Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Fréttir Sjálfstæðisflokkurinn 1 Reykjavik: Arslaun þingmanns í próf kjörsbaráttu þingmennimir sleppa mun betur Þeir sem taka þátt í prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar, og eru ekki sitjandi þingmenn, geta reikn- að með að baráttan geti kostað hvern og einn þátttakenda um eina milljón króna. Þettá á aðallega við um frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Eflaust þurfa frambjóöendur ann- arra flokka og í öðrum kjördæmum einnig að kosta til háum fjár- hæðum. Þar sem Reykjavík er fjöl- mennasta kjördæmið er dýrast að berjast fyrir þingsæti þar. Þingmenn, sem sækjast eftir end- urkjöri, sleppa mun betur kostnað- arlega frá baráttunni, enda þurfa þeir ekki að minna eins mikið á sig og hinir sem minna eru þekktir. Þó er þaö mjög misjafnt milli manna. Þingmennirnir sleppa ekki frá prófkjörslagnum án útgjalda. Einn þekktari þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, sem DV ræddi við, sagðist gera ráð fyrir að eyða um 300 þúsundum króna í prófkjörs- baráttuna. Einn nýliðanna sagði, í samtali við DV, að mesti kostnaðurinn fari í útgáfu bæklinga og annað prentað efni. Þá kostar talsvert að reka kosningaskrifstofur með tveimur eða jafnvel þremur símum auk ýmissa annarra útgjalda. Sumir hafa ráðið kosningastjóra til að stj órna baráttunni. Davíð Oddsson borgarstjóri þarf væntanlega ekki að kosta eins miklu til og aðrir nýliðar í próf- kjöri fyrir þingkosningar. Þeir sem DV ræddi við voru sam- mála um að það væri ólíklegt að nýliðarnir kæmust af með minna en eina milljón. Það lætur nærri að vera árslaun þingmanns eftir skatta. Frambjóðendurnir fjár- magna baráttuna með eigin fram- lagi og leita til vina og kunningja og jafnvel til fyrirtækja um fjár- hagsleganstuðning. -sme Heimsmeistaraeinvígið hafið í New York: Karpov hafði undirtökin í fyrstu skákinni - en jafntefli varð í þrjátíu leikjum Það var demantssíld í hæsta gæöaflokki sem Halldóra HF kom með til Norðfjarðar á sunnudagskvöld og veiddist i Berufjarðarál. 89% aflans reyndist yfir 33 sm að stærð og meira en 300 grömm að þyngd. Fór því í stærsta flokk- inn og ætti þvi að geta farið á Japansmarkað. 9% voru á bilinu 30-33 sm og aðeins 2% fóru í úrgang. Síldinni var strax landað á Neskaupstað. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson Olíuverðshækkunin: Leggst nær alfarid á sjómenn Hækkun olíuverðs um síðustu mánaðamót hefur valdið því að tekj- ur allflestra sjómanna hafa lækkað um 8%. Þetta gildir þó ekki um sjó- menn á skipum sem selja afla sinn á erlendum mörkuðum. Veröi frekari hækkanir á olíu mun hún að mestu leggjast á útgerðarmenn, enda botni náð hjá sjómönnum varðandi skipta- hlut samkvæmt gildandi samningum Vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra valda olíuverðshækkanir minnku.. skiptahlutar niður í allt að 70% af aflaverðmæti. Meö öðrum orðum þýðir þetta aö áður en kemur til skipta eru tekin 30% af aflaverð- mæti til að standa straum af olíu- kostnaði útgerðar. Fyrir olíuverðs- hækkunina var skiptahluti hins veg- ar 76% aflaverðmætis. Samkvæmt útreikningum frá Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands ber minnkun skiptahlutar allt að 72% af olíuverðshækkuninni. Þá eru dæmi um að útgeröaraöilar skipa, sem brenna svartolíu, hagnist umtalsvert á minnkun aflahlutar sjómanna. Samkvæmt útreikningum FFSÍ getur hagnaður þessara aðila numið hátt í 400 þúsund á hverri veiðiferð. Skýringin á þessu er sú aö svartolía hækkaði mun minna en gasolía. Þar sem viðmiðunarramm- inn varðandi tengsl aflahlutar og ol- íuverðs tekur einvörðungu mið af gasolíuverði hefur aflahluti útgerð- armanna, sem nota svartolíu, aukist á kostnað sjómanna, án þess að til- kostnaðurinn hafi aukist á sama hátt. Mikil óánægja er meðal forsvars- manna sjómanna vegna þessa máls og telja þeir að mikið skorti á sann- girni í málinu. Aö sögn Benedikts Valssonar hjá FFSÍ hafa sjómenn árangurslaust reynt aö fá útgerðar- menn til að lagfæra gildandi kjara- samning að þessu leyti en þeir alfar- ið hafnað því fram til þessa. „Kjarni þessa máls er að vilji menn viðhalda þessu kerfi, sem feist í því að dreifa áhættunni af. olíuverðs- hækkunum, xþá verður ábyrgðar- dreifmgin að vera sanngjörn. Því miður er því ekki til að dreifa í dag,“ sagði Benedikt Valson. Að sögn Óskars yigfússonar hjá Sjómannasambandi íslands, var það hald manna í kjarasamningum sjó- manna 1987 að með því að koma á ákveðinni tengingu milli aflahlutar og olíuverðs yrði minni hætta á bein- um inngripum ríkisvaldsins, eins og algengt var í „olíukreppunni" á síð- asta áratug. „Við höfum notiö þessa samnings hingaö til og hann losaöi okkur að hluta undan lögum frá 1983, gerði ráð fyrir fastri skerðingu á aflahlut sjó- manna. Það gat hins vegar enginn séð fyrir að einhver snarvitlaus arabahöfðingi gerði allt vitlaust í heiminum varðandi olíuverð." -kaa Heimsmeistarinn Garrí Kasparov og Anatoly Karpov, áskorandi hans, hófu einvígi sitt um heimsmeistara- titilinn í dimmu, hálftómu Hudson- leikhúsinu á Broadway í gær. Þeir sátu á svörtum stólum, með taflið á svartri borðplötu og svört tjöld risu baksviðs. Eina Ijósglætan á skugga- legu sviðinu voru skjannahvítir skór Karpovs. Karpov hafði einnig hvítt í skák- inni sem hófst nokkrum mínútum of seint. Mikill kliður var í salnum og yfirdómarinn, Hollendingurinn Geurt Gijssen, varð að biðja áhorf- endur aö hafa lægra. Vel fór á með meisturunum sem tókust innilega í hendur. Eftir því var tekið aö þeir brostu hvor til annars þrátt fyrir að í sálarstríðinu fyrir einvígið hafi spjótin gengið á milli. Um leið og skákklukkan var sett í gang lék Karpov drottningarpeði fram og Kasparov svaraði með kóngsindverskri vörn - merki þess að hann væri í árásarskapi. Skákin var hin skemmtilegasta en einkennd- ist af taugaspennu á báða bóga. Karpov náði undirtökunum og marg- ir töldu hann hafa komist nálægt sigri eftir að Kasparov freistaði þess að losa um stöðu sína með framrás á miðborðinu. Kasparov átti aðeins stundarfjórðung til að ljúka siðustu þrettán leikjunum fyrir tímamörkin en náöi þó jafnvæginu og eftir þrjátíu leiki sættust þeir á skiptan hlut. Athygh vakti að einungis Karpov tefldi undir sovéskum fána en fáni rússneska sambandsins var á borð- hluta Kasparovs sem afneitaði þeim sovéská af pólitískum ástæðum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 Kasparov velur kóngsindverska vörn sem gjarnan leiðir til mikUla sviptinga en þykir ekki að sama skapi traust. Með þessu gefur hann til kynna að hann sé hvergi banginn! Fischer hafði dálæti á þessari byrjun sem Kasparov hefur hafið til virðing- ar á ný eftir erfiðleikatímabil í sögu hennar. Kasparov beitti vöminni í síðasta heimsmeistaraeinvígi í Se- villa 1987 en þar var Grunfeldsvörn helsta vopn hans (3. - d5). 4. e4 d6 5. f3 Svonefnt Somisch-afbrigði. Kasp- arov kunni ekki svar við því í skák við Gulko á stórmótinu í Linares sl. vetur og Karpov hyggst einnig freista gæfunnar. 5. - (M) 6. Be3 c6 7. Bd3 a6 í stað 7. - e5, eins og Kasparov lék í áðurnefndri skák við Gulko, brydd- ar hann nú upp á gamalli leikaðferð. 8. Rge2 b5 9. 0-0 Rbd7 10. Hcl Karpov velur heldur ekki algeng- ustu leiöina en varla hefur þetta ver- ið fyrirfram ákveðið - hann hugsaði Skák Jón L. Árnason um næsta leik sinn í 20 mínútur. Hér er 10. Dd2, 10. b3, eða 10. cxb5 axb5 11. b4 (Geller - Fischer, Havana 1965) mögulegt. 10. - e5 11. a3 exd4 12. Rxd4 Bb7 13. cxb5 cxb5 14. Hel Re5 15. Bfl He8 16. Bf2 16. - d5?! í staö 16. - Hc8, freistar Kasparov þess að opna taflið og leysa öll hugs- anleg vandamál. En hann ofmetur stöðu sína eftir uppskiptin. 17. exd5 Ekki 17. f4?! Reg4 18. e5 Rxf2 19. Kxf2 Db6! með góðu tafli á svart. 17. - Rxd5 18. Rxd5 Dxd5 19. a4! Nú hefur Karpov lítið en öruggt frumkvæði - það er einmitt í þannig stöðum sem hann unir sér best. Kasparov þarf nú að halda vel á spöð- unum ef ekki á illa að fara. 19. - Bh6 20. Hal Rc4!? 21. axb5 axb5 22. Hxa8 Hxa8 23. Db3 Bc6 24. Bd3?! Lítur vel út en nú nær Kasparov að rétta hiut sinn. Hvítur á íviö betra eftir uppskipti á c6 og 24. Hdl kemur einnig til greina. 24. - Rd6! 25. Dxd5 Bxd5 26. Rxb5 Svarið viö 26. Bxb5 yrði 26. - Hb8 og nær peöinu aftur. 26. Rxb5 27. Bxb5 Bg7! Ekki 27. - Hb8? 28. He8+ og forðar peðinu. 28. b4 Bc3 29. Hdl Bb3 30. Hbl Ba2 Og jafntefli samið. Hvítur missir vald á b-peðinu og þá blasir jafnteflið við. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.