Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 27 GeorgeWendt er íslenskum sjónvarpsáhorfend- um aö góöu kunnur því hann leikur einn af fastagestunum á Staupasteini, þybbinn og glað- lyndan piparsvein. Það er einmitt holdafariö sem stefnir George í voöa þessa dagana. Þó það hæfl hlutverki hans í Staupasteini mætavel þá er ekki nema miðl- ungi hollt aö vera of feitur og George hefur þyngst um heil 30 kíló síöasthðið ár. Læknar hafa varað hann við og sagt að geri hann ekki bragarbót í holdafari sínu sé dauðinn á næsta leiti. Ólyginn sagði... Barbara Bush sem er forsetafrú vestur í Amer- íku, hefur látið hafa það eftir sér að hún hafi eitt sinn látið svæfa hund, sem hún átti, frekar en að láta hann þjást. Það sama segist hún vona að einhver vilji gera fyrir sig þegar hún verður orðin ellihrum oglasburða. Þau hjónin, en George maður hennar er for- seti, hafa bæði ánafnað læknavís- indunum öll líffæri sín eftir and- lát sitt. Kannski verður það til þess að vísindamönnum tekst að einangra íhaldsgenin og rækta þau. TonyDanza sem leikur í sjónvarpsþáttunum Hver á að ráða, kýs að ráða sér sjálfur. Hann stórmóögaði nýlega yfirmenn sjóhersins bandaríska þegar hann mætti ekki á áður boðaða skemmtun. Tony hafði lofað að koma og veifa til sjóhð- anna og gefa eiginhandaráritanir á báða bóga og yfirleitt haga sér eins og maður en allt kom fyrir ekki. Sjóherinn hafði uppi mik- inn viðbúnaö, búið var að leggja út rauðan dregil, flugvél sveimaði á svæðinu með borða í eftirdragi þar sem Tony var boðinn velkom- inn og gífurlegt fjölmenni var mætt í stífpússuðum einkenn- isbúningum. Yfirmenn eru æva- reiðir og segja Tony eiga kjöl- drátt skihð fyrir að valda óbreytt- um sjóliðum shkum vonbrigðum. Sviðsljós Blúsinn lifir að baka? Kristján Einaisson, DV, Selfossi: í Gagnfræðaskólanum á Selfossi var nýlega tekið í notkun nýtt kennslu- eldhús búið nýtískutækjum og tól- um. „Hér er langþráður draumur að rætast," sagði Kristin Stefánsdóttir yfirmatreiðslukennari. „Við höfum undanfarin ár búið við mjög þröngan kost en í þessu eldhúsi getur maður þó hreyft sig.“ Á Selfossi eru þrír skólar, barna- og gagnfræðaskóli með 756 nemend- um og fiölbrautaskóh með 853 nem- endum í öllum deildum. Allir þessir skólar hafa nemendur í matreiðslu- kennslu í nýja eldhúsinu, þau yngstu í undirstöðuatriðunum en þau elstu eru lengra komin og eru nú um þess- ar mumdir að undirbúa sláturgerð en matreiðsla er eitt vinsælasta fagið í skólanum. Magnús Eiríksson og Páimi Gunnarsson syngja blús. DV-myndir RaSi m Karl Sighvatsson treður Hammond- inn af tilfinningu. Blúsinn, þessi grátklökka tilfinn- ingaríka tónlist sem uppruna sinn á meðal svartra þræla í Ameríku, lifir góðu lífi þó þrælahald sé að mestu aflagt. Þannig slær blúshjartaö með þróttmiklum takti á kránum í Reykjavík um þessar mundir. Sem betur fer á lifandi tónlist hljómgrunn meðal kráargesta á ný og víða má heyra blústónana óma út um stræti og torg og laða til sín fólk. Nokkrir gamlir blúsjaxlar tróðu upp á Tveim vinum á dögunum. Þar fór Magnús Eiríksson í fylkingar- brjósti en ýmsir fótgönguliðar voru kallaðir til leiks. Pálmi Gunnarsson sló bassann og kirkjuorganisti aust- an úr sveitum, Karl Sighvatsson, tók orgelið föstum tökum. í hátíðarskapi Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: íþróttafélagið Þór á Akureyri varð 75 ára snemma í júní í sumar og var þess minnst með veglegu afmælis- hófi í Sjallanum fyrir skömmu. Var þar mikið um dýrðir eins og gefur að skilja og glatt á hjalla. Sr. Pétur Þórarinsson var veislu- stjóri og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn sem slíkur. Henti hann óspart gaman að óförum Þórs- ara á knattspyrnuvellinum í sumar en sem kunnugt er féll knattspyrnu- hð félagsins í 2. deild. Var greinilegt að klerkur ætlaði ekki að láta menn „hengja haus“ yfir þeim óförum á þessum tímamótum og gekk það eft- ir. Fjöldi manns var heiðraður í hóf- inu eins og vera ber á slíkum tíma- mótum. Félagið heiðraði tugi félags- manna fyrir vel unnin störf og voru þær viðurkenningar af ýmsum toga. Hann var stór hópurinn sem fékk silfurmerki félagsins. Hilmar „Marri“ Gíslason bæjarverkstjóri hefur greinilega laumað einum léttum að Bjarna Jónassyni pípulagningameistara og konu hans. Haraldur Helgason, sem var formað- ur Þórs í tvo áratugi, var sæmdur heiðurskrossi félagsins og er hann fyrsti maðurinn sem hlýtur þá viður- kenningu. Þá voru félagsmenn heiðraðir af DV-myndirgk sérsamböndum innan ÍSÍ og einnig bárust Þór góðar gjafir. Bar þar hæst geysilega stóran bikar sem Ragnar Sverrisson gaf félaginu, en hann skal veitast „íþróttamanni Þórs“ ár hvert. Kristin Stefansdottir kenmr nemendum að baka brauð. DV-mynd Kristján Kanntu brauð Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, veitir viðtöku hálfrar milljónar króna gjöf frá Akureyrarbæ úr hendi Halldórs Jónssonar bæjarstjóra. Haraldur Helgason veitir viðtöku heiðurskrossi Þórs úr hendi for- mannsins, Aðalsteins Sigurgeirs- sonar. Þórsarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.