Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. Viðskipti __________________________________________________________________:_____________pv Flugleiðir og KLM íhuga aukna samvinnu: „Það er vilji til samstarfs“ Sú hugmynd er komin upp innan Flugleiða og hollenska ílugfélagsins KLM að auka samstarf félaganna, til dæmis í Ameríkufluginu, fari svo að Flugleiöir verði áfram með ílugleyfi til Amsterdam eftir mánaðamótin. Þaö mun fyrst og fremst vera á sviði viðhalds- og markaðsmála sem leiðir félaganna liggja saman. „Það er vilji til samstarfs og einn fundur hefur verið haldinn. Meira get ég ekki sagt, enda fer þetta allt eftir því hvort Flugleiðir verða áfram á flugleiðinni til Amsterdam,“ segir Pétur J. Eiríksson, markaðsstjóri Flugleiða. Flugleiðir voru í áraraðir með sam- starf við KLM vegna viðhalds DC-8 þotnanna og þvi er samstarf félag- anna ekki nýtt af nálinni. Viðhalds- samstarf gæti hentað þar sem bæði félögin eru með vélar af gerðinni Fokker 50 og Boeing 757-200. Samkvæmt heimildum DV kom hugmyndin um aukið samstarf upp eftir að upp úr slitnaði í viðræðum SAS og Flugleiða á dögunum og fyrir lá núverandi samstarfssamningur við KLM til 1. nóvember. Eftir þvi sem DV kemst næst mun Innan Flugleiða og KLM er sú hugmynd komin upp að auka samstarf félaganna verulega fari svo að Flugleiðir verði með áætlunarflug til Amsterdam í framtíðinni. M NÚ ER TÍMINN FYRIR AMSTERDAM HELGARFERDIR - VERSLUNAHFEROIR HÓTEL í MIOBORG AMSTERDAM V*r« fré kr. Morrrðft aua jUmuMAftOAOA fumujeíba m amstithoam HANARiCVOO VBftO A SARITSTOrUMHI Í4US...... Vkim, ttatift tuuahaiui m .TiláitmttÆÍ4 Nokkra athygli vakti í gær að ferða- skrifstofan Alís auglýsti ferðir í sam- vínnu við Flugleiðir til Amsterdam eftir 1. nóvember en ekki liggur enn- þá fyrir hvort félagið fljúgi til borgar- innar á þeim tíma. Auglýsing vekur athygli: Með Flugleiðum til Amsterdam í nóvember Auglýsing frá ferðaskrifstofunni AIís í Hafnarfirði í DV í gær um helg- arferðir til Amsterdam vakti athygli fyrir tvennt; það hvað helgarferðirn- ar eru ódýrar og hitt að í auglýsing- unni er sagt að ferðimar séu í nóv- ember og í samvinnu við Flugleiðir. Ekki liggur nefnilega fyrir hvort Flugleiðir fljúga til Amsterdam á þessum tíma en samningur félagsins við samgönguráðherra gildir til 1. nóvember. Skúli Böðvarsson hjá ferðasrkif- stofunni Alís segir að það sé ljóst að ferðaskrifstofur geti ekki byggt reksturinn á ákvörðunum frá mán- uði til mánaðar frekar en aðrir. „Auk þess er gert ráð fyrir því í samkomulaginu við samgönguráð- herra aö það flugfélag sem flýgur til Amsterdam eftir 1. nóvember skuld- bindi sig til að yfirtaka þær bókanir sem gerðar eru til borgarinnar fram að þeim tíma.“ - Gildir það líka um sérstakar til- boðsferðir eins og í þessu tilviki? „Já.“ - Nú era þetta ódýrar helgarferðir, hvemig hefur eftirspumin eftir þeim verið? „Mjög góð, síminn hefur ekki stoppað." -JGH íenekkiá Leiðinleg málvilla slæddist inn í fyrirsögn fréttarinnar um nýjan sjávarútvegsrisa í Bolungarvík sem birt var í DV í gær. Sagt var á Bolung- arvík en samkvæmt málvenju átti að standa í Bolungarvík. -JGH Víglundur Þorsteinsson, foringi ísflugshópsins: Samkeppni í f luginu er öllum fyrir bestu „Ég veit að fulltrúar frá Flugleið- um og KLM ræddu saman síðastlið- inn þriðjudag en ég fékk hins vegar svar frá KLM síðastliðinn föstudag það sem félagið lýsti þvi yfir að það væri tilbúið í samstarf," segir Víg- lundur Þorsteinsson en hann er for- ingi fyrirtækisins ísflug hf. sem vinnur að því að fá leyfi til áætlunar- flugs til Amsterdam eftir 1. nóvemb- er næstkomandi. Víglundur fékk svar frá KLM síðastliðinn fóstudag um að fyrirtækið væri tilbúið í sam- starf. „Ég er þeirrar skoöunar að lág- markssamkeppni sé öllum fyrir bestu, Flugleiðum jafnt sem lands- mönnum öllum, enda tel ég að meiri- hluta þjóðarinnar þyki réttast og eðlilegast að þannig sé staðið að málum í atvinnurekstri." Víglundur segir að ef Flugleiðir fái áfram áætlunarleyfi til Amsterdam eftir 1. nóvember sé það ekkert annað en einokun félagsins í fluginu. „Það yrði merkilegt því að á sama tíma leikur þíöa um musteri kpmm- únismans í Austur- Evrópu. Ég vil heldur ekki trúa öðru en á íslandi í árslok 1990 ríki sú víðsýni að sam- keppni sé af hinu góða í millilanda- flugi.“ -JGH Víglundur Þorsteinsson segir að samkeppni sé öllum fyrir bestu - líka Flugleiðum. Þjóðhagsáætlun birt í vikunni: Hægur hagvöxtur á næsta ári Þjóðhagsáætlun verður birt í vik- unni og er helsta niðurstaða hennar aö hagvöxtur verður hægur á íslandi á næsta ári og mun minni en í öðram ríkjum OECD. Verðbólga verður á lágu nótunum. Þjóðhagsáætlun verður birt í vik- unni af Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og er áætlunin enn leyniplagg. Nákvæmar upplýsingar úr henni liggja því ekki fyrir opin- berlega. í skýrslu frá OECD fyrr á árinu var gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan OECD yrði um 3 prósent á næsta ári. Vegna olíukreppunnar hafa þær áætlanir verið endurskoðaðar og er reiknað með um 2 til 2,5 prósenta hagvexti. Olíukreppan hefur einnig haft áhrif á verðbólgu innan OECD-ríkja. í sumar var gert ráð fyrir aö verð- bólgan yrði að jafnaði um 4,5 prósent en olíukreppan hefur komið þeirri tölu í um 5,5 prósent. Áhrif olíukreppunnar á islenskt efnahagslíf era aukin verðbólga, verri viðskiptakjör, aukinn við- skiptahalli og lægri þjóðartekjur en ella. Af einstökum atvinnugreinum fer útgerðin, helsti gasolíunotandinn hérlendis, verst út úr olíukreppunni og versnar afkoma hennar verulega. Þjóðhagsáætlun vekur mun meiri athygli að þessu sinni en áður vegna mikilla umræðna undanfama mán- uði um að bilið sé að breikka á milli lífskjara á íslandi og í nágrannalönd- unum. Þjóðarframleiðsla á íslandi hefur dregist saman á undanfornum árum, það hefur verið samdráttur í stað hagvaxtar og framtíðarsýn ýmissa hagfræðinga, eins og Þráins Egg- ertssonar prófessors, er sú að hag- vöxtur hérlendis á næstu árum verði stöðugt minni en hjá nágrannaþjóð- unum og hefur hann dregið upp dökka mynd af ástandinu í kringum árið 2000. -JGH Kaupþing selur hlutabréf Fróða Kaupþing hefur tekiö að ser sölu hlutabréfa í tímaritaútgáfunni Fróöa hf. og hefst sala bréfanna í dag. Kaup- þing hefur lagt mat á hlutabréfm út frá stöðu og framtíöarhorfum Fróða og verður sölugengið 1,0 til að byrja með. Við mat sitt leggur Kaupþing 18 prósent ávöxtunarkröfu á ári til grandvallar. Hlutafé í Fróða er 162 milljónir króna. Þar af eru 98 milljónir óseldar og veröa hlutabréf að fjárhæð 40 milljónir króna nú til sölu. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um frekari sölu hlutabréfa í félaginu. Fróði hóf starfsemi í byijun þessa árs er félagið tók við allri þeirri út- gáfustarfsemi sem Frjálst framtak hafði áður með höndum. Gert er ráð fyrir yfir 30 milljóna króna hagnaði af rekstri Fróða á þessu ári. -JGH í hugmyndinni um aukið samstarf félaganna hefa veriö rætt um að Flugleiðir beini fleiri farþegum, svo- nefndum tengifarþegum, um Amst- erdam. Þá hefur það veriö íhugað hvort félögin geti ekki unnið saman að markaösmálum í Norður-Amer- íku svo og í bókunarmálum en senn styttist í að Flugleiðir þurfi að end- urnýja bókunarkerfi sitt. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 2,0-2,5 Lb.Bb,- Sb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb 6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb 12mán.uppsógn 4-5 Ib 18 mán. uppsögn 10 lb Tékkareikningar,alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 2-2,5. Lb.Bb,- Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7 7,25 Ib Sterlingspund 13,5-13,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,25 Sp Danskarkrónur 9-9,4 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 12,25-13,25 Allir Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 11,25-13.5 Ib Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-16,0 Bb.ib Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,5 Lb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 11,75-13,5 Ib SDR 11-11,25 Lb.Bb,- Sb Bandaríkjadalir 10-10,2 Allir nema Sp Sterlingspund 16,5-16,7 Allir riema Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Allir nema Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Överðtr. okt. 90 14,0 Verðtr. okt. 90 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala okt. 2934 stig Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Byggingavísitala okt. 552 stig Byggingavísitala sept. 172,5 stig Framfærsluvísitala sept. 146,8 stig Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,103 Einingabréf 2 2,772 Einingabréf 3 3,358 Skammtímabréf 1,720 Lifeyrisbréf Kjarabréf 5,043 Markbréf 2,685 Tekjubréf 1,991 Skyndibréf 1,506 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.450 Sjóðsbréf 2 1,774 Sjóðsbréf 3 1,706 Sjóðsbréf 4 1,459 Sjóðsbréf 5 1,027 Vaxtarbréf 1,7290 Valbréf 1,6235 Islandsbréf 1,058 Fjórðungsbréf 1,033 Þingbréf 1,058 Öndvegisbréf 1,052 Sýslubréf 1.062 Reiðubréf 1,043 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 560 kr. Flugleiðir 215 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóður 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 175 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 420 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 558 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 635 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnflðarbankinn, lb = lslandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.