Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. ai Súkvöðknýrá Væri ekki ráð að beita aðhaldi, t.d. við uthlutun leyfa til bjórkráa, sem sprottið hafa sem gorkúlur um alla borg og enn viðar, segir m.a. í grein Helga. Fréttapistill frá Svíþjóð vakti al- veg sérstaka athygli mína. Þar var verið að fjalla um hugsanlega inn- göngu Svía í EB. Meginatriðið í lokin snerist um áfengisverðið, sem talið var að mundi snarlækka við inngönguna, ' allt að helmingi trúlega. Yrði það mikið fagnaðarefni þeim þyrstu. Hins vegar væri annað uppi á teningnum hjá heilbrigðisyíirvöld- um í þvísa landi því þau reiknuðu með sem beinni aíleiðingu af þessu -*■ mikilli íjölgun innlagna vegna meðferðar áfengissjúklinga, jafn- vel allt að tvöföldun. Færi þá aö þrengjast að öðrum sjúkum ef svo gengi eftir. Þetta voru athyglisverð og umhugsunarverð atriöi og ekki á hverjum degi sem í fjölmiölum er svo tæpitungulaust talaö. Þau koma ekki á óvart þeim sem með þróun mála fylgist. Ófögur saga Hér á landi eru tíðindin í sama dúr en af öðrum orsökum. Bjór- unnendur boöuðu það endalaust að engin aukning yrði af tilkomu bjórsins, hann myndi einfaldlega koma í stað annarrar áfengis- neyslu og staðan yrði þannig nokk- urn veginn óbreytt. Allir vita nú hvað varð. En ekki er síður ugg- vænlegt hversu farið hefur um svo alltof marga, sem lengi höfðu staðið sig í glímunni við Bakkus, en hafa nú lotið í lægra haldi. Aukning þessara tilfella og atleiö- ingin af henni er augljós og auðvit- aö máttu menn sjá þetta fyrir ef blinda eigin bjórástar hefði ekki byrgt mönnum algerlega sýn. Þetta atriði og mörg önnur alvar- leg mætti rifja upp utan enda ein- faldlega til að sanna hversu óhugn- anlega rétt við höfðum fyrir okkur sem börðumst á móti bjórnum. Ég var á dögunum aö tala við góðan kunningja, sem á yngri árum hafði Kjallariim Helgi Seljan formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu lent mjög illa út úr áfengisneyslu, m.a. misst heilsu að hluta og heim- ili og fjölskyldu um leið. Af eigin rammleik hafði hann svo sigrast á drykkjusýkinni svo að í áratugi lifði hann eðlilegu og heil- brigðu lífl. Endurkomum fjölgar í bjórumræðunni á árunum var hann eldheitur andstæðingur þess að fá bjórflóðið ofan á annað og taldi að þá mundi mörgum hætt, sérstaklega minnti hann þá á þá sem nýlega höfðu sigrast á vandan- um. En svo fór sem fór. í vinahópi þótti honum sjálfum óhætt að bergja á bjórglasi og óðar en varði gnæfði vandinn við honum sem ókleift fjall enn á ný. Hann var nú búinn að fara í meðferð og sagðist skammast sín mest fyrir tvennt: Annars vegar það að hafa látið ginnast og gera sig að fífli, hafandi svo oft varað sjálfur hér við; hins vegar að hafa á efri árum þurft að láta samfélagið greiða rándýra stofnanavistun fyrir sig af völdum slíkrar ginningaglópsku. Menn hafa fullyrt við mig að á sumum meðferðarstofnunum sé einfaldlega sagt. Þú kemur bara aftur, ef eitthvað fer úrskeiðis, nokkuð sem minnir mig á gömlu setninguna: Komdu aftur, ef þú vil- hst! En hvað sem þessu líður, er ljóst að endurkomum vegna áfengissýki hefur fjölgað mjög mikið í kjölfar bjórsins og enn er hrópað á aukinn fjölda meðferðarrýma og hliðar- verkanir, einkum geðræn vanda- mál, hrannast svo upp sem aldrei fyrr. Og það er sko aldeilis ekki verið að hugsa um kostnað samfélagsins af flestum þolendum og jafnvel ekki meðferðaraðilum heldur. Þann þátt mátti heldur ekki taka inn í umræðuna um hið örlagaríka skref - bjórinn á sínum tíma, enda átti hann allt að bæta - menning- una margrómuðu m.a. í stað þess að gæla ... En nú erum við sem sagt einnig á þessu sviði farin að súpa seyðið af þessu óheillaskrefi og margum- ræddir skattpeningar fólksins í landinu fara í kjölfarið í enn aukn- um mæli í að lappa upp á þá sem falla og falla og fara í meðferðina sína aftur og aftur, af því bjórinn er svo saklaus og veikur og hollur eða bara eins og einn æðsti maður þjóðarinnar sagði: Hann er svo góð- ur að ég styð hann. Það er nú máski hin hryggilega staðreynd hversu skammt er hugs- að og þegar svo afdrifarík ákvörð- un er tekin. Það er eins og áfram sé á það treyst að áfengissýkin hafi vissa samúð og vissan forgang og hvað varðar menn um sparnað og aðhald í heilbrigðiskerfinu þegar teknar eru beinar ákvarðanir um hreina útgjaldaaukningu eins og gerðist um bjórinn. Við höfum í sumar heyrt af því hvernig deildum er lokað og gamla fólkið sent heim og biðlistunum af nær ósjálfbjarga fólki í heimahús- um. En það heyrðist ekkert um lokun áfengismeöferðardeildanna, enda ekki mín tillaga heldur, þegar aukning aðsóknar er sem aldrei fyrr. En biturt er það og ömurlegt um leið í ljósi þess sem hefur birst okk- ur í sumar. Væri nú ekki ráð að reyna að snúa af óheillabrautinni, beita aðhaldi, t.d. við úthlutun leyfa til bjórkráa, sem sprottið hafa sem gorkúlur á haug um alla borg og enn víðar? Væri nú ekki ráð að reyna eitt- hvaö fyrirbyggjandi, einhverja at- lögu gegn áfengisneyslu í stað þess aö gæla alltaf og alls staðar við vímugjafann? Það er kvöð okkar að sinna kalli dagsins, ópi sársauk- ans og eymdarinnar. Sú kvöð knýr á. Helgi Seljan „Það er eins og áfram sé á það treyst að áfengissýkin hafi vissa samúð og vissan forgang...“ Bréf til forseta Sameinaðs alþingis Ég kemst ekki hjá því að skrifa yður nokkrar línur vegna ummæla yðar um umboðsmann alþingis í DV 20. september. Þér segið: „Þarna höfum viö afskaplega hæfan mann og hvarvetna er ábending umboðsmannsins næst- um því sjálfgefin lagabreyting." Ennfremur: „Þaö er enginn vafi á því aö ábendingar hans ber að taka alvar- lega. Þetta embætti er trygging borgaranna fyrir því að farið sé að lögum og mönnum ekki mismun- að.“ Þá takið þér mjög ákveðið undir þá skoðun Leós Löves í DV19. sept- ember að hundsun á úrskurði um- boðsmanns sé „móðgun við al- þingi.“ Sumarið 1988 fór ég fram á af- hendingu sjúkraskráa er mig varða. Þetta gerði ég á grundvelli 16. gr. læknalaga nr. 53/1988, en þar er læknum gert skylt að aíhenda slíkar skrár ef um er beðið. Álit umboðsmanns alþingis Viðkomandi yfirlæknar, Tómas Helgason og Hannes Pétursson, urðu ekki við þessari beiðni. Þeir töldu að afhendingarskylda lækna næði ekki til sjúkraskráa er færðar voru fyrir gildistöku laga nr. 53/1988. Þann 19. janúar 1989 vísaði ég málinu til umboðsmanns al- þingis er 29. desember sama ár felldi þennan úrskurð í lok rök- studdrar greinargerðar: „Það er því niðurstaða mín, að fara beri með umrædda beiöni Sig- urðar Þórs Guðjónssonar um af- hendingu sjúkraskráa samkvæmt fyrirmælum 1. og 2. mgr. 16. gr. læknalaga nr. 53/1988. Eru það til- mæli mín, að landlæknir og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið sjái til þess að nefndum laga- KjaHarirm Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur reglum verði fylgt að því er beiðni Sigurðar varðar." Niðurstaða umboðsmanns hafði þó engin áhrif á yfirlæknana og landlæknir og ráðherra beittu ekki embættisvaldi sínu til að hún næði fram að ganga. í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 21. febrúar í vetur kynnti Guð- mundur Bjarnason ráðherra frum- varp er hann hugðist leggja fram á þingi um ýmsar breytingar á læknalögunum nr. 53/1988. Átti t.d. að taka af öll tvímæli um það að læknum væri skylt að afhenda sjúkraskrár er gerðar voru fyrir gildistöku þeirra laga. Þetta var í samræmi við álit um- boðsmanns alþingis, er kynnt hafði verið ráðherra, en þar segir m.a.: „Tel ég að fara beri með allar beiðnir um afhendingu sjúkra- skráa eftir ákvæðum 16. gr. lækna- laga nr. 53/1988. Skiptir því ekki máli hvort skrár hafi veriö færðar fyrir eða eftir gildistöku læknalaga nr. 53/1988. Er ég sömu skoðunar og landlæknir og heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið um þetta álitaefni." En í bréfi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins til umboðs- manns var þetta orðað svo. „Ráðuneytiö telur óhjákvæmi- legt að 16. gr. læknalaga verði aft- urvirk og álítur að það hafi verið vilji löggjafans." í greinargerð umboðsmanns al- þingis stendur einnig: „Er það og álit mitt, að þegar fyr- ir gildistöku læknalaga nr. 53/1988 hafi sú meginregla gilt, að einstakl- ingar ættu rétt á að kynna sér þær upplýsingar, sem stjórnvöld hefðu skráð um einkahagi þeirra, nema mikilvægir almannahagsmunir eða hagsmunir einkaaðila mæltu því í gegn, sbr. til hliðsjónar 10. gr. laga nr. 30/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni." Þá vitnar umboðsmaður enn- fremur í greinargerð við frumvarp til læknalaga frá 1986 þar sem segir að ákvæðið um að láta af hendi sjúkraskrár til skjúklinga eða for- ráðamanna þeirra sé einungis ný- mæli í lögum en „ekki í fram- kvæmd.“ Og þess má hér geta að nokkrum vikum eftir gildistöku laga nr. 53/1988 fékk ég mótstöðulaust af- hentar sjúkraskrár frá árinu áður á Landspítalanum. Afgreiðsla alþingis Guðmundur Bjarnason lagði svo frumvarpiö fram á þingi 21. mars. Því var vísað til heilbrigðis- og tryggingamálanefndar er gerði þær breytingar að afhendingarskylda lækna gilti ekki um sjúkraskrár er færðar voru fyrir gildistöku lækna- laga nr. 53/1988. Þannig var frumvarpið samþykkt á alþingi 4. og 5. maí með sam- hljóða atkvæðum. Það urðu lög nr. 50/1990. Og væntanlega hefur heil- brigðisráðherrann, sem umboðs- maður alþingis fól að fylgja eftir áliti sínu um afhendingu sjúkra- skráa, einnig samþykkt þessa kú- vendingu á sínu eigin frumvarpi frá 21. mars! Þann 31. ágúst sagði umboðsmað- ur alþingis í svarbréfi við fyrir- spurnum mínum: „Ég tek ... fram, að álit mitt frá 29. desember 1989 stendur óbreytt. Lög nr. 50/1990 um breytingar á læknalögum nr. 53/1988 valda því hins vegar, að ég á þess ekki neinn kost að fylgja áliti mínu eftir gagn- vart stjórnvöldum." — Alþingi hefur vissulega þótt álit umboðsmanns um afhendingu sjúkraskráa jafngilda lagabreyt- ingu. Þó ekki til að það næði fram að ganga, heldur til að það næði ekki fram að ganga! Hvaö gerðist eiginlega á þingi frá því ráðherra lagði fram breytingar- frumvarpið í mars þar til það var samþykkt í maí? Þau sjónarmið, þau rök, er liggja að baki þessari lagasetningu, er gengur þvert á rökstutt lögfræðilegt álit umboðs- manns alþingis, hljóta að vera geysimikilvæg úr því þingmenn alUr sem einn stóðu hiklaust að henni. Þaú rök eru samt hvergi aðgengi- leg fyrir almenning svo ég viti þó málið varði allra hag. í prentuðum þingskjölum og í Alþingistíðindum finnast þau ekki. Ég óskaði eftirþví við alþingi í sumar að fá að skyggn- ast eftir þeim í gögnum heilbrigðis- málanefnda. En því var hafnað. Tværspurningar Forseti sameinaðs alþingis! Þér eruð eölilegur svaramaður alþingis í þessu máli vegna embættis yðar og ekki síður fyrir ummæli yöar í DV 20. september sem tilfærð eru hér að framan. Ég vil því leyfa mér aö beina til yðar þessum spurning- um: 1. Hversvegnabrutualliralþingis- menn í bága við úrskurð um- boðsmanns alþingis frá 29. des- ember 1989 er þeir samþykktu í vor lagabreytingar nr. 50/1990 viö læknalög nr. 53/1988 um af- hendingu sjúkraskráa? 2. Teljið þér, með hliðsjón af um- mælum yöar í DV 20. september, aö þingmenn hafi við þessa laga- setningu borið sæmilega virð- ingu fyrir áliti umboðsmanns alþingis, sem Leó Löve í DV 19. september jafnar að fræðigildi við niðurstöðu stjómsýsludóm- ara? Sigurður Þór Guðjónsson „Hvað gerðist eiginlega á þingi frá því ráðherra lagði fram breytingarfrum- varpið 1 mars þar til það var samþykkt í maí?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.