Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990. 11 Utlönd í kjölfar blóðbaðsins í Peking í júní í fyrra settu Vesturlönd á viðskiptaþvinganir gegn Kína. Nú er gert ráð fyrir að Evrópubandalagið ákveði að aflétta þeim í áföngum. Simamynd Reuter Vænta af náms refsi- aðgerða gegn Kína „Það er ekki hægt að knésetja Kína með viðskiptaþvingunum þó menn vilji,“ segja vestrænir stjómarerind- rekar. Þeir eru hins vegar þeirrar skoðunar að viðskiptaþvinganirnar, sem settar voru gegn kínverskum yfirvöldum í kjölfar blóöbaðsins í Peking í fyrra, hafi borið þann árang- ur sem þeim var ætlað, það er að gefa kínversku stjóminni til kynna andúð Vesturlanda á aðgerðum hennar. Búist er við að utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins muni á fundi sínum 22. október í Luxemburg sam- þykkja að refsiaðgerðunum gegn Kína verði aflétt í áföngum. ítalir, sem eru nú í forsæti bandalagsins, era helstu stuðningsmenn þess að samskiptin við Kína verði bætt. Er tahð að stuðningur kínverskra yfir- valda við viðskiptaþvinganir Sam- einuðu þjóðanna gegn írak ráði þar einhveiju um. Utanríkisráðherra ít- ahu, Gianni de Michehs, hefur lagt áherslu á að auðvitað verði að þrýsta á um mannréttindi í Kína en hins vegar sé ekki gott að viðhalda gjánni á mhli Evrópubandalagsins og svo mikilsvægs lands sem Kína. Þrýstingur viðskiptaaðila Stjórnir þeirra Vesturlanda, sem átt hafa mikh viðskipti við Kína, eru undir miklum þrýstingi ýmissa við- skiptaaðila sem vilja að refsiaðgerð- unum verði aflétt. Reyndar hefur því veriö haldið fram að sumar stjórnir hafi þegar létt á banninu að einu eða öðru leyti. Og Spánverjar hafa th dæmis tilkynnt að spænski utanrík- isráðherrann muni bráðlega fara í heimsókn til Kína. Bush Bandaríkjaforseti sendi þjóðaröryggisráögjafa sinn, Brent Scowcroft, tvisvar th Kína í fyrra og var önnur forin leynheg, þrátt fyrir bann Vesturlanda við samskiptum háttsettra embættismanna. Scow- croft hitti Deng Xiaoping, en margir telja að hann sem yfirmaður kín- verska herráðsins hafi fyrirskipað hermönnum að skjóta á námsmenn á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing. Níu hundruð sleppt Stjórnarerindrekar segja að ef Evr- ópubandalagið ríði á vaðið til að bæta samskiptin við Kína geti það auðveldað Bush að gera slíkt hið sama. Alþjóðabankinn geti einnig farið að veita Kínveijum lán að nýju. Að því er stjómarerindrekar segja áttu viðskiptaþvinganimar sinn þátt í því að nær níu hundruð pólitískum föngum var sleppt af kínverskum yfirvöldum, auk þess sem samkomu- lag hafi náðst um andófsmanninn og vísindamanninn Fang Lizhi. Fang var leyft að fara úr landi er hann hafði dvalið í ár í bandaríska sendi- ráðinu í Peking. Margir þekktir and- ófsmenn era þó enn í fangelsi og opinber mótmæh era ekki leyfð. Reuter Skoöanakönnun í Noregi: Gorbatsjov fái friðarverðlaunin Mikhah Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, er heitasta nafnið í umræðunum um friðarverðlaun Nóbels nú þegar vika er þar til verðlaunahafinn verður kynntur. Vafi þykir hins vegar leika á því hvort verðlaunanefndin þori að útnefna þjóðarleiðtoga sem í krafti stöðu sinnar gæti gripið til aðgerða sem ekki samræmast friðarverð- launahafa. Samkvæmt skoðanakönnun í Noregi um helgina voru 34 prósent aðspurðra fylgjandi því að Gor- batsjov fengi friðarverðlaunin í ár. Auk hans er þrír þekktir leið- togar nefndir í sömu andrá. Chai Ling, leiðtogi kínverskra náms- manna, fékk 28 prósent atkvæö- anna, blökkumannaleiðtoginn Nel- son Mandela fékk 22 prósent en Vaclav Havel, forseti Tékkóslóva- kíu, varð að láta sér nægja 10 pró- sent. Þess skal getið að Chai Ling kom í heimsókn til Noregs í haust og þverpólitísk nefnd kvenna á norska þinginu notaði tækifærið til að benda á hana sem verðugan frið- arverðlaunahafa. NTB /ÆSks rc. vyn yccjy Frigor TILBOÐ FRYSTIKISTUR MÁL H x B x D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B20 31.950 90x98x65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B 50 43.470 ÁRATUGAREYNSLA DÖNSK GÆÐATÆKI Á CÓÐU VERÐI rnm r/ Samkort VISA EUROCARD itM SAMBANDSINS » O VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 5550-6812 66 Nóbelsverðlaunin í læknisfræöi: Tveir Bandaríkjamenn deila þeim með sér Tveir bandarískir læknar deha með sér Nóbelsverðlaununiön í læknisfræði í ár. Þetta era þeir Jos- hep E. Murray og E. Donnall Thomas sem báðir hafa unnið um árabil að líffæraflutningum og þróað þá grein læknavísindanna meira en aðrir menn. Þeir deha með sér verðlauna- fénu sem nemur fjórum mhljónum sænskra króna eða um 40 mihjónum íslenskra króna. Murray er nú 71 árs gamall og vinnur á sjúkrahúsi í Boston. Hann hefur einkum þróað aðferðir th að koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýju líffæri. Murray tókst fyrstum manna að flytja nýra mhli tveggja eineggja tvíbura og hann var einnig fremstur í flokki þegar farið var að flytja líffæri úr látnu fólki. Thomas stendur nú á sjötugu. Hann vinnur við krabbameinsrann- sóknir í Seattle. Hann hefur einnig rannsakað viðbrögð líkamans. við nýjum líffæram og var leiðandi í flutningi á beinmerg mhli manna. í umsögn Karolínska sjúkrahúss- ins í Gautaborg um verðleika þessara manna sagði að þeir hefðu með rann- sóknum sínum hnað þjáningar tug- þúsunda sjúkhnga og fundið aðferðir th að lækna sjúkhnga sem ella hefðu látist. Reuter/TT VARAHLUTAÞJÓNUSTAN S/F NOTAÐIR VARAHLUTIR í NÝLEGA BÍLA Kaplahrauni 9b - 220 Hafnarfjöróur - S:653008 Innfluttar notaðar japanskar vélar. Eigum á lager vélar í eftirtaldar tegundir: Mazda Subaru Mitsubishi Daihatsu Nissan Toyota Eigum mikið úrval gírkassa, sjálfskiptinga, startara og alternatora. ísetning á staðnum Þríggja mánaða árbyrgð á vélum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.