðrúnar í Neðri-Hundadal var Þórdís Andr- ésdóttir, b. á Þórólfsstöðum, bróður Vigdísar, langömmu Jóhannesar úr Kötlum. Andrés var einnig bróð- ir Jóns, langafa Sigríðar, ömmu Halldór Finnur Klemensson. Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Bróðir Kristínar, móðir Halldórs, var Sigurður Þ. Skjaldberg, kaup- maður í Reykjavík. Annar bróðir Kristínar var Kristjón, faðir Há- konar Heimis lögfræðings. Kristín var dóttir Þorvarðar, hreppstjóra á Leikskálum Bergþórssonar, b. á Leikskálum, Þorvarðssonar, b. á Leikskálum, Bergþórssonar, b. á Leikskálum, Þorvarðssonar, b. á Hömrum í Haukadal, bróður Finús, langafa Guðlaugs, langafa Jóhannesar úr Kötlum. Móðir Kristínar var Kristín Jónasdóttir, b. á Innra-Leiti á Skógarströnd, Þorsteinssonar. Halldór verður að heiman á af- mælisdaginn. afmælið 9. október 80ára GuðniBjarnason, Hverfisgötu 28, Hafnarfirði. Anna Sigurðardóttir, Norðurgötu 60, Akureyri. 75 ára Guðrún Þórðardóttir, Hraunteigi23, Reykjavík. Kristín Einarsdóttíx, Sæbergi 6, Breiðdalsvík. 70 ára Ingiríður Blöndal, Stóragerði 6, Reykjavik. Rósa Hjörleifsdóttir, Miðjanesi 1, Reykhólahreppi. PéturBárðarson, Laxakvísll7, Reykjavík. 60ára Anton Jóhannsson, Hverfisgötu9, Siglufirði. ‘Sveinn Bjarnason, Brennistöðum, Borgarhreppi. Fjölnir Stefánsson, Hrauntungu 31, Kópavogi. 50 ára Guðni Ernst Langer, Lundarbrekku 16, Kópavogi. Guðmundur Jörundsson, Munaðarhóli 21, Hellissandi. Stefania Sjöfn Sófusdóttir, FerjubakkalO, Reykjavik. 40 ára Benedikt Sigmundsson, Jóruseh 3, Reykjavík. Jón Þorsteinn Arason Jón Þorsteinn Arason málara- meistari, Fífuseli 7, Reykjavík er sextugurídag. Starfsferill Jón fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1950 en lærði síöan málaraiðn hjá Jóni Björnssyni á árunum 1954-58. Jón lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík en sveinsprófi lauk hann 1959 og öðlaðist meistarabréf 1962. Jón flutti aftur til Patreksíjarðar 1959 og starfaði þar sem málara- meistari til ársins 1985 auk þess sem hann rak verslun og umboðssölu. Hann flutti til Reykjavíkur 1985 þar sem hann hefur starfað við iön sína. Fjölskylda Jón kvæntist 10.12.1955 Þórdísi Toddu Ólafsdóttur, f. 24.3.1936, en hún er dóttir Ólafs H. Guðbjartsson- ar og Sólrúnar A. Jónsdóttur. Börn Jóns og Þórdísar Toddu eru Ari, f. 25.2.1956, rafvirki, en dóttir hans er Þórdís, f. 1980; Ólafur Haf- steinn, f. 18.5.1957, húsasmíðameist- ari, kvæntur Jónínu Sóley Hjalta- dóttur og eiga þau þrjú böm, Þór- unni Sif, f. 1984, Almar Enok, f. 1987 og Jón Fannar, f. 1990; Þór, f. 1.12. 1959, málarameistari; Ægir, f. 29.3. 1963 en sambýliskona hans er Eyrún Karlsdóttir en sonur þeirra er Karl Arnar, f. 1986; Helgi Rúnar, f. 8.1. 1965, ogÞorsteinn Geir, f. 30.6.1974, nemi í Fjölbrautarskólanum í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Ari Jónsson, f. 9.11.1883, d. 24.8.1964, skósmiður og kaupmaður á Patreksfirði, og Helga Jónsdóttir, f. 10.3.1893, d. 9.5. 1962, húsmóðir. Ætt og frændgarður Ari var sonur Jóns Arasonar, bónda á Vattarnesi í Austur-Barða- strandarsýslu, og konu hans, Guð- Jón Þorsteinn Arason. bjargar Jónsdóttur. Helga var dóttir Jóns Jónssonar, b. í Djúpadal og síðar í Fremri- Gufudal, og konu hans, Júlíönnu Jónsdóttur. Jón Þorsteinn verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.