Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Spumingin Spurt á 50 ára afmæli Lennons: Manstu eftir John Lennon? Eyþór Borgþórsson, starfsm. Ríkis- endurskoðunar: Já, já. Hann var frá- bær tónlistarmaður. Kristinn Bjarnason ríkisstarfsmað- ur: Já, eðÚlega. En hann var alls ekki einn af mínum uppáhaldstón- Ustarmönnum. Hrafnhildur Eiðsdóttir nemi: Já, ég hafði og hef reyndar enn gaman af því að hlusta á hann. Laufey Elsa Þorsteinsdóttir húsmóð- ir: Já, hvort ég man. Ég hélt svo mik- ið upp á Bítlana en það var erfitt að hætta að halda úpp á Cliff Richard. Jenný Björgvinsdóttir ferðamaður: Besti vinur minn í gegnum árin. Daniela Björgvinsdóttir nemi: Já, auðvitað. En sú spurning. Lesendur Fjármögnum frelsishermenn friðar og sátta: Asmundur og Þörarinn til Persaflóa Þórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSÍ, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. - „Getur þjóðin leyft sér að einoka starfskrafta og sáttfýsi slíkra manna," spyrja bréfritarar. Hjördis Hjartardóttir og Salome Kristinsdóttir skrifa: Ekki undrar okkur jákvæð við- brögð við bréfstúf okkar í DV á dög- unum um farsæl störf forseta ASÍ, Ásmundar Stefánssonar. - Þjóðin vaknar senn til vitundar um gildi sinna fremstu sona. Getur íslenska þjóðin leyft sér þá eigingirni að einoka starfskrafta og sáttfýsi slíkra manna? Mörg dæmi er um að þjóðir liðsinni hvor annarri á neyðarstundum. Sem dæmi má nefna aðstoð Bandaríkjanna við Mið-Ameríku, aðstoð Rússa við Afg- anistan og ekki síst aðstoð Dana við ísland, Færeyjar og Grænland. Þess vegna höfum við hugleitt hvað lítil eyþjóð á noröurhjara, getur lagt af mörkum til farsællar lausnar þéssarar deilu, ekki síst til þess að vernda þjóðarsáttina, sem nú steðjar að vá og voði. - Hækkun bensínverðs getur leitt til leiðréttingar á launum og þá fyrst er voðinn vís. Slíka hugs- un er ekki hægt að hugsa til enda! Hvað yrði þá um sátt og samlyndi manna og málleysingja í millum? Öllum ætti að vera ljóst að það voru farsæl störf og samhugur hins ástæla forseta ASÍ, Asmundar Stefánssonar og hins virta og skemmtilega fram- kvæmdastjóra VSÍ, Þórarins Þórar- inssonar, sem leiddu til sátta og sam- lyndis íslensku þjóðarinnar, lands- mönnum til heiUa og farsældar. Hvað getum við lagt meira af mörk- um í hinum aðsteðjandi alheims- vanda en að fara fram á við fyrr- greinda bestu syni þjóðarinnar, „Hróa hött“ og „Litla Jón“ okkar Islendinga, að þeir taki sér ferð á hendur og sái fræi sáttar og samlynd- is í kalt hjarta Saddams Husseins, og komi ekki einungis á þjóðarsátt í hans landi, heldur sátt og samlyndi þjóða um heim allan? - Lágmarks- krafa verður þó að vera sú að BHMR, einkum kennarar sitji á strák sínum svo að Ásmundi og Þórarni gæfist tóm til að ljúka þessu verki. Nú hefur ríkisstjórnin hugleittfjár- hagsaðstoð til hernaðar vegna deil- unnar við Persflóa. Við viljum hvorki vopn né víg. Berum því klæði á vopnin, ljármögnum ekki vopnaða hermenn. - Fjármögnum frelsis- hermenn friðar, vonar og sátta. Við vitum að þjóðin leggur glöð sitt af mörkum til að standa straum af kostnaði við slíka sendiför enda henni ætíð heiður, er ástælir forystu- menn þjóðarinnar og tjölskyldur þeirra gista í sölum erlendra kon- unga og annarra höfðingja. - Bara að BHMR-menn, aðallega kennarar, slíðri sverð sín og taki í útrétta sátt- arhönd þjóðarinnar og standi mark- visst að þessu mikilvæga málefni. Fordæmum vinnubrögð Eggerts Haukdal Haraldur Júlíusson og Snorri Þor- málefni í Vestúr-Landeyjum. flokksmönnum sínum friðarboð- valdsson skrifa: Eggert Haukdal gerir mikið úr skap taka upp á því að níða niður Að gefnu tilefni viljum við, full- því að H-Iistinn sé stöðugt með sveitunga sína lífs og hðna til að trúar H-listans í hreppsnefnd Vest- kærur og árásir á sig. Við skorum vekja á sér athygli og koma sér á ur-Landeyjahrepps, mótmæla á þingmanninn að upplýsa alþjóð framfæri viö fjölmiðla. harðlega ummælum og árásum um hverjar þær eru. Við fordæmum slík vinnubrögö Eggerts Haukdals, alþingismanns Það vekur athygli að þingmaður- og teljum þau ekki sæma oddvita og oddvita, aö undanfbrnu í dreifi- inn skuli i upphafi prófkjorsbar- ogþmgmanm. bréfum og fjölmiölum á menn og áttu og eftir að hafa sent sam- Sambandið opnar hliðin Arngrímur skrifar: Nú gengur það glatt hjá SÍS. Það á að opna hliðin, leggja af samvinnufé- lagsformið, stofna hlutafélög um rekstrareiningamar og hreiða út faðminn mót öllum sem í hlað ríða og bjóða þeim að kaupa hlutafé að vild. - Eftir þetta mikla átak og trúar- skipti á Sambandið að skapa sér sögu, hvert félag með sínum hætti, og vinna sér tilverurétt á þeim hluta- bréfamarkaði sem hér er nú í upp- siglingu. Þetta er haft eftir stjórnar- formanni Sambandsins um þær skipulagsbreytingar sem á döfinni eru og eiga að breyta Sambandinu úr samvinnuformi í óvininn sjálfan, frjálshyggjuformið og sjálfstæð hlutafélög. Þetta verða þungbær skref fyrir margan samvinnumanninn. En hvað verður ekki að leggja á sig þegar þetta er hið eina kórrétta svar við kalli tímans og losna þannig við flest- ar ef ekki allar hremmingar síðustu ára. - En það eru ljón á veginum og þau eru öll stór, svöng og gráðug. Þau eru líka að opna hhðin hjá sér og bjóða faðminn þeim sem eiga pen- inga á lausu. Þetta eru hin fyrirtækin sem ekki eru samvinnufyrirtæki, heldur hlutafélög. - Þau eru að bjóöa út hlutafé og það mikið. Eitt þeirra er að bjóða út hlutafé beinlínis í þeim tilgangi að greiða niður skuldir sínar. Önnur eru ein- faldlega að bjóða út hlutafé til að geta haldið áfram rekstri, sum vegna þess að þau sjá ekki fram á að geta komist hjá gjaldþroti án hlutafjárút- boðs og önnur tÚ að ná meiri mark- Skrifstofubygging Sambandsins við Kirkjusand. - Mörg Ijón fyrir utan hliðin? DV-mynd Brynjar Gauti aðsaðild sem er þó eina réttlætanlega ástæðan. En það er hætta á ferð. Hún er sú að fólk hafi ekki meiri fjárráð í bili og svo hitt að áhuginn minnki snar- lega þegar flestöll fyrirtæki fara að bjóða út hlutafé. Sannleikurinn er nefnilega sá að fólk hér á landi, óvant hlutafjármarkaði og transaksjónum á verðbréfum, vill frekar eiga hluta- bréf í litlum og vel stæðum fyrirtækj- um en stórum og oft illa reknum fyr- irtækjum sem ýmist böðlast um á markaðinum eða eru nánast að fahi komin vegna rekstrarörðugleika sem svo á að lagfæra með söfnunarfé frá fáfróðum almenningi. - En vonandi kemst Sambandið út úr erfiðleikum sínum þegar það hefur opnað hliðin til fuhs og fjármunirnir streyma inn. En þá er líka betra að sparifjáreig- endur og aðrir fjármagnshafar þurfi ekki að ganga upp í móti þegar þeir streyma að hliðunum. Ég meina, að hliðin séu höfð „á jafnsléttu". Flugfargjöldin: Viðbragða erþörf Þorsteinn Sigurðsson skrifar: Ég ætla að byija að þakka þeim Guðmundi Magnússyni og Sveini Torfa Sveinssyni fyrir skrif um far- gjaldamál Flugleiða og ósamræmi í þjónustu á „Saga Class“ miðað við önnur flugfélög sem bjóða sambæri- legt farrými. - Einnig má fyllilega taka undir gagnrýni E.A. sem skrifar í Velvakanda Morgunblaðsins nýlega um þreifingar Flugleiða við SAS um eignaraðild hins síðarnefnda í ís- lensku flugfélagi. - Þetta eru allt orð í tíma töluð og einmitt núna þegar svo virðist sem aðeins eitt íslenskt flugfélag eigi að annast samkeppnis- lausa þjónustu í utanlandsílugi landsmanna. Það eru þó flugfargjöldin th út- landa, sérstaklega til Ameríku, sem valda fólki hér ómældum kostnaði umfram það sem aðrar þjóðir eiga kost á og það þótt þeir fljúgi miklu lengri leið vestur um haf. Sveinn Torfi segir réttilega að Flugleiðir hf. beiti sérstöku misrétti gagnvart ís- lenskum almenningi. Ef það er svo rétt í þokkabót, sem hann ýjar að, að auglýsingar félagsins í íjölmiðlum og greiðvikni um afslátt á farmiðum fyrir blaða- og fréttamenn vegi það þungt í hagsmunagæslu þessara að- ila að þeir steinþegi fyrir vikið þá er það hrein staðfesting á einu mesta bananalýðveldi á norðurhveli jarðar. Ég hefi hvergi heyrt um að fjölmiðl- ar séu ekki himinlifandi að fá mál til að upplýsa - nema þá hér á landi og í þessu sérstaka tilfelli. Og ef far- gjaldamisréttið gagnvart íslenskum flugfarþegum, sem feröast til út- landa, er ekki rannsóknar vert þá veit ég ekki hvað er rannsóknar vert. - í auglýsingunni sem fylgir með skrifum Sveins Torfa Sveinssonar 1 DV, 2. þ.m., kemur það misrétti hvað varðar íslendinga og útlendinga sem fljúga milli Ameríku og Lúxemborg- ar svo ljóslega fram að það beinlínis æpir á rannsókn opinberra yfir- valda. Úr því að Flugleiðir sjálfar hafa ekki .frumk'væði að tafarlausri leiðréttingu sem hefði að sjálfsögðu fyrir löngu átt aö framkvæma. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! KlX™'"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.